Vikan


Vikan - 04.06.1953, Blaðsíða 11

Vikan - 04.06.1953, Blaðsíða 11
Það var þungt og fúlt loft þarna niðri. Hún fann allt í einu til ótta. Hún var komin í umhverfi sem virtist afneita sálinni með öllu. Framundan var myrkur, hræðilegt myrkur. . . HENNI leið eins og hún væri í kvikmynda- húsi, og hefði verið að horfa á kvikmynd sem nú væri allt í einu stönzuð í miðju kafi, og leikendurnir stæðu afkáranlega kyrrir eftir. Svo tók hún eftir því, að enn einn maður gekk fram. Þetta var ekki ókunnur maður. Hún kannaðist alltof vel við andlitið á Bleicher. Hann sagði með hægð: ,,Þér hafið leikið djarft, Lise. Ég óska yður til hamingju." Hann yppti öxlum. „Það er annars rétt, að ég taki það strax fram, að öll hugsun um flótta er þýðingarlaus. Ég hef látið umkringja hótelið. Fyrir alla muni gerið þetta ekki erfitt fyrir okkur, og yður sjálfa.“ Hann talaði stutt- aralega við einn mannanna á þýzku, og hún skildi aðeins eitt orð af þvi sem hann sagði: ,,Raoul“. Það var farið með hana upp á loft, og hún fann hlaupið á skammbyssu við hrygg sér. Gangurinn, þar sem hún hafði farið frjáls fyrir aðeins tveim mínútum, leit alveg eins út núna. Það var skrítið. Henri opnaði dyrnar að herbergi Raouls og kveikti ljósið. Hún sá að hann lá í rúminu og svaf. Það var ekkert sem hún gat gert, alls ekkert. Eða var það? Jakkinn hans hékk yfir bakið á stól, og hún vissi, að veskið með öllum hinum þýðingarmiklu plöggum var í innanávasanum á honum. Henri spennti gikkinn á skammbyssunni og gaf merki með höfðinu. Um leið og annar aðstoðarmannanna hristi Raoul harkalega til, skjögraði hún inn í herbergið, lét fallast niður í stól og lokaði augunum. Hún heyrði rödd Henris segja: ,,Þér þarna. Hvað heitið þér?“ Raoul settist upp. „Ég? Ég heiti Chambrun. Pierre Chambrun. Hverjir eruð þið og hvað viljið þið ?“ „Þér eruð hér með tekinn fastur. Þér eruð Peter Churchill, öðru nafni Raoul, brezkur njósn- ari og skemmdarverkamaður. A fætur með yð- ur.“ Hún dró veskið varlega upp úr vasanum, og kom því á annan stað, þar sem það mundi verða öruggt fyrst um sinn. Hún andaði léttara. Raoul var að klæða sig, og þremur skammbyssum var beint að honum. Hann leit útundan sér á hana, og hún heyrði Henri segja: ,,Ég verð að krefjast þess að þér verðið með handjárn." „Hvernig í ósköpunum get ég verið með hand- járn meðan ég er að klæða mig?“ „Nei. Bara þegar þar að kemur, kunningi. Þér gerið yður ljóst að þetta landsvæði er hernum- ið af bandarhönnum okkar, Itölum?" „Já.“ „Hvort munduð þér kjósa heldur, að vera fangi Þjóðverja eða ltala?“ Raoul hló stuttaralega. „Þetta er kjánaleg spurning, þykir mér. Jafnvel þó að þið afhentuð okkur Itölum í svipinn, þá munduð þið alltaf geta krafizt að þeir framseldu okkur. Það er Hitler, sem stendur uppi á mykjuhaugnum og stjórnar, ekki Mussolini." „Hvort kjósið þér heldur?" „Að vera fangi Itala, auðvitað . . .“ Honum geðjaðist auðsjáanlega ekki að þessu svari. Hann sagði, um leið og Raoul fór í frakk- ann: „Nú setjum við á yður handjárnin.“ Það small í stállásnum. Gestapo-mennirnir voru að leita i herberginu, drógu út skúffur, opnuðu skápa. Þeir fundu ekkert sem nokkurs virði var fyrir þá, og leitinni var lokið. Einn Gestapo- mannanna tók undir handlegginn á Odette, og þessi skuggalega fylking gekk aftur niður. Jean Cottet stóð á miðju gólfi. Hann hafði verið góð- ur og tryggur vinur, og það var óhugsandi að hann ætti nokkurn þátt í þessu. Raoul stanzaði. Hann sagði, í öryggisskyni fyrir Cottet: „Jean, mér leiðist að.hafa valdið öllum þessum óþægindum í hótelinu þínu. Hvernig tókst þér eiginlega að komast að þvi, að ég væri brezkur liðsforingi ? Mér þykir þetta allt mjög leiðinlegt, Jean.“ Það biðu tveir bílar fyrir utan, og flokkur ítalskra hermanna. Raoul og Odette voru látin setjast í aftursætið á fyrri bilnum, en á milli þeirra settist Gestapo-maður. Henri var horfinn. Þegar bíllinn rann af stað, beygði Odette sig áfram eins og hún væri að laga sokkabandið sitt, og laumaði veskinu úr felustað sínum langt inn á milli sessanna i bílnum. Og er hún hafði þannig gert síðustu skyldu sína, hallaði hún sér aftur i sætinu. Hún fól sig nú Guði á vald. Geislar tunglsins glitruðu á Annecy-vatninu. Hátt uppi, yfir Semnozfjallinu, var himinninn heiður og stjörnubjartur. Þar fengu vindarnir að blása frjálsir, þar gátu fuglarnir flogið á milt- illi ferð ofan úr háloftunum. Eftir fáeinar klukku- stundir mundi sólin koma upp og hella ljósi sínu yfir fjöllin, og lækirnir mundu skoppa hjalandi niður hlíðarnar, og fætur mannanna mundu ganga og hlaupa frjálsir allra ferða frá einum stað til annars. Gráar dyr voru opnaðar, og síðan einar gráar dyr af öðrum, og Odette gekk inn í klefann. Gráu dyrunum var lokað að baki hennar og hún heyrði að lykli var snúið. FRESNES Fresnes-fangelsið er 10—12 km frá hjarta Parísarborgar, og liggur vegurinn þangað gegn- um hið svonefnda Italíuhlið. Það var reist fyrir rúmlega fimmtíu árum, og var löngum stærsta fangelsi í Evrópu. Strax og Frakkland var her- numið, gerðu Þjóðverjar það að pólitísku fang- elsi, og þar var ættjarðarvinunum veitt móttaka af áköfum höndum SS-mannanna og hinna grá- klæddu systra þeirra, des souris, músanna svo- nefndu. Klulíkan var um fjögur að morgni þann 8. maí 1943, þegar næturlestin frá Marseille rann inn í Lyon-stöðina, og einkennilegur hópur fólks steig niður úr þriðja farrými hennar. Aðrir far- þegar litu snöggvast á hópinn, og flýttu sér síð- an út um stöðvarhliðið, eins og til að forðast þá ógn, sem honurn fylgdi. Milli tveggja Gestapo- manna gengu dökkhærður herðabreiður maður og grannvaxin ung kona, og á fasi þeirra mátti finna mikið stolt og fyrirlitningu á samferða- mönnunum. Við hliðið beið þeirra borgaralega klæddur maður. Hugo Bleicher var mættur til að taka á móti gestum sínum. Hann hneigði sig af mikilli siðfágun. Hann gaf fyrirskipun, og það voru sett handjárn 4 dökkhærða manninn. Síðan fylgdi hann hópnum út úr stöðinni, þangað sem þrír Gestapo-bílar stóðu og biðu. Sjálfur sett- ist hann í fremsta bílinn, sem þegar rann af stað, og hinir tveir fylgdu á eftir með hina ný- komnu farþega. í aðalanddyrinu, á vinstri hönd, var röð af sliápum, hver þeirra hæfilega stór til að rúma einn uppréttan mannslíkama. Odette var læst inni í einum þecsara skápa, og Raoul i öðrum. Þö þau væru þannig skilin að, gátu þau heyrt hvort til annars gegnum viðarþilin, og þau rædd- ust við unz verðirnir öskruðu það eina franska orð sem þeir virtust kunna: „Silence!“ — þögn. Odette átti eftir að heyra þetta orð milljón sinn- um á þeim mánuðum sem framundan voru. „Silenceöskruðu þeir. „Silence!“ Ein klukku- stund leið, og síðan önnur. Hörkuleg SS-kona opnaði dyrnar fyrir Odette. Hún var leidd inn í stórt herbergi með berum steinveggjum, og þar þurfti hún að undirgangast enn eina skoðunina. Síðan hún var handtekin fyrir einum mánuðí, hafði hún þegar orðið að láta sér slíkt sem þetta lynda svo oft, að það fékk ekki lengur neitt á hana. Hún var látin afklæðast öllu, standa nak- in upp við vegg, ganga fram og aftur eftir skip- unum hinna sköpulagslausu SS-kvenna, sem horfðu á líkama hennar fullar öfundar. Aðspurð kvaðst hún heita því nafni sem var á vegabréfi því er af tilviljun hafði verið í veski hennar þeg- ar hún var handtekin. Maður varð að heita ein- hverju nafni í fangelsi, og þetta nafn var eins gott og hvað annað. Handa Gestapo-mönnum mundi hún hafa annað nafn og aðra sögu; en það kæmi seinna. Hér i fangelsinu, að minnsta kosti fyrst um sinn, mundi hún heita Chambrun, — Madame Odette Chambrun, þrjátíu og eins árs gömul, gift, rómversk-kaþólsk, frönsk, fædd í Dunkirk 1912. Það var allt sem hún hafði að segja. Hinar gráklæddu grannskoðuðu líkama hennar, og fóru óhreinum fingrum sinum um hár hennar. Síðan skipuðu þær henni að klæða sig aftur. Henni var fengið eitt teppi, og gróft grátt undirlak. Hún vafði einu undirfötunum, ser.i hún hafði til skiptanna, innan í teppið, og beið. „Klefa eitt hundrað og átta — þriðju deild. Engum leyft að tala við fangann — fyrirskipun frá Gestapo." Ein af SS-konunum opnaði dyr, benti niður á við og hrópaði skrækum rómi: „Hernus! Los! Sclmell, schnell! Fljótt nú. Fljótt nú!“ Odette gekk niður stiga, og var þá stödd við endann á neðanjai'ðargangi, sem virtist teygjast út í óendanleikann. Raflampar héngu uppi í hvelfingunni á stangli, en á milli þeirra var myrkur. Handrið voru eftir ganginum báðum megin, og margar dyr á veggjunum. „Vorwdrts. Schnell Það var þungt loft þarna niðri, þungt og fúlt. Hún gekk nokkur skref áfram, inn i rökkrið. Hún fann allt í einu til ótta. Það var ekki ótti við líkamlegar kvalir, limlestingar, né jafnvel dauðann. Síðustu vikurnar hafði hún haft tæki- færi til að virða fyrir sér skuggann af þeim ógn- um, og hún var reiðubúin að mæta þeim. Þetta var annar og skelfilegri ótti. Hér var hún komin í umhverfi sem virtist afneita sálinni með öllu. Framundan var myrkur, hræðilegt myrkur. Hún gekk áfram af því fætur hennar hreyfðust, en hún vissi.ekki hve lengi hún gekk, né hvers vegna hún var á þessum hræðilega stað. Eftir langan tíma sá hún stigaþrep sem lágu upp á við, og hún greikkaði sporið. Hún hljóp 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.