Vikan


Vikan - 04.06.1953, Blaðsíða 4

Vikan - 04.06.1953, Blaðsíða 4
ELIZABETH DROTTNING Það er alkunnugt, að starfsdagur drottningarinnar er feiknlangur og og erfiður. Hver mínúta er notuð — og veit- ir ekki af. Drottningin stjórnar ríkisráðsfundum, og mik- inn fjölda ríkisskjala má hún staðfesta með undirskrift sinni daglega. Hún tekur á móti sendiherrum og þjóð- höfðingjum og situr margar veizlur. Hún ferðast líka mik- ið, og sá dagur líður varla, að hún komi ekki fram opin- berlega. Hún opnar sýningar og heimsækir vinnustaði, kem- ur í sjúkrahús o. s. frv. Hún lærði mikið af föður sínum, George VI, en hafði auk þess hina beztu kennara. Hún ræk- ir skyldustörf sín af alúð og samviskusemi, og er þegar í miklu afhaldi hjá þjóð sinni. 1 stríðinu fékk hún þeim vilja sínum framgengt að ganga í herinn. Hún gekk í flutninga- deild kvenna. Hún varð liðsforingi 1944, þá 18 ára. Hin nýkrýnda drottning í Englandi er fœdd 21. apríl 192fí. Hún giftist Philip, liertoga af Edinborg, í Westminster Abbey, 20. nóvember 19Jfl. Þau eiga tvö börn: Charles prins, hertoga af Cornwall, sem fœddur er lJf. nóvember 19J/8 og taka mun við ríki eftir móöur sína, og önnu prinsessu, sem fœdd er 15 ágúst 1950. Elizabeth II tók við völd- um þegar eftir lát föður síns, en liann varð bráðkvaddur 6. febrúar 1952, þegar hún og Philip voru stödd í Kenya í Afriku á leið til Ceylon, Ástra- líu og Nýja Sjálands. Þau flugu heim til Englands daginn eftir, þar sem nánustu œttingjar hinn- ar nýju drottningar tóku á móti henni á flugvéllinum, ásarnt helztu ráðherrum hennar. Allur heimurinn fylgdist nákvæmlega með tilhugalífi Elizabethar (sem þá var prinsessa) og Philips Mountbatten (sem þá var foringi í brezka sjóhernuml. Áður en þau opinberuðu trúlofun sína, voru ýmsir til nefndir sem væntanlegir „drottningarmenn“. Svo voru þau gift með pomp og pragt, og hafa verið vin- sælustu hjón i Bretaveldi siðan. (Myndin hér efra er úr húsinu, sem þau bjuggu í fyrstu mánuðina). Philip er hár og lag- legur, og kvað auk þess vera gáfaður og fyndinn. Hann er sjómaður góður. Líka er hann talsveröur íþróttamaður, eins og raunar drottningin, sem fullyrt er að sé einn bezti hestamaðurinn í landinu — og þótt víðar væri leitað. Það kemur sér vel, eins og forsíðumyndin ber með sér, en hún var tekin í fyrra, þegar Elizabeth tók þátt í hinni árlegu hersýningu Grenadier Guards í miðri Lond- on. Þetta er mikil og glæsileg sýning, sem þúsundir Lund- únabúa koma til að sjá. Hermennirnir eru í viðhafnarbún- ingi sínum, sem er ákaflega skrautlegur, og á höfðinu bera þeir feiknháa hetti úr bjarndýrsfeldum. Drottningin er höf- uðsmaður Grenadier varðsveitanna. Hún kom fyrst fram opinberlega á þessari hersýningu 1951, sem staðgengill föð- ur sins. 4

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.