Vikan


Vikan - 10.09.1953, Page 2

Vikan - 10.09.1953, Page 2
T ékkósló vakíu-viðskipti Eins og að undanförnu seljum vér bæði beint frá umbjóðendum vorum í Tékkóslóvakíu og hér af lager: Margar gerðir af verkfœrum allskonar og smœrri bygg- ingavörum Allar nánari upplýsingar á skrif- stofu vorri. S. Árnason & Co. Laugaveg 29. ÞÆGINDIN er það sem máli skiptir fyrir HÚSMÓÐURINA "ENGLISH ELECTRIC' Heimilistækin létta erfiðustu störfunum af húsmóðurinni Laugavegi 166. Geturðu sagt viér eitthvað um leikkonuna Glynis Jolins. Hún lék í kvikmyndinni Leyndarmáliö (State Secret), sem sýnd var i Austur- bœjarbíó. Viltu líka birta mynd af henni. Biógestur. Svar: Glynis Johns er dóttir enska leikarans Mervyn Johns, en er samt fædd í Suður-Afríku 1923. Hún hef- ur leikið bæði á leiksviði og I kvik- myndum siðan 1935 og fólk virðist hafa gaman af dálitið ófyrirleitna svipnum á fjörlega andlitinu á henni. Nýlega er búið að kvikmynda þrjár af sögum Somerset Maugham og leikur Glynis Johns aðalhlutverkið í einni sögunni, „Gigolo og Gigolette" Meðfylgjandi mynd er tekin þeg- ar hún er að hvíla sig í einu hléinu. Glynis hefur talsverða leikhæfileika. Kœra Vika! Vinsamlegast birtu þetta fyrir mig í pistli þinum. Hann er svo víðlesinn að það er eina von mín um að þetta beri árangur. Bg átti hvitan reiðhest sem ég felldi í fyrra- haust, þá þritugan að aldri, og ég sendi húðina af honum til görfun- ar norður á Akureyri með milli- göngu Kaupfélags Borgfirðinga ■ í Borgarnesi. Nú fékk ég húð að norð- an sem ég táldi vera mina, en þá kom í Ijós að hún var ekki hvit heldur jarpskjótt. Ef einhver sem þessar línur les, skyldi eiga þessa húð en hafa fengið mína þá er hann vin- sanilega beðinn að senda mér línu. Með þökk fyrir birtinguna. Virðingarfyllst Gnðmmidur Bergsson. Hvammi, Ölfusi, Ámessýslu. 1. Þarf að taka inntökupróf, eða lamdspróf til að komast í Bam- vinnuskólann ? 2. Hvað eru margir bekkir í skól- anum ? 3. Og hverjar eru helztu náms- greinar ? j. Hvaða bœkur eru kenndar þar • og eftir hverja? 5. Eru stúlkur í skólanum ? Kaupandi VIKUNNAR. Svar: 1. Til að fá inngöngu í Sam- vinnuskólann þarf að hafa lokið mið- skólaprófi. Inntökupróf er tekið á haustin, venjulega upp úr 29. sept. — 2. Ein aðaldeild (1 vetur) og síð- an eru 8 nemendur teknir í fram- haldsdeild i annan vetur. — 3.—4. Því miður getum við ekki talið upp allar námsbækurnar, en þú skalt skrifa Samvinnuskólanum og fá nán- ari upplýsingar. — 5. Já, það eru stúlkur í skólanum. Viltu vera svo góð og birta fyrir mig textann „Öt við Hljómskála". Dce gurlagaunnandi. Þegar stjarnan á bláum himni biður, bjartur máninn um himinhvolfið líður,. út á sundunum syngur blærinn þýður; það er sumarnæturró i Reykjavik. Ot við Hljómskála eiga stefnumótin ungur drengur og litla, blíða snótin, oft er gaman að gefa undir fótinn, það er gleði, sem er engu öðru lík. Daggaperlur gróa á greinum það er gott að vera í leynum og þar gerist margt sem enginn veit. Þegar tvö þar saman tala, tungu ástarinnar hjala og hvor öðru vinna ótal heit. Oft þau hittast í húmi ljósrar nætur, eru horfin er aðrir koma á fætur, því þau öldruðu gefa öllu gætur. Það er glatt um sumarnótt í Reykjavík. MAÐUR OG KONA nefnist safn frægra ástarjátninga, sem birtist í SAMTÍÐINNI. 10 hefti (320 bls.) árlega fyrir aðeins 35 kr. Sendið áskriftarpöntun strax, og þér fáið tímaritið frá síðustu áramótum. Árgjald fylgi pöntun. Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísii J. Ástþórsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365. 2

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.