Vikan - 26.11.1953, Qupperneq 4
Burt Lancaster
Þessi fyrrverandi loftfimleikamaður ólst upp í fátækrahverfum New York, og hann
kvað vera harður í horn að taka. En hann er líka afburðagóður leikari.
AÐ eru menn sem segja,
að Burt Lancaster sé
einn af snjöllustu leik-
urum Hollywood. Það
eru líka aðrir, sem full-
yrða, að hann sé einn rudda-
legasti maður kvikmynda-
bæjarins. Þeir fyrrnefndu
hafa vafalaust nokkuð til
síns máls. Hitt er svo annað
mál, að það sem einum finnst
ruddaleg framkoma, getur
öðrum fundist frjálsmannleg
framkoma, og það sem einn
segir að sé óheflað, kann ann-
ar að kalla barnaskap eða
skort á góðu uppeldi.
Heldur hallast ég óneitanlega að
þeim hópi manna, sem segir að
Eurt Lancaster sé frjálsmannleg-
ur en ekki ruddalegur. Hinsvegar
kemur mér ekki til hugar að neita
því, að hann sé kannski ber-
orðari en góöu hófi gegni. Við
megum bara ekki gleyma því, að
þessi ríki og dáði kvikmyndaleik-
ari var til skamms tima alls ó-
þekktur fimleikamaður — þ. e.
a. s. loftfimleikamaður, sem sýndi
listir sýnar i hringleikahúsum fyr-
ir nokkur hundruð króna á viku.
Það eru aðeins sjö ár síðan hann
fyrst komst í kvikmyndir. Þá var
hann nýkominn úr hernum. Og
einn góðan veðurdag, þegar hann
var að heimsækja kunningja sinn
í skýjakljúf í New York, kom
kvikmyndamaður auga á hann í
lyftunni. Maðurinn spurði, hvort
hann gæti ekki hugsað sér að
verða leikari ? Burt svaraði ójú,
vist hefði hann ekkert á móti þvi,
bara hefði hann ekki mikla
reynslu á því sviði. Árangurinn
varð samt sá, að honum var feng-
ið hlutverk í Hemingway-sögunni
,,Morðingjarnir", sögu sem Hollý-
wood bjó til úr eina af sinum
betri kvikmyndum og sem gerði
Burt landskunnan (að ekki sé
meira sagt) á nokkrum vikum.
Þannig varð þessi maður á einni
svipstundu þekktur um gervöll
Bandaríkin, þessi maður, sem
fyrir aðeins nokkrum mánuðum
hafði verið óbreyttur hermaður i
Bandaríkjaher. Hann var nú allt í
einu orðinn frægur kvikmynda-
leikari, dáður af þúsundum
manna og umsetinn af aðdáend-
um, hvar sem hann sást.
Er það nokkur furða, þó það
tæki hann svolítinn tíma að átta
sig?
Hafið það líka hugfast, að Burt
Lancaster var öllu öðru vanur en
meðlæti. Það er enginn leikur að
skemmta fólki i hringleikahúsum
tvisvar þrisvar á dag — alla daga
vikunnar. Og hún var enginn leik-
ur herþjónustan á stríðsárunum,
jafnvel eftir að einhver uppgötv-
aði leikarahæfileika hans og lét
hann „troða upp“ fyrir hermenn
á vigstöðvunum.
Barnæska Burt Lancaster var
lika síður en svo eintómt gaman.
Hann missti föður sinn kornungur,
og móðir hans var bláfátæk. Hann
ólst upp í einu versta fátækra-
hverfinu í New York, og varð að
mestu að bjarga sér á eigin spýt-
ur. Móðir hans þótti að vísu vænt
um hann og hin systkinin. En eins
og Burt hefur sjálfur sagt frá:
„Hún trúði á barsmíð og fleng-
ingar, og ég fékk að finna smjör-
þefinn af hvorutveggja."
Og svo kom þessi uppgjafaher-
maður til Hollywood eftir fimm
ár á vígvöllunum og hafði aldrei
fyrr á æfinni kynnst því, hvað það
er að lifa sómasamlegu lífi. Er
það nokkur furða,- þó hann ætti
erfitt með að samlaga sig hinu
I bæklingi, sem Félag ónafn-
greindra áfengissjúklinga í
Bandaríkjunum hefur gefið út,
stendur meðal annars eftirfar-
andi undir fyrirsögninni: I'
DAG:
1 DAG skal ég reyna að lifa að-
eins fyrir liðandi stund, en forðast
að reyna að leysa öll mín vandamál
í einu.
•
1 DAG skal ég reyna að vera kát-
ur. Það kann að vera satt sem Abra-
ham Lincoln sagði: „Flestir eru
nokkurnveginn eins sælir éins og
þeir vilja."
•
1 DAG skal ég reyna að bæta mig.
Eg mun stefna að því að læra eitt-
hvað gagnlegt. Ég mun lesa eitthvað,
sem krefst athygli og hugsunar.
•
1 DAG skal ég haga mér eftir
kringumstæðunum; ég skal ekki
reyna að láta kringumstæðurnar
haga sér eftir mér.
•
1 DAG skal ég þjálfa sál mina á
þrennan hátt: Eg mun gera einhverj-
fólkinu — gömlu leikurunum og
kvikmyndastjórunum — sem ár-
um saman hafði lifað í allsnægt-
um? Ég held ekki. En hvað um
það, Burt fékk strax orð á sig
fyrir að vera harður í horn að
taka.
Honum virtist leiðast að um-
gangast þetta fólk. Mönnum er
minnisstæð fyrsta veizlan, sem
hann varð að fara í í Hollywood.
Fulltrúar kvikmyndafélagsins,
sem hann var ráðinn til, þekktu
sinn mann og voru búnir að út-
mála það fyrir honum með mörg-
um orðum, hve bráðnauðsynlegt
það væri, að hann sæti á strák
sínum.
Hvað hann og gerði — í ná-
kvæmlega 15 mínútur. En þá sáu
menn það til hans, að hann fór að
ókyrrast í sæti sínu, og var til-
efnið rithöfundur, sem hafði safn-
að að sér sæg aðdáenda og lét
móðann mása um allt milli himins
og jarðar. Loks gat Burt ekki
lengur á sér setið, vatt sér að
skáldinu, otaði fram andlitinu og
um eitthvað gott, án þess að koma
upp um, hver ég sé. Ég mun gera
að minnsta kosti tvennt, sem ég
helst ekki vil gera — rétt svona til
að æfa mig. Og ef mér gremst í dag,
þá skal ég ekki láta það sjást á mér.
•
1 DAG skal ég reyna að „vera upp
á mitt bezta", klæða mig smekk-
lega, tala lágt, koma kurteislega
fram, forðast gagnrýni og ekki reyna
að hafa áhrif á neinn nema sjálfan
mig.
•
I DAG skal ég hafa ákveðna áætl-
un. Kann vera að ég fylgi henni
ekki nákvæmlega. En hún getur
forðað mér frá tveimur meinvættum:
flýti og ráðleysi.
•
1 DAG skal ég njóta hálfrar
klukkustundar aleinn, til hvíldar og
íhugunar.
•
1 DAG skal ég vera óhræddur.
Sérstaklega skal ég hvorki hræðast
að njóta þess, sem fagurt er, né trúa
því, að eins og ég sái í þessum
heimi, eins mun ég uppskera.
hreytti út úr sér: „Bölvaður trúð-
urinn!" Gekk svo snúðugt fram
og var farinn.
Burt gekk i herinn 1942, en
giftist 1946, nokkrum mánuðum
eftir að hann varð laus úr her-
þjónustu. Konu sinni kynntist
hann á Italíu, þar sem hún var
komin til þess að skemmta her-
mönnum. Hún er ljóshærð og
bláeyg, og hjónaband þeirra kvað
vera ákaflega hamingjusamt.
Þau eiga fjögur börn, það elsta
sjö ára. En þótt börnin hafi veitt
þeim mikla gleði, hafa þau líka.
orðið tilefni margskonar arðmæðu.
Elsti sonurinn fæddist með van-
skapaða fætur. Með góðri lækn-
ishjálp hefur nú að mestu tekist
að lækna þetta. Annað barnið var
heilbrigt, en það þriðja var líka
bæklað á fótum. Fjórða barnið
fékk lömunarveiki og varð að
ganga með spelkur, en er að mestu
batnað, þegar þetta er skrifað,
og útlit fyrir að það nái fullri
heilsu.
Yfir heimili hjónanna hefur því
alla tíð hvílt sá skuggi, sem fylgir
erfiðum sjúkdómum. Enda er það
kaldhæðni örlaganna, að Burt
Lancaster, kvikmyndahetjan, sem
alla tíð hefur verið sannkölluð í-
mynd líkamshreysti, hefur nú um
nokkurra ára skeið borgað á ann-
að hundrað þúsundir króna fyrir
læknishjálp — árlega.
Þegar Burt kom til Hollywood,
spáðu ýmsir honum lítilli framtíð.
Það er auðvitað ekkert nýnæmi
þar um slóðir. Stundum reynast
þessir menn sannspáir, stimdum
ekki. Hvað Burt viðvíkur, þá er
engum blöðum um það að fletta,
að hann hefur unnið mikinn sigur
í kvikmyndabænum. Hann hefur
ekki einasta hlotið alveg óvenju-
legar vinsældir meðal almennings,
heldur sannað að það er mikið í
hann spunnið sem leikara. Hann
er einn hæstlaunaði kvikmynda-
leikarinn í Hollywood og fær um
2% milljón króna fyrir hverja
mynd.
Auk þess er honum að
hverfa beiskjan og þunglynd-
ið, sem hinar „hefluðu“
stjörnur kölluðu ruddaskap.
Hann getur hlustað á há-
fleygar athugasemdir leiðin-
legustu rithöfunda án þess að
segja þeim allan sannleikann.
Hitt er annað mál, að hann
forðast samneyti við þá eftir
bestu getu og kýs börnin sín,
konuna og heimilið fram yf-
ir veizlurnar og næturklúbb-
ana í Hollywood.
IRVING WAGNER.
Mœtti kannski vera
TIL EFTIRBREYTIMI
4