Vikan - 26.11.1953, Page 15
SÖNN SAKAMÁLASAGA
DR. CR
OG ETHEL
AÐ var ekki hægt að segja, að Crippen-hjónabandið væri hamingjusamt.
Crippen var hæglátur og friðsamur læknir. Hann lauk námi í Englandi og
varð aðstoðarlæknir í Brooklyn í New York, þar sem hann kynntist konu að
nafni Cora Turner. Cora hafði verið frilla auðugs verksmiðjueiganda, þótt
hún væri aðeins 17 ára. Crippen varð hrifinn af henni, og henni virtist einnig geðj-
ast að honum. Þau giftu sig. En þá komst læknirinn að því, að hið rétta nafn konu
hans var Kunigunde Mackomotzki, kölluð Belle. Hann uppgötvaði einnig, að hún
hafði mikla tilhneigingu til að stjórna fólki. Fyrstu ár hjónabands þeirra virtust á
yfirborðinu mjög róleg. Þau fluttust til Englands. Hinsvegar var sannleikurinn sá,
að frú Crippen kúgaði eiginmann sinn skammarlega. Helztu kunningjar hennar voru
lauslátir leikarar, og þetta fólk hló með sjálfu sér að litla lækninum, sem virtist ótt-
ast konu sína eins og þræll. Af Crippen er það hinsvegar að segja, að hann hafði
fellt hug til einkaritara síns, ungrar vélritunarstúlku að nafni Ethel Le. Neve. Þetta
var viðfeldin stúlka, og Crippen elskaði hana mjög heitt. Og einn góðan veðurdag
keypti hann 50 grömm af hyoscin hydrobromði. Tveimur vikum síðar fékk hann
Belle konu sína til að bjóða tveimur kunningjum þeirra heim að spila vist.
3
IPPEN
LE NEVE
CRIPPEN sagði síðar, að hann hefði þurft á
hyoscin að halda til lækninga við ýmsum
taugasjúkdómum; og svo Virðist sem læknar
þeirra tíma hafi verið hyrjaðir að leggja trúnað á
lækningamátt þess í slíkum tilfellum. Læknis-
fræðilegir sérfræðingar, sem látnir voru mæta við
réttarhöldin virðast samt hafa vitað mjög lítið
um það. En kunnugt var þó, að það var mjög
áhrifamikið deyfilyf og verkaði fljótt; smæsti
skammtur af því ylli algjörri deyfingu, og ekki
þyrfti nema lítið af þvi til að drepa mann.
Crippen var auðvitað einnig kunnugt um þetta.
Hann kvaðst hafa lært að nota hyoscin á ýmsum
tauga- og geðveikispítölum í Ameríku og Eng-
landi. Þessvegna geymdi hann í skáp sínum vopn
sem hann gat notað til að þagga niður í hinni
uppvöðslusömu konu sinni, annað hvort um tíma,
— eða um alla eilífð.
Og þarna sitja þau, þessi fjögur, við að spila
vist, unz .komið er miðnætti, og 1. febrúar fer í
hönd. Tvö þeirra, að minnsta kosti, tala öðruvisi
en þau hugsa. Frú Martinetti lýsti því síðar hvern-
ig þessu spilakvöldi - lauk: „Þegar við fórum
klukkan hálf-þrjú, stóð frú Crippen uppi á tröpp-
unum, og ég sagði: „Góða nótt, Belle,“ og kyssti
hana auðvitað; hún ætlaði að koma niður tröpp-
urnar með mér, en ég sagði: „Vertu ekki að
koma niður, Belle. Þú getur kvefast af því.“
Að svo búnu fóru maður og kona aftur inn í
húsið, og dyrnar skullu í lás.
Lygarnar
Og nú vikur sögunni til næsta morguns, 1.
febrúar. Samkvæmt venju var Crippen mættur í
Albion House kl. 10. Hann var brosleitur, prúður
og elskulegur í framkomu eins og alltaf. 1 há-
deginu fór hann heim til Martinetti-hjónanna til
að spyrja hvernig húsbóndanum liði. Það gladdi
hann að frétta að hann hafði ekki haft neitt illt
af að fara í boðið kvöldið áður, þó hann væri
að vísu í rúminu, til að hvíla sig.
„Hvernig hefur Belle það?“ spurði frú Marti-
netti af kurteisi sinni.
„Hún hefur það ágætt,“ svaraði læknirinn.
„Ég bið að heilsa henni.“
„Ég skal skila því.“
Honum hafði tekizt mjög vel að framkvæma
áætlun sína til þessa, en heili hans hlýtur að
hafa átt mjög annríkt meðan hann vann störf
sín um daginn. Hann hafði mikið að muna.
1 fyrsta lagi. Þessi dagur, 1. febrúar, var þriðju-
dagur. Daginn eftir, eins og á hverjum miðviku-
degi, mundi verða fundur hjá leikhúsklúbbnum í
Albion House. Crippen skrifaði því í skyndi bréf
til fröken Melinda May, ritara klúbbsins. „Náið
skyldmenni mitt hefur skyndilega veikzt alvar-
lega, og verð ég því að fara tafarlaust til Ame-
ríku,“ skrifaði hann, „svo ég verð að biðja yður
að leggja fyrir fundinn í dag beiðni um að ég
verði leyst frá gjaldkerastörfum í klúbbnum. Þér
verðið að fyrirgefa flýtinn á þessu, en ég hef ekki
sofið dúr í alla nótt, vegna annríkis við að pakka
niður og undirbúa ferðalagið." Undir bréfinu stóð:
„Belle Elmore, p. p. H. H. C.“ Stjórn klúbbsins var
sent samskonar bréf, ásamt bankabókinni og öðr-
um skilríkjum sem tilheyrðu gjardkerastarfinu.
Þetta var mjög skynsamlega gert, og að svo
komnu verðum við að ganga út frá því, að kon-
urnar hafi ekkert haft við það að athuga. Þær
voru sjálfsagt hissa á því, og kannski líka dálitið
móðgaðar, að Belle skyldi ekki gefa sér tíma til
að kveðja þær — en úr því henni lá svona á, ja,
hvað var þá við því að segja? Hún mundi án efa
skrifa þeim af skipsfjöl eða frá Ameríku.
En frú Crippen skrifaði ekki.
Eitt er það, sem Crippen hlýtur oft að hafa
séð eftir. Þegar leikhúsklúbburinn hafði verið að
leita sér að herbergi til að halda fundi sína í,
þá hafði hann útvegað honum eitt í Albion House.
Og þetta leiddi nú til þess, að óvinurinn, ef svo
mætti segja, stóð á þrepskildi hans. Hann gat
varla farið út eða inn, án þess að mæta konum
þessum.
Það verður að viðurkennast, að á þessu tíma-
bili, þ.e.a.s. meðan febrúar var að líða og fyrstu
þrjár vikurnar af marz, gerði Crippen ekkert til
að auðvelda sér málin. Ef hann hefði gert sig
ánægðan með að bíða svolítið, og látið fröken
Le Neve afskiptalausa í dálítinn tíma, og lagt
sig ofurlítið meira fram til að viðhalda blekking-
unni um brottför konu sinnar til Ameríku, þá
er ekki ósennilegt, að allur óþægilegur orðrómur
hefði smám saman dáið út. En það var síður en
svo að Crippen gerði þetta. Það leið meir að
segja ekki langur tími þangað til hann fór að
pantsetja suma af skartgripum konu sinnar.
Hann var með fröken Le Neve öllum stundum,
og bauð henni út kvöldið eftir að frú Crippen
„sigldi". Hann gaf henni það sem eftir var af
skartgripum konu hans, og leyfði henni að bera
þá fyrir allra augum. Hann fékk hana til að heim-
sækja sig oftar og oftar heim á Hilldrop Crescent,
unz hún fluttizt þangað alveg þann 12. marz, í
fylgd með franskri þjónustustúlku. Og þetta
furðulega háttalag náði hámarki á dansleik, sem
leikhúsklúbburinn hélt, en þangað bauð Crippen
fröken Le Neve, og mætti hún á dansleiknum
með skartgripi eiginkonunnar. Hafi orðrómurinn
verið kominn á kreik áður, þá mátti nú gera ráð
fyrir að hann hefði farið á fulla ferð.
Crippen gerði sér grein fyrir, að hann varð að
taka eitthvað til bragðs. Hann hafði í hyggju að
bjóða fröken Le Neve með sér yfir til Dieppe í
Frakklandi um páskana (þá bar upp á 27. marz
að þessu sinni), og hann efaðist ekki um, að þetta
mundi sþyrjast, og auka enn á umtalið. Það
þurfti að reka einhvern varnagla. Og sunnudag-
inn 20. marz sendi hann Martinetti-hjónunum
bréf: „Kæra Clara og Paul. Þið verðið að fyrir-
gefa að ég skuli ekki hafa litið inn til ykkar
alla vikuna, en ég hef verið svo miður mín vegna
slæmrar frétta sem ég hef fengið af Belle, að
ég hef ekki getað hugsað til þess að hitta neinn.
Og núna rétt i þessu var ég að fá skeyti, þar
sem segir, að hún sé alvarlega veik af lungna-
bólgu ..."
Á miðvikudag, þann tuttugasta og þriðja, eftir
fund x leikhúsklúbbnum, hittu frú Martinetti og
frú Stratton Crippen í anddyri Albion House.
Þær spurði hann urn Belle, og hann sagði að hún
væri sízt betri — þvert á móti væri hún hættu-
lega veik. Fimmtudaginn, þann tuttugasta og
fjórða, sendi Crippen fi'ú Martinetti skeyti:
„Belle dó í gær um kl. 6. Verð fjarvex-andi í
viku.“ Skeytið var sent fi'á Victoria-járnbrautar-
stöðinni. Og er ekki að efa, að hann og fröken
Le Neve hafa að svo búnu getað notið lífsins
nokki'a daga í Dieppe.
Hafi Crippen gert sér vonir um, að spurning-
in um konu hans mundi verða gleymd er hann
kæmi aftur frá Frakklandi, þá gerðist hann þar
sekur um hörmulegt skilningsleysi á eðli konunn-
ar. Þvi nú rigndi spurningunum yfir hann.
Hvar hafði hún dáið ?
Hver hafði verið hjá henni?
Var hægt að senda krans frá klúbbnum?
(Ómögulegt. Það var búið að brenna hana. En
askan yrði bráðlega flutt yfir til Englands, og
þá væri kannski hægt að setja ki'ans á hana.)
Voru nokltur skilaboð frá henni ?
Crippen varðist eftir beztu getu. Hann keypti
bréfsefni með sorgarramma og sendi bréf um
allt, til allra stjórnarmeðlima í leikhúsklúbbnum,
til skyldmenna í Ameríku („Cora hélt áfram
beint til Kaliforníu. Én í bakaleiðinni ætlaði hún
að koma við í Brooklyn, og vera hjá ykkur dá-
lítinn tima . . .“) — óteljandi bréf út og suð-
ur.
En spurningunum liélt áfram að rigna yfir, og
að lokum varð lækninum á rnikil skyssa. Hann
sagði, að sonur sinn frá fyrra hjónabandi, H. O.
Crippen, hefði verið hjá Coru þegar hún dó.
Hann gaf jafnvel upp heimilisfang hans. Og þar
með voru blóðhundarnir komnir á sporið.
H. O. Crippen voru send bréf, — auðvitað sam-
úðarbréf. Hann svaraði og sagði, að hér hlyti að
vei-a um misskilning að ræða.'Hann hefði hvergi
verið nærri stjúpmóður sinni, þegar hún dó. Svo
þurfti vinur einhverra stjónarmeðlima í leikhús-
klúbbnum að skreppa til Ameríku, maður að nafni
Nash, og á meðan hann var þar reyndi hann að
grennslast' eftir þvi hvernig endalok frú Crippen
hefði borið að höndum. En árangurinn varð í
stuttu máli sá, að hann frétti alls ekki neitt.
Enginn hafði séð Belle, enginn hafði heyrt frá
henni, enginn hafði heyrt neitt um hana. Þetta
var skýrsla sú sem hann gaf leikhúsklúbbnum
við heimkomuna.
En jafnvel þó að svona miklar sannanir lægju
fyrir, hljóta konurnar að hafa hikað. Það er
15