Vikan


Vikan - 17.12.1953, Blaðsíða 5

Vikan - 17.12.1953, Blaðsíða 5
Vöggukvœði eftir Einar Sigurðsson 1538—1626 f . . , . Nóttin su var ágæt ein um alla veröld Ijósið skein. I>að er nú heimsins þrautamein að þekkja hann ei sem bæri. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. í Betlehem var það barnið fætt, sem bezt hefur andarsárin grætt. Svo hafa englar um það rætt sem endurlausnarinn væri. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. Fjármenn hrepptu fögnuð þann: þeir fundu bæði guð og mann. 1 lágan stall var lagður hann, þó lausnari heimsins væri. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. Þér geri ég ei rúm nieð grjót né tré, — gjarnan læt ég hitt í té: vil ég mitt hjarta vaggan sé; vertu nú hjá mér, kæri. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. Lofið dýrð á himnum hátt honum með englum syngjum þrátt. Friður á jörðu og fengin sátt, — fagni því menn sem bæri. Með vísnasöng ég vöggima þína hræri. / Upp úr stallinum ég þig tek, þó öndin min sé við þig sek, bams mun ekki bræðin frek, — bið ég, þú ligg mér nærri. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. Af klám hjarta kyssi ég þig: komdu sæll að leysa mig. Faðmlög þín em fýsilig, frelsari minn kæri. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. Skapaðu hjartað hreint í mér til herbergis, er sómir þér, saurgim allri síðan ver, svo ég þér gáfur færi. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. Örmum sætum ég þig vef, ástarkoss ég syninum gef. Hvað ég þig mildan móðgað hef, minnstu ekki á það, kæri. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. Þá sálin skilur við sjúkan búk, sé þín, Jesús, lækning mjúk. Enn fyrir henni upp þú ljúk unaðsstaðnum kæri. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. Forsíðumyndina tók * Asgeir Long Myndin hér fyrir ofan er úr hinni ágætu myndabók Hjálmars R. Bárð- arsonar: Island farsælda frón. Bók- in er ljósprentuð í Lithoprenti, og hef- ur útgáfa hennar tekizt einkar vel. dam óilccvi 0/mdsniönnum (bébill&jyhjOL fó.ía. 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.