Vikan - 17.12.1953, Blaðsíða 6
EG er nýkominn til Englands frá Ástra-
líu, sagði Louis Rougemont, þar sem
ég dvaldist þrjátíu ár meðal villimanna.
Þetta var vorið 1898, og nokkrum vik-
um síðar var hann orðinn frægur. Bók-
in um æfintýri hans birtist sem fram-
haldssaga í víðlesnu tímariti, rækilega
myndskreytt, og höfundurinn ferðaðist um
England þvert og endilangt flytjandi
fyrirlestra.
Hann var að útliti alveg eins og land-
könnuðir eiga að vera. Hann var tein-
réttur og spengilegur og með grátt, fall-
egt skegg; og hann var frjálsmannlegur í
framkomu og talaði eins og lærðu menn-
irnir.
Almenningur hafði ánægju af, vísindamennirn-
ír trúðu sögunni og allir voru á einu máli um,
að hér væri á ferðinni stórmerkilegur maður.
De Rougemont var fæddur i París 1844 — eða
svo sagði hann. Lif hans hafði verið æfintýra-
legt frá upphafi. Hann var naumast búinn að
slíta bamaskónum, þegar hann lagði land tmdir
fót og hélt til Singapore um Cairo, þar sem hann
gekk í félag með perluveiðurum.
Upp frá þeirri stundu, fullyrti hann, hófst
æfintýrið fyrir alvöru. Hann var ekki fyrr kom-
inn á perlumiðin en hann komst í kynni við
ægilegt sæskrímsli, sjö
metra langa ófreskju með
loðinn haus. Svona til bragð-
bætis varð hann svo sjónar-
vottur að því, þegar risakol-
krabbi gerði sér máltíð úr
vesælum Kínverja, en í
beinu framhaldi af því réð-
ust sjóræningjar á leiðang-
urinn, um það leyti sem
hann var nýbúinn að finna
þrjár undurfagrar og feiknverðmætar svartar
perlur.
Hinum hroðalega bardaga (sagði de Rougemont
enn) lyktaði með því, að hann stóð einn uppi
lifandi á skipinu. Skall þá á eitt voðalegt fár-
viðri, sem hrakti skútuna undan sér dögum sam-
an. De Rougemont lifði veðrið af með því að
binda sig við mastrið, og einhvernveginn tókst
honum lika að halda liftórunni í einasta félaga
sínum, hundgreyi að nafni Bruno. Þeir höfnuðu
að lokum á eyðieyju eða rifi, og var það um
hundrað metra langt, tíu metra breitt og stóð
aðeins tæpa þrjá metra upp úr sjó á flóði.
Og þarna, sagði de Rougemont, lifði hann nú
í meira en tvö ár í kofa, sem hann byggði úr
skeljum. Hann reið risaskjaldbökum um sjóinn
og stýrði þeim með því að þrýsta tánum í augu
þeirra. En úr niðursuðudósum bjó hann til málm-
Rougemont sýndi skjaldbökureið í Eng-
landi. Skjaldbökunni hvolfdi.
pjötlur, sem hann rispaði á neyðarskeyti og
hnýtti við háls pelikana, í von um að þeir bæru
hjálparkall hans til einhvers skipsins.
Svo rann upp sá dagur, að fleka rak upp á
rifið og var á honum Ástralíunegri, kona hans
og tvö börn. De Rougemont tók konuna — Yomba
hét hún — frá eiginmanninum og „giftist" henni.
En þetta var aðeins byrjunin. Nú smíðaði æfin-
týramaðurinn sér bát úr flekanum og hákarls-
skráp, og sigldi til Ástralíu. Hann kom að landi
í grennd við Cambridge-flóa, þar sem hinar blóð-
þyrstu mannætur tóku eftir því, að hann var
hvítur, og héldu þar af leiðandi að hann væri
guð. Hann lærði mál villimannanna og kenndi
Yomba að bjarga sér á ensku. Hann var jafnan
hciðursgestur í veizlum villimannanna, en hafði
að sjálfsögðu megnustu andstygð á mannakjöts-
áti þeirra.
Hann lenti i orustu við hval og tókst að koma
honum dauðum á land. Þá efndu villimennirnir
til veizlu, sem stóð meðan hvalurinn entist. Þeir
gáfu honum „vegabréf" og létu hann ferðast
milli hinna ýmsu ættbálka í góðu yfirlæti. Tók
hann oftar en einu sinni þátt í hernaði þeirra,
var í fylkingarbrjósti á stultum og skaut örvum
að hinum skelfdu andstæðingum.
Eitt sinn barðist hann við villinaut, særði það
tveimur örvaskotum, en mátti samt stðkkva á
bak þess, áður en hann fengi ráðið niðurlögum
þess með stríðsöxi sinni. 1 lok bardagans setti
að honum mikinn sótthita. Þá sá hann það ráð
vænst að skríða inn í kvið nautsins og liggja þar
af nóttina. Þegar hann vaknaði um morguninn,
vai' hann orðinn alheilbrigður. Hinsvegar var
hann hérumbil strandaður fyrir fullt og allt í
nautskviðnum, þar sem skrokkurinn var farinn
að stirðna.
Hann fann gullmola svo stóra, að hann loft-
aði þeim ekki, risastóra gimsteina — og hráolíu,
sem gusaðist upp úr jörðinni. 1 klett einn klappaði
hann feiknmikla mynd af Victoriu drottningu —
og sagði áheyrendum sínum heima í Englandi,
að hann hefði neyðst til að hafa drottninguna
strípaða, þar sem villimennirnir suðurfrá vissu
ekki hvað föt væru.
En aldrei lét heimþráin de Rougemont í friði,
og alltaf var hann að hugsa um, hvernig hann
gæti komist heim til síns ástkæra föðurlands. Auk
þess var þetta erilsamt líf úr hófi fram. Það rann
naumast upp sá dagur, að de Rougemont mætti
Berjast viö sjórœningja. glima við hvali, slátra mann-
œtum? Hann vann sér
ekki léttara verk.
Svo kom hann
heim til Eng-
lands og
varð
frœgur —
þangað til
menn fóru
að fá eftir-
þanka og
byrjað var að
rannsaka málið.
Þá sprakk blaðran!
6