Vikan - 17.12.1953, Síða 12
rtX.'i íf
,u^:r*v'
Maöurimn sewn r«rd
ad frem/a morð
eftir Ronald Knox
J^jAÐ þarf ekki vísindalega hæfileika
til að vera góður lögfræðingur,
| sagði Sir Leonard. — Miklu frem-
ur listræna hæfileika. Maður verður að
hafa auðugt ímyndunarafl og ímynda
sér atburðarásina, eins og maður vill
hafa hana, og auðvitað þannig, að skjól-
stæðingurinn sé saklaus. Ef við vissum
sannleikann í mörgum málum, mundi
okkur líklega finnast hann ennþá ein-
kennilegri en þessar hugsmíðar okkar.
Auðugt ímyndunarafl er semsagt nauð-
synlegt — hef ég nokkurn tíma sagt
ykkur söguna af skjólstæðingi mínum
Westmacott?
Margir kröfðust þess, að hann segði hana
núna, og Sir Leonard hóf sögu sína með hljóm-
fögru röddinni, sem margir keppinautar hans
öfunduðu hann af, og virti öðru hvoru fyrir
sér glóðina í vindlinum sínum, eins og hann
fengi andagift sina þaðan. Athygli allra við-
staddra beindist nú að honum.
- - '★— •
— ÉG kynntist Westmacott fyrst í sambandi
við afbrot, sem aldrei kom fyrir rétt, þó þar
skylli hurð nærri hælum. Ég var aðeins beðinn
um að láta í Ijósi skoðun mina á málinu í það
skipti. Wes.tmacott var roskinn maður, nokk-
úð veiklulegur,. svo hann leit.ekki út fyrir að
eiga effir að verða gamall, og eirðarlaus, eins
og hann hefði ekki hugann við það, sem hann
var aðutala um. Honum hafði vegnað vel í
viðskiptum og var nýbúinn að draga sig í hlé .
méð talsverðar tekjur, sem hann vissi ekki,
hvernig hann átti að nota. Það vakti að..
minnsta kosti undrun vina hans, þeg-ar hann
ákvað að dvelja yfir jólin. í einu af þessum
íeiðinlegu, stóru lúxushótelum i Cornwall. Það
var einn af þessum stöðum, sem reyna að láta
fólk ímynda sér að það sé á Miðjarðarhafs-
ströndjinni, með tilbúnu sólskini, geysilegri
upphitun og innisundlaug, þar sem vatnið er
um 80° heitt allan sólarhrínginn. Hann gat
auðvitað hafa valið Cornwall vegna heilsu sinn- .
ar', en .enginn skildi, hvers vegna hann hafði
einmitt(,yalið þennan stað, því allir vissu, að
hann vap gamaldags í hugsunarhætti og íhaids-
samur í skoðunum. Gestirnir á hótel Kesplend-
ept . ypru . heimsborgarar og listamenn.
Meðal gestanna að þessu sinni ‘yúr vel
þekktur rithöfundur, sem ég ætl0íáB ■ kalla
Smith, af' því að hann er enn •5,i;í^£‘egv þið
munduð kannast við hann.
Þið skiljið, að þetta gerðist fýrír nokkrum
árum. Nú á dögum ef auðvitað alveg sama,
hvað menn skrifa og hvaða skoðunupy.-þ'fif
halda fram; það er allt kallað list. En þlt'Var
enn til fólk, sem hneykslaðist, og' Shiith
hneykslaði það. Bækur hans sýndu ekki áðal-
lega skort á velsæmi, en hann hafði slæm á-
hrif á unga fólkið, ef gamall karlskröggur,
eins og ég, get leyft mér að taka svo til orða.
Öllum kom saman um það — þó flestir reynd-
ar dáðust að honum fyrir bragðið. Westmacott
hafði aldrei hitt hann áður, og hitt fólkið var
sannfært um, að þeir mundu ekki verða neiriir
vinir. En svo undarlega vildi til, að það reynd-
ist rangt. Það leit út fyrir að Westmacott hefði
ekki lesið neina af bókum Smiths, og satt að
segja las hann lítið annað en sakamálasögur,
en af þeim las hann eina á dag. Og . . . jæja,
það var einkennilegt, að svona vinátta skyldi
takast á jafn auðvirðilegum stað og Hotel
Resplendent. Aðsóknin var í lakara lagi þetta
árið. Fólk hafði ekki eins mikla peninga og
venjulega, og hótelstjórinn reyndi að bæta úr
því, með því að hvetja gestina til að stofna til
nokkurskonar f jölskyldusamkvæmis með
gamaldags jólaleikjum. Auðvitað var veizlan
á, jóladag, og þar var allt, sem með þurfti:
jólagjafir, gerfihöfuð af villigöltum, viðarbol-
ur á eldinn frá Svíþjóð, og götusöngvarar, sem
reýndar voru búnir að æfa sig undir stjórn ó-
perusöngvara í marga mánuði. Um hálf ellefu
höfðu stjórnendur veizlunnar ákveðið að gest-
irnir — sem voru milli 20 og 30, þegar frá voru
taldir sjúklingarnir, sem voru farnir í rúmið,
og heimskingjarnir, sem höfðu farið. út —
færu í blindingjaleik. Það varð ekki mjög
skemmtilegt, einkum af því að anddyrið, þar
sem leikurinn fór fram, var hitað eins og
líkbrennsluofn. Seinna minntust menn þess,
að það hafði einmitt verið Westmacott, sem
kom með uppástungu, sem var ákaflega ólík
honum. Hann stakk upp á því, að þau skyldu
öll fara i blindingjaleik í sundlauginni.
Þau skemmtu sér samt vel við það, West-
macótt fór ekki ofan í, heldur gekk um á
bakkanuiri. Satt að segja fóru ekki nema
góðir sundmenn ’ofan í, því laugin var fjögurra
metra djúp og ekkert aririað en handrið með-
fram barminum, til að vega sig upp úr henni.
Smiith og Westmacott lentu í stælum. West-
macott sagði, áð fólk gæti ekki yitað í hvaða
átt það synti, þegar bundið væri fyrir augun
á þvi, en Smith, sem var mjög góður sund-
maður, hélt því fram,' að ekkert væri auð-
véldára, ef maður hefði yfiríeitt tilfinningu
fyrir áttum. Það var komið fram yfir mið-
nætti, þegar gestirnir fóru upp úr lauginni,
'en Smith og Westmacott urðu eftir, til að út-
kljá deiluna þannig, að Smith átti að synda
tíu sinnum eftir endilangri láuginni, án þess
•'að-áð 'koma nokkru sirini við hliðárveggina.
Þegar Westmácott batt 'vasaklútinn fyrir aug-
un á vini sínum, til að fullvissa sig um að
ekki væru brögð í tafli, voru allir farnir.
Jæja, Smith synti sínar tíu ferðir og gekk
vel, eftir því sem hann sagði sjálfur. Hárin
tók aldrei í handriðið meðan hánn synti, því
það var nokkuð hátt yfir yfirborði vatnsins,
og þegar hann var búinn, ætlaði hann auðvitað
að taka í það — en greip í tómt. Hann þreif
klútinn frá augunum á sér, og sá þá að búið
var að slökkva öll ljósin. Hann gat hvergi fund-
ið handriðið og fór að gruna, hvað hefði kom-
ið fyrir. Einhvern veginn hafði heilmikið vatn
rúnnið úr lauginni meðan hann var með bund-
ið ' fyrir augun, og nú var um ekkert annað
að ræða en halda áfram að synda, þangað til
einhver kæmi og kippti þessu í lag fyrir hann.
Eða þangað til vatnið væri orðið svo grunt, að
hann gæti staðið á botninum.
Áður en langt leið, datt honum annað at-
riði í hug. Hann vissi nokkurn veginn hvar
vatnið rann úr lauginni, og að meðan verið
var að skipta um vatn, var þar talsverður
straumur. Hann fann engan straum núna, og
þessvegna rann vatnið ekki lengur úr lauginni.
Hann minntist þess um leið, að sundlaugin
var langt frá íbúðarherbergjunum og því ó-
líklegt að til hans heyrðist, þó hann reyndi að
kalla. Hann gat heldur ekki skilið hvernig
vatnið gat hafa byrjað að renna í burtu af
sjálfsdáðum og hætt því aftur, án þess að
nokkur maður kæmi þar nærri. Brátt fór hann
að gruna, að þessi nýi vinur hans, Westmacott,
hefði af einhverri óskiljanlegri ástæðu skilið
hann þarna eftir til að drukkna.
Jæja, það er sagt að djöfullinn líti eftir sín-
um, og það vildi svo til, að næturvörðurinn
varð var við, að vatnið rann úr lauginni, og
minntist á það við einhvern. Það var farið að
rannsaka málið, og Smith var dreginn upp úr.
Það mátti ekki tæpara standa. Smith var auð-
vitað sannfærður um, að hann hefði orðið fyr-
ir kænlega undirbúinni morðtilraun. Því ekkert
hefði verið auðveldara fyrir Westmacott eri a‘ð
hleypa vatninu aftur í laugina, eftir að hann
var drukknaður, og þá hefðu allir haldið, að
hann hefði framið sjálfsmorð. Hvernig gat góð-
ur sundmaður annars drukknað með handrið-
ið við hendina. Það leit úr fyrir, að úr þessu
yrði umfangsmikið mál, ekki síst eftir að
Westmacott hafði gefið skýringu í einkavið-
tali við lögfræðing sinn. Hann sagðist hafa
verið að gera að gamni sínu, og kvaðst hafa
ætlað að bjarga Smith seinna. Allt var gert til
að þagga málið niður. Hóteleigendurnir lögðu
sig einkum fram um það, því þeir álitu úti um
vinsældir hótelsins, ef það yrði bendlað við
hneykslismál. Enda gat Smith ekki sannað,
að Westmacott hefði fiktað við tækin, sem
hleyptu vatninú úr lauginhi. Þetta var ástæð-
an fyrir því, að lögreglan lét málið niður falla,
og Smith lét sér nægja að fá álitlegár skaða-
bætur. Utgefendur hans voru alvég æfir. Þeir
höfðu haft eitthvert veður af þessú og voru
farnir að vonast til að geta selt eirihver kynst-'
ur af næstu bók hans, vegna athyglinnar, sem-
málið mundi vekja. ■ V- ■
Jæjá, þar skall hurð nærri hælum, og ég
bjóst sízt af öllu við ■. að hitta Westmácott,
sem virtist ákaflega daufgerður og lítill aéf-in-
týramaður, aftur í sambandi við stárf mitt. Þó
hafði lögreglan komizt að atriði, sem hefði
breytt skoðun minni á honum, ef ég hefði vitað
; um það þá. Það vildi svo vel til fyrir lögreglunaj
að þjónninn hans hafði setið inni á sínum yngri
árum og vildi um. fram allt gefa henni allar
upplýsingar. Hann sagði lögregiunrii, að hús-
bóndi sinn hefði breytzt ákaflega mikið sið-
ustu vikúna áður en hann fór í jólaleýfið. Einu
sinni hafði hann komið heim- undir morgun og
litið út eins og hræðileg byrgði hvíldi á hon-
um, þó hann hefði venjulegá verið léttur í
skapi. Nú bölvaði hann þjónunum og hrökk í
kút við minnsta tilefni. Hann keypti Skamm-
byssu, sem lögreglan fann heima hjá honum
(ég gleymdi að taka það fram að haníi var
piparsveinn), og það sem virtist ennundarlegra
var að um sama Jeyti náði hann í banvænt
eiturlyf. Seinna sagði ég honum, að það hefði
verið undursamleg heppni að lögreglan skyldi
ekki fylgja málinu fastar eftir. Ég held, að
það hafi bjargað honum, að nýlega hafði lög-
reglan tvisvar gert |sig að athlægi . . . Já, þið
hafið rétt fyrir ykkur, ég kom líka þar við
sögu.
Tæpri viku eftir að málið var útkljáð kom
nýr maður til sögunnar, maður, sem engum
geðjaðist að. Þetta var ræfilslegur náungi að
nafni Robinson, sem virtist liggja mikið á
Westmacott var ríkur, taugaóstyrkur og annars hugar
12