Vikan - 17.12.1953, Side 16
JUDY
STÓÐ
Hér er sönn frásögn um hugrakkan hund og það
sem kom fyrir hann í fangabúðum Japana
]|||||l APÖNSKU sprengjuflugvélarnar höfðu ekki mik-
ið fyrir því að sökkva flotasnekkjunni Grass-
})))}} hopper. Þetta var ósköp fyrirferðarlítill fljóta-
bátur, og þegar japönsku flugmennirnir komu auga á
hann úti á rúmsjó á leiðinni til Java, steyptu þeir sér
yfir hann og kveiktu í honum með nokkrum hnitmið-
uðum sprengjum'.
Áhöfnin var tiltölulega heppin. Skip hennar rak fyr-
ir veðri og vindi að eyðieyju einni undan Singapore, og
þar strandaði það og allir nema einn komust ómeidd-
ir í land. Þessi eini var Judy, skipshundurinn, sex ára
gömul flekkótt tík, hugrökk og bráðgáfuð. Hún hafði
fengið í sig mörg sprengjubrot og var með ljótt sár
á hægra afturfæti.
Skipbrotsmennirnir gátu gert sér veika von
um björgun — einhverntíma — ef þeim tækist
að finna vatn. Þeim hafði auðnast að koma
nokkru af vistum á land. En þrátt fyrir mikla
leit á eynni, sem var um tvær fermílur að flat-
armáli, fannst vatnið ekki. Einasta von skip-
brotsmannanna var þá að Judy reyndist fund-
vísari.
En hún var treg að hefja leitina. Hún lét til
leiðast að fara spölkorn upp á eyna, en sneri þá
við og settist aftur i flæðarmálið og starði út á
sjóinn. Sjómennirnir reyndu að vekja hjá henni
áhuga með því að klóra í jörðina, benda upp í
sig og látast drekka. Judy horfði á þá fýlulega
stundarkorn, en tók svo til að nýju að mæna út
á sjóinn.
Sjómennirnir sögðu henni til syndanna, sök-
uðu hana um leti og ómennsku og drógu ekki af.
Judy sat hin rólegasta og horfði út á sjóinn.
Þegar byrjaði að fjara út, flutti Judy sig jafn-
harðan niður eftir ströndinni. Hún haltraði um
200 metra eftir blautum sandinum, stoppaði,
gelti til mannanna -— og byrjaði að drekka.
Sjóliðarnir ráku upp öskur um leið og þeir
þustu af stað til hennar. Þarna í sandinum var
tærasta lind. Einhvernveginn hafði Judy skynjað
nærveru hennar, þótt hún væri hulin sjó á flóðinu.
Það liðu nokkrir dagar þar til kinverskur bát-
ur kom að eynni, tók skipbrotsmennina og flutti
þá til norð-austurstrandar Sumatra. Þeir ætluðu
að reyna að komast hina 200 mílna löngu leið til
Pandang, þar sem þeir gætu ef til vill fengið
báta til þess að komast á til Java og þaðan til
Indlands.
Þeir voru hjá bænum Rengat og nærri því
komnir á leiðarenda, þegar þeir féllu í hendur
Japana. Það var 36 dögum eftir árás flugvél-
anna.
1 Rengat mætti Judy aftur gömlum kunn-
ingja, flugmanni að nafni Frank Williams. Þau
höfðu orðið góðir vinir í Singapore, og nú voru
bæði fangar. Williams var að éta dagskammt-
inn sinn (einn bolla af soðnum hrísgrjónum),
þegar hann sá hreyfingu i hinu háa grasi og á
sjónarsviðinu bi'rtist sárþreytt, flekkótt tík.
Williams þekkti Judy strax og deildi við hana
hrísgrjónunum.
Þá um kvöldið var hann fluttur til Padang.
En þegar hann kom í fangabúðirnar, var Judy
þar fyrir. Enginn veit nú, hvernig hún komst
til Padang, né hversvegna hún fór þangað. Það var
vissulega ekki með samþykki fangabúðastjórans,
því hermenn hans reyndu nærri daglega að farga
henni. Hún var í stöðugum feluleik við Japanina,
og átti það jafnvel til að liggja fyrir þeim og
hræða næstum því úr þeim líftóruna með þvi
að stökkva beint á þá úr fylgsni sínu með feikn-
miklu urri.
Hún hlýtur að hafa verið eins slungin að veiða
eins og hún var í feluleiknum, þvi einhvernveg-
inn tókst henni alltaf að hafa nóg að éta. Hún
var líka frábær þjófur. Frank Williams sá hana
einu sinni stela tylft eggja undir nefinu á Jap-
önum. Ein af skemmti- og hjálparsveitum þeirra
var að úthluta matvælabögglum úr vagni. Judy
læddist inn í hópinn, greip eitt og eitt egg í kjaft-
inn, brá sér afsíðis til að éta það, sneri svo
við eftir því næsta.
Eftir að hafa dvalist í þrjá mánuði í Padang,
voru fangarnir fluttir til Medan, fyrir norðan
Sumatra. Þeir ferðuðust á vörubílum og Williams
faldi Judy innan um farangurinn.
Williams segir, að hann hafi á þessum árum
aðeins hitt fyrir einn Japana, sem ekki hafði
ánægju af að misþyrma skepnum. Það var Bonn-
um höfuðsmaður, fangabúðastjórinn í Medan.
Þótt Judy gerði ekki upp á milli Japana og virt-
ist hata þá- alla jafnt, lét Bonnum það engan
veginn bitna á henni og reyndi raunar að koma
í veg fyrir, að verðirnir legðu hana í einelti.
1 þessum fangabúðum var föngunum leyft að
hafa um sig eins mikið af dýrum eins og þá lysti.
Þar voru tveir kettir, kamelljón, eðla og skógar-
rotta. Einn maður átti þröst. Judy var góðvinur
þeirra allra, en þó sérstaklega þrastarins, sem
hvergi kunni betur við sig en á nefinu á henni.
Williams ákvað að slá eign sinni á Judy og
gæta hennar, og virtist hún strax skilja það, þvi
upp frá þeirri stundu hlýddi hún engum nema
honum og vék aldrei frá hlið hans, nema hann
segði henni.
Eitt sinn var hann óvænt kvaddur burtu.
Hann bjóst við að verða fjarverandi i klukku-
tima og sagði Judy að bíða. Hinsvegar varð f jar-
vist hans miklu lengri, eða þrir dagar. En þeg-
ar hann kom aftur, beið Judy þar sem hann hafði
skilið við hana. Enginn hafði getað fengið hana
til að hreyfa sig.
Það var í Medan sem Williams fór á fund
fangabúðastjórans og bað hann að gera Judy að
stríðsfanga. Hinn hjartgóði Japani féllst á þetta,
og upp frá þeirri stundu var Judy óhult fyrir
vörðunum og fékk sinn daglega hrísgrjóna-
skammt.
Hún vann líka fyrir grjónum sínum. Það fór
ekkert fram hjá henni. Hún varaði menn við
nálægð villidýra og hættulegra snáka eða eitr-
aðra skorkvikinda. Hún hræddist enga skepnu,
ef hún taldi sig þurfa að hjálpa vinum sínum.
Hún lét Williams aðeins um forystuna, þegar
tígrisdýr voru á næstu grösum, því tígrisdýr
eru sólgin í hundaket en ráðast ekki á hvíta
menn óá)reitt. WiOiams spurði fangabúðavörð,
hvernig á þessu stæði. Svarið var ekki kurteislegt:
„Tígrisdýr leggjast ekki á hræ, og hvítir menn
lykta eins og hræ.“
Dag nokkurn eignaðist Judy níu hvolpa. Eng-
inn fær skilið enn þann dag i dag, hvernig I
veröldinni henni tókst þetta. Það var ekki einn
einasti hundur neinsstaðar nálægt, og af útliti
hvolpanna varð ekkert ráðið. Þeir voru allir
spegilmynd móður sinnar.
Líðan striðsfanganna í Medan var sæmileg þar
til i júní 1944, þegar nýr fangabúðastjóri tók
við og fangarnir voru reknir um borð i skip, sem
halda átti til Singapore.
Þegar Williams var skipað að binda Judy og
yfirgefa hana, sagði hann henni að taka til
fótanna, og hún hvarf tafarlaust út í buskann.
Þegar búið var að skipa mönnunum í raðir og
mál var að ganga um borð, fann Wiliiams allt í
cinu, að Judy kom við fætur hans. Hann greip
FÓR í STRÍÐIÐ OG
SIG EIIMS OG HETJA
Myndin:
Williams og
Judy
að stríðinu
loknu
16