Vikan


Vikan - 17.12.1953, Síða 28

Vikan - 17.12.1953, Síða 28
ÞETTA ER SAGA um unga elskend- ur, sem urðu ósáttir. Svo var það einn góðan veðurdag, að annar elskandinn fór upp í Mosfellssveit að taka upp rófur. Það var kven- elskandinn. Og hvern haldið þið að kven- elskandinn hitti þarna uppfrá annan en karl-elskandann, og karl-elskandinn miður sín af ást, og langar mest að hlaupa út á akurinn og faðma að sér kven-elskandann og kyssa hann, og hikar þó, því þetta voru csáttir elskendur eins og fyrr er sagt. En þar kemur, að maðurinn fær ekki lengur staðist mátið, og nær sér í trefil og sendir konunni út á akurinn, sem eins- konar sáttatilboð. Og þannig gengur þetta allt til kvölds, að maðurinn er að senda konunni einhverja flík, uns hún er algöll- uð, ef svo mætti orða það. Og um kvöldið í braggarústum kyssast þau. Svo er mál me3 vexti, að ég þekki þessa elskendur. Ég er búinn að þekkja manninn síðan tianú var svona lítill, auk þess vorum við saman tvo vetur í barnaskóla. Svo varð hann hálfgerður lausamaður í lífinu, af því hann vissi ekki, hvort iiann vildi heldur verða búfrœðingur eða bóndi, og upp úr því gerði hann samning við rafvirkja- mcistara nokkurn og byrjaði að fást við riðstraum og jafnstraum fyrir skítakaup á viku. Um svipað leyti icynntist hann Ingu. Og þegar voraði, sagði Inga við Jón, að nú skyldu þau gifta sig. Jón sagði sem satt var, að hann heföi svo mikið skítakaup, að þau gætu ekki lifað. Nú, hversvegna varstu þá að trúlofast mér, sagði Inga, cf við getum ekki gift okkur eins og annað fólk? Eða heldurðu kannski, að við getum ekki bjargað okkur bæði ? Svo jókst þetta orð af orði, eins og stendur i bókunum, uns Inga sagði, og sló til höfðinu, að fyrst þau hefðu ekki efni á að giftast, þá hefðu þau varla efni á að fara í bíó i kvöld. Jón sagði: Æ, Inga min, láttu nú ekki svona. En þegar tjaldið var dregið frá í bíóinu, þá voru tvö auð sæti á fimmtánda bekk niðri. Daginn eftir fór Jón heim til Ingu og gekk upp alla stigana, þangað til hann komst ekki hærra, og barði að dyrum. En Inga svaraði ekki. Þá skaut hann miða undir dyrnar — bíómiða. En þegar tjaldið var dregið frá í bíóinu, þá var eitt autt sæti á þrettánda bekk niðri, og í hléinu fór Jón heim, og þá voru sætin tvö. Nú liðu margir dagar, og Jón var alltaf öðru- hvoru að hugsa, hvort hann ætti að hætta að vera stoltur. Og svo var komið sumar. Og Jón var alveg steinhættur að vera stoltur fyrir iöngu; hann var bara of stoltur til að játa það. Og svo var komið haust. En það er af Ingu að segja, að þegar hún sá miðann koma undan dyrunum, tók hún hann upp og horfði lengi á hann. Einu sinni var hún komin í kápuna. En þegar klukkan sló níu, var hún samt ennþá uppi í herbergi uppundir þaki, nema nú var hún búin að hengja kápuna upp á snaga og var stolt á svipinn. Og svo liðu ÆVINTÝRIÐ UM INGU OG JÓN (og hvernig þau urðu hjón) nokkrir dagar, og svo var allt í einu komið sum- ar, og þá birtust ungar stúlkur í skemmtigörð- um Reykjavíkur og fóru að vökva blómin, og menn voru á einu máli um, að þetta væri veru- lega sniðug nýjung hjá bænum, það væri svo þroskandi að vökva blómin. Og svo var komið haust. Og Inga var fyrir langalöngu hætt að vera stolt. Ef hún hefði haft eitthvað að gera, þá hefði hún jafnvel setið fyrir Jóni og notað hans eigin orð, og sagt við hann: — Æ, Jón minn, eigum við ekki að hætta að láta svona? En hún hafði ekkert að gera. Hún missti vinnuna um svipað leyti og ungu stúlkurnar byrjuöu að þroskast kringum blómin; um svipað leyti byrjuðu bóka- forlögin að tapa, og um svipað leyti byrjuðu bók- bindarar að segja upp starfsfólki sínu, þar á með- al Ingu. En tuttugu og þriggja ára atvinnulaus stúlka á ekki eins auðvelt með að hætta að vera stolt, eins og til dæmis tuttugu og þriggja ára heima- sæta, sem ekki þarf að vinna fyrir sér. Svo að þótt Inga væri fyrir langalöngu hætt að vera stolt i hjarta sínu, þá varð hún að gjöra svo vel að vera stolt á yfirborðinu, og fylgjast vel með auglýs- ingum um vinnu. Það var bara engin vinna. Og svo fóru blómin að fölna í skemmtigörð- unum, og húsráðandinn sagði við Ingu, að hún skyldi engar áhyggjur hafa af húsaleigunni, hann kæmist einhvernveginn af án hennar. Hún borgaði 175 krónur á mánuði í húsaleigu. Og skósmiður- inn, sem bjó á neðstu hæð, sagði við hana í gamni, hvort hann ætti ekki að lána henni sólningu; en meinti það auðvitað í alvöru. Og það kom varla ein einasta auglýsing í blöð- unum um vinnu, nema vinnulconuvinnu, en eins og kunnugt er, vilja sumar ung- ar stúlkur frekar láta drepa sig en fara í vist, og Inga var ein af þeim. Og í september seint var hún ekki enn búin að fá vinnu. Og í októberbyrj- un var hún alvarlega farin að hugsa um að fara í vist. Það varð henni til bjarg- ar, að hún fékk vinnu í nokkra daga í sláturstöð SlS. Þar lcynntist hún manni, sem átti ítök í verkstjóra í frystihúsi, og hann lofaði að athuga málið. Viku seinna sagði hann henni, að hún væri komin á lista. Það þýddi að hún var næstum þvi viss um að fá vinnu þegar bátavertíð byrjaði. Svo var það tvær vikur af október, að þeir atburðir gerðust, sem sagt var frá hér í upphafi. Eitt kvöld kom skó- smiðurinn upp til Ingu og sagðist hafa verið að hlusta á útvarpið, og það hefði einhver maður verið að auglýsa eftir fólki til þess að taka upp rófur uppi í Mosfellssveit. Hann ætlaði að borga sjö krónur fyrir pokann. Skósmiðurinn sagði, að þetta væri í fyrsta skipti sem hann hefði heyrt talað um að taka upp rófur í október, en hann hefði áreiðanlega tek- ið rétt eftir samt, og hérna væri síma- númerið. Inga sagði: Hvað skyldi maður geta tekið upp marga poka yfir daginn? Það er ég viss um, að ég get tekið upp að minnsta kosti tuttugu poka; tvisvar sjö eru fjórtán og núll við eru hundrað og fjörutíu. Hundrað og fjörutíu krón- ur yfir daginn! Hugsum okkur nú, að ég sé í sjö daga, þá eru það sjö hundruð krónur, og fjórum sinnum sjö eru tuttugu og átta og núll við eru tvö hundruð og áttatíu — þetta eru bará þúsund krónur! En mig vantar vetlinga. Skósmiðurinn sagðist eiga einhverjar vetlinga- tuskur niðri að lána henni, hún skyldi skreppa niður að hringja. Það væri bara verst, að nú mundi áreiðanlega hálfur bærinn vilja fara í róf- ur, og þá yrði þetta varla meir en eins dags vinna. En það skeður margt skrítið í Reykjavík, og þegar Inga kom klukkan sjö um morguninn upp að Stjörnubíó, þá var þar alls enginn. Hún varð hrædd um, að hún hefði misskilið rófnamanninn, og hljóp upp á Snorrabraut, til þess að aðgæta hvort nokkur hreyfing væri við Austurbæjarbíó. Þegar hún kom niður eftir aftur, sá hún ferlegan hníf á gangstéttinni. Hún þekkti strax, að þetta var hnífurinn, sem skósmiðurinn hafði lánað henni til þess að skera kálið af rófunum; hann hafði ein- hvernveginn hrokkið upp úr vasa hennar. En um leið og hún beygði sig til þess að taka hann upp, var sagt fyrir aftan hana: Eh hemm! — Það var ferkantaður lögregluþjónn. Hún sagði, eftir nokkra þögn: Eg er að fara að taka upp rófur. Lögregluþjónninn sagði: Svo já! Upp i Mosfellssveit, sagði hún. Lögregluþjónninn spurði, hvort hún ætlaði kannski gangandi þangað. Hún sagði: Nei, sér hefði verið sagt að mæta hérna klukkan sjö. Lögregluþjónninn sagði, að klukkan væri kortér gengin í átta. 28

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.