Vikan


Vikan - 25.02.1954, Blaðsíða 7

Vikan - 25.02.1954, Blaðsíða 7
ÞAÐ er ósköp svipað því og að temja hesta,“ sagði prófessor Alfred Testo. „Maður spennir þær fyrir eitthvað þungt, og áður en langt um líður uppgötva þær, að þær geta ekki stokkið. IJr því er hægt að byrja að kenna þeim að leika listir. Þær snjöllustu eru orðnar slarkfærar eftir einn dag eða svo. Aðrar eru þetta tvo til þrjá daga. Og loks eru svo auðvitað þær, sem aldrei geta lært.“ Prófessorinn, sem er eigandi eins þeirra fáu flóa-sirkusa, sem til eru í Englandi, var að segja mér, hvernig flærnar hans verða ballettdansarar, eklar, loftfim- leika-,,menn“, línudansarar og skylmingameistarar. Hann virtist ekkert sérlega hreykinri af því að geta búið til svo lítil aktýgi, að hægt er að smeygja þeim á eina fló. Ástæð- an er sennilegast sú, að hann hefur fengist svo lengi við þetta, að það er orðið næsta ómerki- legt í hans augum. Þetta byrjaði 1932. Testo- f jölskyldan, en hún hefur mann fram af manni unnið fyrir sér í hringleikahúsum, átti þá brúðuleikhús. Þá kynntist Paul- ine, sem er ein dætranna, Dana nokkrum, sem kominn var til Englands með flóa-sirkus sinn. Hann kenndi henni að með- höndla flær, og þegar hann hélt heimleiðis, sneri fjölskyldan sér að þessari starfsgrein í fullri al- vöru. Nú getur Dolly, sem er systir Paulinu, líka stjórnað flónum, en prófessorinn er hvorutveggja í senn: fram- kvæmdastjóri og einskonar forðabúr. Hann ,,beitir“ flónum á hand- legginn á sér þrisvar á dag — og oftar, þegar þær hafa mik- ið að gera. „Þær eru ákaflega matvandar,“ segir hann. „Þær fást ekki til að snerta mann, sé maður eitthvað miður sín, jafn- vel þó maður sé ekki nema með agnarlítið kvef. „Athyglisvert er það líka,“ heldur hann áfram, ,,að í þessari listgrein er eingöngu hægt að nota þær tegundir af flóm, sem sækja á fólk. Til dæmis koma hunda-flær alls ekki til greina. „Hvernig öflum við þeirra? Við höfum samband við menn víðsvegar í Englandi, og þeir senda okkur þær í glösum með pósti. Við borgum sex shillinga fyrir tylftina, enda þótt svo mikill hörgull hafi orðið á þeim oftar en einu sinni, að verðið hafi komist upp í allt að tvo shillinga á stykkið." Prófessor Testo heldur því fram, að aðeins einn maður af milljón hafi til að bera þá hæfi- leika, sem flóa-tamning út- heimti. Hann sé því sannkall- aður lukkunnar pamfíll að eiga 3Iyndin: Prófessorinn, Pauline og sirkusinn. Það er hægt að vinna fyrir sér með ýmsu móti. Til dæmis með því AÐ TEMJA tvær dætur, sem hlotið hafi þessa náðargjöf. En helstu kröfumar, sem gera verði til fullkomins flóatemjara, séu af- bragðssjón, óþrjótandi þolin- mæði, næmir og liprir fingur og meðfæddur skilningur á dýrum. „Það er sennilegast arfur frá móður þeirra, hve vel þeim sem- ur við öll dýr. Hún tilheyrði Chipperfield-fjölskyldunni, sirk- usfólki og dýratemjurum. Flóin er minnsta dýrið, sem hægt er að temja, en aðferðirnar eru ekkert tiltakanlega ólíkar þeim, sem beitt er til dæmis við fíla. „Flær eru nefnilega nauða- líkar fílum. Þær hafa svipað höfuðlag og þeir, og svo auð- vitað rana. Auk þess er bak fló- arinnar mjög sterkt, og þar af leiðandi er hægt að leggja á hana aktýgi.“ Eftir þennan samanburð kem- ur það manni kannski síður á óvart, þegar maður uppgötvar, að flóa-sirkus prófessorsins er nábúi eins stærsta hringleika- húss Englands. Flærnar eiga heima í fóðruðum vindlakassa, ekki steinsnar frá fíla-húsinu. Fyrir nokkrum árum var þetta nærri búið að ríða flóa-sirkusn- um að fullu. Einn af fílahirð- unum fékk sér sótthreinsunar- duft, sem hann sprautaði á fíl- ana, í því skyni að losa þá við óþef. Eitthvað af duftinu barst inn í tjald prófessorsins, þar sem sýning stóð einmitt yfir, og flærnar byrjuðu að haga sér mjög undarlega. En Testo upp- götvaði hættuna á síðustu stundu og bjargaði þeim út und- ir hreint loft. Starfsdagar flóarinnar eru raunar alveg nógu fáir, að ekki sé verið að hrella þær með ban- vænu dufti. Þær lifa sjaldnast lengur en 25—30 daga, þó að prófessorinn hafi kynnst nokkr- um, sem þraukuðu fulla þrjá mánuði. « Flærnar eiga það að sjálf- sögðu til að hrökkva uppaf í miðri sýningu, en Santo hefur varalið við hendina, til þess að fylla í skörðin. Þetta er í sjálfu sér nógu laglega af sér vikið, þegar þess er gætt, að af hverj- um fimmtíu flóm, sem teknar eru til þjálfunar, reynast kannski aðeins tíu nógu sterkar og gáfaðar til að „troða upp“. Eftir á að hyggja tekur hver sýning kringum tólf mínútur, og þátttakendurnir eru sjaldn- ast færri en tuttugu. „Við líðum þeim ekki neina leti,“ segir Testo prófessor; „þegar mest er að gera, þurfa þær kannski að koma fram tíu tólf sinnum sama daginn.“ Testo tekur það óstynnt upp, ef menn gefa í skyn, að flóa- sirkusar séu kannski heldur ó- merkileg fyrirtæki. „Menntað fólk kann einmitt bezt að meta sýningar okkar,“ segir hann. „Foreldrar, sem vilja nota tæki- færið til að kenna börnum sín- um svolitla náttúrufræði, og þar fram eftir götunum. „Þetta er líka mjög gömul at- vinnugrein. Það eru margar FLÆR aldir síðan fyrstu flóa-sirkus- arnir sáust á meginlandinu. Og til eru heimildir um flóa-leik- hús hér í London fyrir meir en hundrað árum.“ Prófessor Testo skírir flærn- ar sínar gjarnan einhverjum nöfnum, og velur þau þá ekki af verri endanum. I leikskrám hans gefur að líta klausur á borð við eftirfarandi: „Wun Lung Tu, kínverska undra-flóin. Julius Cœsar, Ben Hur og Nero, kapp- aksturs-flær. Pedro og Pier- re, hinir heimsfrægu skylm- ingameistarar.“ Það kann að láta einkennilega í eyrum, en sannleikur er það samt, að Pedro og Pierre skort- ir sjaldan áhorfendur, þegar þeir byrja að berjast með hin- um örsmáu tinsverðum sínum. Og á sama tíma sendast Cæsar, Ben Hur og Nero eftir svolitlum skeiðvelli, með ■ rómverska vagna í eftirdragi, sem eru 150 sinnum þyngri en þeir. Gárungar, sem heimsækja flóa-sirkusa, hafa stundum orð á því, að sjálfsagt komi það fyr- ir, að einhver af áhorfendunum taki svosem eitt par af línu- dönsurum óviljandi heim með sér. Prófessor Testo gremst svona tal. Hann segir að tamdar flær kæri sig ekkert um óþarfa ferðalög — og auk þess séu þær undantekningarlaust í bandi — svona til vonar og vara. 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.