Vikan


Vikan - 25.02.1954, Blaðsíða 12

Vikan - 25.02.1954, Blaðsíða 12
„Sannleikurinn er sá, Helgi, að þú ert búinn þúsund sinnum fleiri kostum en Jón. En —- þú skilur — Jón hefur þúsund Jcrónum meir á mánuði.r‘ ÞAÐ MÁ EIGINLEGA SEGJA, að í heimi frimerkjasafnarans sé hlutunum snúið við. Hér er átt við þá furðulegu staðreynd, að þegar frímerki misheppnast I framleiðslunni, þá rýkur verð þess ef til vill upp úr öllu valdi. Tökum til dæmis þetta nýja banda- ríska merki, sem heiðrar minningu George S. Patton hershöfðingja. Setjum svo, að nafn hans hefði misritast á einni örkinni, prentarinn ekki uppgötvað það og örkin lent í höndunum á óbreyttum borgara. Hefði hún verið ónýt fyrir bragðið? Nei, aldeilis ekki! Hún hefði þvert á móti getað komist í gífurlegt verð. En það er ekki vitað til þess, að slík mistök hafi átt sér stað með Patton-merkin. Hins- vegar má — til gamans fyrir safnara — geta frægs merkis af þessu tagi, sem einmitt var gefið út í Bandaríkjunum. Það var 1918. Safnari nokkur í Washington fór í eitt af pósthúsum borgarinnar á útkomudegi nýs 24 centa flugfrímerkis. Á undan honum í biðröð- inni var maður að kaupa samskonar merki, þó sennilegast ein- faldlega til að nota þau á bréf. Afgreiðslumaðurinn fékk honum eina örk — sem hann skilaði samstundis aftur, vegna þess að flugvélin á öllum merkjunum sneri öfugt! Maður getur gert sér í hugarlund sálarkvalir safnarans, meðan hann var að komast að borðinu. „Eina örk af 24 centa flugfrímerkjum," sagði hann, ,,og það er bezt ég taki þessa, sem maðurinn vildi ekki." örkin reynd- ist vera sú eina, sem prentsmiðjupúkinn hafði komist í, og safn- arinn seldi hana nokkrum dögum síðar fyrir tæpar 250,000 krónur! En í dag er hvert merki úr örkinni virt á 60,000 krónur. Undirritaöur óskar eftir aö gerast áskrifandi aö VIKUNNI Nafn ................................ Heimilisfang ........................ Tii Heimilisblaðsins VmUNNAR H.F., Reykjavík. En hann svaraði aðeins með því að benda aftur á stólinn og segja rólega: „Heldurðu að þú viljir ekki gjöra svo vel að fá þér aftur sæti?“ Það hafði verið engu líkara en þau ætluðu að vera þarna í skrifstofunni fram á nótt. Herra Eastman var orðinn svo þreyttur á biðinni, að hann var nærri hættur að reyna að leyna forvitni sinni og byrjaður að ganga fram og aftur um stöðvarpallinn og gægjast inn um gluggann. En mann- inum frá lögreglunni lá ekkert á, úr því Anna var búin að fá sér sæti aftur. Kann líka að vera, að honum hafi þótt vissara að byrja nú eitt- hvað betur en síðast. Loks sagði hann kæruleysislega: „Þessi vinnuföt, Ánna, hvað kostuðu þau?“ Hún starði undrandi á hann: „Nei, heyrðu mig nú . . „Nei, — bíddu — ég er ekki að gera að gamni mínu. Jakkinn til dæmis; hvað kostaði hann?" „Þú ert sennilegast að gera gys að mér, en þú um það. Viltu að ég gefi þér skýrslu um jakkann?" Hann brosti: „Þakka þér fyrir." „Ég á hann ekki. Fyrirtækið á hann.“ Hún gretti sig hlægjandi: „Og ef ég á að segja allan sannleikann, þá finnst mér fyrirtækið herfilega ónærgætið." „Nú?“ Hann lést vera mjög undrandi. „Finnst þér það ekki ónærgætið að klæða unga stúlku í andstyggilegan brúnan khakijakka, sem er of þröngur í ofanálag?" „Þú hefur auðvitað reynt að fá eitthvað skárra?" „Það máttu reiða þig á!“ „Og hverju svöruðu þeir?" Hún hló aftur, setti upp vandlætingarsvip og lék hátíðlegan skrifstofu- mann: „Veit konan ekki, að við erum í stríði! Hvað heldur konan eigin- lega, að við séum að gera! Ég á bara ekki eitt einasta orð!“ Hún dæsti: „Ég skal segja þér það, að ég hröklaðist út úr skrifstofunni eins og lú- barinn rakki!" Hann kinnkaði kolli: „Og nú skal ég segja þér nokkuð! Það er satt, sem maðurinn sagði: Við eigum naumast spjarirnar utan á okkur, Við höfum ekki efni á að hafna og velja. En taktu nú vel eftir: Við eigum prúðbúna menn, sem gera sér þessa neyð okkar — já, þjáningar okkar — sjálfum sér að féþúfu. Menn eins og Fred Stevens." Eftir svona krókaleiðum hafði hann komist að efninu aftur! Og herra Eastman hélt áfram að gægjast á gluggann, og Anna sat þolinmóð og hlustaði, og maðurinn frá lögreglunni byrjaði að útskýra það mjög ná- kvæmlega, hversvegna hann óskaði eftir því, að hún gerðist þjófur. „Sjáðu til," sagði hann. „Þú kannt að furða þig á því, hvað ég sé að gera hérna, hversvegna ég sé ekki einhversstaðar í kúlnahríðinni. Nú jæja, ég verð þá að segja þér það: Ég er búinn að fá minn skammt, eins og það heitir. Það var við Dunkirk. Ég var mjög heppinn. En læknarnir vilja engu að síður engu spá um það, hvenær sprengjuflisarnar verða búnar að skila sér út úr fótunum á mér. Þessvegna er ég það, sem ég er: heldur klaufalegur lögreglumaður með verk í fótunum. En svo eigum við sem- sagt aðra menn, sem ekki standa I hríðinni. Ég á ekki við þá, sem vinna baki brotnu á heimavígstöðvunum, verkamennina, • verksmiðjustúlkurnar — þig. Ég á við mennina, sem ég minntist á áðan — menn eins og Fred Stevens, fyrrverandi húsbónda þinn.“ Hann þagnaði og kveikti sér í nýrri sígarettu. Anna sagði, dálítið hik- andi: „En ég fæ ekki séð . . . ég skil ekki, hvaða samband er á milli hans og þessa, sem þú sagðir áðan.“ „Það er í rauninni ósköp einfalt." „Haltu áfrarn." Anna studdi olnbogunum á hnéin og einblíndi á annað stígvélið sitt. „Haltu áfram — en mundu, að ég hef engu lofað." „Þú sagðir áðan, að Fred Stevens væri mannleysa. Það þykir mér mild- ur dómur. Fred Stevens er samviskulaus fantur, siðleysingi, þjófur . . . Hann hefur legið á okkur eins og blóðsuga, þessari þjóð, sem berst fyrir tilveru sinni." „Þú ert mjög bitur, er það ekki? Ég held þú hatir hann." „Ég hata þá alla!" Hann keyrði sigarettuna ofan í öskubakkann, marði hana í sundur með þumalfingrinum. „Ég hef séð menn fórna lífi sínu fyrir þig og mig.“ „En ég skil ekki enn . . . „Sjáðu tiÍ! Fyrir sex vikum stóðum við heiðursmanninn Stevens að verki. Við sendum hann í fangelsi!" Anna leit snöggt upp: „Já, en þá . . . “ Hann horfði rólega á hana: „Ég vil fá að senda þig í þetta fangelsi." —O— Eftir þetta höfðu þau aftur setið hljóð langa stund. Og Anna hafði aftur tekið til við að horfa á stígvélið sitt, rétt eins og hún hefði aldrei séð það áður. Og herra Eastman hafði gert sér ferð inn I skrifstofuna eftir tóbaki og horft á þau útundan sér, en hypjað sig út aftur, þegar hvorugt yrti á hann. Loks rauf Anna þögnina: „Ég geri ráð fyrir, að þú vitir, að ég er samt ennþá engu nær um það, hversvegna þú vilt . . . Æ, þetta er eintóm vitleysa!" „Hreint ekki! Þetta er blákaldur veruleiki." „Jæja, svaraðu mér þá, þegar ég spyr: Hver er tilgangurinn?" „Þú þekkir Stevens. Ef hann kemst að þeirri niðurstöðu, að þú sért . . . eftir hans höfði, þá getur verið, að hann geri þig að trúnaðarmanni sínum." „En þið eruð búnir að klófesta hann! Hann getur engan miska gert. Þið eruð búnir að læsa hann inni í búri, eins og dýr.“ Framhald cí bls. 14. 12

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.