Vikan


Vikan - 15.04.1954, Side 2

Vikan - 15.04.1954, Side 2
Þ() GETUR HÆTT Afi REYKJA Framhald af bls. 13. með að brjóta bindindið, án þess að gera þig að athlægi! Annað — Brjóttu bindindið ekki „bara t þetta eina sinn.“ Á þamn hátt geturðu ekki gert þér neina von um að losna við ávarumn. Þú losnar ekki við tóbaksþorstann, nema með fullkomnu bindindi. Og þú ert ekki búinn að sigra, fyrr en þú ert að fullu og öllu laus við þennan óeðlilega þorsta. Þú ert ekki frjáls fyrr en þér stendur nákvæmlega á sama um tóbakið. Nákvæmlega á sama hátt og eitt staup er of mikið fyrir drykkjusjúklinginn, eins er ein sígaretta of mikið fyrir reykinga- manninn. 1 hvert skipti sem þú neit- ar sjálfum þér um sígarettu, færistu nær markinu, sem þú hefur sett þér. Þriðja — Vertu óhrœddur við freistingamar, reyndu ekki að forð- ast þœr — glímdu hiklaust við þœr. Þessari aðferð má líkja við aðferö íþróttamannsins, sem æfir sig undir hina stóru keppni. Með því að venjast freistingunum, ert þú í rauninni í einskonar þjálfun. Þú herðist við hverja raun. Sá sem hættir að reykja, skyldi líka gæta þess að dekra svolítið við sjálfan sig fyrst í stað. Reyndu til dæmis að veita þér þá ánægju, sem felst í því að borða góðan mat. Fáðu þér stundum kaffisopa eða gosdrykk, þegar tóbaksþorstinn verður sérstak- Svar til Ernu: Þú ert að vísu nokkuð ung, en að- aðalatriðið er, að þú sért hraust og dugleg og óhrædd að glíma við erf- iðleikana. Sértu það, erum við á Vik- unni ekki í neinum vafa um, að þú getir orðið 'jj kokkur á síldarbát með stallsystur þinni. m \ Um kaup og kjör get- mj um við ekki gefið þér upp- W | lýsingar; við ætlum — P. fj með tilliti til aldurs ykkar ' — að það sé samkomu- lagsatriði. En ráða vildum við þér að reyna að fá pláss hjá góðum, reglusömum formanni. Ef þú getur sýnt foreldrum þínum, að traustur og dugandi maður vilji taka við þér í sumar, munu þau naumast neita þér um þetta. Vonum að þetta blessist og bátur- inn þinn afli öllum bátum betur. Ritstjóri URVALS biður „Kaup- anda", sem skrifaði URVALI bréf, að lána sér tímaritsheftið, sem hann talar um í bréfinu. Það fæst ekki í bókabúðum hér. lega sterkur. Hafðu sælgæti af ein- hverju tagi við hendina. Þetta er sérstaklega mikilvægt. Vertu ekkert hræddur um að þú kunnir að venja þig á tyggigúmmí eða, brjóstsykur. Löngunin í sælgæti mun minnka eftir því sem tóbaks- löngunin dvínar. Það er ótrúlega mik- il hjálp að geta skotið einhverju bragðgóðu upp i sig, þegar mann langar sérstaklega mikið að reykja. Við eigum enn eftir að minnast á eitt atriði, sem þó er mjög mikilvægt i baráttunni við nikótínið. Það er sú vitneskja, sem maður öðlast snemma í stríðinu, að maður geti hætt, þrátt fyrir alla spádóma. 1 því einu felst mikil og óvænt gleði. Líkaminn er ekki einasta laus við hin skaðvænlegu áhrif tóbaksins; hugurinn er líka laus við þá þvingun, sem er tóbaksþorst- anum samfara. Þú ert meiri maður fyrir bragðið. Þér liður betur, þú ert hraustari, þróttmeiri, viðbragðsfljótari. Þú mátt vera stoltur af því að hafa sigrað. Eftir sex mánuði eða sex ár, þegar einhver bíður þér sígarettu, muntu hafna henni umhugsunarlaust. Þú kannt að segja: „Nei, þakka þér fyrir — ég reykti einu sinni, en hætti." Og þú mátt vita, að reykinga- maðurinn mun öfunda þig í hjarta sínu, öfunda þig af því að vera laus við þennan ófögnuð. (Þýtt og endursagt) Okkur langar til þess að biðja þig um að birta fyrir okkur textann „Hvar ertu vina sem varst mér svo kær“, sem Haukur Morthens syngur. — Edda og Hildur. Svar: Hér er textinn „Hvar ertu“ við lag eftir Oliver Guðmundsson. Hvar ertu vina sem varst mér svo kær veiztu að ég elska þig draumfagra mær. Upp frá þeim degi er þig dreymdi hjá mér dvelur minn hugur hjá þér. Man ég þá stund er ég mætti þér fyrst. Man er ég fékk þig að skilnaði kysst. Hví ertu horfin mér hugljúfa mær, hvar ertu sem varst mér svo kær. Mig langar til að biðja þig um að afla fyrir mig upplýsinga. Svo er mál með vexti að mig langar til að læra bamauppeldi. Og mig langar til að fá að vita ýmislegt i þvi sambandi. . . Eg hef hug á að byrja næsta haust. Eins langar mig til að vita hvert ég á að senda umsóknina. — Gullý. Svari Undanfarið hefur Uppeldis- skóli Sumargjafar ekki verið starf- ræktur, en nú stendur til að byrja næsta haust. Námið tekur tæp tvö ár. Þú skalt skrifa frú Valborgu Sigurð- ardóttur, skólastjóra, Hagamel 16 og fá hjá henni nánari upplýsingar. Þangað skaltu líka senda umsóknina, þegar þú ert ákveðin. Viltu segja mér eitthvað um leik- arann Gene Nelson. Hvenœr er hann fæddur Er hann giftur og hvað á hann mörg böm o. s. frv. Viltu gefa mér heimilisfang hans og helzt birta mynd af honum. — S. J. Svar: Við getum leyst úr þessu öllu, nema að við eigum því miður ekki mynd af leikaranum. Hann er fædd- ur í Seattle, 1920. Hann var orðinn lipur dansari og skautahlaupari, þeg- ar hann var í skóla og komst því að sem aðalstjarna í skautasýningum Sonju Henie. Hann var hermaður á stríðsárunum og þegar hann kom heim, fór hann að leika á leiksviði. Én svo lagði hann leið sina til HoUy- wood, þar sem hann dansaði og söng, þar til Warner Bros gerði við hann margra ára kvikmyndasamning. Gene Nelson er bláeygur og ljós- hærður. Hann er ógiftur og utaná- skrift hans er Warner Brothers, Bur- bank, California, U. S. A. Hagstæð viðskipti. Sendið 100 notuð íslenzk frímerki og þið fáið: 1 sígarettukveikjara — eða 1 karlmanns-sokka — eða 20 stk. rakvélablöð (þýzk). Sendið aðeins ógölluð frímerki. RICHARD RYEL Grenimel 28 Reykjavík - VEGNA PÁSKANNA og hinna mörgu frídaga, sem í hönd fara, er óhjákvœmilegt aö fella úr blaði'ð í næstu viku. Næsta tölublað Vikunnar kemur pví út 29. apríl. FORSÍÐUM YNDIN Pétur Thomsen, sem tók for- síðumyndina síðustu af forseta- hjónunum, tók líka þessa mynd af reykvískri blómarós að fara á grtmudansleik. Eins 'og sjá má, er kjóllinn hennar úr besta efni — Vikunni. Lesendur Vik- unnar munu lcannast þarna við nokkrar forsíður — Sigfús HaTl- dórsson við píanóið, Önnu Neagle t hlutverki kvennjósnar- ans Odettu, Rasputin, söngkon- una í hljómsveit Stan Keaton, balletstúlkur í Þjóðleikhúsinu, Þórsmerkurmynd o. s. frv. MUNIÐ NDRA MAGASIN Prjónakjólar i FALLEGT ÚRVAL Garðastræti 2 — Sími Jj.578. Útgefandi VTKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365. 2

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.