Vikan


Vikan - 15.04.1954, Blaðsíða 7

Vikan - 15.04.1954, Blaðsíða 7
1M leið og Lery læknir kom inn í skurðstofuna, vissi Claire Duval,'að hann var í vondu skapi í dag. Hann skálmaði inn í stofuna, leit hvorki til hægri né vinstri og klemmdi saman varirnar. Án þess að yrða á nokkurn mann eða heilsa, gekk hann að vaskinum og fór að bursta hendurnar á sér af mikl- um móði. Starfsfólkið í skurð- stofunni var búið að bíða hans í 15 mínútur, og allt var tilbúið fyrir uppskurðinn. Um leið og hann birtist í dyrunum, vissu allir að óveður var í aðsigi, og það gerði þau taugaóstyrk — nema Claire Duval. Það var ekki laust við fyrir- litningu í kuldalegu augnaráði hennar, þegar hún horfði á hann, þennan mikla Lery lækni, sem var svo ánægður með sjálf- an sig, að hann sá engan ann- an. Véí, hugsaði Claire, þar sem hún stóð með grímu fyrir vit- unum, ekkert annað en tilfinn- ingalaus vél. Hún stóð kyrr við áhaldaborðið, meðan hinar hjúkrunarkonurnar flyktust ut- an um læknirinn, til að rétta honum hanskana og setja á hann grímuna. Svo var komið með fyrsta sjúklinginn. Claire og Lery stóðu sitt hvoru megin við skurðarborðið. Claire horfði á hann fletta klæðinu fimlega frá, svo nakinn blettur kom í ljós. Því næst tók hann þegjandi hnífinn úr fram- réttri hendi hennar, bar oddinn að hörundinu og þeytti honum svo skyndilega af öllu afli í gólf- ið. Án þess að líta upp, rétti hann aftur fram hendina. Hún fékk honum í flýti annan hníf, þó hún vissi, að hann var í engu frábrugðinn hinum fyrri. — EFTIR JAQUELINE BENHAM Duttlungar, hugsaði hún. Svo hóf hann uppskurðinn. Næsti sjúklingur virtist aldrei ætla að sofna. Lery gekk hratt um gólf og lézt ekki veita því athygli, en þó var hann sýnilega alveg æfur yfir þessari töf. Claire bjóst við óveðrinu löngu áður en það skall á. — Hvern fjandann eruð þið eiginlega að gera allan þennan tíma ? Haldið þið að við verðum hér þangað til á morgun? Aðstoðarlæknirinn, sem svæfði sjúklingana, roðnaði, og hendin, sem hélt um etergrím- una, titraði örlítið. Lery kom skálmandi og studdi fingrunum á kvið sjúklingsins. Vöðvárnir hnykluðust. — Þetta nær ekki nokkurri átt! Hvað ætlist þið til að ég geri? Elti sjúklinginn um stofuna? Þetta var eitt af þessum reiði- köstum, sem særðu alla og voru tilgangslaus. Claire beit í vör- ina. Því miður hafði Lery rétt fyrir sér. Sjúklingurinn hafði fengið of veikan skammt til að byrja með. En Claire kenndi í brjósti um Robin aðstoðarlækni, sem var nýlega útskrifaður og ekki orðinn nægilega öruggur til að láta æðiköst læknisins sem vind um eyrun þjóta. En það fór einmitt mest í taugarnar á skurðlækninum að hafa í kring- um sig fólk, sem ekki var jafn öruggt og ákveðið og hann sjálf- ur. Og þannig héldu þau áfram allan morguninn. Að vísu sofn- aði sjúklingurinn, en reiðikast- ið hafði haft slæm áhrif á starfsfólkið. Einhver missti skæri og Lery sparkaði þeim heiftarlega út í horn. Og til að kóróna þetta allt, þurfti að lok- um að líða yfir hjúkrunarnema, sem var í fyrsta sinn viðstödd uppskurð. — Vesalings stúlkan, hugsaði Claire og gaf tveimur öðrum merki um að fara með hana. — Látið hana liggja, skipa^i Lery læknir, án þess að líta upp. — Hún rankar við sér hjálpar- laust. Þetta er skurðstofa en ekki brúðuleikhús. Augnaráðið var hvasst og Claire gat ímyndað sér hvernig hann beit saman vörunum undir grímunni. Það er alveg óþolandi, hvernig hann gerir allt starfs- fólkið að sprellikörlum, meðan hann gnæfir öruggur og kald- hæðinn upp yfir það, eins og guð á Olympstindi. Læknirinn lauk við að sauma saman skurðinn og þreif svo ó- þolinmóður af sér grímuna. Það var farið með sjúklinginn og skurðstofan tæmdist á auga- bragði, eins og allir væru hrædd- ir við annað reiðikast. — Þér virðizt ekki hafa mik- ið vald yfir starfsfólkinu í dag, ungfrú. Allt saman taugaó- styrkir aumingjar! Ég vona að það komi ekki fyrir oftar. Nú gaf Claire reiði sinni laus- an tauminn. — Nú er nóg kom- ið, hrópaði hún. — Kunnið þér alls ekki að vera kurteis við ná- ungann og hegða yður eins og maður, sem aðrir geta borið virðingu fyrir? Sjáið þér ekki, að allir eru dauðhræddir við yð- EINN DROPIDREPUR Á 30 SEK. T^AÐ er mikið skrifað þessa dagana um atomsprengjur og vetnissprengjur og hinn ægilega eyðileggingarmátt þeirra. En stórveldin eiga svosem fleiri gjöreyðingarvopn í fórum sínum. Þannir segir bandaríska tímaritið Newsweek frá því, að í vopnaverksmiðju einni í nánd við Denver í Bandaríkjunum sé framleitt „banvænasta eiturgasið, sem enn hefur verið fundið upp.“ Sem vökvi, segir tímaritið, nægir einn dropi á hendi manns til þess að lama hann á augabragði . . . og drepa hann á 30 sekúndum. Herinn kallar gasið G-gas. „Það fer nokkuð eftir veðri og vindum, en séu aðstæður góðar, geta þrír lítrar af gasinu gjöreytt öllu lífi á einni fermílu.“ Gasið er ósýnilegt, lyktarlaust og bragðlaust. Við vinn- una ber verkafólkið í verksmiðjunni gasgrímur og klæðist þykkum gúmmífatnaði. Myndin er af strák með eftirlíkingu af gasgrímu. Hann er með öðrum orðum að leika sér. Við verðum að vona, að leikurinn verði ekki að alvöru. ur? Hafið þér gaman af því að gera fólk tauagaóstyrkt, til að sjá hvað þér getið farið illa með það ? Þér hafið hvorki hjarta né taugar! Hafið þér nokkru sinni fundið til? Hefur yður ekki alltaf fundizt þér vera hátt yfir aðra hafinn? 1 fyrstu kom einkennilegur glampi í augun á honum, en svo var eins og hann heyrði ekki lengur til hennar. Claire fór og hann stóð eftir á miðju gólfi, eins og steingerfingur. Skömmu seinna kom Claire inn til yfirhjúkrunarkonunnar. — Eg er komin til að segja upp, sagði hún. — Hefur eitthvað komið fyr- ir? spurði gamla konan og þeg- ar Claire hristi höfuðið, hélt hún áfram. — Ég skil, Claire. Það er eins gott fyrir yður að leysa frá skjóðunni. Það er Lery læknir, er ekki svo? — Hvernig vitið þér það ? spurði Claire undrandi. — Já, hann er orðinn alveg óþolandi. Yfirhjúkrunarkonan þagði svolitla stund, en svo sagði hún: — Ég veit að það er ekki auð- velt að vinna með Lery. Hann er snjall skurðlæknir, en stríðið hefur leikið hann grátt. Vissuð þér það? Vitið þér hvað hann hefur gengið í gegnum? Unn- usta hans giftist öðrum manni meðan hann var í hernum. Svo tóku Japanir hann til fanga og þar varð hann að þola pynting- ar . . . Nú varð aftur löng þögn. — Ég sá hann, þegar hann kom heim. Hendurnar á honum voru ónothæfar og hann hélt, að hann mundi aldrei geta notað þær framar. En ég býst við að yður sé kunnugt um þetta? — Nei, ég vissi það ekki. Það gefur nokkra skýringu á hegð- un hans. — Ég ætla ekki að reyna að halda í yður, ef yður er það á móti skapi. En ég hef þekkt Lery, síðan hann var lítill drengur, því móðir hans var vin- kona mín og skólasystir. . Ég vonaði, að hann mundi ná sér með tímanum . . . og örlítilli hjálp frá öðrum . . . Claire svaraði engu. Hún sá fyrir sér hina lipru fingur lækn- isins, og hún gat ímyndað sér skelfingu hans, þegar hann hélt að hann gæti aldrei framar not- að þá. Síðdegis þennan sama dag, bauð yfirhjúkrunarkonan Lery lækni inn til sín. — Það er svo friðsælt hérna hjá þér, sagði hann. — En þú hefur líklega ekki boðið mér eingöngu til að drekka með þér tebolla. — Nei, mig langaði til að tala við þig. Ungfrú Duval sagði upp í morgun .Það er þriðjahjúkrun- arkonan, sem við missum af Framhald á bls. 14. 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.