Vikan


Vikan - 15.04.1954, Side 12

Vikan - 15.04.1954, Side 12
bíla. Það er vonlaust að ætla sér að komast út úr gildrunni fótgangandi. Það verða sendir flokkar á móti okkur strax í kvöld. Annað mál er það, að ef við höfum bíla . . .“ Anna sagði: „En auðvitað hafa þeir verði á öllum vegum.“ ,,Auðvitað.“ Stevens kinkaði kolli. „Þessvegna verðum við með tvo bíia. Það er moldarvegur frá veiðikofanum niður heiðina. Neðar tekur við þjóðbrautin til Skotlands og suður á England. Þarna er líka góður vegur til austurstrandarinnar. Þetta eru með öðrum orðum krossgötur.“ „Og þar,“ sagði Anna, „verður sterkur vörður.“ „Auðvitað. En nú er röðin komin að. bílnum. Annar fer á undan, við skiptum um föt og komum í hinum ljóslausum. á eftir. .Svosem hálfa milu á eftir hinum.“ „Já,“ endurtók Anna, „og verðirnir bíða á krossgötunum.“ Stevens kinkaði aftur kolli. Hann var mjög þolinmóður að útskýra þetta fyrir hennií „Fyrri bíllinn verour með ljósum. Verðirnir gefa honum merki um að stoppa. En hann ekur á fullri ferð í gegnum tálmanir þeirra og í norður- átt. Það er ósköp einfalt.“ „Ég held ég skilji, hvað þú átt við,“ sagði Anna. „Auðvit^ð skilurðu það.“ Stevens stóð á fætur og teygði úr sér. „Þeir eru ljótu slcussarnir, ef þeir elta ekki þennan bíl — og við erum ljótu skussarnir, ef við notum ekki tækifærið til að smjúga í gegn og keyra suðureftir.“ Hann rétti Önnu hendina og togaði hana á fætur. „Við skálum kannski í London,“ sagði hann, „annað kvöld.“ # —o— Anna þóttist taka eftir því, þegar líða fór á daginn. að vörðurinn við gryfjuopið væri farinn að ókyrrast. Hann var sífellt að líta á úrið sitt og reykti hverja sígarettuna á fætur annarri. Á Stevens sáust þess hins- vegar enn engin merki, að neitt óvenjulegt væri á seiði. Hann vann sína vinnu eins og ekkert hefði í skorist, hvíldi sig ekki oftar en svo, að verðirnir létu það afskiptalaust, og bölvaði hitanum hvorki meira né minna en hinir fangarnir. Hvað Önnu sjálfa áhrærði, þá var hún ekki eins kvíðin og hún hafði búist við. Að minnsta kosti hræddist hún miklu síður afleið- ingarnar af því, sem nú fór i hönd, eins og hitt, að ef til vill færi þetta allt út um þúfur. 1 hjarta sínu var hún nokkurnveginn sannfærð um, að í rauninni hefði hún býsna litlu að tapa. Höfuðsmaðurinn mundi að sjálfsögðu refsa henni við fyrsta tækifæri. En hún efaðist sannast að segja um, að hann gæti þyngt refsingu hennar til mur.a úr því sem komið væri — og hversu gjarnan sem hann vildi. Þar að auki fannst henni hún ósköp vel geta þolað einhverjar nýjar of- sóknir af hans hendi, ef hún gæti gert honum ærlegan grikk. Hún hat- aði hann ekki, én hún hafði á honum megna óbeit. Hún hefði verið til í að reyna flótta, þótt ekki hefði verið nema til annars en að sýna þessum ómanneskjulega sérvitrungi, hve lítið rnark hún tæki á valdi hans. Nei, miklu kvíðvænlegra fannst henni það, ef hún og Stevens yrðu tekin á flóttanum. Kannski strax í kvöld. Hún gat ekki séð, hvaða vonir hún gæti gert sér um að komast að leyndarmáli Stevens, ef svo færi. Hún hefði þá fært fórn sína til einskis. Og höfuðsmanninum yrði bærilega skemmt. Hún horfði í kringum sig, á þessar gráklæddu manneskjur með hinar seinu, vonleysislegu hreyfingar. Nokkrar þekkti hún með nafni, á öllum obbanum vissi hún hinsvegar engin deili. Þetta voru bara númer. Enginn skar sig úr í þessum hóp; þó hlaut næstum því hver einasti að eiga sér óvenjulega sögu. Þannig er það oftast um fólk, sem fer í fangelsi. Til dæmis írska stúlkan, sem dæmd hafði verið fyrir hermdarverk á Norður- Irlandi. Þær voru orðnir góðir kunningjar, Anna og hún. Hún hafði sagt Önnu sögu sina smásaman, fáeinar setningar í einu, þegar enginn heyrði til þeirra. Hún var búin að vera þarna í tvö ár. Anna hafði eitt sinn spurt hana, hvað hún hefði gert „fyrir utan“. Hún hafði brosað hæglátlega: „Ég var við leiknám. Ég ætlaði auðvitað að verða fræg leikkona!" „Og þegar þú kemur út,“ hafði Anna spurt, „hvað ætlarðu þá að gera?“ Hún hafði auðvitað séð eftir því, um leið og hún sleppti orðinu. En írska stúlkan hafði látið eins og ekkert væri, sagt eitthvað spaugsyrði og vikið talinu að öðru. Irska stúlkan hafði verið dæmd í tuttugu ára fangelsi. Nú stóð hún þarna í gryfjunni og brosti framan í Önnu og sagði glettnislega: „Skelfing ertu annars hugar í dag. Þú átt þó ekki einhversstaðar kær- asta, til þess að hugsa um?“ Anna hrökk við: „Varstu að tala við mig?“ „Mikil ósköp, nei! !Ég er bara búin að endurtaka þrisvar sinnum, að ég vildi að þessi dagur færi að taka enda.“ ,,Já.“ Anna strauk hendinni yfir ennið. „Hvað skyldi klukkan annars vera orðin?“ ,,Ég var að spyrja hann rétt í þessu,“ sagði stúlkan og danglaði hend- inni í áttína til varðarins. „Hún er að verða hálf sex.“ „Getur það verið?“ Anna horfði þangað sem Stevens stóð. Hann virt- ist hafa allan hugann við vinnuna. „Nú, hversvegna ekki?“ Vinkona hennar tyllti höndunum á mjaðm- irnar. „Jafnvel svona dagar líða, þótt hægt fari.“ „Já.“ Anna kinkaði kolli, án þess að hafa augun af Stevens. „Og á morgun — hvað þá?“ Irska stúlkan sló út höndunum í uppgerðar örvæntingu: „Ég gefst Framhald á hls. lh- ÞU GETIM HÆTT ÞEOAR ÖLLU ER Á BOTNINN HVOLFT IpF þú reykir og vilt gjarnan J hætta að reykja, áttu fyrir höndum mjög dýrmæta og lær- dómsríka reynslu. Þú átt eftir að losna við þunga byrði — að sanna það fyrir sjálfum þér og öðrum, að þú sért þinn eiginn herra. Þú getur ekki gert þetta fyrirhafnarlaust. En ef þú telur fyrirhöfnina ekki eftir þér, þá er sigurinn vís. Hversvegna reykja menn ? Frá fræðilegu sjónarmiði getur tóbak ekki orðið að ástríðu; það læsir sig ekki við líkama þinn og sál, eins og ópíum eða kókaín. En það kemst upp í vana á sama hátt eins og tvær máltíðir eða átta tíma svefn eða fatnaður kemst upp í vana. Þú getur hvorki verið lengi án matar, svefns né klæða án þess að líða illa. En hversu mikla vellíðan veitiir tóbakið þér? Reyktu eina sígarettu. Líður þér betur á eftir — eins og til dæmis eftir góða máltíð, þegar þú ert svangur, eða ef þú ferð í hlýja yfirhöfn, þegar þér er kalt? Ónei, og það veiztu bezt sjálfur! Kveiktu í sígarettunni, gleyptu reykinn, taktu vel eftir hinu bitra bragði, dreptu í henni. Um leið og þú gerir það, veiztu að þig muni bráð- lega langa í aðra. Ekki vegna þess, að það auki vellíðan þina. Þú þarft einfaldlega að gleypa meiri reyk! Hversvegna ? Þú gerir þér það naumast ljóst, en þegar þú gleypir sígarettureykinn, skeður ýmislegt í likama þínum. Viðbrögð þín skerpast um stundarsakir. Munnvatnið eykst. Blóðþrýstingurinn hækkar. Púlsinn slær hraðar. Skjálfti kann að hlaupa um hendur þínar og handleggi. Þú tekur að sjálfsögðu ekki eftir þessu. En í rannsóknarstofunni er mjög auðvelt að sanna þessi einkenni. Mikilvægasta breytingin verður þó á blóðæðum þínum. Þær þrengjast. Tóbaksreykurinn hefur samskonar á- hrif á þær eins og ef þú tekur vatns- slöngu og bregður um hana bandi og herðir vel á. Þú verður þróttminni, „vinnur ver“. Það er að segja, þegar fyrstu við- brögðin eru liðin hjá, hefur tóbakið þau áhrif á taugakerfi þitt að gera það viðbragðsseinna — sljóvga það. Árangurinn er sá, að þegar þú reyk- ir, ertu að draga úr eðlilegri getu líkama þíns. ÓGLEÐl Það er oft talað um, að tóbak sé ,,róandi“. Það er rétt; eins og tekið er fram hér á undan, deyfir það til- finningarnar. Það má því kannski segja, að sígaretta geti hjálpað manni í uppnámi. Og þó . . . Ef þú reykir einn og hálfan pakka af sígaréttum á dag, reykirðu að meðaltali eina sígarettu 32. hverja mínútu ,sem þú vakir. Svo oft kemstu ekki í uppnám! Þú þarfnast tóbaks einfaldlega vegna þess, að líkami þinn ætlast til þessarar „deyfingar" með ákveðnu millibili. Sé hann svik- inn um hana, fer þig að langa í tóbak. Þér iíður ekki vel tóbakslausum. Þa3 er lítil ánægja af reykingum — þar til þú hefur þvingað líkama þinn til að sætta sig við hið bitra bragð, hinn heita, þurra reyk, beiskjuna í munninum. Ef þú gætir neitað þér um sígarettur næsta sólar- hringinn, og kveiktir siðan í einni, mundirðu komast að raun um, hve bragðvont og ógeðfellt tóbak er í raun og veru. Eftir að hafa gleypt tvo þrjá reyki, fengirðu sennilegast svima. Þér kynni jafnvel að verða flökurt. Ef þú heldur að þetta séu ýkjur, þá reyndu það bara. NÚ VERSNAR ÞAÐ! Það er lireint ekki óal- gengt, að tóbaksmenn reyki pakka af sígarettum á dag. „Betri tegundir“ af amerískum sígarettum kosta nú tæpar tíu krónur. Margfaldaðu upphæðina með dagaf jölda ársins. Það er rétt — það eru þr jú þús- und sex hundruð og fimm- tíu krónur. Margfaldaðu þetta svo með tíu. Ekki batnar það! Ef þú reykir pakka á dag, reykirðu fyr- ir 36,000 krónur á tíu ár- um! Og launin? Tóbaks- hósti! Eða renndu huganum til þess dags fyrir mörgum árum, þegar þú reyktir þína fyrstu sígarettu. Sleppum því, hve þér fannst þú vera mikill og merkilegur maður! Hvernig smakk- aðist þessi fyrsta sígaretta? Bölvan- lega, er það ekki? Þó er þetta nákvæmlega það sama sem þú leggur á líkama þinn 30 til 60 sinnum á dag. Þú getur þetta að- eins vegna þess, hve dásamlega full- kominn mannslíkaminn er, hve mikið hann getur. þolað. Sannleikurinn er sá, að það má venja hann á hið ó- trúlegasta harðræði. Gott og vel, segirðu nú, það er mesti ósiður að reykja; maður hefur svosem heyrt það áður. En hvað skal gera? Það ætti að verða þér nokkur hvatning, að I raun og veru ertu nú þegar búinn að taka stórt spor í átt- ina að tóbaksbindindi. Því þú ert bú- inn að lesa alla leið hingað — sem þýðir, að þú hefur að minnsta kosti undanfarnar mínútur verið að liugsa um reykingar og hvernig þú gætir vanið þig af þeim. Og þetta er mjög mikilvægt atriði. Ef þú vilt hætta að 12

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.