Vikan - 15.04.1954, Side 15
orðið bílslys. Þeir eru á leiðinni
með slasað fólk.
— Ég skal taka á móti því,
svaraði læknirinn.
Inni í skurðstofunni var
Claire Duval farin að taka fram
áhöldin. Hún átti von á erfiðri
nótt.
Þegar Lery læknir og hún
voru búin að sinna átta sjúkl-
ingum, kom aðstoðarlæknirinn
inn. — Það er enn einn frammi,
sem ég held að þér verðið að líta
á. Það sést ekkert á honum, en
ég er hræddur um, að hann sé
alvarlega slasaður innvortis.
— Komið með hann, svaraði
Lery læknir. Hann rannsakaði
sjúklinginn og sagði svo: —
Gefið honum blóð, Claire. Rob-
in aðstoðarlæknir hjálpar mér.
Þetta er mjög sjaldgæfur skurð-
ur og hann getur lært af því.
Claire leit undrandi á hann.
Venjulega talaði Lery læknir
ekki svona rólega, þegar hann
var búinn að vinna svona lengi
og leggja óvenju hart að sér. En
það virtist ekki skipta neinu
máli, hvað kom fyrir í kvöld.
Hann skipti ekki skapi. Með
öruggum höndum skar hann
upp og gekk frá sárum og bað
meira að segja kurteislega um
það, sem hann þurfti. Undir
morguninn, þegar öllu var lokið,
fannst Claire hún varla vera
þreytt, aðeins örlítið ringluð . . .
y^EGAR hún kom fram, stóð
Lery læknir þar og var að
berjast við að leysa böndin á
sloppnum sínum. Nú voru hend-
urnar á honum, sem höfðu virzt
svo stöðugar inni í skurðstof-
unni, farnar að skjálfa. Hún
gekk til hans. — Leyfið mér að
hjálpa yður.
— Þakka yður fyrir, Claire.
Ég verð að játa, að ég er alveg
dauðuppgefinn. Það er ekkert
gaman að fá svona slys eftir
erfiðan dag. En maður verður
að gera sitt bezta.
— Ég skammast mín fyrir
það, sem ég sagði við yður í
morgun. Mér þykir vænt um að
geta aðstoðað yður. Þér voruð
hreinasti snillingur í kvöld.
— Þér sögðuð aðeins sann-
leikann, Claire. Mér er sagt að
þér séuð að fara frá okkur. Ger-
ið það ekki. Ég má ekki missa
yður.
Það reyndist ekki erfitt að fá
hana til að skipta um skoðun.
— Jæja, við skulum fara,
sagði hann. Þau gengu hlið við
hlið út úr sjúkrahúsinu. Og nú
fannst þeim þau ekki vera ó-
kunnug hvort öðru.
En ef Lery læknir hefði séð
svipinn á Claire, þegar hún kom
heim, hefði hann vitað strax
það sem hann fékk ekki að vita
fyrr en löngu seinna.
PRÁ Hollywood kemur sagan um
konuna, sem vitjaði sálfræðingsins.
„Ég hef svo miklar áhyggjur af
manninum minum,“ andvarpaði hún.
„Hann blæs reyk gegnum nefið, og
það hræðir mig.“
„Það er alls ekkert óvenjulegt þó
maður blási reyk í gegnum nefið,“
svaraði sálfræðingurinn.
„En maðurinn minn reykir ekki.“
Heimilistæki þau, er við bjóðum yður eru framleidd af heims-
þekktum fyrirtækjum, með áratuga reynslu að baki.
FRÁ BRETLANDI:
‘ENGLISH ELECTRIC'
KÆLISBCÁPAR ÞVOTTAVÉLAR
7,6 Kub.fet
kr. 7.040.00
Kr. 4.390.00
FRÁ BANDARÍKJUNUM:
KÆLISKÁPAR ÞVOTTAVÉLAR
10 Kub.fet
kr. 7.958.00
Kr. 3.397.00
ARMSTRONG
strauvélin er ódýrust allra strauvéla
kr. 1.645.00.
Mjög hagkvæmir greiðsluskilmálar
i r i
LAUGAVEG 166
15