Vikan


Vikan - 12.08.1954, Blaðsíða 4

Vikan - 12.08.1954, Blaðsíða 4
STULKAN BLAA KJ rv Ö) tus. um, að hún var mjög aðlaðandi á sinn FYRSTA sinn, sem ég sá frú Ramsey, sat hún fyrir utan Café de la Paix og dreypti á víninu sínu, um leið og hún deplaði aug- unum, eins og eðla, á móti vor,- sólinni. Richard Tabot benti mér á hana. — Varaðu þig, Bill, sagði hann. — Þarna er frú Ramsay. Við þriðja borð til vinstri í öft- ustu röð — þessi með hvíta hatt- inn. Láttu hana ekki sjá að þú horfir á hana. Við skulum fara eitthvað annað? Eg hafði auðvitað verið varaður við henni, en ég hef aldrei kunnað að hlýða góðum ráðum. — Eg vil gjarn- an hitta hana, sagði ég. — Langar þig að losna við pening- ana þína? — Vitleysa! Hvernig getur hún selt mér eitthvað, ef ég vil ekki kaupa það ? — Við ættum samt sem áður að fara eitthvað annað. En frú Ramsay var búin að koma auga á okkur og veifaði áköf til Richards. Hann gekk í áttina til hennar. — Eins og þú villt, tautaði hann yfir öxlina á sér. — En ég get fullvissað þig um, að hún getur selt hverjum sem er eitthvað. Við komum að borðinu hennar. Hún brosti breitt og Richard kynnti mig fyrir henni. ■— Viljið þið ekki setjast hérna hjá mér? sagði hún. Við fengum lánaða stóla frá næstu borðum og settumst hjá henni. Frú Ramsay var búin að búa í París í um það bil tuttugu 'ár. Mað- urinn hennar, sem hafði starfað við sendiráðið, hafði dáið þegar hún var 35 ára gömul, en hún hafði verið um kyrrt í Frakklandi og lifað á því að selja vinum sínum ýmislegt. Aðallega voru það gamlir munir, en annars seldi hún allt milli himins og jarðar, allt frá kjölturökkum og upp í hús á Miðjarðarhafsströndinni. Eftir allar sögurnar, sem ég hefði heyrt af henni, þá hafði mig alltaf furðað stórlega á því, að hún skyldi enn eiga vini til að verzla við, en nú komst ég að raun hátt. Hún jós miskunnarlaust yfir mig gullhömrunum. Með þægilegri og dá- lítið hásri röddu byrjaði hún strax að segja mér allt, sem ég vildi helzt trúa um sjálfan mig. Eg vissi, að þaðivar eintóm vitleysa, og reyndi fyrst af veikum mætti að mótmæla og biðjast undan því, en það var ekki hægt ann- að en hrífast með. 1 töfraspeglinum, sem hún brá upp, sá ég sjálfan mig sem myndarlegan, menntaðan og dá- htið viðkvæman ungan mann, sem fallegar Parísarstúlkur eltu á rönd- um og var auk þess líklegur til að hljóta Nobelsverðlaimin. Ég varð allt- af ánægðari og ánægðari með sjálf- an mig. En þá lagði frú Ramsay til fyrstu atlögunnar. — Eg hef heyrt að þér búið í smekklegustu íbúðinni í aliri París. — O-e, hún er mjög látlaus. En mér er sagt, að öllu sé þar fyrir komið af einstakri smekkvísi. Hafið þér ekki verið að breyta henni ? — Jú, ég er nýbúinn að gera hana upp, sagði ég fálega. — Hafið þér nýtízku húsgögn? Nei, ekki beinlínis. Þau eru í Lúðvíks 14. stíl. Frú Ramsay kinkaði kolli. — Já, það er auðvitað alveg rétt hjá yður. Eg þekki íbúðina. Þér hefðuð ekki getað valið betra. En þér eruð líka snillingur í slíku. Hún þagnaði andar- tak. — Og er því þá lokið ? Nei, auð- vitað ekki. Slikur smekkmaður hlýt- ur að velja hlutina smám saman, um leið og hann rekst á þá. Aðvarandi augnaráð Richards fór í taugarnar á mér. Ég horfði beint í augu frú Ramsay. — ibúðin er full- búin húsgögnum, sagði ég ákveðinn. — Og það, sem meira er, ég held að hún sé — þó hún láti lítið yfir sér — fullkomin á sinn hátt. Viljið þér ekki koma og líta á hana einhvern daginn ? Ég held að hún hafi heyrt ögrunina í raddblænum, því hún brosti næstum græðgislega. — Mjög gjaman. Hve- nær hentar það yður bezt? — Gætuð þér borðað hádegisverð með mér á morgun ? — Við skulum nú sjá . . . Frú Ramsay fletti lítilli vasabók. — Jú, þakka yður fyrir. Á morgun þá. Klukkan eitt eða hvað ? — Ágætt! t Frú Ramsay reis á faétur og setti upp hanskana. — Eg verð að fara núna. Við sjáumst þá á morgun. — Ég vona að Richard geti komið líka, flýtti ég mér að bæta við. 11 Eftir 1 JUDITH CARR ÓLNUM Eg kem áreiðanlega, svaraði Richard brosandi. Klukkan var orðin fimmtán mín- útur. yfir eitt, þegar frú Ramsay kom. Gegnum gluggann sá ég hana borga bílstjóranum og með tor- tryggni horfði ég á pakkann, sem hún var með. Ég gekk út til að taka á móti henni. — Eg er víst nokkuö sein, sagði hún, — en ég hef verið svo önnum kafin. Hún leit niður á pakkann sinn, sem var vafinn iauslega inn i brúnan papp- ir. — Þér verðið að afsaka, þó ég hafi þetta með mér. Ég er að koma beint af uppboði. Má ég leggja pakkann hérna frá mér? Hún lagði hann á borðið. Umbúð- irnar féllu utan af honum og í ljós komu gylltir kertastjakar í Lúðviks 14. stíl. Þeir voru alveg dásamlega fallegir, — bæði einir og einkum þó í þessu umhverfi. Það varð stutt þögn. en svo vafði frú Ramsay umbúðun- um þegjandi utan um stjakana aftur. Anddyrið mitt, sem mér hafði áður fundizt svo snoturt, virtist nú skyndi- lega eyðilegt. — Kertastjakarnir . . . byrjaði ég. Frú Ramsay leit snöggt við, eins og ránfugl, sem kemur auga á bráð, •—• . . . eru mjög fallegir, hélt ég áfram og áttaði mig. :— Já? svaraði frú Ramsay hvetj- andi. En ég lét málið niður falla. Eg hafði auga með henni næstu klukku- tímana, í von um að komast að því, hvernig hún mundi næst hefja árás- ina. En þó ekkert i íbúð minni virtist fara fram hjá árvökulu augnaráði hennar, þá sást engin svipbreyting á henni. Það var ekki fyrr en hún var að Framhald á bls. 15. - \Ð HLERA - m gVERNIG stendur á því, f að skemmtilegustu sam- tölin eiga sér aldrei stað M f 0 við þau borðin, sem við sitjum við í veitingahús- um, heldur við nágrannaborðin, sem þó eru undantekningarlaust það langt frá okkur, að næstum ógerlegt er að heyra orðaskil ? Eg hélt árum saman, að ég væri eini maðurinn í víðri veröld, sem væri sannfærður um, að það væri miklu skemmtilegra að hlusta á samtöl ókunnugra, heldur en að hlusta á þann, sem væri að reyna að tala við mig. Nú hef ég hins- vegar uppgötvað, að það er öðru nær. Þáð er að sjá sem menn al- mennt hafi gaman af áð liggja á hleri .. . En þetta hefur óneitanlega sína annmarka. Til dæmis kemur það allt of oft fyrir, að maður heyrir ekki niðurlag sögunnar, heyrir ekki endirinn, sem allt veltur á. Satt að segja hef ég hvað eftir annað liðið hinar ótrúlegustu sál- arkvalir af einmitt þessum ástæð- um. Hér er eitt dæmi um samtal, sem aldrei mun liða mér úr minni og sem sennilegast á eftir að hrella mig til dauðadags. Það vantar nefnilega i það botninn, það lætur ósvarað spurningu, sem hlýtur að hvíla á mér eins og mara það sem eftir er . . . „Sjálfsmorð ?‘‘ sagði ég við hana. En hversvegna í ósköpun- um ? sagði ég. Þó hann hafi svo svikið þig, sagði ég. Ég er með æðahnúta. Heldurðu ég vildi ekki heldur láta einhvem spilagosa svíkja mig heldur en að ganga með þessa æðahnúta ? En ég er ekki að hugsa um neitt sjálfsmorð, sagði ég. Fólk með æðahnúta er ekki svo vitlaust“. Sennilegast hverjum degi sann- ara. En hvað um sjálfsmorðið ? Stytti hún sér aldur konan, sem spilagosinn hafði svikið ? Eg hef ekki hugmynd um það. Eg stóð fyrir aftan hana og konuna með æðahnútana. Við vorum að bíða eftir strætisvagni. Og áður en þessu merkilega samtali lauk, kom vagninn, og ég mátti gjöra svo vel að aka mína leið. — ARNOT ROBERTSON. 4 I

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.