Vikan


Vikan - 12.08.1954, Blaðsíða 5

Vikan - 12.08.1954, Blaðsíða 5
JIíii’ih Chapdelaine Astarróman úr óbyggðum Kanada eftir Louis Hémon -—- "l TORIJÐ þið líka bændur í heimalandi ykk- T ar, áður en þið komuð hingað? — Nei. — Hvað störfuðuð þið þá? — Frakkinn hikaði andartak áður en hann svaraði. Honum var það kannski ljóst, að hinum mundi þykja svarið undarlegt og torskilið. ■—■ Ég stillti píanó, sagði hann að lokum. —■ Og hvað sonum mínum, sem þarna sitja, við- vikur, þá vann Edmond á skrifstofu og Pierre i búð. Skrifstöfumaður — afgreiðslumaður — það skildu allir, en þeim var ekki alveg ijóst í hverju starf föðurins hafði verið fólgið. Ephrem Surprenant endurtók: —• Píanóstillir, jæja, svo þú varst píanóstillir! Hann horfði með yfirlæti og ögrandi á svipinn á sessunaut sinn, Conrad Néron, eins og hann vildi segja: — Trúirðu því ekki eða veiztu kannski ekki hvað það er? Sjáðu nú til . . . — Píanóstillir, endurtók Samuel Chapdelaine líka hægt, eins og hann væri að reyna að skilja orðið. — Er það gott starf? Hafðirðu sæmilegt upp úr þvi ? Ekki mjög mikið, eða hvað ? En þú og synir þínir eruð vel menntaðir. Kunnið þið ekki að lesa, skrifa og reikna? Ég kann einu sinni ekki að lesa. — Ég ekki heldur, flýtti Ephrem Surprenant sér að bæta við. Og Conrad Neron og Egide Racicot sögðu báðir i einu: — Ekki ég heldur! Ekki ég heldur! Og allir fóru að hlægja. Frakkinn bandaði með lítillæti frá sér með hendinni, og gaf þannig til kynna, að það væri auðvelt að komast af án þess og ,að núna kæmi það honum að litlum notum. — Svo þið gátuð þá ekki lifað sæmilegu lífi á atvinnu ykkar? Nú jæja . . . en hvers vegna komuð þið hingað? Hann lagði fyrir þá þessa spumingu, án þess að ætla að móðga þá, en einungis af því að hann var undrandi á þvi, að þeir skyldu sleppa svo skemmtilegu og auðveldu starfi, að því er hon- um fannst, til að þræla við landbúnaðarstörf. Hvers vegna höfðu þeir komið? Fyrir nokkr- um mánuðum hefðu þeir getað skýrt það með orðum, sem lágu þeim mjög á hjarta: þeir voru orðnir þreyttir á gangstéttunum og óhreina loftinu í borgunum og hryllti við að hugsa til þess að eyða allri æfinni í þessháttar þrælkun. Af tilviljun höfðu þeir heyrt ábyrgðarlausa en hjartnæma ræðu manns nokkurs, sem lýsti dá- semdum brautryðjendastarfsins og líkamlegrar vinnu og talaði um hið heilbrigða og frjálsa líf á frjósamri eignajörð. Allt þetta hefðu þeir getað sagt með hrifningu fyrir nokkrum mán- uðum . . . En nú gátu þeir ekki annað en farið undan í flæmingi og brotið heilann um það hvort nokkur af þessum tálsýnum væri eftir. — Allir eru ekki hamingjusamir í borginni, sagði faðirinn. — Það er dýrt að lifa þar og maður er svo innilokaður. 1 litlu íbúðinni sinni I París hafði þeim fund- izt það svo dásamleg tilhugsun að eyða öllum deginum utanhúss, i tæru lofti, nýju landi og í nánd við viðáttumikla skóga, þegar til Kanada kæmi. Þeir höfðu ekki vitað um svörtu flug- urnar, ekki skilið hvað vetrarkuldi var og ekki haft nokkurt hugboð um allt stritið, sem þessi miskunnarlausi jarðvegur mundi leggja á þá. — Hugsuðuð þið ykkur landið héma og lifn- aðarhættina svona, eins og þeir eru ? spurði Samuel Chapdelaine. — Ekki alveg svona, svaraði Frakkinn lágt. — Ekki alveg svona . . . Og svipbrigðin á andlitinu á honum komu Ephrem Surprenant til að segja: — Já, það er erfitt hér, mjög erfitt. Þeir kinkuðu allir þrír kolli til samþykkis og litu niður. Þarna sátu þrír grannvaxnir og föl- leitir menn þrátt fyrir sex mánaða útivinnu. Þeir höfðu yfirgefið búðarborðið, skrifstofuna og píanóstólinn og það líf, sem þeir voru skap- aðir til að búa við og elt tálsýn. Því það eru að- eins bændur sem geta þolað það, að vera þann- ig fluttir frá einum staðnum á annan. Nú voru þeir farnir að skilja mistök sín og að þeir voru of ólíkir Kanadabændunum, sem bjuggu í kring- um þá, til að feta í fótspor þeirra. Þeir höfðu hvorki krafta, nógu góða heilsu, né nauðsynlega þrautseigju og voru ekki nógu kunnugir verk- unum, sem þeir þurf'tu að vinna: akurýrkju, eldiviðarhöggi og timburflutningum, hverju á fætur öðru. Faðirinn hristi hugsandi höfuðið. Annar son- urinn studdi olnbogunum á hnén og horfði með hálfgerðum undrunarsvip á blöðrurnar, sem skinnveikir lófar hans höfðu fengið af erfiðri vinnu. Allir virtust þeir vera að velta því fyrir sér hve hörmulega nú væri komið fyrir þeim. En þeir sem sátu í kringum þá hugsuðu: — Lorenzo seldi þeim jö.rðina sína of dýrt. Þeir eiga lítið eftir af peningum og nú eru þeir komnir í vandræði, þvi þessir menn eru alls ekki vel til þess fallnir' að rækta jörðina. Frú Chapdeloine vildi hughreýsta þá, bæði af meðaumkun og líka til að verja landbúnaðinn. — Það er dálítið erfitt fyrst, meðan maður er ekki vanur því, sagði hún, — en þið skulið sanna til, að þegar þið eru búnir að rækta svo- lítið betur jörðina ykkar, þá á ykkur eftir að líða vel. — Það er annars einkennilegt, sagði Conrad Neron, — hvað allir eiga erfitt með að sætta sig við hlutina. Þessir þrír menn hafa yfirgefið heimili sín og komið alla leið hingað, til að setjast hér að og fara að búa. Og mér hefur alltaf fundizt, að ekkert gæti verið skemmtilegra en að sitja rólegur á skrifstofu allan daginn, með pennastöng bak við eyrað, í skjóli fyrir kulda og sólskini. ■— Menn lita misjöfnum augum á málin, sagði Lorenzo Surprenant, eins og hann væri alveg hlutlaus. — Þú hefðir víst ekki kært þig um að sitja um kyrrt í Honfleur og bjástra við grjótið, sagði Racicot og ralc upp skellihlátur. — Nei, og ég fer heldur ekkert leynt með það. Það hefði ekki átt við mig. Þessir menn keyptu af mér jörðina. Það er góð jörð, því getur eng- inn neitað. Þeir ætluðu að kaupa jörð og ég seldi þeim mína. En hvað mér viðvíkur, þá liður mér vel, þar sem ég er og hefði ekki viljað flytja hingað aftur. Frú Chapdelaine hristi höfuðið. — Það er ekki til fegurra líf en líf bóndans, ef hann er heilbrigður og skuldlaus, sagði hún. — Hann er alveg frjáls og sinn eigin húsbóndi og auk þess á hann skepnurnar. Hann hagnast líka sjálfur á vinnu sinni. Já, það er sannarlega dásamlegt! — Þetta segja þeir allir, svaraði Lorenzo. — Þeir eru frjálsir og sínir eigin húsbændur. Það lítur út fyrir að þið kennið i brjósti um þá, sem vinna i verksmiðjunum, af því að þeir þurfa að hlýða yfirboðurum sínum. Frjálsir . . . í sveitinni . . . nei, nú þykir mér týra á skarinu! Hann varð smám saman ákafari og það kom fyrirlitningarsvipur á hann. — Enginn maður i öllum heiminum er ófrjáls- ari en bóndinn . . . Þegar þið talið um mann, sem hefur gengið vel, eignast allt það sem þarf til að búa vel, og hefur það betra en þið hinir, þá segið þið: — Honum líður svei mér vel. Hann hefur náðuga daga og á fallegar skepnur. En þannig á ekki að tala. Sannleikurinn er sá, að skepnurnar eiga hann. Enginn húsbóndi er eins heimskur og skepnur, sem þarf að hirða. Þær valda næstum á hverjum degi einhverjum erfiðleikum og vinna tjón. Annað hvort fælist hesturinn af engu eða slær, eða þá að allra þæg- asta kýr tekur allt i einu á sprett, af því að flugurnar stinga hana og dregur mann með sér og brýtur af manni tærnar. Og jafnvel þó þær slasi ykkur ekki, þá eru þær alltaf" að gera ykkur gramt í geði og kvelja ykkur á einhvern hátt. Ég vei’t hvað ég er að tala um. Ég er alin upp í sveit. Og þið, sem eruð næstum allir bændur, vitið þetta líka. Maður hefur kannski unnið vel allan daginn og kemur heim til að borða og hvíla sig svolitla stund. Og varla er maður seztur að borðinu fyrr en eitthvert barnið hrópar: — Kýmar eru komnar út fyrir girðing- una, eða: — Kindurnar eru inni á akVinum. Og allir rísa á fætur og taka til fótanna, til að bjarga höfrunum og bygginu, sem þeir hafa haft svo mikið fyrir að rækta og sem þessar heimsku skepnur eru nú að eyðileggja. Karlmenn- irnir hlaupa lafmóðir og veifa stöfunum, og konurnar flýta sér út á hlaðið og hrópa. Og VEIZTU ? 1. Hver er maðurinn á myndinni ? 2. Hver var versti óvin- ur Bjarnar Arngeirs- sonar Hítdæla- kappa ? 3. Er óperan Lohen- grin eftir Verdi? 4. Hvernig eru flestir safirar á litinn og hvaðan koma þeir ? 5. Hvar er borgin Bris- bane? 6. Eftir hvern er bókin: Hafnsögumaðurinn og kona hans? 7. Hvenær var farið að nota línu við fisk- veiðar hér á landi? 8. Hvaða saga er álitin fyrsta leynilögreglusagan með nútím- sniði ? 9. Hversvegna hlaut ,,Crystal-höllin“ í London nafn sjtt? 10. Hver orti þetta: Lifðu sæl við glaum og glys, gangi þér allt í haginn. 1 öngum mínum erlendis yrki ég skemmsta daginn. Sjá svör á bls. lJf. 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.