Vikan


Vikan - 12.08.1954, Side 7

Vikan - 12.08.1954, Side 7
Þegar ég átti aö skjóta Churchill I yANNSKI það sé nokkuð djút tekið í árina að (V^ segja, að ég hafi unnið stríðið. Það eru svo marg- ir búnir að þakka sér það á und- an mér. Látum okkur nægja að segja, að með því að hika við að framkvæma það, sem mér þó bar að gera, hafi ég bjargað þeim manni frá tortímingu, sem einna drýgstan skerf átti í sigrinum yfir Hitler. Ötrúlegt, finnst þér það? Jæja, bíddu bara við! Sagan hefst í herbúðum við Reading. Eg var búinn að vera í hernum í sjö mánuði, þeg- ar Þjóðverjar lögðu Evrópu undir sig. Það leit því út fyrir, að nokkur bið yrði á því, að ég kæmist með út í hinn stóra heim. Föstudag nokk- urn vorum við allir kvaddir út á æf- ingavöll herbúð- anna, hver einasti maður, jafnvel kokkarnir. Yfir- maður herbúðanna beið okkar þar, og við hlið hans að- stoðarmaður hans með blýant og blað í hendinni. Þeir gengu saman, með- fram röðunum og völdu úr menn, og héldu þessu áfram, unz viS vorum orðnir fimmtíutalsins. „Drekkið kaffið ykkar," sagði herbúðastjór- inn, „og verið komnir hingað aftur í öllum herklæðum klukkan fjögur.“ Þegar við mættum á tilsettum tima, voru mjög skiptar skoðanir um það, hvað stæði fyrir dyrum. Sumir fullyrtu, að við ættum að fara til Indlands. Aðrir þóttust hafa það eftir beztu heimildum, að við ættum að gera strandhögg á meginlandinu. Enn aðrir þóttust vita, að við ættum að gæta gullsins úr Englandsbanka, er það yrði sent í öryggisskyni til Bandaríkjanna. Við komum okkur fyrir í 'tveimur langferða- bilum, en það var ekki fyrr en við vorum komnir all-langt frá Reading, að liðsforinginn, sem var fyrir okkur, skýrði frá því, að við ættum að halda vörð um forsætisráðherrann meðan hann dveldist yfir helgina á sveitasetri sínu Chequers. Þetta var þungt áfall fyrir þá, sem mest hafði hlakkað til björtu ljósanna á Broadway, en hlaut samt sem áður að verða okkur kær- komin tilbreyting. Chequers er í hjarta hins skógi vaxna Buck- inghamshire. Þetta er undurfagur staður. Við reistum tjöld okkar í rjóðri um mílu- fjórðung frá húsinu. Forsætisráðherrann var þegar kominn, svo að við létum það verða okk- ar fyrsta verk að koma fyrir vörðum og vél- byssuhreiðrum. Forsætisráðherrann mun hafa óskað eftir því, að við gerðum sem minnst ónæði, að „Forsætisráðherrann hérna megin.** minnsta kosti var okkur skipað að ganga hljóð- lega um. Síðan var valið aðgangsorð — Tofrek, eftir einni af frægustu orustum herdeiidar okkar. Eg átti vörð fyrstu tvo tímana eftir mið- nætti. Mér var fenginn staður örskammt frá húsinu, við hinn undurfagra garð þess. Það hafði verið mesti ys og þys þarna fram eftir öllu kvöldi, opinberir gestir og hraðboðar höfðu sífellt vefið að koma og fara. En þegar klukkan fór að nálgast eitt þessa nótt, byrjáði heldur að draga úr umferðinni, og ég notaði tækifærið til að halla mér upp að þægilegu eikartré og láta mér líða vel. Ég 'var að velta því fyrir mér, hvort ég ætti að þora að kveikja í sígarettu, þegar dyrnar á húsinu opnuðust og i þeim birtist kunnuglegur, gildur maður í smóking og með vindil í annarri hendi og viskýglas í hinni. Winston Churchill var þarna kominn i eigin persónu og með honum De Gaulle hershöfðingi. Þeir gengu saman yfir grasflötinn og ræddust við. Þeir voru að tala um þýzka flotann og Churchill kryddaði ensku sína með frönskum orðum og setningum, en De Gaulle svaraði dimmum, lágum rómi. Þeir nálguðust mig óðfluga og mér varð allt i einu ljóst, að mér voru allar leiðir lokaðar til undankomu. Þegar öllu var á botninn hvolft, var auk þess alls ekki til þess ætlast, að ég legði á flótta, heldur átti ég þvert á móti að ganga úr skugga um, hverjir væru þarna á fcrö. Jú, auðvitað vissi eg, aö þetta var enginn annar en forsætisráðherrann og hinn frægi franski hershöfðingi. En herinn er nú einu sinni herinn, og' hann ætlast sannarlega ekki ti! Framhald á bls. 1J/. o F l\l Æ M I KONA getur haft ofnæmi fyrir manninum sín- um — í fyllstu merlsingu þess orðs. Að miimsta kosti fjórar konur í Ameriku hafa feng- ið skilnað á „ofnæmisgrundvelli.“ Ein þessara kvenna, ljóshærð stúlka að nafni Louis'e Law, fékk skilnaöinn, þegar læknar lýstu yfir, að hún fengi útbrot í návist mannsins síns. Önnur, kona að nafni Grace Groat, fékk sldlnað, þegar það þótti sannað, að hún fengi ekki ein- asta húðsjúkdóm af nærveru mannsins síns held- ur líka viðstöðulausan hiksta! --O--- / / ENNARINN var að kenna börnunum heilsu- <fV< frœði oc/ varaði þau meðal annars við pví að kyssa dýr. „GeturSu nefnt mér dœmi um það, að slíkt geti verið hœttulegt?“ spurði hún Nonna liila. „Já. StínaJrænka kyssti gft„köttinn sinn.“ „Og hvað skeðif“ „Hann dó.“ Fyrstu myndir Ann voru kúrekamyndir nÚN varð fyrst fræg fyrir afburðafagr- an líkamsvöxt. En í síðustu kvikmynd sinni — Stefnumót í Honduras — er þessu öllu snúið við. Hin fræga Ann Sheridan gerir þar enga tilraun til að gera sér mat úr fegurð sinni. Þvert á móti. Hún klæðist rifnum og óhreinum tötrum til myndarloka, lendir í óskaplegum hrakn- ingum í frumskógum Suð- ur-Ameríku, kemst í hend- urnar á bófum og illvirkj- um og er hvað eftir annað nærri orðin villidýrum að bráð. Fyrstu myndirnar, sem Ann lék í, voru ósviknar kúrekamyndir. Ástæðan var einfaldlega sú, hve góður hestamaður hún var. Þetta var. 1934, nokkrum mánuðum eftir að hún hafði sigrað í fegurðarsam- keppni í fæðingarbæ sínum í Texas og haldið þaðan til Hollywood. En það var ekki fyrr en auglýsingamennimir byrjuðu Ann Sheridan að leggja áherslu á líkamsvöxt hennar og yndisþokka, að fólk fór almennt að taka eftir henni. Hún var orðin heimsfræg, þegar heims- styrjöldin skall á. Aðdáendur hennar sendu henni þúsundir bréfa á viku, og einum tókst meir að segja að handjárna sig við hana í anddyrinu á kvikmyndahúsi einu — og gleypa lykilinn! Hún ferðaðist þúsundir mílna í stríð- inu til þess að skemmta hermönnum, stundum á sjálfum vígstöðvunum. Her- mennirnir fengu miklar mætur á henni og féll það vel, hve hin dáða leikkona var harðgerð og dugleg á ferðum sínum. Hún sýndi þeim líka hvað eftir annað, að hún ætlaðist ekki til neinnar viðkvæmn- islegrar tillitsemi, og til eru myndir af henni með óbreyttum hermönnum, þar sem hún situr hin kátasta í hópi þeirra, klædd hinum brúna vígvallabúningi þeirra og engu hreinni en þeir. Ann notar púður og varalit mjög í hófi og hefur hið mesta yndi af útivist. Hún er rauðhærð og hávaxin. 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.