Vikan


Vikan - 12.08.1954, Page 14

Vikan - 12.08.1954, Page 14
Sannkölluð ófreskja Framhald af bls. 11. líflátnar fyrir þá einu ,,sök“ að bera aðals- titla. Og þráfaldlega kom það fyrir, að fólk var líflátið „í misgripum", fólk, sem var handtekið alsaklaust við vinnu sína, dregið fyrir dómara og dæmt til dauða „úr því þeir eru nú komnir með þig hingað.“ Mállausan mann höfðu þeir spottað með orðunum: „Við kærum okkur kollótta um tunguna í þér; við viljum fá af þér höfuðið.“ Hann var líflátinn án þess hann hefði hugmynd um, hvað hann hefði til sakar unnið. Annar var sendur undir fall- öxina vegna þess, að „ef þú gerðir það ekki, þá var það faðir þinn eða bróðir þinn.“ Undir lok réttarhaldanna voru lögð fram skjöl sem naumast eiga sinn líka í réttar- farssögunni. Þetta voru eyðublöð, þar sem ákæruatriðið var prentað fyrirfram, en skildar eftir eyður fyrir nafn þess karls eða konu, sem næst kynni að flækjast í netið! Fouquier byggði vörn sína nærri ein- göngu á því, að hann hefði einungis verið að leysa af hendi skyldustörf sín. Honum var svarað: „Sem ákærandi bar þér ekki einasta skylda til að hegna þeim seku; þér bar líka að vernda þá saklausu.“ Kviðdómurinn í máli hans samþykkti samhljóða, að hann hefði fyrirgert lífi sínu. Hann tók dauðadómnum með still- ingu, og þegar hann var spurður, hvort hann vildi eitthvað segja, svaraði hann: „Ég fer fram á, að ég verði líflátinn tafarlaust . . .“ Því verður ekki neitað, að hann var gæddur tal$verðu hugrekki. Engin geðs- hræring varð á honum séð, þegar hann steig upp á aftökupallinn. Skömmu áður hafði hann ritað: „Eg dey fyrir föðurland mitt, saklaus, og læt mér það vel líka. Komandi kynslóðir munu kannast við sak- leysi mitt.“ En þar skjátlaðist honum. Sagan for- dæmir verk hans, máske ekki aðallega vegna þess, að hann var fjöldamorðingi, heldur einkum sökum hins, að hann leit á það sem heiðarlega atvinnu að drýgja réttarmorð. — MARJORIE CORYN. María Chapdelaine Framhald af bls. 6. sem fara framhjá, búðirnar og fólkið, þá mundir þú verða alveg frá þér numin í margar vikur. Og svo allar skemmtanimar, sem í boði eru, leik- húsin, sirkusarnir og myndablöðin og alls staðar eru staðir, þar sem maður getur fyrir nokkra aura farið inn og grátið og hlegið í tvo klukku- tíma. Ó, María! Að hugsa sér að þú skulir ekki einu sinni vita hvað kvikmynd er! Hann þagnaði snöggvast og rifjaði upp fyrir sér dásemdir kvikmyndanna, um leið og hann spurði sjálfan sig hvort hann ætti að útskýra og segja henni eitthvert þessara venjulegu kvik- myndaæfintýra: fallegu söguna um litlu, glötuðu stúlkuna, sem. lifir lífi sínu í eymd og vesöld í tólf mínútur á léreftinu og fær svo uppreisn í þrjár mxnútur og allt fer það fram í óhóflega skreyttum kvikmyndasal, eða kannski um kú- rekana, sem þeysa á harða spretti á eftir Indí- ánaþorpurunum, skothríðinni og björgun fang- anna á síðustu stundu, þegar stór hópur her- manna kemur og veifar stjörnufánanum með tignarlegum tilburðum .... Eftir svolítið hik, hristir hann höfuðið og við- 727. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1 linka — 11 vendi — 12 búsáhald — 13 for- feður — 14 starf — 16 hreinsa — 19 kvenmanns- nafn — 20 máttur — 21 missir — 22 skarð — 23 eldsneyti — 27 gjörð -— 28 sjór — 29 svaðið — 30 espa -— 31 skammstöfun — 34 tónn — 35 frumefni, þf. — 41 agnir — 42 spyrjir — 43 valið — 47 tveir samstæðir — 49 tveir eins — 50 dá — 51 gröfinni — 52 líffæri — 53 greinir — 56 tveir eins — 57 kennd — 58 nóra — 59 vindur — 61 mannsnafn — 65 undirstaða — 67 sönnun — 68 í kirkju — 71 kvenmannsnafn, þf. — 73 jurt. — 74 erfiði. Lóðrétt skýring: 1 dvelja — 2 líffæri — 3 tónn — 4 óhróður — 5 tónn — 6 limur — 7 kurl — 8 titill, sk.st. — 9 skógur — 10 greinir — 11 ávísanir — 15 líf- taugarinnar — 17 skyldmenni — 18 hegðun — 19 tré — 24 hræðist — 25 matur — 26 blítt — 27 reykja — 32 duttu — 33 mjúkir — 35 mann- virki — 36 frískleg — 37 líkamshluti — 38 eyði — 39 tak í eigu þína — 40 þrír eins — 44 sam- tenging — 45 nærri — 46 eyktarmarki — 48 hljóð — 49 tangi —- 54 hraði — 55 biblíunafn — 57 fugl Lárétt: 1 undanlátsemi -— 11 sný ■— 12 sía — 13 áar — 14 önn — 16 kara —- 19 Erna — 20 afl — 21 lát — 22 vik — 23 mó — 27 ól — 28 mar — 29 foræðið — 30 æsa — 31 tr. — 34 as — 35 brennistein — 41 nórur — 42 innir — 43 útnefn- ingin — 47 rs — 49 nn — 50 mók — 51 kumlinu — 52 leg — 53 in — 56 ss — 57 ást — 58 ögn — 59 rok — 61 Atli — 65 botn — 67 rök — 68 kór — 71 Ásu — 73 rós — 74 karlmannsverk. urkennir með sjálfum sér, að hann getur ekki fundið orð 'til að lýsa þvi. Þau ganga saman á þrúgunum í snjónum, sem þekur brunasvæðin á bökkum Peribonkaárinnar, ofan við fossinn. Loranzo Surprenant hafði ekki farið neitt dult með það að hann vildi ræða eins- lega við Maríu, heldur beðið hana blátt áfram og fyrir framan alla um að koma út með sér. Og nú talar hann á jafn blátt áfram og á skynsamlegan hátt um ást sína. Svör við „Veiztu —?“ á bls. 5: 1. Ungverski kvikmyndaleikarinn Soke Z. Sakall. 2. Þórður skáld Kolbeinsson. 3. Nei, eftir Wagner. 4. Bláir og koma frá Burma, Ceylon, Indlandi, Ástralíu og Thailandi. 5. I Queenslandi í Ástralíu. 6. Jonas Lie. 7. Um miðja 19. öld. 8. Morðið í Morgue-götu eftir Edgar Allan Poe. 9. Vegna þess að hún var næstum öll byggð úr gleri. 10. Jónas Hallgrímsson. í ÖRVILNUN Framliald af bls. 6. — Tveir. Hún hristir en höfuðið. — Ella, viltu segja lögreglunni, þegar hún kemur, að ég hafi gert það í ör- vilnun. — Kemur lögreglan? — Já og allir íbúar hússins með hús- eigandann í broddi fylkingar. — Já, en þá verður mér fleygt út úr íbúðinni. Þú getur þó ekki gert mér það. — 60 kokhljóð — 62 möguleikar — 63 auð — 64 bókstafur — 66 nam — 68 tveir samstæðir — 70 frumefnistákn — 71 utan — 72 tver sam- stæðir. Lóðrétt: 1 una — 2 nýra — 3 as — 4 níð — 5 la — 6 tá — 7 sag — 8 sr — 9 mörk — 10 inn — 11 skömmtunarmiðar — 15 naflastrengsins — 17 afi — 18 látæði — 19 eik — 24 óar — 25 korn — 26 milt — 27 ósa — 32 hrutu — 33 linir — 35 brú — 36 ern — 37 nef — 38 sói — 39 eig — 40 nnn — 44 eður — 45 nálægt — 46 nóni — 48 són -— 49 nes — 54 asi —- 55 Job — 57 álka — 60 korr — 62 tök — 63 tóm — 64 ess — 66 tók — 68 kl — 70 ra — 71 án —■ 72 uv. Og um leið finn ég yndislega mjúku handleggina um hálsinn á mér. Augu hennar eru skær og fljótandi eins og kvöldið sæla í síðustu viku. Skammbyssan dettur á gólfið. Ég kyssi hana og strýk mjúklega yfir hár- ið á henni. — Elsku, bezti vinur minn, segir hún blíðlega. — Viltu gera eitt fyrir mig? — Hvað sem er, Ella hvað sem er. — Skjóttu þig þá ekki hérna í íbúð- inni minni. Farðu heldur niður í garð- inn. F. R. Þegar ég átti aö drepa Churchill Framhald af bls. 7. þess af réttum og sléttum dátum, að þeir hafi sjáfstæðar skoðanir. Mér hafði verið sagt að stöðva ALLA, sem ég sæi í grennd við húsið, og heimta af þeim aðgangsorðið. Og því kallaði ég nú: „Nemið staðar! Hverjir fara þarna?“ Ég reyndi að vera ákveðinn og karlmann- legur, en rödd mín var undarlega skræk. Tvimenningarnir snarstönsuðu. Churchill svaraði: „Forsætisráðherrann hérna megin.“ „Viljið þér vinsamlegast láta mig fá að- gangsorðið, herra forsætisráðherra?" Það varð ískyggileg þögn og það rann upp fyrir mér, að á minum tuttugu og tveggja ára gömlu herðum hvíldi nú geigvænleg ábyrgð. Ég hafði spurt um aðgangsorðið og hvorugur mannanna vissi það! Samkvæmt fyrirskipunum mínum, bar mér því hiklaust að skjóta á þá! Þetta var þokkalegt eða hitt þó heldur. „Forsætisráðherrann hérna megin," endur- tók Churchill, sem sýnilega ætlaði ekki að gefa sig fyrr en í fulla hnefana. Hér stóð fyrir framan mig eitt af mikilmennum sögunnar, Lausn á 726. krossgátu Vikunnar. 14

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.