Vikan


Vikan - 10.03.1955, Blaðsíða 7

Vikan - 10.03.1955, Blaðsíða 7
ERU DRAUMARNIR LYKILL OKKAR AÐ FRAMTÍDINNI? NÚ EIGA ÞAU AÐ FÁ BÆKUR TÉR er verið að reisa nýtt hús í Koreu. Það er byggt með framlagi frá Sameinuðu Þjóðun- um. 1 því verður ný- tízku prentsmiðja, sem S.Þ. mrmu líka styrkja fjárhagslega. Prentsmiðjunni er ætlað það verkefni að prenta skólabækur handa börnunum í Koreu, en þau hafa hingað til haft nánari kynni af morðtækjum fullorðna fólksins heldur en skólum og fræðslu. MAÐUR getur ímyndað sér hvílíkri byltingu það mundi valda í lífi okk- ar, ef það kæmi í ljós einn góðan veðurdag, að manns- heilinn gæti losnað úr viðjum tím- ans og séð fyrir óorðna viðburði. En standa nokkrar vonir til þess? Er það afl til, sem gert gæti slíka „spádóma“ að raunveruleika? í því sambandi hlýtur manni fyrst og fremst að verða hugsað til þeirra drauma, sem menn hefur dreymt um óorðna hluti allt frá fyrstu tímum. Til eru skiflegar heimildir um marga þeirra. Til dæmis dreymdi Abraham Lineoln fyrir dauða sínum fáeinum dögum áður en hann var mytur. Lincoln tjáði Ward Lamon, sem samdi ævisögu hans, að hann hefði dreymt, að hann hefði verið á gangi gegnum Hvíta húsið. Öll herbergin, sem hann gekk um, voru tóm, en hann þóttist heyra grát ein- hverstaðar í fjarska. Þegar hann kom inn í Austursalinn svokallaða, var þar fyrir hópur syrgjandi karla og kvenna. 1 miðj- um salnum stóð líkkista. „Hver er látinn?“ spurði Lincoln. ,,Forsetinn,“ svaraði ein- hver. „Tilræðismaður réð hann af dögum.“ Fornar sagnir skýra frá því, að Krösus konung hafi dreymt, að hann sá Áthys son sinn myrtan. Skömmu síðar rættist draumurinn — pilturinn var myrtur af einmitt þeim manni, sem konungur hafði falið umsjá hans, vegna fyrirboðans. Plut- arch segir frá því, hvemig Calpumiu, konu Cæsars, dreymdi að hún sá hann myrtan. En nútíminn krefst óneitanlega sterk- ari sönnunargagna en þeirra, sem hér hef- ur verið drepið á. Ég fór að fá áhuga á draumarannsóknum, þegar dr. Walter Franklin Prince, hinn athuguli og ágæti vísindamaður, sagði mér frá reynslu sinni. Nótt eina dreymdi hann hroðalegan draum, þar sem hann sá tvær járnbrautarlestir rekast á við jarðgöng. Konunni sinni, sem vaknað hafði við stunur hans, tjáði hann, að hann hefði séð vagnana tætast sundur og heyrt angistaróp hinna limiestu. Iiann sá björgunarmenn koma á vettvang, en síðan gjósa upp þykka reykjar- og gufu- mekki og heyrði þá enn hin sáru neyðaróp. Nokkrum klukkustundum síðar varð járnbrautarslys af þessu tagi um 70 mílur frá heimili Prince. Slysið varð fremst í jarðgöngum, vagnarnir tættust sundur og fjöldi manns lét lífið. Dr. Prince þekkti engan af farþegunum. Skiljanlegri á sína vísu eru þeir draum- ar, þar sem draumamaðurinn kemur sjálf- ur við sögu — eins og til dæmis í eftir- farandi draumi, sem kunnur kennari og fræðimaður sagði mér. Hann var ungur þá og þurfti að skreppa til nágrannabæj- ar daginn eftir og hafði hugsað sér að fara með járnbraut. En um nóttina dreymdi hann, að lestin lenti í árekstri og að kolaofninn í hinum gamaldags járn- brauarvagni féll á hann og meiddi hann. Draumurinn hafði svo sterk áhrif á hann, að hann ákvað að fara hvergi. Lestin, sem hann hafði ætlað með, lenti í árekstri, og meðal hinna slösuðu var farþegi, sem nefndur ofn hafði fallið á. f mörgum draumum eru ,,villur,“ sem þó geta haft sína þýðingu. Hæstaréttardóm- ara dreymdi að hann var við jarðarför í kaþólskri kirkju. f miðri prédikun bendir presturinn á hann og segir: „Þrjátíu og einn dagur.“ Um leið sá dómarinn, að líkið í kistunni var af Roosevelt forseta, sem þá var enn á lífi. Hann var nærri búinn að gleyma atvik- inu, þegar það gerðist nákvæmlega 31 degi síðar, að móðir hans fékk slag og var flutt í skyndi í kaþólskt sjúkrahús. Þar andaðist hún og þaðan fór útförin fram. Hvað um andlit prestsins, sem hann hafði séð í draumnum? Það var andlit nunn- unnar, sem hjúkraði móður hans. Margir draumar reynast á hinn bóginn hárréttir í öllum atriðum. Hér er einn af því tagi: Ungur maður fékk svo hræðilega martröð, að konan hans átti fullt í fangi með að vekja hann. Hann sagði henni, að hann hefði verið staddur í stóru hvítu herbergi — hvar vissi hann ekki — með feiknskærum ljósum uppi í loftinu og löngu, hvítu borði á miðju gólfi. Á borð- inu lá maður, sem hulinn var hvítu laki, nema andlitið, en það var afskræmt og óþekkjanlegt. Daginn eftir fékk maðurinn boð um að koma strax í sjúkrahús bæjarins. Frændi hans hafði lent í bílslysi. Þegar maðurinn kom inn í skurðstofuna, þekkti hann strax aftur hvítmálaða herbergið í draumnum. Og á hvítu, háu borði á miðju gólfi lá Framhald á bls. l!t. Hún gekk og gekk — og það dugði HEGAR ungur verzlunarmað- I ur gekk í hjónaband í Mexicoborg fyrir fjórum árum, var konan hans tágrönn, fögur og aðlaðandi. Hann var feiki- lega hreykinn af henni og lét ekkert tækifæri ónotað að sýna sig með henni. En fyrir tveimur árum byrj- aði hún að fitna. Áður en ár- íð var á enda, var hún orðin áberandi feit. Fyrir nokkrum mánuðum fékk eiginmaðurinn ekki leng- ur staðist mátið og sagði henni skírt og skorinort, hve mikl- um vonbrigðum hún hefði vald- ið honum með því að fara að safna utan á sig spiki á bezta aldri. Unga eiginkonan reyndi að svelta sig, en árangurslaust. Svo hún tók óvænta ákvörðun. Dag einn þegar maðurinn henn- ar var farinn til vinnu, ritaði hún honum bréf, þar sem hún kvaðst mundi verða f jarverandi um hríð. Svo fór hún í sterka skó, tók bakpokann sinn og lagði af stað gangandi eitthvað út í buskann og hét því á sjálfa sig að linna ekki göng- unni fyrr en hún væri búin að I losna við spikið. _ Hún gekk nærri 450 mílur og sleit fjórum skóm. 1 bréfum, sem hún skrifaði manninum ■ sínum,' lét hún hann fylgjast ■ með árangrinum. Þegar hún I svo sneri heim þremur vikum i seinna, sá hann sér til ósegjan- legrar furðu og gleði, að hún * var sama granna og netta | stúlkan, sem hann hafði gifst. Nú kvað hann að nýju engu ■ tækifæri sleppa til að sýna I hina fögru konu sína. 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.