Vikan - 10.03.1955, Blaðsíða 9
GISSUR TEKUR SÉR FRÍDAG.
Rasmína: Já, Gissur var svo þreytulegur, að ég
fékk hann til að taka sér fri i dag og hvíla sig
heima.
Gissur: Miðdagsmaturinn var hreinasta afbragð.
Nú œtla ég aftur upp að leggja rriig.
Rasmína: Úr því að þú ert á leiðinni upp, geturðu
tekið þetta ferðakoffort með þér upp á háaloftið.
Rasmína: Og — Gissur — úr því að þú
ferð upp á háaloftið, geturðu komið með
svörtu ferðakistuna niður. Ég þarf að nota
ýmislegt, sem er í henni.
Gissur: Eftir þyngdinni á kistunni að dæma, eru
það steinar, sem hún þarf á að hálda.
Rasmína: Þetta er ekki rétta kistan, elskan. Ég
œtlaði að fá STÓRU ferðákistuna.
Gissur: Úff, þetta var nú meira erfiðið. Ég held
ég leggi mig á legubekkinn, til að losna við að fara upp
aftur.
Rasmína: Veiztu að við eigum eftir að setja tvöföldu
gluggana í? Nú er gott tœkifæri til þess.
Gissur Guðl sé lof, þetta er sá síðasti. ,
Rasmína: Vertu ekki í allan dag með
þetta lítilrœði. Komdu svo, þú þarft að
fœra fyrir mig bókaslcápinn.
Rasmina: Farðu varlega og meiddu þig ékki.
Ég þarf að senda gólfteppið í hreinsun. Viltu taka
það af fyrir mig.
Gissur: Ég dauðsé eftir að hafa ekki farið í
vinnuna.
Rasmína: Gissur, þegar þú ert búinn að þessu,
slcáltu fara með þessar myndir niður i kjállara og
koma upp með við.
Læknirinn: Það sem þér þarfnist, Gissur, er
meiri hreyfing. Þér munduð hafa gott af að gera
eitthvað, þó ekki vœri nema hjálpa konunni
yðar með húsverkin.
Gissur: Ég vildi að mér liði betur, lælcnir, því
mig langar til að sópa gólfin með yður.
BLESSAÐ
BARNIÐ
HEFURÐU GERT NOKKURT GÚÐVERKIDAG?
FLÝTTU ÞÉR, ÞAÐ KANN AÐ BORGA SIG!
ETUR hugulsemi
Qsig? Spyrjið bara Conrad
Mumper og konu hans í
Honolulu, sem forrík en
einmana ekkja arfleiddi fyrir
skemmstu að nærri 17 milljónum
króna.
Það var ekki af von um ábata
sem þau sýndu ekkjunni vináttu
og gerðu sér far um að gleðja hana
í ellinni. Milljónimar komu þeim
gjörsamlega á óvart, því þau höfðu
ekki hugmynd um, að gamla kon-
an var auðug.
Margir hafa uppgötvað, að hugulsemi
og alúð getur borgað sig á óvæntan hátt.
Fyrir sex árum varð ung stúlka í Lond-
on 1,600,000 krónum ríkari vegna þeirrar
umhyggju, sem hún sýndi veikri móður
sinni. Maðurinn, sem arfleiddi hana að
peningunum, hafði verið mikill vinur for-
eldra hennar.
Þegar hann sá af hve stakri umhyggju
og þolinmæði unga stúlkan hjúkraði móð-
urinni í langvarandi veikindum, datt
honum 1 hug að launa henni á þennan hátt.
Ungur piltur á Nýja Sjálandi fékk fyrir
nokkru þau tíðindi, að kona hefði arf-
leitt hann að upphæð, sem tryggði honum
10,000 krónur á ári til æviloka. Hann bar
út blöð og kom þeim alltaf til skila,
hvemig sem viðraði.
Konan var svo einmana, að hún greip
oft tækifærið til þess að rabba við hann,
þegar hann kom með blaðið. Og þótt hann
hefði í mörgu að snúast, gaf hann sér alltaf
tíma til áð tala við gömlu konuna. Hún
launaði honum þolinmæðina í erfðaskrá
sinni.
Vegna þess að Margaret Ellen Lumley
var ekki einasta vinnustúlka húsmóður
sinnar heldur líka bezti vinur hennar,
mælti húsmóðirin svo fyrir í erfðaskrá
sinni, að Margaret fengi 12,000 krónur
greiddar út í hönd og 250 krónur á viku
til dauðadags.
,,Ég get aldrei þakkað henni nógu vel
borgaðfyrir þá vináttu, sem hún sýndi mér og
manninum mínum sáluga,“ sagði hún í
erfðaskránni.
Þegar hjón ein í New Jersey áttu silfur-
brúðkaup, mundu þau eftir pakkanum, sem
þau höfðu fengið á giftingardaginn sinn
fyrir 25 árum og sem bar áritunina:
„Opnist ekki fyrr en á silfurbrúðkaupi ykk-
ar.“
f pakkanum var brúðarkaka í loftþéttum
járnkassa. Á seðli, sem festur var við
kökuna, stóð nafn gefandans — manns-
ins, sem eiginkonan hafði unnið hjá, áður
en hún giftist. f stuttu bréfi lét húsbóndi
hennar fyrrverandi í ljós þakklæti sitt fyr-
ir vel unnin störf, og bréfið endaði hann á
þessa leið: „fnnihald kökunnar er ómelt-
anlegt, en þó ætla ég, að þessi litla gjöf
verði kærkomin eftir 25 ár.“
Þegar konan skar kökuna í sundur, fann
hún umslag, sem í voru 25,000 krónur í
seðlum — þúsund krónur fyrir hvert ár,
sem hún var búin að vera gift!
í lok síðustu aldar fann starfsmaður
líknarstofnunar einnar í Chicago 24 ára
gamla stúlku, sem hlaupist hafði að heim-
an fyrir þremur árum og lent í illum
félagskap. Stúlkan var veik, en maðurinn
lét fytja hana á sjúkrahús, heimsótti hana
þar hvað eftir annað og fékk að lokum
talið hana á að snúa heim til föður síns
í New York. Faðirinn tók henni tveim
höndum og fyrirgaf henni fúslega.
Tíu árum síðar var hann orðinn mill-
jónamæringur. Hann fékk dóttur sinni
bréf til mannsins, sem rétt hafði henni
hjálparhönd, bað hana að leita hann uppi
og fá honum það.
Hún gerði það.
í bréfinu stóð: „Ég er að verða gamall.
Ég mun deyja sæll, ef þér viljið enn einu
sinni hjálpa mér og í þetta skipti með
því að giftast dóttur minni. Ég held að
hjartagóður maður muni gera hana mun
hamingjusamari en milljónirnar mínar.“
Konan giftist manninum. En það var
ekki fyrr en þau eignuðust fyrsta barn-
ið, að hann sagði henni, hvað staðið hafði
í bréfinu frá föður hennar.
NÝ TÍÐINDI
(AF LÉTTARA TAfil)
KONA ein í Detroit tók fyrir
skemmstu bflpróf, settist himinlif-
.andi upp í nýja bílinn sinn og ók af
stað heimleiðis. Á leiðinni lenti hún í
árekstri. Bílstjóri hins bflsins: Próf-
dómarinn!
JAMES WALTON, sem er sagnfræð-
ingur í Suður-Afríku, varð himin-
lifandi, þegar hann uppgötvaði, að hús
eitt í nágrenni hans var sennilegast
elzta frumbyggjahúsið í Orangefylki.
Hann sannaði á óyggjandi hátt, að hús-
ið hefði verið reist árið 1820 og skor-
aði samstundis á stjórnarvöldin að taka
það í vörzlu sína.
En stjómarvöldin eru á báðum átt-
um. Síðastliðin 50 ár hefur húsið ver-
ið svínastía.
ÞEGAR lögreglustjórinn í Róm frétti
skömmu fyrir áramót, að illræmd-
ur glæpamaður leyndist í bæ einum
skammt frá, sendi hann lögreglustjór-
anum Jtar sex myndir af illvirkjanum.
Skömmu seinna barst skeyti til Róm-
ar frá lögreglustjóranum, þar sem hann
tilkynnti, að fjórir stigamenn væru
komnir imdir lás og slá og allar líkur
fyrir að „hinir tveir“ næðust bráðlega.
T^EGAR Gustav Haubert var dæmdiu-
í þriggja mánaða fangelsi í Aust-
urríld, gerði hann alla forviða í réttar-
salnum með því að biðja dómarann auð-
mjúklega um að fá að hafa „hart og
óþægilegt rúm“ í klefa sínum. Síðan
bætti hann við: „Líka þætti mér vænt
um að fá mjög lítið að borða. Ég er
búinn að ákveða. að ga.nga í klaustur,
Jægar ég kem úr fangelsinu, og ég vil
vera í góðri J>jálfun.“
KONA, sem fyrir skemmstu fór fram
á skilnað í Salem í Bandaríkjun-
um, tjáði réttinum, að maðurinn henn-
ar hefði flengt hana með belti og hellt
bjór yfir höfuðið á henni — vegna þess
að grænkálið hans var ekki nógu vel
soðið.
Pabbinn: Lilli er lengi búinn að biðja mig um fót-
bolta. Ég œtla að skilja þennan hér eftir. En hvað hann
verður hissa.
Lilli: Þakka þér fyrir boltann, pábbi. Má ég leilca mér með
hann núna?
Pábbi: Já, ég býst við því, en sparkaðu ekki fast.
Pábbinn: Gœttu þess að brjóta ekki
lampa, vasa cða aðra skrautmuni, sem
mamma þín á.
Pábbinn: Sagði ég þér ekki að fara varlega, Lilli ?
Lilli: Ég gerði það. Ég braut livorki vasa, lampa eða
aðra skrautmuni, sem mamma á.
9
8