Vikan - 10.03.1955, Qupperneq 10
HEIMILIÐ
RITSTJÖRI: ELÍN PÁLMADÓTTIR
Fæða, sem aldrei kemur á matborðið
Kúmlega fimmti hluti matvælauppskerunnar,
sem bændur heimsins sá til, kemur aldrei á mat-
borðið, segir í tímaritinu Memo, sem Matvæla-
og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna
(FAO) gefur út.
H Ú S RÁÐ
FINGRAFÖR eiga að hverfa af
„póleruðum" húsgögnum, ef þau eru
fyrst nudduð með veikri edikblöndu,
og húsgagnaáburður síðan borinn á
blettinn.
Edik kemur lika að góðum notum,
þegar litrík föt eru þvegin. Liturinn
fölnar síður, ef svolitlu ediki er
hellt út í skolvatnið.
Ef látin er 1 tsk. af ediki á pönnu,
sem búið er að steikja fisk á, hverf-
ur fisklyktin alveg.
Ef þú átt erfitt með að sofna,
eftir að hafa drukkið vín, þá skaltu
opna gluggann, gera nokkrar leik-
fimisæfingar þangað til þú ert orðin
móð. Eftir það sofnarðu undir eins.
Hafirðu rifið kvöldkjólinn þinn,
getur verið gott að líma glært lím-
band undir rifuna. Það helzt i nokkr-
ar vikúr og sést lítið.
Hver var hún?
TTÚN máLaði sig með hárauð-
1J-um varalit af mikilli leikni.
Hún har rauðan lit á vangana,
til að vekja áhuga karlmann-
anna.
Hún reytti hinar dökku auga-
brúnir sínar og stýfði hárið.
Hún máiaði neglumar á f ingr-
um og tám.
Hún bar með sér einkenni-
legt ofið vesld og í því geymdi
hún púðurkvasta, augnabrúna-
plokkara, og stöng úr appelsínu-
viði til að ýta aftur naglabönd-
unum.
Hún átti dásamlega fallegt
hylld, skreytt fjöðrum, sem
hún geymdi í púður, varalit og
Ásptlað er að rúmlega 20% af
væntanlegri matvælauppskeru heims-
ins eyðileggist eða stórskemmist af
völdum skordýra og pesta. En þau
matvæli, er þannig fara forgörðum
myndu nægja til að fæða nokkra
tugi milljóná manna.
Þekking manna og reynsla í bar-
áttunni gegn jurtasjúkdómum og
öðrum eyðileggingaröflum vex að
vísu með ári hverju, segir í grein-
inni, en á sama tima breiðast jurta-
sjúkdómar út frá einni heimsálfu
til annarar og skordýr flytjast milli
landa með hinum hraðskreiðu sam-
göngutækjum nútímans.
Alþjóða upplýsingastarfsemi um
jurtasjúkdóma og pestir er haldið
uppi á vegum FAO, samkvæmt al-
þjóðasamþykkt um jurtavernd. Upp-
lýsingum er safnað um allan heim
um sjúkdóma og skaðsemi skordýra.
Árangursríkar
varúðorráðstafanir.
Sérfræðingur á sviði jurtasjúk-
dóma var nýlega sendur á vegum
FAO til að hjálpa bændum í Afgan-
istan í baráttu þeirra gegn jurtasjúk-
dómum og skordýraplágum. Hann
komst að þeirri niðurstöðu m. a., að
íbúarnir í þorpinu Rousa hefðu fund-
ið upp mjög svo árangursríkar gagn-
ráðstafanir gegn skordýrapest í
ávaxtatrjám, ,,án þess að nota svo
mikið sem gramm af skordýraeitri."
Sérfræðingurinn, brezkur maður
C. S. Catterell að nafni, skýrir svo
frá, að þorpsbúar í Rousa hreinsi
ávaxtatré sín af skordýralirfum með
„berum höndunum". Er þetta gert
haust og vor.
Reynist mikil brögð að þeirri möl-
tegund, sem skaðleg er fyrir ávext-
ina, hjá einum bónda fremur en
öðrum, safnast þorpsbúar saman hon-
um til aðstoðar og hjálpa honum að
hreinsa trén.
Ef einhver neitar að hreinsa tré
sín koma nágrannar hans í ávaxta-
garð hans og taka til óspilltra mál-
anna að þrífa tré hans — en þegar
trén fara að bera ávöxt á næsta upp-
skerutíma koma sömu nágrannarnir
aftur í garð bónda, setjast undir
trén og borða ávextina.
„Ég mun ekki leggja til að dýrt
skordýraeitur verði notað í stað þess-
arar aðferðar," segir Catterell.
„Heldur mundi ég leggja til að
samskonar aðferð yrði tekin upp víð-
ar.
kinnalit.
Hver var þetta?
Þetta var Inkastúlka, sem
uppi var fyrir 1000 árum. Fom-
leyfafræðingur nokkur fann
múmíuna, sem einu sinni var
hún, ásamt eigum hennar, þeg-
ar hann opnaði nýlega peruv-
íska gröf.
Stúlkur! Það er ekkert nýtt
undir sólinni.
(<7r English Digest)
Matseðili
Kryddaðar vöfflur:
Hrærið 2 egg saman við 140 gr.
af sykri og blandið í það 1 msk.
af bræddu smjöri eða smjörlíki, 130
gr. hveiti, nokkrum afhýddum og
niðurbrytjuðum sætum möndlum, %
tsk. kanel og 1% líter af mjólk.
Berið vöfflurnar á borð heitar með
sykri.
Klæðilegur
Þetta er hentugur búningur
fyrir konur, sem vinna úti.
Skokkurinn er úr gráu ullar-
efni, sem alltaf er í tízku og
hvorki er of viðkvæmt né áber-
andi. Sniðið á honum er þannig,
að hann fer vel og aflagast ekki
og pilsið er nægilega vítt, til
þess að það hefur engin áhrif
á það, þó setið sé í því meiri-
hluta dagsins. Og allar getum
við víst verið sammála um, að
alltaf sé nauðsynlegt að vera
snyrtilegur, jafnvel í vinnunni.
En þessi skokkur hefur fleiri
góða kosti. Það er auðvelt að
sauma hann og auðvelt að
breyta yfirbragði hans með
því að nota við hann mislitar
blússur og klúta.
Ef við ætlum t. d. út að
skemmta okkur eftir skrifstofu-
tíma, er auðvelt að smeygja sér
úr blússunni og setja upp hvítu
líninguna með slaufunni, sem
sýnd er á myndinni. 1 hana þarf
30 sm. af 90 sm. breiðu piqué-
efni.
Misliti silkiklúturinn setur
sérkennilegan svip á skokkinn.
búningur
1 honum eru 50 sm. af 90 sm.
breiðu efni.
Hvers konar peysur og blúss-
ur, mislitar og röndóttar, með
löngum ermum og stuttum fara
vel við skokkinn og það sem
meira er, þær þurfa ekki að ná
alla leið niður í mitti. I rönd-
óttu blússuna á myndinni þarf
aðeins 1,30 m. af 90 sm. breiðu
efni.
Og loks setur stóri hvíti krag-
inn úr everglaceefninu hátíð-
legan svip á skokkinn og þann-
ig útbúnum er hægt að fara í
honum hvert sem er. í kragann
þarf 60 sm. af 90 sm. breiðu
efni.
Ef þú hefur ekki efni á að
fá þér þetta allt úr nýjum efn-
um, þá hlýturðu að eiga gamla
sumarkjóla, blússur og annað
þessháttar, sem hægt er að
nota, ofan í' skúffu. Það sem
mestu máli skiptir, er að litirn-
ir fari þér vel, því grái skokk-
urinn gerir hvorki gagn né
ógagn í því tilliti. Mundu að-
eins, að heldur dökkur grár lit-
ur lætur þig sýnast grennri en
ljósgrár.
Sítrónuvöf ílur:
175 gr. af hveiti hrærist saman
við niðurrifinn börk af 4 sítrónum.
Því næst eru þeytt tvö egg og þau
hrærð saman við, ásamt 1% dl. af
vatni. Nú er 1 msk. af smjöri eða
smjörlíki og 4 'dl. af mjólk bætt út
í. Yfir vöfflurnar er stráð sykri og
rifnum sítrónuberki.
3. vöffluuppskriftin:
Hrærið 350 gr. af hveiti vel saman
við % líter af mjólk, blandið saman
við 1 þeyttu eggi, 350 gr. af köldum,
soðnum kartöflum, sem búið er að
hakka og hræra, 1 msk. af sálti og
að lokum % líter af mjólk í viðbót.
Deigið er síðan látið bíða í 2 tíma,
áður en vöfflurnar eru bakaðar. Vilji
maður hafa þær sætar, má bæta
sykri í eftir smekk. Vöfflurnar eru
síðan bornar á borð með sykri og
sultu.
Salatsósa
1 egg, 20 gr. sykur, safi úr
hálfri sítrónu, ýo dl. rjómi.
Eggið er hrært með sykrin-
um. Síðan er sítrónusafinn og
rjóminn látinn saman við og
hrært þangað til það er orðið
vel jafnt.
10