Vikan - 10.03.1955, Qupperneq 12
JOHN DICKSON CARR:
FflRSARA' DICK DARWENT erfir skyndUega mark-
I unonun. gTeifanafnbót og er því sleppt úr fangelsl,
rétt áður en á að hengja hann fyrir að hafa
drepið Francis Orford í einvígi, en hann segir að sér
hafi verið komið meðvitundarlausum fyrir úti á götu
ásamt líkinu. CAROIXNE ROSS hefur fengið fang-
ann tU að giftast sér, til að uppfylla skilyrði í erfða-
skrá afa síns. Ofstopamaðurinn JACK BUCK-
STONE er i fylgd með henni og slær vamarlausan
fangann með svipu. Dick skorar hann þvi á hélm
og særir hann. Veikri ástmey sinni, DOLLV, kem-
'ur hann fyrir í húsi eiginkonu sinnar. Þar nær hún
sér undir handleiðslu læknisins.
AFSAKIÐ þetta ónæði, lávarður, sagði hún við Darwent. — Here-
ford læknir og séra Horace voru að fara. Læknirinn bað mig
að segja yður, að þér hafið þegar verið of lengi inni hjá
sjúklingnum. Hún leit vingjarnlega á Dolly. — Og að nú ætti
hún að hvíla sig!
Darwent reis á fætur og stóð við rúmið. Hann leit af Caroline og á
Dolly. Nú fyrst varð honum ljóst hve þreytuleg hún og Raleigh hjónin
voru.
— Eg er bæði heimskingi og dóni, sagði hann afsakandi um leið og
hann lyfti hendi Dollyar og kyssti hana. — Ég kem aftur strax og Here-
ford læknir leyfir það.
— Já, auðvitað, muldraði Caroline.
— En mér líður alveg prýðilega, sagði Dolly. — Hann sagði það sjálf-
ur. Ég fer á fætur seinna í dag. E'g vil losna við þennan hræðilega ís.
Það lekur úr mér eins og nýveiddum fiski. Ég vil ekki hafa þetta lengur.
Herra Raleigh leit á hana þvílíku augnaráði, að það hlaut að skjóta
henni skelk í bringu.
— Nei, góða mín, þú verður kyrr í rúminu, sagði hann. — Þó að ég
þurfi að halda þér þar. Ég fékk ákveðnar skipanir frá lækninum.
— Raleigh hefur á réttu að standa, ungfrú Spencer, sagði Caroline.
— Lávarður!
Þegar þau voru komin fram að dyrum, sneri Darwent sér við. Caro-
line leit á hann. Það var móða fyrir augum hennar og hún neri saman
höndum í ákafa
— Það var líka önnur ástæða fyrir því að ég varð að trufla. Það er
kominn hingað maður, sem óskar eftir að fá að tala við yður. Eftir sam-
ræðunum niðri í borðsalnum að dæma, held ég — nei, ég veit að þér viljið
gjarnan hitta hann.
— Hver er það ?
— Nafn hans er Tillotson Lewis, svaraði Caroline.
GALGA-
BRÚDURIN
25
15. KAFLI.
ökumaðurinn frá kirkjugarðinum.
— Tillotson Lewis? endurtók Darwent undrandi. Hingað til hafði
hvílt einhver undarleg móða yfir öllu, sem viðkom þessum óvænta gesti
— skraf um peningavandræði, grunsemdir . . .
— Hvar er hann?
— Ég bað hann að biða inni í gestasalnum.
— Og Mulberry?
— Hann var hjá mér þar til fyrir skömmu. Því miður, sagði Caroline
og úr svip hennar mátti fremur lesa viðbjóð en kvörtun, — var Mulberry
orðinn allmikið drukkinn. Ég — ég verð að viðurkenna, að ég var svo
heimsk að bjóða honum glas af koníaki eftir matinn þegar þér voruð far-
inn, lávarður, og hann lét sér margt merkilegt um munn fara. Meðal ann-
ars það, að hann hefði nú lykilinn að leyndardóminum.
— Hvað?
— Já, lávarður,' þetta sagði hann.
— Caroline! sagði Darwent. — Hvað sagði Mulberry þér?
-— Lávarður, ég bið yður eindregið um að ganga út úr sjúkrastofunni
og . . .
— Hvað sagði Mulberry?
— Þér munið kannski, að hann stóð við borðendann með stórt epli í
hendinni? Þér munið ef til vill líka, að hann hafði bitið í það, og að
það rann úr hendi hans, eftir að læknirinn kom inn?
— Já, ég man eftir því. Og hvað?
— Ég get ekki útskýrt það nákvæmlega, lávarður, en þegar þér vor-
uð farinn drakk Mulberry dálítið koníak og skemmti sér við að vitna í
latnesk orðtök. É'g veit ekki, sagði Caroline og brosti lítið eitt, — hvort
hann gerði það til að ganga í augun á mér, en að minnsta kosti . . .
— Já, haltu áfram . . .
— Hann sagði eitthvað um friðhelgi rómverskra sveitasetra, og þá
spratt hann á fætur eins og hann hefði séð eiturslöngu. Hann endurtók
„rómverskt sveitasetur” nokkrum sinnum og starði á ávaxtaskálina, eins
og hún myndi veita honum einhverjar upplýsingar.
— Því næst, hélt hún.áfram, — gerði hann mig og séra Horace alveg
orðlaus með þvi að draga upp úr vasa sínum alls konar lykla — að
minnsta kosti sex stykki — og pata með þeim út í loftið. Svo hrópaði
hann: — Nú hefi ég leyst alla gátuna, og heimtaði að fá að tala við yður.
— Hvar er hann núna?
Caroline yppti öxlum.
— Eins og ég sagði áðan var Mulberry ekki fær um að sjá um sig
sjálfur. Thomas, einn af þjónum yðar hérna í húsinu, lávarður, varð að
hjálpa honum að ná í leiguvagn. En — lávarður — hafið þér gleymt því,
að líf yðar er í hættu? Viljið þér nú ekki fara niður í gestasalinn og
tala við Tillotson Lewis?
— Jú, nú fer ég, svaraði Darwent. Hapn gekk út úr herberginu og
lokaði hurðinni á eftir sér. Einhvers staðar á ganginum sló klukka tólf.
Það var hádegi og regnið buldi á húsinu.
Gluggatjöldin höfðu verið dregin fyrir gluggana í salnum vegna óveð-
ursins, og ljós tendruð á arinhillunni. Á röndótta legubekluium sat ung-
ur maður, öruggur og hressilegur í útliti, og las í tímariti.
Ungi maðurinn reis á fætur. — Darwent lávarður, er ekki svo?
— Sælir, herra Lewis.
Tillotson Lewis var klæddur fínum en látlausum fötum, að undanteknu
hvitu ísaumuðu vesti. Hann var mjög áþekkur Darwent á vöxt, hafði sömu
gráu augun og brúna hárið. Að öðru leyti fannst Darwent þeir ekki líkir.
Honum leizt undir eins vel á Tillotson Lewis, sem bar það greini-
lega með sér, að hann var greindur maður og hispurslaus.
En Lewis virtist vera taugaóstyrkur. Hann sneri blaðinu hvað eftir
* * Mannraunir, hetjudáðir og ástir! Spennandi frá upphafi til enda!
12