Vikan


Vikan - 10.03.1955, Page 13

Vikan - 10.03.1955, Page 13
annað milli handanna. Darwent bauð honum að setjast aftur á legu- bekkinn, en settist sjálfur við borðið, sem stóð á miðju gólfi. — Þér verðið að afsaka, að ég ryðst svona óboðinn inn til yðar, Dar- went lávarður, sagði Lewis, sem fljótlega tókst að vinna bug á tauga- óstyrk sínum við þessar vingjarnlegu móttökur. — Dg kom hingað fyrst og fremst til þess að láta i ljós þakklæti mitt. -— Þakklæti ? Fyrir hvað ? — Nágrannakona mín, frú Bang, sagði mér, að einhver hefði skotið úr byssu á eftir yður úr glugganum mínum. — Bíðið augnablik, sagði hann, þó að Darwent hefði ekki gert neina tilraun til að grípa fram í fyrir honum. , — Sem ég er lifandi maður, sagði hann og laut áfram, er ég ekki gef- inn fyrir ástæðulausar launmorðstilraunir, og ef frú Bang hefur sagt rétt til um tímann, þá sat ég á Whites klúbbnum og borðaði kjúldinga þegar þetta kom fyrir. Darwent hló. - Hafið engar áhyggjur af því. Ég er alveg viss um að það voruð ekki þér, sem skutuð. — Hamingjan góða! Hvernig getið þér verið viss um það? ■ — Ég hefi mínar ástæður. — Flestir hefðu undir eins farið með málið fvrir rétt, eða að minnsta kosti kallað á einhvern vaktmannanna.... — Þeir eru til einskis nýtir. . . annars en að taka til fótanna þegar eitthvað kemur fyrir, sagði Darwent þurrlega. — Þeir eru flestir gamlir menn, sem menn eins og Jack Buckstone og Jemmy Fletcher munar ekki um að slá í rot, ef þeir eru fyrir þeim. Lewis leit snöggt á hann. — Þér skulið ekki vanmeta veslings Jemmy, sagði hann. — Ég viður- kenni það að vísu, að hann hegðar sér eins og viðkvæmur unglingur, en hann er sterkur sem björn. Hvað Buckstone snertir .... Lewis veitti því allt í einu athygli, að hann hafði kuðlað saman viku- blaðið THE EXAMINER milli handanna. Hann sl.étti úr því og stakk því i vasann. — Þér furðið yður auðvitað á þvi, sagði hann eins og ögrandi, að íhaldsmaður og meðlimur Whites klúbbsins skuli lesa svona . . . æsingarblað ? — Ekki þegar það er skynsamur maður. — Eruð þér þvi þá sammála? spurði Lewis. — Þér vitið þö líklega, að ritstjórinn er nýsloppinn úr fangelsi eftir að hafa tekið út refsingu fyrir svokallaðan rógburð um rikistjórann? — Eg met heilbrigða skynsemi herra Hunts meira en óhófsemi hans. Ef ég man rétt, þá kallaði hann rikisstjórann einskis nýtan spjátrung. — Já, eitthvað þess háttar. — Það hefði mátt skrifa eitthvað sannara, og um leið heimskulegra. Hann hefði til dæmis getað kallað ríkisstjórann akfeitt svin, sem entist lengur en hinar ágætu eignir, sem hann einu sinni átti. Tillotson Lewis opnaði munninn til þess að segja eitthvað, en lokaði honum aftur. Grá augu hans hvíldu á Darwent eins og hann hefði helzt löngun til að hrópa húrra fyrir honum, en þyrði það ekki ennþá. — Darwent lávarður, sagði hann að lokum. — Þér getið það ekki! — Hvað get ég ekki ? — Nei, ég á ekki við að þér getiö ekki — heldur að þér megiö ekki gera það! Hann talaði með innilegum ákafa. — Þér megið ekki láta í ljósi fyrirlitningu yðar á samkvæmislífinu hérna í London. Þér megið ekki hrinda átrúnaðargoðunum af stöllunum, og um fram allt megið þér ekki snerta Jack Buckstone. — Buckstone aftur! sagði Darwent og komst strax í slæmt skap. •— Hver í fjandanum er þessi Buckstone? Er hann svo heilagur, að ekki megi snerta við honum? — Já. — Og er ég ekki einu sinni laus við þennan fjandans skrumara, núna, eftir að ég hefi hleypt úr honum mesta vindinum? Lewis talaði hægt og með samúð, en hann vildi samt ekki draga neitt undan. — Þér verðið aldrei laus við hann, lávarður — ekki á meðan hann er tákn þess, hvernig sannur heiðursmaður á að vera. Þér hljótið að sjá það. Lewis rauf sjálfur þögnina, sem fylgdi þessum orðum hans. — Allir vita, að þér unnuð svokallaðan sigur á Buckstone i morgun . . . — Hvað eigið þér við með svokallaðan sigur? — Það að það gengur manna í milli, að þér hafið beitt rangindum. Þér eigið áreiðanlega eftir að fá ásltorun til annars einvígis. —- Frá hverjum? Fraviliald í nœsta blaði. Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi að VIKUNNI Nafn ................................ Heimilisfang ........................ Til Heimilisblaðsins VJKUNNAR H.F., Reykjavík. G. Kristjánsson & Co. h.f. skipamiðlari Hafnarhúsinu Sími 5980 Símnefni Brakun Til þess að vernda húð yóar bér oð verjo nokkrum mínútum d nverig kvóldi til aö snyrta andlit yðt/r,- hendur með Nivea-kremi. íð hressir, styrkir og sléttir andlitshúðina og hendurnar mi^ -r °9 follegar. Nivea-krem heflr inni að halda euzerit, sem er skylt eðlilegri húðfitu. Pes vegna gengur það djúpt mn í húðina, og hefir óhrif lanqt !nn rynr yfirborð hörundsins. Þess vegna er Nivea- krem svo gott fyrir húðina. tkC 172

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.