Vikan


Vikan - 28.04.1955, Side 3

Vikan - 28.04.1955, Side 3
— segir Mika Waltari, höfundur Egyptans og frægasti núlifandi rithöfundur Finna MIKA WALTARI heitir vinsælasti núlifandi rit- höfundur Finna. Banda- ríkjamenn eru nýbúnir að búa til kvikmynd eftir bók hans: EGYPTINN, og það kvað vera bæði mikil mynd og dýr. Þótt Waltari sé aðeins 46 ára, liggja þegar eftir hann um 40 bækur og 16 leikrit. Hann hefur tvívegis verið sæmdur æðstu bók- menntaverðlaunum Finna og þrisv- ar sinnum hlotið peningaverðlaun- in, sem finnska ríkið veitir „bezta rithöfundinum.“ Ég dvaldist eina kvöldstund á heimili hans, þar sem allir veggir eru hlaðnir nýtízku málverkum, sem hann safnar til þess að styrkja og hvetja finnska list- málara. Milli myndanna eru allskyns pottablóm víðsvegar að úr veröldinni. Þjóðernið leynir sér ekki með Waltari: hann er gildvaxinn og lágvaxinn og hend- urnar þykkar, stuttar og sterklegar. Rödd- in er þýð og hreyfingarnar rólegar og yfirvegaðar. Waltari er fæddur og uppalinn í Hels- ingfors, en hann er kominn af bændafólki langt fram í ættir. Faðir hans var prest- ur við fangelsið í Helsingfors. Waltari ætlaði fyrst að feta í fótspor hans og tók að nema guðfræði, en hætti svo við það í miðju kafi og lagði stund á bókmenntir í staðinn. Hann byrjaði ungur að skrifa. Tvítug- ur sendi hann frá sér bókina Hillingar. Hún vakti frá öndverðu feiknmikla at- hygli og gagnrýnendur kölluðu hana upp- haf nútímabókmennta hins fullvalda Finn- lands. Hann notaði ágóðann, sem hann fékk af sölu hennar, til þess að takast á hendur mikið ferðalag um Evrópu og komst allt til Tyrklands. Af þeim þrjátíu skáldsögum, sem hann hefur skrifað, hafa margar orðið met- sölubækur. „Þó eru sumar þeirra góðar,“ segir hann og kýmir. Egyptinn er stærsta skáldsagan hans fram til þessa dags. Hún gerist í Egypta- landi hinu forna. Bókin kom út í Finn- landi haustið 1945 og þar hafa selst 100.000 eintök. Þetta er feiknhá tala, þegar það er haft hugfast, að Finnar eru aðeins fjórar milljónir. Egyptinn hefur verið þýddur á fjölda tungumála og hvarvetna hlotið lofsam- lega dóma. Það er dálítið einkennilegt, en þessi egypska skáldsaga byrjaði að mótast í huga Waltaris í heimsstyrjöldinni, en í henni barðist hann sem sjálfboðaliði gegn Rússum áður en hann var settur til starfa í upplýsingaráðuneytinu. Þó gat hann ekki byrjað fyrir alvöru að skrifa bókina fyrr en í styrjaldarlok. Að loknu námi, vann Waltari í nokkur ár sem blaðamaður í París og var þá meðlimur samtaka, sem ungir og róttæk- ir rithöfundar stofnuðu með sér og köll- uðu Blysberann. Hann hætti flakki sínu þegar hann giftist: „Það er það gáfuleg- asta, sem ég hef gert um ævina.“ Hjón- in eiga 22 ára gamla dóttur. Hann vann um skeið við útgáfufyrirtæki í Helsingfors og eftir það var hann í nokkur ár aðstoðarritstjóri á stóru viku- blaði. Það er aðeins síðustu árin sem hann hefur aftur getað byrjað að ferðast. Rithöfundurinn verður að vera gæddur ríku ímyndunarafli, segir Waltari, „en hann er líka ósvikinn erfiðismaður.“ Hann sest við skriftir klukkan níu á hverjum morgni, kann þá bezt við sig í kyrrð og næði, dvelst til dæmis gjarnan á herra- garði tengdaforeldra sinna og fer aðeins til borgarinnar til þess að komast í bóka- söfnin eða fara í leikhús. Hann skrifar leynilögreglusögur sér til dægrastytting- ar. Waltari er að því leyti mjög ólíkur flestum öðrum norrænum rithöfundum, hve hann afkastar miklu. Hann er hrein- asta hamhleypa við skrifborðið. En menn skyldu vera þess minnugir, að hann er afsprengi hins nýja tíma, barn þeirrar aldar þar sem hraðinn er konungur. Hann var tíu ára gamall þegar hin blóðuga borgarastyrjöld var háð í Finnlandi ný- frelsuðu. Hann lifði af byltingu, hungurs- neyð, innrásir. Það er því naumast að furða, þótt hann sé meiri raunsæismað- ur en bjartsýnismaður. Þegar tal okkar snerist að þessu, sagði hann: „Ég hef lifað í spennu, lesið of mikið, skrifað of mikið, ferðast of mik- ið og öðlast of mikla reynslu of margra styrjalda. Þess vegna finnst mér ég vera orðinn gamall og reyndur og er þó ekki nema 46 ára. „Að eðlisfari er ég livorki pré- dikari né byltingarmaður. En ef eitthvað má lesa milli línanna í þeim bókum, sem ég hef skrifað, þá er það þetta, að það sé helgasta skylda sérhvers rithöfundar að berjast fyrir einstaklingsfrelsi, mannúð og bræðralagi.“ — KEES VAN HÖK Spilltasti dátinn OS BREZKUR hershöfðingi seg- ir eftirfarandi sögu úr síðustu heimsstyrjöld: Það var árið 1940, loftárás- irnar voru byrjaðar fyrir al- vöru á England, Þjóðverjar virtust ósigrandi, herir okkar voru allsstaðar á undanhaldi. Það var verið að vopna hvern vopnfæran mann í Englandi, búið að stofna heimavarnarlið óbreyttra borgara. Það var líka komin á almenn vinnu- skylda og byrjað að kveðja stúlkurnar okkar í herinn þús- undum saman. Jane dóttir mín átti að vera stödd í Skotlandi. Hún var 22 ára og hafði lagt stund á forn- leyfafræði við háskólann í London, þegar skyldan kallaði. Hún var bílstjóri í hernum, og ég hafði siðast heyrt frá henni í Edinborg. Dag nokkurn, þegar Þjóð- verjar voru farnir að heiðra okkur Lundúnabúa með dag- legum heimsóknum, bað her- málaráðuneytið mig að sýna nokkrum bandarískum starfs- bræðrum mínum loftvarnakerf- ið okkar í „fullum gangi.“ Við lögðum af stað um tiu leytið um kvöldið, skömmu eftir að þýzku sprengjuflugvélarnar „komu yfir“ eins og við köll- uðum það. Við ætluðum að vera með slökkviliðinu stund- arkorn og koma að lokum við hjá kvennasveit, sem annaðist vörzlu loftbelgja rétt hjá Buckingham höll. Þessir loft- belgir voru sendir upp í þá hæð, sem þýzku flugmönnun- um fannst bezt að varpa sprengjum sínum úr. Ur belgj- unum héngu gildir vírar, og ef þýzlt flugvél lenti á þessum vírum, var voðinn vís — fyrir hana. Það loguðu eldar víða i borg- inni, þegar við komum til stúlknanna, og þær voru önn- um kafnar við vírana og tog- vindurnar. Ég verð að játa, að ég var talsvert hreykinn af þeim. Þarna stóðu þær í miðri hríðinni, ef svo mætti orða það, í brúnum hermannabún- ingum og með þunga stál- hjálma og unnu skyldustörf sin einbeittar og æðrulausar, rétt eins og þær hefðu ekki gert annað allt sitt líf en vera í stríði. Amerísku liðsforingjarnir létu lika óspart í ljós aðdáun sína. „Ótrúlegt," tautuðu þeir. „Þér megið reiða yður á, að við munum segja fólkinu frá þessu, þegar við komum heim. Ég held lika, að okkur sé óhætt að segja því, að þið séuð ekki í neinni hættu á meðan þið eigið svona hugrakkar stúlk- ur.“ Ég er hræddur um, að þeg- ar hér var komið, hafi allt þetta lof byrjað að stíga mér til höfuðs. Svo mikið er vist, að mér tókst að koma því að, að ég hefði persónulega heið- urinn af þvi að eiga eina af þessum stúlkum. „Þér eigið þó ekki við, að konan yðar . . .“ byrjaði einn liðsforingjanna, en ég flýtti mér að leiðrétta hann. „Nei, nei,“ sagði ég hlægj- andi, „þér misskiljið mig. Það er dóttir mín, sem er i hern- um.“ Framhald á bls. 15. 3

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.