Vikan


Vikan - 28.04.1955, Blaðsíða 10

Vikan - 28.04.1955, Blaðsíða 10
Kökur & kex Jólakaka og brúnkaka 250 gr. sykur 500 gr. hveiti 250 gr. smjör 4 tsk. lyftiduft Hér fara á eftir nokkrar uppskriftir, sem gott er að baka eftir handa heimafólkinu og ef ekki á að hafa mikið við. Kringla 250 gr. hveiti 3 tsk. lyftiduft 125 gr. smjörl. 2 msk sykur 1 tsk. kardimommur 1 egg 25 gr. rúsínur 25 gr. súkkat ' egg, sykur, möndlur Hveiti og lyftiduft sigtað. Smjörlíki mulið saman við. Öllu blandað saman í þeirri röð sem segir í uppskrift; Lát- ið á smurða plötu með skeið í kringlu- lag. Egg borið ofaná, möndlum og sykri stráð yfir. Bakist við góðan hita. Bessastaðakex 3 egg Rúsínum bætt út í helminginn af deiginu en saman við hinn helminginn er blandað: 2 msk. kakó 1 tsk kardimomum y2 tsk. negull 1 tsk. kanill V2 tsk. engifer Sett í tvö form sem látin eru í kaid- an ofn. Bakað 1 klst. 250 gr. hveiti % egg 80 gr. smjörlíki 2 msk. rjómi 70 gr. flórsykur % tsk. hjartarsalt Hveiti og hjartarsalt sigtað. Smjör- líki mulið saman við, þá sykri bætt í. Vætt með eggi og rjóma. Hnoðað. Flatt út ekki mjög þunnt. Skornar kökur með glasi. Bakað ljósbrúnt við hægan hita. Djöflaterta 2 bollar hveiti ' 1 tsk salt 1% bolli sykur 2 egg % bolli kakó % bolli smjörlíki 1 tsk. sódaduft V2 bolli mjólk Hveiti, kakó salti og sykri hrært saman síðan er eggjum og smjöri hrært út í. Tertan er skreytt með kremi: 2V2 bolli flórsykur salt, á hnífsoddi V2 bolli kakó 2 msk. kaffi 2 msk. smjörlíki Þingkaka 125 gr. smjörliki 200 gr. sykur 1 egg 300 gr. hveiti 1 tsk. sódaduft 2% dl. mjólk 75 gr. kúrenur 75 gr. rúsínur 75 gr. súkkat 2 tsk. kardimommur Smjörlíki linað, sykri hrært mjög vel saman við, eggi bætt í. Hveiti og sóda- duft sigtað. Hrært saman við og vætt með mjólkinni, hrært þar til er vel jafnt. Þá kúrenur, rúsínur og súkkat sett í deigið. Bakað í smurðu móti við hægan hita í einn tíma. Skonsur 500 gr. hveiti 6 tsk. lyftiduft 100 gr. smjörlíki 3 dl. mjólk 50 gr. sykur Hveiti sigtað. Smjörlíki mulið sam- an við. Sykri og lyftidufti bætt í. Vætt með mjólkinni. Hnoðað. Flatt út ca. 1 cm. þykkt. Skorið út undan diski og síðan deilt í 8 hluti. Bakað við mjög góðan hita. Smárakex 250 gr. smjörlíki 1 egg 80 gr. sykur 300 gr. hveiti Smjörlíki og sykur hrært vel saman, eggi blandað í. Hveiti sigtað og hnoðað upp í. Látið standa um stund á köld- um stað. Flatt út frekar þykkt. Stung- ið. Skornar kökur undan glasi. Bakað ljósbrúnt við hægan hita. Kaffibollur 200 gr. smjörlíki 400 gr. hveiti 150 gr. sykur 5 tsk. lyftiduft 2 egg Möndlur og sykur Tíglakaka 250 gr. smjörlíki 125 gr. kartöflumjöl 250 gr. sykur % tsk. lyftiduft 4 egg 2 msk. kakó 125 gr. hveiti Smjörlíki og sykur hrært vel saman þar til er orðið létt og freyðandi. Eggjarauða hrærð, ein í einu. Hveiti sigtað, blandað saman við, því næst stífþeyttum eggjahvítum. Deiginu skift í tvennt. Kakó látið saman við annan helming. Bakaðar 2 kökur í samskonar mótum, önnur ljós, hin dökk. Þegar kökurnar eru orðnar kaldar, er hver kaka skorin eftir endilöngu í 4 hluta. Sett saman með kremi, ljós og brún sitt á hvað, þannig að tíglar myndist. Kakan síðan þakin með kremi að utan og skreytt eftir smekk. Sm.iörkrem 200 gr. smjörlíki 100 gr. flórsykur 4 msk. vatn 1 eggjarauða 2 msk. kakó Heilhveitikex Smjörlíki og sykur hrært vel, því næst eggin hrærð saman við eitt og eitt í einu. Hveiti og lyftiduft sigtað, og hnoðað með. Mótaðar litlar bollur sem dyfið er ofan í sykur og saxaðar möndlur. 200 gr. heilhveiti V2 tsk. salt 200 gr. hveiti 50 gr. sykur 4 tsk. hjartarsalt 2 y. dl. mjólk 130 gr. smjörl. Hveiti og hjartasalt sigtað, smjörlíki mulið saman við. Öllu blandað saman í þeirri röð, sem segir í uppskrift. Hnoðað. Látið standa á köldum stað um stund. Flatt út. Stungið. Skornar stór- ar ferhyrndar kökur. Bakað ljósbrúnt við góðan hita. Hafrakex 250 gr. haframjöl 1 msk. sykur 125 gr. hveiti 1% dl. rjómabland 125 gr. smjörlíki 1 tsk. hjartarsalt Haframjöl, hveiti og hjartarsalt blandað. Smjörlíki mulið saman við, vætt með eggi og rjóma. Hnoðað. Lát- ið bíða í 15 mínútur. Flatt út þunnt, stungið. Skorið í kringlóttar kökur. Bakað ljósbrúnt við góðan hita. Smjördeigsvafla 125 gr. hveiti Smjörkrem með 125 gr. smjörlíki vaniljubragði 1 dl. vatn Hveiti sigtað, smjörlíki mulið sam- an við, vætt með vatninu. Hnoðað. Lát- ið bíða um stund. Deigið flatt út mjög þunnt. Skornar út kökur. Eggjahvíta borin ofan á og sykri stráð yfir. Bak- að við góðan hita. 2 kökur lagðar sam- an með smjörkremi. Súkkulaðikaka 125 gr. smjörlíki 125 gr. möndlur 125 gr. sykur 125 gr. súkkul.duft 4 egg 1 tsk. sódaduft Smjörlíkið linað, sykur hrærður vel saman við. Þá eggjarauður. Möndlur saxaðar í möndlukvörn, blandað saman ásamt súkkulaði og sódadufti. Bakað í 2 lagkökumótum við hægan hita. Ávaxtamauk og þeyttur rjómi settur á milli. Kakan skreytt með þeyttum rjóma. 10

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.