Vikan


Vikan - 28.04.1955, Qupperneq 5

Vikan - 28.04.1955, Qupperneq 5
henni þétt að sér, og hún gat fundið hið hug-- rakka hjarta hans slá við barm sér. Margt var enn eftir, sem hún gæti lifað fyrir. Lífið hafði margt að bjóða henni: Tyrol, heimili, börn Kon- rads og hann sjálfan. ,,Ég vil ekki deyja.“ Hann gaf henni í skyndi síðustu fyrirmælin, því að nú varð hann að fara. Hún varð að ijúka hinni óhugnanlegu morgunmáltíð, eigin- konan, sem aldrei myndi njóta brúðkaupsnætur- innar, og fara síðan með Adolf til herbergisins, þar sem hann hafði ákveðið að þau skyldu deyja. Hún átti að taka við eiturhylkinu, en ekki taka eitrið inn, og Konrad myndi siðan koma til hennar og færa hana á brott. „Ég vissi aldrei, að ég elskaði þig svona heitt,“ hvíslaði hún. „Annan liðþjálfa? Auf Wiedersehen“. „Auf Wiedersehen." Hann var farinn. Hún festi litla krossinn, sem hún hélt á í hendinni, við talnabandið, sem hún bar um hálsinn. Hún lét krossinn renna niður á milli brjóstanna, og hún fann til huggunar hins heilaga tákns. Það var eins og guð veitti henni aftur viðtöku í návist sína. Það var eins og hún sæi í fyrsta sinn sannleikann í mynd krossins, og frá honum geislaði ljós heimsins. Brúðkaupsverðurinn var ríkmannlegur, því að nú var engin þörf á að spara mat lengur. Það var enginn morgundagur fyrir höndum. Við og við glitruðu tár í augum frú Göbbels, er henni varð hugsað til barna sinna. Kampavínið flóði og maturinn var afbragð. „Eva borðar ekkert," sagði Adolf, en matar- lyst hans var óskert. „Ég er þreytt, skothríðin er svo hávær." „Bráðum færðu langa hvíld, og þá þagna all- ar byssur.“ Hún reyndi að brosa. Þó að Eva Braun væri huglaus, varð frú Hitler að vera hetja. En hvern- ig færi, ef Konrad yrði hinni ógurlegu skothríð að bráð og kæmi ekki aftur? Hún þorði varla að hugsa hugsunina til enda. Hvernig færi? Þá biði hennar ekkert nema dauðinn. Þau töluðu um sjálfsmorð. Það var cyanid í hylkjunum, og þau myndu deyja umsvifalaust og þjáningalaust. Hún varð skelkuð af tali þeirra. Bálköstur hafði verið hlaðinn, en á hon- um átti að brenna lík hennar og Adolfs, svo að óvinirnir yrðu einskis vísari. Hún leit á ungleg- ar hendur sínar og mjúka handleggi. Ég er of ung til að deyja strax, hugsaði hún, en það var ekki skipt um umræðuefni, og hún varð skyndi- lega gagntekin yfirþyrmandi efa um, að Konrad kæmi nokkurn tíma aftur. Máitíðinni var lokið. Adolf rétti henni eitur- hylki handa einkariturunum, og full hugrekkis, sem hún hafði ekki trúað, að hún byggi yfir, fór hún fram í fremra herbergið og rétti frú Christian annað hylkið og frú Junge hitt. Hún kvaddi þær báðar með handabandi. Hún reyndi að telja sjálfri sér trú um, að allt þetta fólk myndi deyja, en hún ein myndi lifa. Hún varð að lifa. Hún fór aftur inn í setustofuna og tók sér stöðu við hliðina á Adolf, en hann leit nú út líkt og eiturlyfjaneytandi. Kveðjustundin var komin. „Flýttu þér, Konrad!“ hrópaði hjarta hennar. „Bregztu mér ekki. Ég þoli þetta ekki iengur, og það er svo lítill tími til stefnu." „Vertu sæll,“ sagði hún. Adolf hafði aldrei sýnt slíka ró. Hann var líkastur leikbrúðu, er þau gengu inn í innra herbergið, þar sem síðasti þáttur hins mikla harmleiks hafði verið settur á svið. Hann var leikari fyrst og fremst og annað ekki. Hún leit til dyranna, sem Konrad hafði ætlað að koma inn um. Ó, fljótt, fljótt, hrópaði hjarta hennar, en fyr- ir ofan þau drundi hávaðinn af skothríðinni með vaxandi þunga. Hávaðinn hafði aldrei verið meiri. Hún sá hlaðna skammbyssuna á borðinu fyr- ir framan Adolf, og hrökk ósjálfrátt skref aftur- ábak. Hann leit á hana og mælti: „Hetjudauð- inn bíður.“ ,,Ég er hrædd.“ Framhald á ble. HÁRNÁLAR ERU HÆTTULEGAR! JANIE KING horfði í kringum sig i her- berginu, á stúlkurnar í næfurþunnu sum- arkjólunum. Eitt andartak fannst henni, að hún hlyti að sýnast ósköp ellileg í gráu dragtinni sinni. En svona búning- ur hæfði bezt vinnu hennar. Þokkaleg, end- ingargóð föt áttu bezt við í auglýsingaskrif- stofu. „Æ, hvað svona boð eru kjánaleg,“ hugsaði hún. „Öll þessi fyrirhöfn einungis vegna þess, að stúlka er nýbúin að opinbera trúlofun sína. Maður gæti haldið, að ekkert væri meira virði í heiminum en að trúlofast.“ „Nú, og getur það ekki einmitt staðið heima, stúlka mín ?“ hvíslaði óþægileg rödd í brjósti hennar. „Væri þér ekki hjartanlega sama um inu og hafa það óþvingað. En Hanny og Carol gátu þetta auðvitað ekki. Það fór þeim illa að gefa hárinu lausan tauminn. Kannski átti vélritaði miðinn að minna þær á þetta. Janie datt i hug á heimieiðinni, hvort ekki mætti nota þetta ,,spakmæli“ í auglýsingu. Hún gat ekki gleymt þessum orðum: „Hár- nálar eru hættulegar!“ Það mætti til dæmis nota þau í auglýsingar um snyrtivörur, nota þau sem einskonar áminningu til kvenna, sem ekki gáfu sér tima til að hugsa um út- lit sitt. Hún ákvað að nefna það við ICirk. S? V v hverja einustu auglýsingu, sem þú hefur sam- ið, ef Kirk Nichols vildi bara biðja þín?“ Hún horfði aftur i kringum sig í herberginu og hjarta hennar fylltist öfund. Flestar stúlkn- anna voru annaðhvort trúlofaðar eða giftar. Hvernig fóru þær að þessu? Hvaða leyni- vopn áttu þær ? Það var aðeins mánuður síðan þær höfðu haldið upp á trúlofun Hanny. Og nú ætlaði Carol systir hennar að gifta sig eftir aðeins fjóra daga. Hanny var lagleg og nett; hún hlaut að ganga í augun á karlmönnum, hugsaði Janie. En Carol var stór og sterkleg og útitekin. Það var ekki hægt að segja, að hún væri lag- leg. Janie fannst allt í einu, að hún þyrfti að hvíla sig stundarkorn. Hún var búin að fá höfuðverk og hávaðinn gerði hana ringlaða. Henni leið betur, þegar hún var búin að loka baðherbergisdyrunum á eftir sér. Hún horfði á sjálfa sig í speglinum. Hún var ekki fög- ur, en hún var að minnsta kosti engu ósnotr- ari en Carol eða Hanny — eða nokkur hinna. Og hún var áreiðanlega laglegri en stúlkan, sem Kirk Nichols hafði verið að gefa auga í boðinu siðastliðinn föstudag. Hún steig aftur á bak frá speglinum og horfði á sjálfa sig í fullri líkamsstærð. Dragt- in fór henni ágætlega, þótt efnið væri kannski með grófasta móti. Hún var líka vel vaxin. Svo tók hún eftir vélritaða miðanum, sem limdui' var á spegilinn. Á honum stóð: „Hár- nálar eru hættulegar!" Hvað í veröldinni gat þetta þýtt? Átti þetta að vera einhverskonar spakmæli ? Það lá hrúga af hárnálum á snyrtiborðinu. Janie notaði hárnálar sjaldan. Það fór henni alveg eins vel að greiða hárið aftur með höfð- Hann tók ekki eftir Janie í fyrstu, þegar hún gekk inn í veitingahúsið tveimur dögum seinna. Hann var að tala við laglega brún- hærða stúlku við kaffibarinn. Janie hikaði andartak og langaði mest til að snúa við. Svona hafði henni aldrei áður verið innan- brjósts. Hún var vön að ganga hiklaust að Kirk, gefa honum olnbogaskot og minna hann á tilveru sína eitthvað á þessa leið: „Afsak- aðu, bróðir sæll, en skyldan kallar.“ En í dag var hún dauðhrædd. Henni fannst hún hlyti að sýnast svo kjánaleg í þessum spá- nýja kjól- og með þessa spánýju hárgreiðslu. Þegar hann tók eftir henni þar sem hún hafði sest við borð, gekk hann til hennar, sett- ist og pantaði mat. Hann blaðaði í auglýsinga- textunum, sem hún fékk honum, og sagði: „Mér líst vel á þetta hjá þér, og ég ímynda mér, að forstjórinn verði líka ánægður. Hann er orðinn svolítið . . .“ Svo þagnaði hann og starði: ,,Janie,“ sagði hann undrandi. „Janie! Hvað hefur komið fyrir þig?“ Hún brosti bara. CAROL lék við hvern sinn fingur, þegar Janie heimsótti hana í nýju íbúðina viku seinna. „Þú ert fyrsti gesturinn minn,“ sagði hún. Svo rak hún upp stór augu, alveg eins og Kirk hafði gert. „Hvað hefur komið fyrir þig, Janie? Þú ert alveg stórkostleg.“ Janie hló og sléttaði úr hrukku á nýja svarta kjólnum sínum. „Hárnálar eru hættulegar," sagði hún. Carol brosti: „Ég skil þig ekki.“ „Ég á við aðvörunarorðin á speglinum þín- um. Mér datt í hug, að ef þau hefðu hjálpað Framhald á bls. H. . . VEIZTt? . . 1. Við hvaða tækifæri var þessi mynd tekin? 2. Er höfundur „Gissurrar gullrass“ lífs eða liðinn ? 3. Var heilög Jóhanha uppi á 15. eða 17. öld? 4. Hver er faðir prentlistarinnar og hvenær var hann uppi? 5. Hver þessara þriggja fékk Óskarsverð- laun í ár: Marlon Brando, James Stewart og Gary Grant ? 6. Hvað gerir strúturinn, þegar hann hræð- ist? 7. Hver er stærsti stjórnmálaflokkur Frakk- lands? 8. Á hvaða tveimur eyjum var Napoleon í útlegð? 9. Hvar er hæsta bygging veraldar? 10. Hver lék aðalhlutverkiö í ,,Nóa“ Leik- félagsins T Sjá svör á bls. 11). 5

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.