Vikan


Vikan - 28.04.1955, Qupperneq 12

Vikan - 28.04.1955, Qupperneq 12
JOHN DICKSON CARR: C f| R Q A (í A ' DICK DARWENT erfir skydilega mark- I UliúnU/1. greiðanafnbót og er því sleppt úr fangelsi, rétt áður en á að hengja hann fyrir að hafa drepið Francis Orford í einvígi, en hann segir að sér liafi verið komið meðvitundarlausum fyrir úti á götu ásamt Iíkinu. CAROLINE ROSS hefur fengið fang- ann til að giftast sér, til að uppfylla skilyrði í erfða- skrá afa sins. Ofstopamaðurinn JACK BUCK- STONE er i fylgd með henni og slær vamarlausan fangann með svipu. Dick skorar hann því á hólm og sserir hann. Veikri ástmey sinni, DOIX’t', kem- ur hann fyrir i húsi eiginkonu sinnar. Þar nær hún sér undir liandleiðslu læknisins. Jack Buckstone hyggur á nefndir. I>egar hér er komið sögu, em Darwent og Caroline stödd í óperunni, þegar uppþot hefst, sem beint er gegn Darwent. Hann sendir Caroline burtu, en bíður sjálfur eftir óvinum sínum. ÞESSAR hugsanir gagntóku Caroline svo meðan rauði fereykisvagn- inn ók niður að Heymarket, að hún tók aðeins óljóst eftir svarta, silfurbúna vagninum. Hestarnir, sem fyrir honum voru, þutu á harða stökki öfugu megin á götunni. Rétt í því að Patrick beygði inn á Pall Mall voru þeir hvattir áfram enn meir með háværum svipuhöggum. Ökumaðurinn, sem ók stóra, svarta vagninum, greip með báðum hönd- um um taumana og reyndi að stöðva hestana, en of seint. Vagnarnir skullu saman með braki og hávaða, og rauði fereykisvagninn valt á hlið- ina. Annar hestanna hafði dottið, en hinn reyndi af öllum mætti að streyt- ast á móti. — Við rekum erindi konungsins! hrópaði einhver. Caroline var ómeidd. Hún gat ekki munað hvað hafði eiginlega gerzt. Hún sat flötum beinum í aurleðjunni á götunni, viðutan, og vissi það eitt, að eitthvað hafði komið fyrir. Þegar hún ætlaði að strjúka hárlokkana frá andlitinu með óhreinni hendinni, varð hún vör við það, að hatturinn hennar var horfinn — ef til vill hafði hann orðið eftir í óperuhúsinu eins og kápan hennar, þegar hún varð að flýja þaðan. Skammt frá henni stóð miðaldra maður. Rödd hans var gróf og hörð, en þó kurteis, er hann ávarpaði hana. — Leyfist mér að hjálpa yður frú? — Já, þakka yður fyrir, ef þér vilduð vera svo góður. Þegar hann hafði hjálpað henni að rísa á fætur, tók hún eftir því, að hann var klæddur einkennisbúningi. Hann var grannleitur og hrukk- óttur í andliti, méð grátt jaðarskegg. Hann fór með hana yfir á gang- OALGA' BRÚÐURIH 31 stéttina hinum megin, en öll umferð um götuna stöðvaðist á meðan. Daufa birtu lagði frá gasljóskerunum. Caroline reyndi hvað eftir annað að fullvissa þennan riddaralega að- stoðarmann um það, að hún væri ómeidd. — Nei! sagði hann skipandi, þegar hún sneri sér við og ætlaði að fara að vagninum aftur. — Ökumaður yðar mun sjá um þetta. Ég hefi grun um, að ég hafi heiðurinn af að hitta Darwent markgreifafrú ? — Já? svaraði Caroline spyrjandi. — Nafn mitt er Sharpe major úr sjöundu riddaraliðssveitinni. — Sharpe major . . . ! Það mátti greina kuldalegt bros hans í daufri birtunni frá götuljósunum. — Þér hafið áreiðanlega frétt það, síðdegis í dag, að sundurlyndi það, sem varð milli mín og eiginmanns yðar, og sem reyndist vera að ástæðu- lausu, er nú lokið, frú Darwent. Alvanley lávarður skírði mér frá nokkru af því sem eiginmaður yðar hafði sagt honum. Ég ber fyllstu virðingu fyrir Darwent lávarði. Leyfist mér að ná í leiguvagn fyrir yður? — Nei — þakka yður fyrir! Það er mjög vingjarnlegt af yður, en einhverra hluta vegna . . . er ég hrædd við að aka í þess konar vögnum. Auk þess er ég næstum komin heim, svo að ég vil heldur ganga síð- asta spölinn. — Leyfið mér að fylgja yður. — Já — mjög gjarnan. Þau skiftust ekki á fleiri orðum fyrr en þau komu á St. James torgið. Caroline stanzaði spölkorn frá aðaldyrunum. — Hérna verð ég að skilja við yður, Sharpe major. Ég er hrædd um, sagði hún og leit niður á óhreinan kjólinn sinn, •— að ég kæri mig ekki um, að þjónarnir mínir sjái mig i þessu ástandi. Ég get farið fram hjá hesthúsunum og inn um bakdyrnar. Góða nótt! — Góða nótt, frú Darwent. Hann hneigði sig. — Það er eitt, sem ég verð að segja við yður, bætti hann við lágt, en þó gætti reiði í röddinni: — Eiginmaður yðar berst gegn j illum öflum. Þegar maður af tign- um ættum gerist okurkarl og annar maður úr yfirstéttinni gerist að- stoðarmaður hans, þó ekki sé nema óbreyttur ökumaður og sendisveinn . . . þá erum við komin út í það versta . . . Sharpe major rótaði i forinni, sem nóg var af í borginni eftir rign- inguna, með riddaraliðsstígvélunum. — Ég efast um að Darwent lávarður geti hreinsað fullkomlega til í þessari borg. En þennan ákveðna félagsskap getur hann að minnsta kosti kæft. — Já, og hann mun kæfa hann! sagði Caroline. Hún var æst og hróp- aði jafn hátt og þær vanstilltu konur, sem hún hafði áður fyrirlitið. Hún tautaði með sjálfri sér, að hún yrði að flýta sér — flýta sér. Nokkrum augnablikum síðar hljóp hún gegnum auð hesthúsin og vagnageymsluna. Enda þótt hún hefði fengið yfirráð yfir arfinum, sem hún fékk eftir afa sinn, var hún ekki búin að kaupa hesta og vagna, því hún hafði verið svo lengi í Brighton. Nú átti Dick að sjá um allt slíkt. Hún læddist hljóðlaust inn um bakdyr hússins, sem alltaf stóðu opnar á þessum tíma dagsins. Eftir að hafa farið í gegnum þjónaálmuna, þar sem aöeins logaði á einum olíulampa, kom hún inn í forstofuna, sem náði þvert í gegnum húsið að aðaldyrunum. Þar logaði á ótal lömpum, svo að allt virtist tilbúið til að taka á móti fólkinu, þegar það kæmi aftur úr óperunni. Það hlaut að vera auðvelt að laumast upp á loft án þess að nokkur yrði var við það. Hún hafði gengið nokkur skref þegar hún veitti því eftirtekt, að dyrnar að borðsalnum stóðu opnar og þar loguðu ljós. Allt í einu hljómaði gömul rödd, sem var henni með öllu ókunn, greini- lega innan úr borðsalnum. — Hver árinn! Þér eigið von á því, að einvígi verði háð hér í nóttf Caroline stanzaði snögglega. * - Mannraunir, hetjudáðir og ástir! Spennandi frá upphafi fii enda! 12

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.