Vikan


Vikan - 28.04.1955, Page 15

Vikan - 28.04.1955, Page 15
r Framhcild af bls. 3. „Svo já?“ Liðsforingjarnii- létu í ljós mikinn áhuga. „Það væri gaman að hitta hana og heyra hana sjálfa segja frá reynslu sinni. Hvernig henni líkar þetta líf og þar fram eft- ir götunum. Það er alltaf lær- dómsríkast að tala við þá, sem sjálfir hafa reynt hlutina. Ég jánkaði því. „En dóttir mín er því miður í Skotlandi," bætti ég við. Skömmu seinna lögðum við af stað til bækistöðva Banda- ríkjamannanna. Við urðum að aka mjög hægt vegna myrkr- unarinnar. Það var niðaþoka ofan á allt annað. Allt í einu kvað við mikill brestur og litli fólksbíllinn okk- ar tók undir sig stökk, eins og stígvélaður risi hefði spark- að í hann. Stökkið endaði hálfa leið uppi í Ijósastaur. Við skriðum út úr brakinu og foringi Bandaríkjamann- anna vatt sér að bílstjóra stóra herflutningabílsins, sem hafði ekið aftan á okkur. Gleraugu Bandaríkjamannsins höfðu brotnað, frakkinn hans var rifinn upp eftir bakinu endi- löngu og viskýpelinn, sem hann hafði borið í rassvasanum, var brotinn. Það er því ekki að furða, þó hann væri svolítið sár. Hann var að spyrja bílstjóra herflutningabílsins, hvort hann væri blindur eða hvað, þegar allt í einu sljákaði í honum og hann hvislaði hálf skömmustu- lega: „Nei, þetta er þá ein af þessum blessuðum stúlkum." Ég skygndist inn í bílinn og rak upp stór augu. „Þú hérna!“ stamaði ég. „Já, ég var að koma að norðan, og hvern sjálfan þrem- ilinn ertu eiginlega að gera með mönnum, sem hafa ekki einu sinni vit á því að keyra réttu megin á götunni í þessu óláns myrkri. Ertu fullur eða hvað ?“ ' Ég, hershöfðinginn í her hans hátignar Bretakonungs, sneri mér að fulltrúum hins volduga bandaríska lýðveldis og kynnti óbreytta dátann, sem þeir hafa vafalaust ver- ið orðnir sannfærðir um, að væri óprúttnasti, siðlausasti og gerspilltasti dátinn í öllum herjum bandamanna: „Herrar minir! Dóttir mín.“ — John Barney Svissnesk Fermingarúr í miklu úrvali — Tissot — Roamer — Nivada — — Rencie — Certina — VATNSHELD — HÖGGHELD í stáli, gulli og gullpletti. Verzlið þar sem úrvalið er miJcið og verðið lágt. Sendum gegn póstkröfu um land allt. KORNELÍUS JÓNSSON úrsmiður Skólavörðustíg 8 ÚR OG LISTMUNIR Austurstrœti 17 (gengið inn Kolasund) morgni til átta um kvöld; leyfið henni hvorki að hreyfa sig né mæla orð allan þennan tíma; látið hana enga vitneskju hafa um það, sem gerist utan hælisveggj- anna; skammtið henni óætan mat og beit- i'ð hana járnaga; og sjáið svo til, hversu lengi henni tekst að halda sönsum. Af mér er það að segja, að ég hefði orðið bandóð á tveimur mánuðum í mesta lagi.“ Nellie varð á fáeinum vikum ein víð- kunnasta kona Bandaríkjanna. Pulitzer gaf henni lausan tauminn, sagði henni að skrifa um það sem henni sýndist og þeg- ar henni sýndist. Hún greip tækifærið tveim höndurn. Hún beitti hvað eftir ann- að sama bragðinu sem á geðveikrahæl- inu: brá sér í gerfi, sem hæfði rannsókn- arefni hennar. Hún komst á snoðir um, að svokallaðar vinnumiðlunarskrifstofur í einkaeign í New York voru sumar hverj- ar beinlínis starfræktar í því augnamiði að koma saklausum ungum stúlkum út á braut vændiskonunnar. Til þess að fletta ofan af þessum ófögnuði, brá Nellie sér í vinnukonugerfi, heimsótti vinnumiðlunar- skrifstofurnar, kvaðst vera atvinnulaus — og kom upp um svikin í ítarlegum greinaflokki. Verksmiðjustúlka gerðist hún líka um skeið, til þess að kynnast af eigin raun hinum aumu kjörum verkakvenna í New York. Síðan komu greinar hennar um þetta, greinar, sem ekki einasta vöktu feiknmikla athygli, heldur vöktu menn til umhugsunar um þessi mál. Það mætti halda þessari upptalningu áfram endalaust. Nellie gerðist dansstúlka í veitingahúsi, til þess að kynnast þeirri hlið tilverunnar. Hún dvaldist ein um nótt í húsi, sem frægt var orðið fyrir drauga- gang. Hún ferðaðist þvert og endilangt um Bandaríkin og átti viðtöl við fræga menn og fátæklinga. Hún varð vinur og trúnaðarmaður milljónamæringa, verk- smiðjueigenda, verkalýðsforingja, leikara, verkamanna og verkakvenna. Theodor Roosevelt forseti var meðal aðdáenda hennar — og Buffalo Bill! Nokkrar kon- ur í vandræðum í einu af fátækrahverf- unum í New York tóku sig til og skrif- uðu The WorlcL: ,,í guðanna bænum send- ið Nellie Bly okkur til hjálpar. Henni er ekkert ómögulegt!“ En frægasta afrek sitt vann hún árið 1889. Jules Verne hafði þá fyrir nokkrum árum skrifað bókina Á áttatíu dögum kringum jörðina. Bókin varð heimsfræg, þótt menn ættu að vísu í þá daga erfitt með að trúa því, að það væri hægt að fara kringum hnöttinn á ekki lengri tíma. Nú datt Nellie í hug að taka sér fyrir hendur að sanna, að þetta væri ekki ein- asta framkvæmanlegt, heldur gæti jafn- vel kvenmaður komist kringum jörðina á skemmri tíma. Ritstjóri The World varð strax feiknhrifinn af hugmyndinni. Að vísu hafði hann litla trú á því, að Nellie mundi takast að „slá“ hið ímyndaða hraðamet franska rithöfundarins. En hann vissi, að almenningur mundi engu að síð- ur fylgjast af áhuga með ferð hennar, ef rétt væri á málum haldið. Hún lagði af stað í ferðalagið 14. nóv- ember 1889. Hún hafði nálega engan far- angur meðferðis. Hún fór með þýzku skipi til Englands og var komin til London eft- ir sex daga, og The World tilkynnti les- endum sínum það með risastórum fyrir- sögnum. Frá London hélt hún til Frakk- lands til fundar við Jules Verne og það- an með járnbrautarlest til Brindisi á ítalíu. Næsti viðkomustaður var Egypta- land, þá Ceylon, þá Canton í Kína (þar sem hún var um jólin) og þá Yokohama í Japan. Nellie hafði sett sér það markmið að ljúka hnattferðinni á 75 dögum. Nú átti hún 27 daga eftir. Hún tók sér far með hafskipinu Oceanic. Það fór frá Japan 7. janúar og kom til San Francisco hinn 21., eftir að hafa hreppt versta veður. Þá hófst járnbrautarferðalag yfir þvera Ameríku, og má segja, að það hafi verið sannköll- uð sigurför fyrir hina ungu blaðakonu. Henni var allsstaðar tekið með kostum og kynjum. í New York beið hennar múgur og margmenni. Þar stóðu menn á brautar- stöðinni með skeiðklukkur, til þess að ekki skeikaði um sekúndu, þegar hið ó- trúlega hraðamet yrði mælt. Þegar lest- in nam staðar, var klukkan nákvæmlega 51 mínútu yfir þrjú. „Sigur! Sigur!“ öskruðu tímaverðim- ir. „Tíminn er sjötíu og tveir dagar, sex klukkustundir, tíu mínútur og ellefu sek- úndur!“ Nellie Bly kom mönnum oft á óvart. En sjaldan mun hún þó hafa komið al- menningi meira á óvænt en þegar hún 27 ára gömul gekk að eiga 72 ára gamlan milljónamæring, sem hún hafði kynnst á járnbrautarferð! Þau lifðu saman í far- sælu hjónabandi í níu ár, eða unz hann andaðist árið 1904. Eftir það gekk á ýmsu fyrir Nellie. Hún tók að sér stjórn fyrirtækja manns- ins síns sáluga, en var óheppin .og tapaði nærri öllum eigum sínum. Svo varð hún fyrir því óláni að verða innligsa í Aust- urríki í heimsstyrjöldinni fyrri; hún mátti nauðug viljug sitja þar um kyrrt öll stríðsárin. Þegar til Bandaríkjanna kom, tók hún hinsvegar að fást við blaðamennsku á nýjan leik og með góðum árangri. Þó var ævintýraskeiði lífs hennar lokið. En blað hennar kvaddi hana með hlýju og aðdáun, þegar hún lézt 1924, og kallaði hana réttilega eina slingustu, og tápmestu blaðakonu veraldar. 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.