Vikan - 02.06.1955, Page 2
TOSTUMNN
VINSTTJLKXJR! Hérmeo birtum við
annað ljóðið, sam þið báðuð um,
hitt (Við sátum tvö) birtum við svo
seinna. Gjörið svo vel!
Viltu með mér vaka í nótt,
vaka á meðan húmið hljótt,
leggst um lönd og sæ
lifnar fjör í bæ
viltu með mér vaka í nótt.
Vina min kær,
vonglaða mær,
einni ann ég þér,
ástina veittu mér
aðeins þessa einu nótt.
Viltu vera svo góð að birta fyrir
mig í nœsta blaði númerið, sem upp
hom, þegar dregið var í Happdrœtti
Byggingarsjóðs Víkings. Það átti að
draga 2. apríl, en ég lief livergi séð
það auglýst.
— Helga.
SVAR: Þú átt þó ekki númerið
13041 ? Ef svo er, þá ertu líka
eigandi að Vespu-mótorhjóli. Það er
búið að draga í’ Víkingshappdrætt-
inu, eins og þú hélzt, en enginn
hefur ennþá vitjað vinningsins.
Þarf maður að hafa 4 stig i sundi,
til að komast í Iþróttakennaraskól-
ann á Laugarvatni? Nœgir gagn-
fræðapróf, til að komast í þann
skóla ?
— Lási.
SVAR: Svarið kemur nokkuð seint,
Lási, en þar sem þú varst búinn að
fá svar við hluta af bréfinu þínu,
varstu látinn bíða þar til svolítið er
farið að hægjast um með vorinu.
Já, gagnfræðapróf nægir eða próf
úr héraðsskóla. Þú þarft líka að
hafa 4. stigs próf i sundi, en það
munu flestir nemendur áðurgreindra
skóla hafa tekið. Auk þess er krafizt
vissrar kunnáttu í leikfimi, en það
er greinilega tekið fram á umsóknar-
eyðublaðinu, sem þú getur fengið
hjá fræðslumálaskrifstofunni. Dreng-
ir þurfa t. d. að geta stokkið 1.25
sm. og stúlkur 90 sm.
ERLA! Utanáskrift kvikmyndaleik-
arans Jeff Chandlers er: Universal
Studios, Universal City, California,
U.S.A. Bréfið getum við ekki samið
fyrir þig. Þú hlýtur að þekkja ein-
hvern, sem getur komið saman ein-
faldri setningu á ensku.
SVEINA! Jane
Wyman er hjá
Warner Brothers,
Burbank Califor-
nia, U.S.A. Hér-
með fylgir mynd-
in af henni, sem
þú baðst um.
Fögur voru fjöllin hér,
fram i dalnum léku sér
marga æskuunaðsstund
yngissveinn og fögur sprund.
Hlupu frjáls um hoit og mó,
höfðu í blómalautum skjól,
bundu kransa brostu, eins
og blóm við sól.
Bjartir lokkar léku í
ljósi sólar dægrin löng.
Þá var ástin Ijóðrænt lag,
er lífið söng.
Fegurð enn í fjöllum býr,
— faðmur dalsins, grænn og hlýr.
Sveinar enn þar fara á fund
við fögur sprund.
Fyrir JONNU
birtum við „I
faðmi dalsins“ eft-
ir Guðmund Þórð-
jane Wyman arson, sem Ragnar
Bjarnason hefur
sungið inn á hljómplötu undir lagi
Bjarna J. Gislasonar.
Tímaritið SAMTIÐIN
flytur framhaldssögur, smásögur, kvennaþætti, bókafregnir, get-
raunir, bráðfyndnar skopsögur, víðsjá, ferða- og flugmálaþættí,
samtalsþætti, frægar ástarjátningar, bridgeþætti, úrvalsgreinar,
nýjustu dægiu-lagatextana, ævisögur frægra manna o. m. fl. 10
hefti árlega fyrir aðeins 35 kr. Nýir áskrifendur fá 1 eldri
árgang í kaupbæti. Póstsendið í dag meðfylgjandi pöntun:
Ég undirrit....... óska að gerast áskrifandi að BAMTIÐINNI
og sendi hér með árgjaldið, S5 kr.
Nafn ..............................................................
Ileimili ..........................................................
Utanáskrift vor er: SAMTlÐIN, Pósthólf 75, Reykjavík.
1. Ég er svo maga- og rassstór,
hvernig er liœgt að laga þá galla?
2. Ég lwf mikinn hármaðk. Hvernig
á ég að losna við hann ?
3. Hvaða litir fara mér bezt? Ég
er með skoleitt hár, fremur dökkt og
með rauðleitum blœ, brún augu og er
fremur rjóð í kinnum?
SVAR: 1. Þú skalt reyna leikfimis-
æfingar. Liggðu endilöng á gólfinu
með handleggina að síðunum og veltu
þér svo eins og kefli. Slíkar veltur
reyna sem sé á kviðvöðyana og lend-
arvöðvana. Þú getur líka gert æfingu,
sem er í því fólgin, að kviðurinn er
ýmist þaninn út eða dreginn inn.
Hreyfingarnar eiga að fylgja andar-
drættinum. Við þetta styrkist þind-
in og kviðvöðvarnir. Þegar frá líður
eru þessar æfingar gerðar gegn mót-
stöðu, þannig að hjálparmaður styður
flötum lófa á kviðinn eða með þvi að
þungi, (bækur og þessháttar) er lagð-
ur á hann.
2. Þessi kvilli er tíðastur á síð-
hærðu kvenfólki, sem sjaldan klippir
sig. Stundum er of tíðum hárþvotti,
eða vondri sápu kennt um. Venjulega
jafnar þetta sig með tímanum, án
þess að nokkur lækning sé viðhöfð.
3. Hlýir og skæi'ir litir, eins og t.d.
rautt, rauðgult, gult, brúnt og rauð-
fjólublátt, ættu að fara þér vel.
Einnig draplitað, grámað hvítt og
svart. Ef þú hefur dökk-bronzleitt
hörund ættirðu að forðast liti eins og
lavenderblátt, fölblátt og kaldan,
skærbláan lit.
BRÉFASAMBÖND
Birtlng & nafni, aldri o( helmilUf&nri
koat&r 6 krönur.
Jiirgen Gerwicke (við 14—16 ára
Islending, skrifar þýzku og ensku),
Miinster í Westf., Sentmarcuger —
Wej 1106, Deutschland — Guðmundur
Theodórsson (við stúlkur 15—17 ára),
Laugalandi, Reykhólasveit, A-Barð.
-— Hjördís Þorsteinsdóttir (við pilta
17—19 ára) og Valgerður Jónsdóttir
(við pilta 15—18 ára), báðar að
Eiðum, S-Múl.
Forsíðumyndina
tók Hjálmar Bárðarson á Núpsstöð-
um í Skaptafellssýslu, en þar endar
bílvegurinn, eins og kunnugt er, svo
cnn eru þar næg verkefni fyrir þarf-
asta þjóninn, hestinn.
MUNIÐ
NDRA MAGASIN
Karl 6. Sölvason
Forjnvor 18 Simi 7939
Beykjsrik
ðíí gluggahreinsun
fljótt og vel af
hendi ieyst.
|
| — HBENGH) 1 SlMA 79S9 —
:
BAUNA KRAFTSÖPA
Reynið hina hressandi og
bragðgóðu súpu, búna til
úr völdum HOLLENSK-
UM grænum baunum.
súpur
diska
ES2Ó
Biðjið um „H0NIG“
Hver pakki inniheldur efni á 4
HEITJDSÖIAIHIKGÐIR:
Eggert Kristjánsson & Co. h.f.
Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 305.
2