Vikan


Vikan - 23.06.1955, Síða 2

Vikan - 23.06.1955, Síða 2
PÓ8TURIIMIM Geturöu gjört svo vel og sagt mér eftir hvern kvœðið Saga málarans er? Erindin eru alls lij. Fyrsta erind- ið er svona: Við bjuggum í koti hjá klifi út við sjó í kœrleik við ylinn vona. Hann pabbi minn gerði mönnum skó hún mamma var þvottakona. SVAR: Þvi miður vitum við ekki hvar þetta kvæði er að finna, en ef einhver annar lesandi gæti sagt okk- ur það, eða skrifað það upp fyrir okkur, mundum við með ánægju birta það fyrir þig — eða að minnsta kosti eitthvað af því. __ I __ SVAR TIL D.F.: Réttindi til að kenna leikfimi færðu, eftir að hafa lokið prófi í Iþróttaskólanum á Laugar- vatni. 1 21. tbl. Vikunnar svöruðum við fyrirspurn um þann skóla. Um- sóknareyðublöð færðu á Fræðslu- málaskrifstofunni. __ i __ Viltu gefa mér heimilisfang Burts Lcmcasters, birta mynd af honum og mKGUNlNN BVNJNR MBD >MP< RNKKJ&M! HEILDSÖLUBIRGÐIR: Eggert Kristjánsson & Co. It.f. Reykjavík. segja mér hvort hann er giftur, hvort hann á börn o.s.frv. SVAR: Burt Lan- castef hefur verið kvæntur Normu Andersen síðan 1946 og á með henni 5 börn. Þau reka sína eigin kvikmyndavinnu- stofu og þangað geturðu skrifað honum. Utaná- skriftin er: Norma Products, 4000 w. Oliver Avenue, Burbank, Califor- nia. t _ Eg er með dökka bauga undir augunum, sem hvorki hafa komið af svefnleysi né lasleika. Eg er búin að hafa þessa bauga lengi og þeir virð- ast heldur stækka með aldrinum. Heldurðu að það geti stafað af þvi að -ég er ákaflega nœrsýn og þarf að rýna mikið? Geturðu ekki gefið mér einhver ráð, til að losna við þá? SVAR: Við kunnum því miður engin ráð betri en að hylja baugana sem mest með kremi og púðri. En sagð- istu rýna? Það er áreiðanlega miklu ljótara og meira áberandi en baug- arnir, sem þú hefur svo miklar á- hyggjur af. Nú á dögum hikar engin kona við að ganga með gleraugu, ef hún þarf á að halda, því sé gler- augnaumgerðin rétt valin, getur hún verið til mikillar príði fyrir andlitið. Og nú er hægt að fá umgjarðir í öllum litum og gerðum. Auk þess mundu ljósar umgjarðir draga úr eða fela alveg baugana undir augunum á þér, þar sem ljósir fletir draga allt- af meira að sér athygli en dökkir. Kanntu ekki erindið, sem þessar Ijóðlínur eru úr: „Eg ungur unni þér, þín ást var helguð mér . . . Mér þœtti vœnt um, ef þú gœtir birt það fyrir mig. SVAR: Þessar ljóðlínur eru úr ljóði eftir V. H. Hallstað, sem heitir „Eg ann þér.“ Það er sungið undir lagi eftir Óskar J. Cortes, og er svona: Þú kemur vina mín, í kvoid er máninn skín. Við þræðum þekkta slóð — þú ert svo góð. 'Ég ungur unni þér, þín ást var helguð mér, hún vefur sumri og söng um síðkvöld löng. Við hlýðum klökk og sátt á kvöldsins andardrátt er húmið hylur grund. Það er heilög stund. Nú veiztu, ástin min, hve oft ég minnist þín. Nú einan áttu mig. Sg elska þig. SSn. BRÉFASAMBÖND mrtlng: á nafni, aidri og; beixailisfanfff kootar 5 krónur. Lars Bernhardt, 12 ára (við íslenzk- an dreng, sem er frímerkjasafnari. Skrifar sænsku og svolítið í ensku) Solliden Sanatorium, Östersund, Sverige — ICatrín Ólafsdóttir, Fag- urgerði 9 og Erla Guðmundsdóttir, Sigtúni 3, (við pilta 17—20 ára), báðar á Selfossi — Gunnar Sigurðs- son, Máná og Öli Gunnarsson, Vala- dal (við stúlkur), báðir á Tjörnesi, S-Þing. — Elísabet Karlsdóttir,. Skagabraut 44 og Heiðrún Þorgeirs- dóttir, Sóleyjargötu 8 (við pilta eða stúlkur 15—17 ára), báðar á Akra- nesi — Júlía Friðriksdóttir (við pilta eða stúlkur 16—19 ára), Felli við Finnafjörð, Langanesströnd, pr. Þórs- höfn, N-Múl. Fsrjnror lð Siml 7»38 Bojkjavík ÖU gluggahreinsun fljótt og val af hendi leyst. — HRINGH) I SlMA 7939 FORSÍÐUMYNDIN Slíka sjón má sjá á hverju ári 17. júní. Páll ísólfsson að stjórna Þjóðkórnum. Myndina tók Hjálmar R. Bárðarson. MUNIÐ NDRA MAGASIN Fást í 6 stykkja pökk- um, 25 í dós eða 50 í smekklegu glasi. Holland SÚPUTENINGAR Ljúffengir og kraftmikl- ir, bragðbæta súpur, sós- ur og gefa matnum hið rétta bragð. HLÍLDSÖIIJBIKGÐIK: Eggert Kristjánsson & Co. h.f. 0tgefandi VTKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gídi J. Ástþórsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365. 2

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.