Vikan


Vikan - 23.06.1955, Blaðsíða 5

Vikan - 23.06.1955, Blaðsíða 5
eru ekki margir menn í Hollywood, sem standa honum jafnfætis í því og enginn, sem tekur honum fram. Á meðan á þessu stóð, hafði ég ekki mikið að gera. Að vísu hafði ég kynnt mér allar aðstæð- ur, en ofurstinn hafði sjálfur verið viðstaddur. Ég reikaði inn í hellinn og var að velta því fyrir mér, hvernig hann hefði litið út þessa örlaga- ríku nótt fyrir tíu árum. Rétt fyrir innan hellis- munnan lá flatur, sléttur steinn, sem var tilvalið sæti. Þar höfðu Romeo og Júlía sjálfsagt setið. Þegar ég aðgætti betur, sá ég fjóra blauta síga- rettustubba, þar af tvo með varalit á, liggja í votum sandinum. Svo þá var hægt að sanna þann hluta sögunnar. Ef þau hefðu ekki hrakizt út úr hellinum, þegar fór að „drjúpa og hrynja“ úr loftinu....... Eg leit upp — og starði upp í loftið. Það var renni slétt, eins og það hefði verið tálgað með handafli, og alveg þurrt og dropalaust. Þar voru engir steinmolar, sem gátu dottið! Samt höfðu þau bæði haldið því ákveðið fram. En svo kom ég auga á steinvölurnar, sem lágu hjá sígarettustubbunum. Allt í einu virtust stein- arnir alls ekki eiga við á þessum sandi, sem sjórinn var búinn að slétta. Hvers vegna voru þeir svona fáir — og hvers vegna aðeins ofan á sandinum — eins og þeii' væru nýkomnir þangað ? Þeir höfðu svo sannarlega ekki dottið ofan úr loftinu. Eg fékk hjartslátt. Ég gekk áfram inn í hell- inn, að stóra steininum, þar sem — morðinginn hafði falið sig og beðið fórnarlambs síns, eins og Bayard hafði haldið. Þar sá ég alveg sams konar smásteina, sem höfðu kastazt þangað í ein- hverjum fyrri stormum, en þeir voru hvergi annars staðar sjáanlegir. Ég fékk gæsahúð af æsingi. Líkið af Hetzen hafði þá ekki legið inni í hellinum, meðan ungu elskendurnir reyktu sígaretturnar sínar, heldur hafði morðinginn sjálfur verið þar! Ég reyndi að setja mig í hans — hennar — spor. Allt virtist til- húið. Hann var búinn að skrifa bréfið, í nafni Odette, til að lokka Hetzen inn í hellinn á mið- nætti. Og rétt þegar sá tími nálgaðist — þá höfðu Douglas og Ninon skyndilega og alveg óvænt reikað inn i hellismunnann og virtzt með því ætla að eyðileggja alla ráðagerð hans. Ég gat ímyndað mér vaxandi taugaóstyrk hans og þögular formælingar hans, þegar hið dýrmæta augnablik var komið og þessir óvæntu elskendur kveiktu sér rólega í sigarettum og spjölluðu sam- an. Majórinn gat komið á hverri stundu — og farið aftur, ef hann sæi að þar væru tvær mann- eskjur fyrir. Eða ef hann gerði það ekki, þá var hvort sem var ekki hægt að fremja morðið, með elskendurna sem vitni. 1 örvæntingu reyndi morðinginn að finna eitthvert ráð til að koma þeim í burtu, án þess að gera þau tortryggin. Þau mundu kannski verða hrædd við hávaða — en það var ekki víst að Douglas yrði hræddur við neina smámuni. Framhald í nœsta blaði. Veiztu? 1. Á nærsýn manneskja að nota gleraugu með safngleri eða dreifigleri ? 2. Hvar er Andey? En Andriðsey? 3. Hvað hefur ánamaðkurinn mörg augu? 4. Á hvaða breiddargráðu er miðjarðarlínan ? 5. Hver skrifaði fræga leiðbeiningabók um hegðun prinsa? 6. Hvað er kavíar? 7. Hvert trúðu fornmenn að ellidauðir og sótt- dauðir menn færu? 8. Hvað er sameiginlegt með Schoenberg, Hm- demith og Weill? 9. Hver er hæsti tindur. Alpafjallanna ? 10. Gáta: Hver er sú víða, breiðleita og brúnsiða, sorglega stynur í sal örendra. Plengd er með hverju fjórtánda dægri, ákaflega með einu barefli ? Sjá svör á bls. 1 j. I I I I EFTIR J. L. CWENS. r "L'G var að velta því fyrir mér, hvernig ég gæti náð mér í peninga, þegar ég rakst á Sam Rickett á barnum. Við vorum einu sinni skólabræður, en nú lifum við við ákaflega misjöfn kjör. Ég er láglaunaður safnvörður, en hann verzlunarmaður, sem ekur í fallegmn bfl og heldur sig aðeins réttu megin við lögin. Engum geðjast að því, hvern- ig hann fer að því að græða. Hann ekur um landið og kaupir húsgögn. Munirnir hafa venjulega gengið mann fram af manni, og eigendurnir hafa enga hugmynd um það, hvort þeir eru einhvers virði. En það veit Sam aftur á móti. Hann kaupir þá fyrir einhverja lítilfjörlega upphæð og selur þá svo aftur með margföldum ágóða. Ég bauð honum bjórglas og sagði, án þess að hafa mikla von um að það bæri árangur: — Þú getur víst ekki lánað mér 2500 krónur, Sam ? Ég skal borga þér þær smám saman, 500 krónur á mánuði. Þú manst eftir henni Gvendolinu gömlu, kennslukonunni okkar. Hún er orðin svo bláfátæk. Ellistyrkurinn hrekkur skammt og hún hefur engin eftirlaun, af því að hún hætti við skólann, til að kenna í einka- tímum. — Ég skil ekki, að mér komi það nokkuð við, urraði Sam. — Hún hefur safnað að sér dálitlu af gömlu dóti, og mér datt í hug, að það væri kannski einhvers virði, ef hún fengist til að selja það. Ég vildi t. d. gjarnan kaupa gamla rómverska peninga, sem einhver nemandi hennar gaf henni einu sinni, í safnið mitt. — En þú hefur ekki efni á því, eða hvað? sagði Sam. — Og þá kemurðu til mín. Þú ert þó ekki vanur að vilja láta sjá þig með mér. Ég lét sem ég heyrði þetta ekki, einkum þar sem það var satt, en ég vissi, að rifrildi við Sam mundi ekki hjálpa Gvendolínu gömlu. — Ég get að vísu ekki lagt út stóra upphæð í einu, en ég má missa nokkur hundruð á mánuði, sagði ég auðmjúkur. — Þakið á hús- inu hennar lekur og sængurfötin eru næstum slitin upp til agna. — Þetta er tilgangslaust fyrir þig, svaraði Sam og fór, án þess að bjóða mér annað bjór- glas. Það kemur þér auðvitað kynlega fyrir sjón- ir, að ég sltyldi ekki bara gefa gömlu ltonunni smáupphæðir, þegar ég hafði efni á því. En þessi elskulega gamla kona var allt of stolt til að taka við ölrnusu. Þessvegna hafði ég stungið upp á því að hún seldi mér þessa gömlu peninga. KVÖLDIÐ eftir leit ég inn til hennar. — Ég get sennilega ekki keypt peningana eins fljótt og ég bjóst við, sagði ég. — En það verður fyrr en varir. — Georg, sagði hún og brosti. — Eftir að þú fórst um daginn, þegar þú hafðir boð- izt til að kaupa gömlu peningana af mér, var ég að velta því fyrir mér hvort ég ætti að selja þér þá, því ég veit að þú hefur ekki efni á þessu. En nú er málið leyst. Annar gamall nemandi, Sam Richett, kom og keypti þá. Hann var í dýrindis frakka, svo mér fannst hann hafa betur efni á því en þú. Ég vona, að þú hafir ekki haft mikla ágirnd á peningun- um, Georg. Bætti hún við, kvíðafull á svipinn. — Nei, nei, það skiptir engu máli. En við Sam erum engir vinir og ég býst við, að hann hafi prettað þig. — Nei, það held ég eklti, svaraði hún blíð- lega. — Þú sagðir mér, að þeir væru nokkuð mikils virði, þó þú nefndir enga upphæð, svo ég neitaði að selja þá fyrir 100 krónurnar, sem hann bauð fyrst. Ég sagði honum, að ég gæti ekki selt sjaldgæfa rómverska peninga fyfir minna en 1000 krónur. Hann reyndi í fyrstu að prútta, en að lokum borgaði hann mér þá upphæð fyrir þá. Hve mikið ætlaðir þú að borga mér? — 2500 krónur! — Jæja, ég vil nú heldur 1000 krónur frá manni, sem hefur efni á því, en meira en tvöfalda þá upphæð frá þér, sem ekki mátt missa það. Er G þóttist viss um að geta hitt Sam á barnum. Hann mundi ekki standast þá freistingu að hrósa sigri yfir mér. Hann hefði aldrei keypt þessa gömlu peninga, ef hann hefði ekki þótzt viss um að geta grætt á þeim. Hann sat við barborðið, þegar ég kom inn, og bauð mér wiskyglas. Svo dró hann upp pokann með peningunum og lét hringla í þeim. — Þarna sló ég þér við, gamli vinur, sagði hann. — En safnið þitt getur fengið þá fyrir 5000 krónur. ■— Níðingurinn þinn, sagði ég. — Þú vissir vel, að ég ætlaði að borga gömlu konunni 2500 krónur og svo hefurðu ætlað að svíkja þetta út úr henni. Hann roðnaði af reiði, en þó átti hann eftir að roðna ennþá meira, þegar ég hélt áfram! — En hún lék nú samt á þig! — Hvern fjandann áttu við? Svona gömul og elskuleg kona mundi ekki einu sinni kunna að skrökva. — Mér þykir vænt um, að þú skulir gera þér grein. fyrir því, svaraði ég. — Hennar líkar tapa venjulega á því að hitta fólk eins og þig. Þar sem aumingja gamla konan kann ekki að skrökva sjálf, trúði hún því, þegar ég sagði henni að peningarnir væru verðmætir. Hún treysti mér, þar sem ég er sérfræðingur á þessu sviði. En peningarnir eru bara eftir- líkingar. Ég skrökvaði aðeins að henni í þeim tilgangi að hjálpa henni, af því að ég vissi, að hún mundi ekki taka við gjöfum frá mér. En þar sem öðrum eins þorpara og þér dettur ekki í hug að nokkur maður geti hegðað sér svona bjánalega þá ert það þú, sem hefur verið hjálpsamur og örlátur við gömlu kennslukon- una þína. Ég efast um, að þú fáir 50 krónur fyrir þessar eftirlíkingar. 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.