Vikan - 23.06.1955, Blaðsíða 8
GISSURRI BREGST BOGALISTIN.
Rasmína: Herra Geithóls hefur boðið þér með
sér i veiðiferð í dag. Það verður fullt af fínum
samkvœmismönnum í snekkjunni hans.
Gissur: En ég œtlaði að gera annað, Rasmína.
Rasmína: Gerðu það sem ég segi þér. Segðu
Geithöls að þú þiggir boðið með ánœgju.
Gissur: Ætlið þér að sœkja mig? Ágœtt, Geit-
hóls, ég skal vera tilbúinn.
Gissur: Og mundu svo að hringja i Hafnarhúsið
og biðja fyrir þessi skilaboð til mín, Dinty.
Sendiboðinn: Það komu skilaboð til Gissurrar. Hann er beð-
inn um að koma strax á skrifstofuna sína.
Gissur: É<; er því miður hrœddur um, að ég verði að hœtta
við að fara, Geithóls. Þeir hljóta að vilja skrifa undir stóra
samninginn, sem ég var að segja yður frá, núna strax.
Gissur: Þetta fór alveg eins
og ég bjóst við. Jœja, nú þarf
ég bara að ná mér í leigubíl
og hitta svo Dinty og hina strák-
ana.
Kalli kíila: Mér datt ekki í hug, að þetta tœkist,
Gissur.
Siggi sífulli: Gissur kann svei mér lagið á því.
Lalli letingi: Er þetta ekki betra en að veiða fisk?
Gissur: Ég vil nú alltaf heldur borða fisk en að
veiða hann.
Rasmina: Þú lýtur út alveg eins og nýsleginn tú-
skildingur, Gissur. Ertu nú ekki feginn að þií fórst?
Gissur: Svo sannarlega! Ekkert jafnast á við
hreint loft og sólskin. Ég veiddi ekkert, en mér er
líka alveg sama.
Þjónninn: Herra Geithóls sendi Gissurri þetta og
bað mig um að skila því, að veiðiferðin hafi verið
dásamleg og að honum þyki leitt, að Gissur skyldi
ekki geta komið með þeim.
r
Hjúkrunarkonan: Hérna kem ég með kvöld-
matinn yðar, Gissur. Það er glcenýr fiskur.
Gissur: Komið með eitthvað annað. Ég hef
enga lyst á fiski í dag.
ÞJÓÐIRNAR GETA UNNIÐ SAMAN
IÆST þegar þér finnst
útlitið í alþjóðamál-
um sérstaklega dap-
urlegt, skaltu hugsa
um þann mikla sam-
starfsvilja og þá ágætu al-
þjóðlegu samvinnu, sem
liggur á bak við þá stað-
reynd, að þú getur sent
bréf í pósti til útlanda.
Þetta er sannarlega þess
virði, að því sé gaumur
gefinn.
Alþjóðlega póstmálastofnun-
in, sem stjórnar þessari óvenju-
legu og ágætu alþjóðlegu sam-
vinnu, var stofnuð fyrir rösk-
lega 80 árum. Nærri öll lönd
veraldar eru meðlimir. Jafnvel
þau, sem enn standa utan sam-
takanna (eins og t. d. Kína),
starfrækja póstþjónustu sína í
samræmi við reglugerðir Póst-
málastofnunarinnar.
Gerum ráð fyrir, að maður í
Mlinchen sendi vini sínum í
Milwaukee í Bandaríkjunum
bréf. Hvernig kemst það til
skila og hver borgar fyrir flutn-
ing þess yfir lönd og höf?
Þegar Póstmálastofnunin var
stofnuð 1875, voru allir aðilar
sammála um tvö meginatriði:
að öll meðlimalönd stofnunar-
innar mættu gegn gjaldi nota
flutningatæki allra annarra
meðlimaríkja til flutnings 'á
pósti; og að ,,móttökulandinu“
bæri ætíð skylda til að dreifa
þeim pósti, sem þangað bærist,
,,sendi-landinu“ að kostnaðar-
lausu.
Því er það, að þegar maður-
inn í Miinchen póstleggur bréf-
ið sitt, er það (til dæmis) flutt
um borð í hraðlest til Parísar,
þar sem franska póstþjónustan
tekur við því og kemur því til
Cherbourg. Þaðan kann það að
fara með Queen Mary til New
York. Bæði Frakkland og Bret-
land taka gjald af Þýzkalandi
fyrir að flytja bréfið. En þegar
það kemst til New York, tekur
bandaríska póstþjónustan að
sér að skila því til móttakand-
ans í Milwaukee endurgjalds-
laust.
Þar sem hvorki Bretar né
Frakkar geta staðið í því að
telja hvert einasta bréf, sem fer
um hendur þeirra, er venjuleg-
ast rannsakað á þriggja ára
fresti, hve umfangsmiklir þessir
flutningar eru. Rannsóknin fer
fram snemma sumars, þegar
ætlað er að póstflutningar séu
næst því að vera „eðlilegir.“
Verið er að framkvæma eina
slíka rannsókn einmitt núna.
Hvert land leitast við að komast
að ákveðinni niðurstöðu um hve
mörg kíló af pósti berist frá
hverju landi. Niðurstöðutölurn-
ar eru síðan sendar til aðalbæki-
stöðva Póstmálastofnunarinnar
í Bern í Svisslandi, þar sem
sérfræðingar hennar reikna út
það grunngjald, sem hverju
landi beri að greiða. Auk grunn-
gjaldsins eru svo allskonar
aukagjöld — svo sem fyrir
flutning á böglapósti, fyrir á-
byrgðarbréf og póstávísanir.
Allar þessar upplýsingar fær
Póstmálastofnunin í Bern, en
hún tilkynnir síðan hverju með-
limaríki á ákveðnum tímum,
hve mikið það skuldi öðrum
löndum fyrir póstflutninga.
Það var Bandaríkjamaður —
póstmálastjóri Abrahams Linc-
olns — sem fyrstur stakk upp
á því, að stofnað yrði til al-
þjóðasamvinnu um póstflutn-
inga. Efnt var til ráðstefnu í
París 1863. Þar komu saman
fulltrúar frá 15 löndum til þess
að undirbúa stofnun alþjóða-
sambandsins. Tólf árum síðar
var Alþjóðlega póstmálastofn-
unin sett á laggirnar með stuðn-
ingi 22 ríkisstjórna.
Alþjóðlega póstmálastofnun-
in efnir til ráðstefna á fimm ára
fresti. Þar eru reglugerðir
stofnunarinnar teknir til ræki-
legrar endurskoðunar. Síðasta
ráðstefnan var haldin í Briissel
1952, og mættir voru póstfull-
trúar frá um 200 löndum og ný-
lendum.
Það er óneitanlega uppörv-
andi að kynnast starfsemi Al-
þjóðlegu póstmálastofnunarinn-
ar. Á þeim vettvangi hafa þjóð-
irnar sannað, að þær geta unn-
ið saman í friði og einlægni.
Hjálpsemi borgar sig œvinlega
OMENICO BOTTA
heitir Itali einn, sem
sat í fangelsi í Milano.
Hann hafði hlotið 20
ára íangelsisdóm fyr-
ir f jársvik og var búinn að
afplána sjö ár, þegar hann
fékk frelsi á mjög óvæntan
hátt. Hann sýndi svo mikla
fórnfýsi, þessi tugthúslim-
ur, að yfirvöldunum þótti
ekki annað sæma en að
launa honum með sakar-
uppgjöf.
Domenico var að vinna í fang-
elsisgarðinum, þegar rifrildi úr
dagblaði fauk yfir fangelsis-
múrinn. Þegar hann tók það
upp, rakst hann á frétt um
tveggja og hálfs árs gamla
telpu að nafni Lucia Bechelli,
sem var mállaus (sagði blaðið)
vegna fátæktar foreldranna.
Lucia var holgóma og faðir
hennar, sem var verkamaður,
hafði ekki efni á að láta fram-
kvæma aðgerðina, sem mundi
gera henni fært að tala.
Domenico hugsaði mikið um
þetta í klefa sínum á kvöldin.
Loks tók hann óvænta ákvörð-
un. Hann gekk á fund fangelsis-
stjórans og fékk hjá honum
leyfi til að hefja fjársöfnun í
fangelsinu. Fólk, sem heimsótti
fangana, var beðið að leggja
eitthvað að mörkum í styrktar-
sjóð Luciu litlu. Domenico efndi
meira að segja til happdrættis
meðal fangavarðanna um þrenn
föt, sem hann hafði átt þegar
hann var handtekinn; þau voru
í geymslu í fangelsinu og hann
vissi, að þau mundu orðin of
lítil honum.
En 2,500 krónurnar, sem hon-
um tókst að safna, nægðu ekki.
Svo að hann fékk talið um
hundrað af samföngum sínum
á að hætta að reykja í einn
mánuð. Þótt þeir ynnu myrkr-
anna á milli til þess að aura
saman fyrir tóbaki, afhentu þeir
Domenico hvern eyri þennan
mánuð.
Að lokum gat hann sent föð-
ur Luciu rösklega 5,000 krónur,
og þegar aðgerðin var fram-
kvæmd, tókst hún ágætlega.
Auk þess urðu sumsé þau ó-
væntu málalok hvað Domenico
áhrærði, að stjórnarvöldin gáfu
honum upp sakir — og nú seg-
ir hann, að hinar vikulegu heim-
sóknir til Luciu séu honum
bezta hvatningin til að lifa heið-
arlegu lífi.
Hann er raunar ekki eini af-
Framhald á bls. lJf.
BLESSAÐ
BARNIÐ
Mamman: Léztu hjólið þitt inn, þegar þú hœttir að leika þér
á þvi?
Lilli: Æ, ég gleymdi því, mamma.
Pabbinn: En þú átt alls ekki að gleyma því. Hve
oft er ég búinn að segja þér að láta það inn i bilskilr-
inn á kvöldin?
Pabbinn: Farðu strax út og settu hjólið inn.
Láttu þetta svo ekki lcoma fyrir aftur!
Lilli: Já, pabbi.
Lilli: Það er lögregluþjónn að spyrja eftir
þér, pabbi.
Pabbinn: Hverjum? Mér?
Lögregluþjónninn: Hvers vegna setjið þér bílinn eklci
inn i bílskúrinn? Yður er fuilkunnugt um það, að það
er bannað að slcilja bíla eftir úti á götunni á næturnar.
8
9