Vikan


Vikan - 23.06.1955, Page 3

Vikan - 23.06.1955, Page 3
Kóngurinn hefur 50 milljón krónur á viku! • • • Umbótasinnaður auðkýfingur í eyðimerkuriandi TEKJUHÆSTI maður verald- ar — hann lieíur um 50 milljónir króna á viku — eyðir talsverðum hluta .af auði sínum í vatn. Maðurinn heit- ir Abdullah al-Salim al Subah og er þjóðhöfðingi í Kuwait, pínulitlu konungsríki við Persaflóa. Svo gíf- urlegar eru tekjur hans, að hann gæti gefið hverri fjölskyldu í ríki síiiu 500 krónur á viku — skatt- frjálsar — og þó átt eftir góðar 20 milljónir á v i k u til eigin af- nota! Saga þessa ævintýrakóngs líkist ævin- týrunum í Þúsund og ein nótt. Hann var fyrir fáeinum árum fremur fátækur em- bættismaður. Svo fannst olía í Kuwait. Og það var á öldum olíuflóðsins sem Ab- dullah hófst til valda og varð á skömm- um tíma auðugasti maður veraldar. Gæfan brosir vissulega við Abdullah og þegnum hans. Því að það er ekki nóg með, að í Kuwait flæði milljónimar daglega úr iðrum jarðar, heldur er konungurinn um- bótasinnaður gáfumaður, mildur og rétt- látur stjórnandi og hófsamur og lítillát- ur þrátt fyrir allan auðinn. Hann sagði fyrir skemmstu í viðtali við fréttamann: ,,Ég hef sett mér það mark- mið að gera Kuwait að fyrirmyndarríki — bezta ríkinu í öllum Arabalöndum — og skapa þegnum mínum skilyrði til að lifa hamingjusömu lífi við heilbrigða vinnu og almenna velmegun.“ Og það er með þetta fyrir augum sem þessi víðsýni konungur eyðir nú hverjum milljónatugnum á fætur öðrum til þess að sigrast á verstu plágu landsmanna — hin- um gífurlega vatnsskorti. Það er ekki ýkjalangt síðan — eða allt þar til að olíuflóðið byrjaði — að helzti atvinnuvegurinn í Kuwait var vatnsburð- ur. Landið er að heita má ein eyðimörk — og það var bókstaflega skraufþurrt. Það varð að flytja vatnið inn frá Arabíu, þar sem það var tekið úr Arabíufljóti. Við landamærin keyptu vatnsberarnir það síðan af innflytjendunum og seldu það í smáskömmtum við hús landsmanna. Þegar olíugróðinn byrjaði að velta inn, kvaddi konungur brezka sérfræðinga á sinn fund, sem tjáðu honum að lausn vandamálsins væri við strendur lands hans — að hann gæti fengið gnægð af vatni með því að eima sjó. ,,Hvað mundu byrjunarframkvæmdir kosta?“ spurði konungur. „Kringum 100 milljónir.“ Konungur kinkaði kolli, og þar með var það klappað og klárt. Árangurinn er sá, að í dag er risin í ríki hans stærsta vatnsverksmiðja veraldar. Dögum vatns- beranna er lokið. 1 þeirra stað er að koma mikið og vandað vatnsveitukerfi, sem skil- ar milljónum lítra af ágætu vatni inn í nýbyggingarnar, sem eru sem óðast að út- rýma moldarkofum landsmanna. Abdullah konungur sneri sér næst að höfuðborg sinni. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að ef Kuwait ætti að verða það gósenland, sem hann dreymdi um, yrði borgin að taka miklum stakkaskiptum. Hann lét sérfræðinga sína gera áætlun, þar sem gert er ráð fyrir 4,500 milljóna út- gjöldum! Fyrir þetta fé á að leggja ur- mul af nýjum vegum, byggja ógrynni ný- tízku íbúðarhúsá, reisa fjölda sjúkrahúsa og skóla, byggja verzlunarhús og ráðhús, koma upp fögrum skrúðgörðum og skemmtigörðum — í einu orði sagt byggja nýja fagra borg. Þótt Abdullah konungur sé stórhuga athafnamaður og í rauninni hinn mesti byltingamaður, lifir hann enn að hætti forfeðra sinna að sumu leyti. Hann hefur stórt kvennabúr. Frá því hefur aldrei verið skýrt opinberlega, hversu margar konur þessi eyðimerkur-auðjöfur á, en ef dæma Skrítlur Ameríkumenn þykja fullhreyknir af mannvirkjum sínum og tækni. Einu sinni var Ameríkumaður á gangi með Dana um Kaupmannahöfn. Leið þeirra lá framhjá konungshöllinni og segir Ameríkumaðurinn um leið og þeir koma gegnt höllinni: „Þetta er snotur villa, svona hús byggjum við í Ameriku á nokkrum dögum.“ Svo héldu þeir félagar áfram ferð sinni og komu að ráð- húsinu. Þá spyr Ameríkumaðurinn: „Hvaða bygging er þetta, kunningi?“ Daninn brosti í kampinn og sagði ósköp rólegur. „Eg veit það ekki, hún var ekki hér í gærdag.“ Þá sagði ég honum, að ég gæti aðeins verið honum sem systir, og hvað heldurðu að hann hafi þá sagt? Hann bað mig um að lána sér 200 krónur. Það var verið að kistuleggja húsfreyjuna í Saurakoti og sonur hennar var í mestu vandræðum með að ákveða hvað ætti að syngja við athöfnina. Eftir langar umræð- ur, segir ein gömul kona, sem var þar viðstödd: „Syng- ið eitthvað úr Passíusálmunum, allt er gott sem í þeim stendur." Þá var náð í Passíusálmana og sonurinn blað- aði góða stund í þeim, en byrjaði svo að kyrja: „Sjá hér hve illan enda, ótryggð og svikin fá . . . .“ skal eftir nýju höllinni, sem hann er að láta reisa kippkorn frá höfuðborginni, er talan talsvert há. Staða konunnar í þessu framfarasinnaða Arabalandi er annars mjög merkileg og þess virði, að henni sé gaumur gefinn. Það er forn siður í landinu, að konur gangi með andlitsblæjur. En margar hina yngri kvenna í höfuðstaðnum eru þegar búnar að taka ofan blæjuna. Þær þyrpast þúsundum saman í nýju skólana, þar sem þær njóta algerlega sömu réttinda og karl- mennirnir. Hinn ágæti konungur ætlar þeim sum- sé engu ómerkilegra hlutverk í uppbygg- ingu landsins en karlmönnunum. Margar stunda læknisnám, en mikill skortur er enn á læknum í Kuwait. Aðrar ætla að verða kennarar, skrifstofustúlkur og þar fram eftir götunum. Það má þannig segja, að algjör þjóð- félagsbylting ætli að fylgja olíuflóðinu mikla í Kuwait. Perluveiðar töldust þar til skamms tíma til hinna arðvænlegri at- vinnugreina. Nú hafa perlukafararnir betri tekjur af því — og mun minni á- hættu — að vinna verkamannavinnu, byggja hús eða aka vörubílum. Svo má heita, að Kuwait sé — neðan- jarðar — eitt olíuhaf. Þó var lengi álitið, að þar væri alls engin olía! Kunnur brezk- ur jarðfræðingur, sem athugaði 'staðhætti skömmu eftir fyrri heimsstyrjöld, komst að þeirri niðurstöðu, að þar gæti ekki fundist einn einasti dropi af hinum dýr- mæta vökva. Hann var svo viss í sinni sök, að hann kvaðst reiðubúinn til að drekka alla þá olíu, sem þar næðist upp úr jörðunni. Nú er hinsvegar komið á dag- inn, að þetta er sennilegast olíuríkasta landið í víðri veröld. Það er 120 fermílur að flatarmáli og á því eru — enn sem komið er — 132 olíubrunnar. IJr þeim er dælt dag og nótt. Abdullah konungur ríkír ýfir 160,000 þegnum. Hann tók við konungdómi af frænda sínum fyrir tæpum fimm árum. Konungur er kosinn af sérstöku ríkisráði, og Abdullah hlaut einróma kosningu. Það var áreiðanlega mikil gæfa fyrir land og þjóð. Sem konungur og milljónamær- ingur (á hverju kvöldi háttar hann um sjö milljónum ríkari!) hefur hann auðvitað sínar áhyggjur. Til dæmis er það eitt af vandamálum hans, hvað hann eigi að gera við Framhald á hls. ltf. 3

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.