Vikan - 23.06.1955, Blaðsíða 4
MORÐIÐ Sablier eyju
eítir GORDON GASKILL
FORSAGA: Hópur kvikmyndatökumanna
er kominn til Sabliereyjar fyrir ströndum
Suður-FraUklands, tii að kvikmynda sann-
an atburð úr striðinu: 15 Bandaríkjamenn
eru drepnir i taelli á eynni, en með aðstoð
f ranskrar konu, Odette sem þykist vera vin-
kona þýzka majórsins, Hetzens, tekst Evans
kapteini að flýja. Evans og Hetzen eru báð-
ir ráðunautar um kvikmyndatökuna. En
daginn eftir komu sína, er Hetzen myrtur
í hellinum.
„Ég tók þser til að veiða með þeim,“ sagði
Pierre hranalega og vandræðalega í senn. „Það
er ákaflega auðvelt. Maður dregur út teininn og
varpar sprengjunni í hafið á fiskimergðina.
Búmm! Og ég hef veitt fjölda fiska alveg fyrir-
hafnarlaust. Ég eignaðist margar slíkar sprengj-
ur á striðsárunum, en ég var búinn að nota þær
allar. Svo að þegar ég sá svona margar sprengjur
í birgðageymslunni . . . ."
Ég hristi höfuðið reiðilega. „Hvers vegna sagð-
irðu þetta ekki strax?“ spurði ég. „Hvers vegna
fórstu svona laumulega að og lézt gruna þig
um það, sem verra er — morð?“
En hann svaraði þrjóskulega: „Enginn hefði í
alvöru getað grunað mig — eða minnsta kosti
ekki fengið mig dæmdan fyrir morð. En með
þjófnað er öðru máli að gegna. Ég hef stolið og
það frá bandaríska hernum. Það kostar mig
kannski eins árs fangelsisdóm eða ef til vill
meira." Hann horfði kvíðinn á mig. „Haldið þér
að hægt væri að gera eitthvað í málinu, mon-
sieur?“
I
Persónur:
Tony Marsden,
sem skrifar kvikmyndahandrit.
Ronnie Rolfe,
kvikmyndastjóri í Hollywood.
John Evans,
ofursti oy striðshetja.
Konrad Hetzen,
fyrrverandi foringi í ftýzka hernum.
Auguste Roquin,
lióteleigandi.
Odette Roquin,
kona hans.
David Douglas,
kvennagull.
Ninon Narbonne,
ástleiiin frönsk leikkona.
Pierre,
franskur fislúmaður.
Solly Geldbaum,
austurrískur flóttamaður.
Johnny Shaw, „
birgðavörður kvikmyndafélagsins.
Bayard,
franskur lögregluforingi.
Ég byrjaði að segja, að ég byggist við að hægt
væri að kippa þessu í lag, en þá datt mér allt
í einu nokkuð í hug, sem kom mér til að skelli-
hlægja. Ég greip eina handsprengjuna, dró út
teininn og kastaði henni í sandinn.
„Monsieur,“ hrópaði Pierre skelfingu lostinn,
um leið og hann kastaði sér niður í sandinn og
dró mig niður með sér. Ég var ekki hættur að
hlægja.
Hver sekúndan leið af annarri. Ekkert gerðist!
Það leið ekki á löngu áður en það var augljóst,
að ekkert mundi gerast.
„Þetta eru gerfisprengjur, Pierre!“ stundi ég
milli hláturshviðanna. „Þær voru búnar til fyrir
kvikmyndatökuna. Það er ekkert púður í þeim.“
Hann horfði gremjulega á mig. Ég held, að
honum hafi fallið þetta ver en að vera sakaður
um morð.
Ég sneri einn heim í hótelið, ennþá hlægjandi
með sjálfum mér að óförum gamla mannsins,
um leið og ég velti því fyrir mér, hvers vegna
hann hefði gert mig að trúnaðarmanni sínum.
Hann hlaut að hafa gert sér grein fyrir því, að
ég mundi segja Bayard það. Einhvern vegin
virtist afsökun hans allt of einföld og auðveld!
Það var myrkur í öllu hótelinu, þegar ég kom
inn á grasflötinn. Á því voru margar útgöngu-
dyr, eins og á mörgum öðrum sumarhótelum, svo
að gestirnir gætu komizt stytztu leið niður á
ströndina, og þeim var sjaldan eða aldrei læst,
hvorki nótt né dag.
Þegar ég gekk yfir ljóslaust anddyrið, heyrði
ég allt í einu kallað: „Monsieur!“
Ég hrökk við og sneri mér snöggt við. Auguste
Roquin reis upp úr stól úti í horni og kom í
áttina til mín.
,,Ég sá yður fara út,“ sagði hann með sinni
djúpu röddu. „Svo ég beið eftir að þér kæmuð
aftur. Það er nokkuð, sem ég held að þér ættuð
að vita.
Ákefð hans kom mér á óvart.
„Það er x sambandi við lykilinn, monsieur,“
hélt hann hægt áfram. „1 kvöld tók Geldbaum
lykilinn að herberginu sínu af króknum og fór
upp. Hann kom niður aftur og sagði, að lykill-
inn gengi ekki að herberginu, svo ég hleypti
honum inn með aukalykli. Nú þagnaði Roquin og
hikaði.
„Já, og hvað svo?“ sagði ég hvetjandi.
„Seinna vax'ð mér litið á lykilinn. Eins og þér
vitið eru lyklai’nir ekki númeraðir, eins og á
stóru hótelunum. Það var ekki lykillinn að her-
berginu hans, monsieur! Það var lykillinn að her-
bergi Þjóðverjans!"
Ég stai'ði á hann alveg agndofa. „Hvernig
hefur hann komizt á krók Geldbaums?"
,,Ég veit það ekki,“ svaraði hann. ,,Ég spurði
hann ekki að því!“
Ég hugsaði málið og komst að þeirri niðurstöðu,
að ég væri búinn að gera nóg á eigin spýtur.
Þessvegna ráðlagði ég honum að geyma lykilinn,
nefna þetta ekki við Gelbaum, og segja Bayard
alla málavexti morguninn eftir.
Síðan hélt ég áfram upp i herbergið mitt og
þó mér fyndist suða í eyrum mínum, var ég
sofnaður áður en ég vissi ....
Um morguninn var Rennie Rolf svo óþolinmóð-
ur að byrja að kvikmynda, að hann leyfði okkur
tæplega að ljúka morgunverðinum. Svipur hans
varð kvíðafullur, þegar Bayard kom eldsnemma
niður, eins og hann væri hræddur um, að hann
mundi af einhverri ástæðu stöðva sig.
Bayard sá það, og glotti. Hann bað mig um að
útskýra það, að hann þyrfti aðeins að vera svo-
litla stund í hellinum, meðan hann léti skjóta af
4
byssu með hlaupvíddinni 45 í tilraunarskyni.
Johnny Shaw náði í byssu og skotfæri.
Ég sagði fulltrúanum frá Pierre og gerfi-
sprengjunum hans. Hann skellihló, eins og ég
hafði gert. „Opinberlega veit ég ekkert um þetta,"
sagði hann. „Ef sprengjunum verður skilað . . .“
Svo þagnaði hann svolitla stund, og það kom
varfæi-nisglampi í augun á honum. „En kannski
gamli fiskimaðurinn sé bara slúngnari en við
höldum. Við höfum auga með honum um sinn!“
Því næst sagði ég honum frá samtali okkar
Augustes Roquins um þessi kynlegu lyklaskipti.
„Já,“ sagði hann og kinkaði kolli. „Hann sagði
mér lfka frá því. Það er mjög undarlegt. Og ef
til vill er margt fleira skx-ýtið við Roquin."
Ég leit spyrjandi á hann, en rétt í þvi kallaði
Rennie Rolfe: „Jæja, við skulum halda af stað.“
Við hópuðumst niður á ströndina — næstum
öll nema Ninon. Rennie hafði harðbannað henni
að koma með okkur. Hún átti ekki að koma fram
í neinu útiatriði.
„Og ef þú ert með okkur, cherie, þá sér hetjan
okkar ekkert annað,“ hafði Rennie sagt stríðnis-
lega.
Júlía setti ólundarlega stút á munninn, en hún
virtist samt ánægð með gullhamrana. Hún sendi
David Douglas fingurkoss, um leið og hann arkaði
af stað, ákaflega hermannlegur í fullum her-
skrúða. 1 raun og veru voru allir talsvert her-
mannlegir. Jafnvel Rennie, myndatökumennirnir
og ljósameistararnir voru í einhverri hermanna-
flík. „Það kemur okkur í rétt skap,“ sagði Rennie.
Ég gekk við hlið Evans ofui'sta. Við vorum
báðir búnir eins og við værum að leggja út í
orustu.
Hann glotti og sagði: „Þetta er betra en þegar
ég var hér síðast. 1 þetta sinn er enginn til að
skjóta á mann. En mér finnst ég þó dáiitið
kjánalegur i þessum búningi. Það er að vísu nauð-
synlegt fyiir leikarana, en okkur hina . . . ."
„Þetta er alveg eftir Rennie," sagði ég. „Hvort
sem það lítur hlægilega út eða ekki, þá vill hann
ailt til vinna að ná í Oscar-verðlaunin.“
Bayard stanzaði áður en við vorum komnir að
hellinum og lét okkur dreifa okkur. Siðan sendi
hann Johnny Shaw upp í sjálfan hellinn, og
skipaði honum að fara innst inn i hann og skjóta í
áttina að sjónurn.
Ég var staddur um það bil í miðjum hinum
dreifða hóp, og ég heyrði skothvellinn all greini-
lega. En lengra í burtu hafði hann heyrzt é-
greinilega. Meðan norðanstormurinn geisaði,
hefði fólk þvi áreiðanlega ekki veitt skotinu at-
hygli, jafnvel þó það væri statt all nærri hellinum.
Bayard andvarpaði og sagði Rennie, að nú
mætti hann byrja æfinguna. Svo sneri hann vig
og gekk heim í hótelið.
Rennie sökkti sér niður í starfið, eins og
fiskur, sem kemst aftur í vatn, og byrjaði a«
koma sér fyrir utan við hellirinn, þar sem
myndatakan átti að byrja. Auðvitað byrjaði
kvikmyndin sjálf um borð í kafbátnum, þegar
hermennirnir voru að fara í gúmmibátana. Rennie
hafði auðmjúklegast farið fram á það við sjó-
herinn, að hann fengi kafbát frá heimsstyrjöldinni
síðari lánaðan. En þá var aðmírálunum nóg boð-
ið — einkum þar sem þetta var stríðsmynd. Svo
atriðið í kafbátnum varð að taka seinna heima.
Æfingin byrjaði. Hvað eftir annað lét Rennie
her'mennina vaða í land fyrir neðan hellinn, Evans
gaf honum bendingu um það, hver hefði komið
í land fyrstur, hvar hann hefði komið og hve-
nær. Rennie lét færa kvikmyndavélarnar fram
og aftur, þangað til hann gat náð atriðinu
þannig á myndflötinn að honurn líkaði það. Það
Ovenjuleg saga um stríð og ást og
kvikmyndasmiði — og dularfullt morð
I