Vikan


Vikan - 23.06.1955, Side 10

Vikan - 23.06.1955, Side 10
g§) Síðan fréttin um hið nýja bóluefni dr. Jonasar E. Saiks gegn íömunarveikinni barst hingað og ekki sízt eftir að ákveðið var að bólusetja íslenzk börn, hafa margir foreldrar verið á báðum áttum um það, hvort þeir gerðu rétt í að láta bólusetja börn sín og velt fyrir sér ýmsum spurningum varðandi sjúkdóm- inn, bóluefnið og verkanir þess. Heimilissíðan birtir því svör við nokkrum þeirra spurninga, tekin úr grein eftir Frakkann Claude Massot, sem í marga mánuði fylgdist með störfum dr. Salks og kynnti sér skoðanir liinna sérfróðu manna, sem streymdu til hans hvað- anæva að, þegar gildi bóluefnisins var viðurkennt. Ýmislegt fróðlegt um Salk-bóluefnið Hvernig lítur bóluefnið út? Það er rauðleitur vökvi, sem geymdur er í litlum flöskum. Hvernig er það framleitt? Notaðir eru apar frá Indlandi, af Rhésus-tegundinni. Einn api (um 700 kr. virði) nægir í bóluefni handa 500 börnum. Apinn er deyfður með ether. A tveim minútum tekur skurðlæknir úr honum nýrun, sem eru þvegin í sérstökum vökva, síðan skorin í örsmáa bita og að lokum komið fyrir i ræktunarflösku. Nýrnabitarnir eru svo látnir vera þar í sex daga í 37° hita, en sú bið er nauðsynleg, til að vefirnir geti styrkst við sömu skilyrði sem eru í lifandi líffærum. Þvi næst er bætt í hverja flösku tveimur sm’ af upplausn, sem inniheldur lifandi víi-usa. Þegar ræktunar- vökvinn er tilbúinn, eru sýklarnir drepnir með formalíni. Að lokum er svo blandað saman hinum þremur tegundum af dauðum vírusum, og þar með er Salks bóluefnið gegn lömunarveiki tilbúið. Vírustegundirnar eru kall- aðar: Brunhilde (nafnið á tilraunasimpansa), Lansing (borg, þar sem sá vírus náðist fyrst úr ungum manni) og Léon (nafnið á dreng, sem dó úr lömunarveiki í Los Angeles). Hve oft þarf að sprauta því inn í líkamann? Þrisvar í upphandlegginn, 1 sm’ i hvert skipti. Fyrstu sprauturnar tvær eru gefnar með 15 daga millibili, en sú þriðja sjö mánuðum seinna. Hve áhrifarík er bólusetningin? Hún verndar í 80 til 90% tilfellum gegn lömunarveiki, sem veldur lömun eða dauða. Hún kemur að þeim mun meiri notum, sem árás vírusanna er heiftarlegri. Sé um mjög væga mænusótt að ræða, verndar hún aðeins í 50% tilfellum. f! ‘ í Er hætta á að bólusetningin hafi slæm áhrif á börn? Tilraunir hafa sýnt, að í langflestum tilfellum hefur bólusetningin engin alvarleg óþægindi í för með sér. En ráðlegt er að bólusetja börnin ekki, ef þau eru lasin og með hita, en það sama gildir reyndar um alla bólu- setningu. Samkvæmt skýrslum frá háskólanum í Michigan, fylgja bólu- setningunni minni háttar óþægindi (höfuðverkur og slæmska í handlegg) í 0,4% tilfellum og meiri háttar óþægindi (veiki í nýrum og hiti) í 0,004—■ 0,006% tilfellum. Er hætta á að bólusetniugiu framkalli veikina? Bóluefnið er í raun og veru framleitt úr sjálfum lömunarveikisvírusnum, en það er ekki hættulegra en önnur bóluefni. Mál þessara fáu barna, sem veiktust í Bandaríkjunum, eftir að þau voru sprautuð, er nú í rannsókn (eða kannski fullrannsakað, þegar þetta birtist). Verið er að rannsaka hvort hér sé um að ræða börn, sem áður voru smituð (meðgöngutími veikinnar er um það bil hálfur mánuður, en bóluefnið byrjar ekki að fram- kalla móteitur gegn veikinni fyrr en eftir 10 daga, svo að börnin gátu verið bólusett nokkrum dögum áður en fyrstu merki veikinnar komu í Ijós) eða hvort einhver mistök í framleiðslu efnisins hafa valdið veikinni. Af þeirri ástæðu hefur allt bóiuefni frá einni af hinum sex verksmiðjum, sem framleiða Salk-bóluefnið, verið kallað inn aftur. Hve lengi er maður ónæmur eftir bólusetninguna? Sennilega lengi. Samt sem áður hefur það komið í ljós, að móteitrið, sem líkaminn framleiðir, byrjar að minnka fimm mánuðum eftir bólu- setninguna. Ýmislegt fróðlegt um lömunarveikina Hvað er langt síðan menn urðu fyrst varir við lömunar veikina ? Þrjú þúsund ára gömul egypsk lágmynd, sem er nú á safni í Kaup- mannahöfn, sýnir dreng með tærðan og undinn fót eftir lömunarveiki. Og viss lömunartilfelli, sem sagt er frá í Biblíunni, virðast vera eftir lömunarveiki. Hvernig herjar vírusinn á líkamann? Lömunarveikisvírusinn — sem er ósýnilegur nema í smásjá — ræðst á taugakerfið. Hann eyðileggur taugastöðvarnar, sem stjórna vöðvunum. Taugum í handleggjum og fótum er hættast. I alvarlegustu tilfellunum j'æðst vírusinn á heilann. Hvernig breiðist veikin út? Það er álitið, að lömunarveikisvírusinn berist með andardrættinum inn i líkamann og inn um munninn. Gagnstætt öllum öðrum sjúkdómum er lömunarveikin nú á dögum skæðust í hreinlegustu löndunum (Banda- ríkjunum, Svíþjóð, Noregi, Bretlandi og Frakklandi). Bandarísku lækn- arnir Sidney Levinson og Albert Milzer hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að það sé aðalíega tvennt, sem geti gert vægt lömunarveikistilfelli alvar- legt eða banvænt (þó sjúklingurinn geri sér ekki grein fyrir því): skyndileg hitabreyting (t.d. ef fólk stingur sér í vatn á heitum degi) og þreyta. Á hvaða aldri fær fólk helzt lömunarveiki? Börnum er hættast við að fá lömunarveiki frá 5—9 ára, eins og eftir- farandi tafla sýnir: undir 5 ára 24,8%, 5—9 ára 27,3%, 10—14 ára 15%, 15—19 ára 8,4%, 20—24 ára 6,5%, 25—29 ára 7,9% 30—34 ára 5,2% og frá 34 ára 4,9%. Hvernig verkar bóluefnið í líkamanum? Þegar vírus hefur borizt inn í líkamann, myndast móteitur, sem dreifir sér í blóðið. Þannig snýst líkaminn til varnar. Næstum allir (90%) fá einhverntíma á æfinni í sig lömunarveikisvirus. Þá myndast visst magn af móteitri, sem gerir þá að nokkru leyti ónæma fyrir veikinni. Aðal- markmið Salk-bóluefnisins er að mynda í mannslíkamanum nægilega mikið móteitur, til að vernda hann algerlega gegn veikinni. Þessi maður fann þetta bóluefni ÞEGAR JONAS SALK reis úr sceti sínu, til að þakka lófatak meira en 500 sérfrœðinga um lövi- unarveiki og 200 blaðamanna hvaðanœva að úr heiminum, eftir að dr. John Francis, sem i þrjá mánuði hafði gert tilraunir á 830,000 skólabörnum, hafði lýst því yfir, að Salk-bóluefnið gegn lömunarveiki vœri „hcettuláust, gagnlegt og öflugt,“ sagði hann aðeins: — Þetta bóluefni minnir mig á hljómlist, sem ég hef ef til vill stjórnað, en sem ég hef ekki sam- ið. Án hina fjöldamörgu efna- og eðlisfrœðinga og lœkna hefði þetta geysiumfangsmikla starf aldrei verið leyst af hendi. I fjögur ár og níu mánuði var Salk þá búinn að vinna að því að finna bóluefni gegn lömunarveiki, oftast í 12 klukkustundiir á dag og oft án þess að gefa sér tíma til að borða annað en brauðsneið og mjólkurglas. — Eg œtlaði að koma í veg fyrir, að konan mín bœri kvíðboga fyrir því á hverju vori, að eitthvert barnarina okk- ar fengi lömunarveiki, segir hann. Samt sem áður voru það Indján- arnir hans, eins og hann kallar börnin sín, Peter, 11 ára, Darrel, 8 ára og Jonatlian, 5 ára, sem fyrst voru bólusett með lúnu nýja, þá óþekkta bóluefni. Þegar blaðamaður nokkur kvaðst dáðst að þeirri dyrfsku, sem hann hefði sýnt þegar hann byrjaði að bólusetja fólk í stað apa, svaraði hann: — Það var eklci dyrfska, heldur traust byggt á reynslu. Dyrfska er alltof hœttu- leg í baráttunni gegn lömunar- veiki. Þó viðurkenndi hann, að liann hefði ekki sofið í margar Framhald á bls. 15. 10

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.