Vikan


Vikan - 23.06.1955, Qupperneq 12

Vikan - 23.06.1955, Qupperneq 12
GÁIGA- BRÚÐURIHI Nokkrum sinnum enn mættust sverðin — högg, lag, varnarhögg. Caroline var næstum því of óttaslegin til þess að fylgjast með einvíginu, en gat samt ekki annað en horft á. Af óskiljanlegri ástæðu hélt hún fyrir eyrun. Darwent sótti aftur á. Firebrace, sem gnæfði yfir andstæðing sinn eins og stór varðhundur yfir völskuhund, snerist í hálfhring, en sverð hans var rekið niður í gólfið. Hann var algjörlega varnarlaus. Högg Darwents rakaði hægri kinn hans eins snilldarlega og þá vinstri. — Ég krefst þess af mínurn ágætu meðborgurum, hóf Mulberry máls, eins og hann væri að lesa upp aðvörun í uppþoti — að þessu verður að vera lokið núna, instanter — svo að maður noti latínuna. Ég lýsi þvi yfir . . . Darwent, sem hafði aftur tekið sér varnarstöðu, sagði: C n D Q A R A ■ DÍCK DABWENT erfir skyndilega mark- I UilUnUn. greifanafnbót og er þvi sleppt úr fangelsi, rótt áður en á að hengja hann fyrir að hafa drepið Francis Orford í einvígi, en hann segir að sér hafi verið komið meðvitundarlausum fyrir úti á götu ásamt líkinu. CABOLINE ROSS hefur fengið fang- ann til að giftast sér, tU að uppfylla skUyrði í erfða- skrá afa sins. Ofstopamaðurinn JACK BUCK- SXONE er í fylgd með henni og slær varnarlausan fangann með svipu. Dick skorar hann því á hólm og særir hann. Veikri ástmey sinni, DOLLÝ, kem- ur liann fyrir í húsi eiginkonu sinnar þar sem hún deyr. Jack Buckstone hyggur á hefndlr. 1 uppþoti í óperunni, hittir Darwent óvini sína grímuklædda, og eftir ólætin fréttir Caroline, að Darwent hafi fallið fyrir þeim. En svo birtist hann allt I einu heima hjá sér og ákærir kunningja sinn Jemmy Fletcher um að hafa drepið Francis Orford. EN eitthvað, sem olli bitrum sviða vegna niðurlægingarinnar, rann niður yfir andlit hans og herðar. Fíni, rauði hanakamburinn var horfinn, svo að nú var hann allt í einu orðinn snögghærður. Lokk- arnir hringuðu sig á góifinu. — Það er eins og mig minni, sagði Darwent vingjarnlega, — — Hlustið á Mulberry í tíma, Firebrace. Hann talaði í vingjarnlegum aðvörunartón. — Þér eruð blindaður. Þér getið ekki meir, og ég vil ógjarn- an gera yður mein. Þér þurfið ekki að gefast upp — aðeins hætta. Það er engin smán að hætta þessum leik núna. Þar sem Firebrace stóð þarna, gnæfandi upp yfir alla viðstadda og með tárin rennandi úr augunum, neyddur til að gefast upp og hlægilegur á að líta, þar sem hárið og jaðarskeggið var að mestu sniðið af, var samt sem áður eitthvað hetjulegt við hann. — Hætta núna? hvislaði hann. Alfred flýtti sér til hans. — Já, herra minn — ef þér viljið leyfa . . . Firebrace sló reiðilega til hans með hinu þunga, hárbeitta sverði. Alfred bjargaði lífi sínu með þvi að kasta sér flötum á gólfið og velta sér úr færi í flýti. Firebrace starði sljóum augum út í loftið og reyndi að koma auga á Darwent. — Hvar í fjandanum ertu? þrumaði hann og hjó út í loftið. ■—• Sýndu Þig! Darwent kastaði sverði sínu á gólfið og færði sig upp að veggnum, sem hann hafði staðið upp við í byrjun einvígisins. Hann stanzaði þó nokkur skref frá honum. — Dick! æpti Caroline. — Hvað ertu að gera? Gátu þau ómögulega gert sér í hugarlund hvað hann ætlaði sér ? Ef að högg Firebrace, sem var hálfblindaður, lenti í veggnum fyrir aft- an hann, — þriggja feta þykkum steinvegg milli húsanna — myndi sverðið óhjákvæmilega þeytast úr höndum hans. Þetta var eina leiðin að þér hafið ætlað að snöggklippa mig? Firebrace svaraði ekki, en æddi fram til nýrrar árásar. Nú var skipzt á leiftursnöggum höggum og varnarhöggum um stund. Það blikaði á sverðin. Fætur skilmingamannanna dönsuðu léttilega um gólfíð, eða þeim var spyrnt í til þess að snarstanza. Þögulir virtu andstæðingarnir hvorn annan fyrir sér. Tárin runnu úr augum Firebrace, hvort heldur sem það var að kenna sárri reiði eða var afleiðing piparkornanna. — Verið viðbúinn! stundi Darwent. til að komast hjá því að leika blindingjaleik við óðan, vopnaðan mann. — Ég er hérna! hrópaði hann og sveiflaði handleggjunum. — Sjáið þér mig ekki ? — Nú sé ég þig! urraði Firebrace og hentist áfram með sverðið á lofti. Darwent, sem var við öllu búinn, virti fyrir sér drættina i andliti-Fire- brace — rauð, þrútin augun, opinn munninn og nautssvirann — um leið og hetjan réðst gegn honum. Ef að honum myndi nú skrika fótur eða að hann yrði ekki nógu snar Hann miðaði á vinstri öxl Firebrace og kom honum til að setja sig i varnarstöðu, en strauk svo sverðinu snögglega upp með kinn hans. Jafnvel hinn bezti skilmingamaður með hárbeitt sverð getur ekki fullkomlega sneitt burtu jaðarskegg — tij þess er skegg of seigt og lint og blaðið ekki nógu beitt, þrátt fyrir allt. Auk þess getur hinum örugg- asta skilmingamanní orðið á að sneiða kinnina af ásamt skegginu, ef hann heggur of nálægt. En Darwent hafði hitt snilldarlega. Jaðarskeggið og hártoppar svifu í loftinu og blóðið rann úr smá rispu á kinn andstæðingsins. — Bölvað svínið þitt . . . .! hrópaði Firebrace, en gat ekki sagt meira fyrir mæði. að foi’ða sér . . . — Nú sé ég þig! endurtók Firebrace. Hann ætlaði að reka sverðið af alefli í höfuð Darwents, en hann hent- ist til hliðar einmitt þegar höggið reið. Jafnvel Firebrace sá nú vegginn fýrir framan sig. Hann reyndi að stanza, en það var of seint. Það, sem nú gerðist, lamaði Firebrace eins gjörsamlega og áhorf- endurna. Það var enginn steinveggur bak við þiljurnar! Sverð Firebrace hjó i gegnum gamla eikarþilið, eins og það væri fúið furutré. Höggið var svo mikið, að hvernig sem Firebrace reif og sleit og liamaðist, gat hann ekki losað sverðið. 12 Mannraunir, hetjudáöir og ástir! Spennandi frá upphafi til enda!

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.