Vikan


Vikan - 02.02.1956, Page 12

Vikan - 02.02.1956, Page 12
HIJN ER ÖVIÐJAFNANLEG í augum Grikkja. Jafnvel hinar alþjóðlegu kvikrnyndastjörnur komast ekki í hálfkvisti við hana um vinsældir. Hún fékk fleiri jólakveðjur (segja Grikkir) síðastliðin jól en nokkur önnur kona í veröld- inni. Hún heitir Frederica og er drottning í Grikklandi. Það er til marks um vinsældir þessarar óvenjulegu drottningar, að maður virðist ekki þurfa annað en að nefna nafn hennar til þess að koma jafnvel hinum raunamæddasta af þegn- um hennar í gott skap. Gríska þjóðin keppist um að hylla hana. Viðstaddir ganga bókstaflega af göflunum, þegar hún kemur fram opinberlega. Það vilja allir fá að taka í hendina á henni, allir komast nógu nálægt til þess að heyra hinn skæra hlátur þessarar hláturmildu drottningar. Bandaríkjamenn kalla hana stundum ,,háleista-drottninguna“ og meina með því, hve telpuleg hún sé og sporlétt og frjáls- mannleg í framkomu. Hún er raunar ákaflega lítið hátíðleg 1 klæðaburði og hikar ekki við að sýna sig í háleistum, þegar henni býður svo við að horfa. Hún er 38 ára, en sýnist mikið yngri. Hún er bláeyg, með lítið, kesknislegt nef, stóra spékoppa og brúnt hár. Hún er ákaflega lífsglöð og broshýr. Dag nokkurn sá ungur hermaður, sem settur hafði verið á vörð við sumarbústað skammt frá Aþenu, hvar lagleg stúlka kom gangandi. Þegar hún var komin framhjá, blístraði hann á eftir henni af mikilli hrifningu. ,,Stúlkan“ sneri sér við og brosti gletnislega til hans. Fáeinum andartökum síðar tjáði háttsettur embættismaður hermanninum, að hann hefði raunar verið að blístra á drottn- ingu Grikkja. I Aþenu gerðist það líka, að bandarískur liðþjálfi lagði^ það í vana sinn að vinka til ,,stúlkunnar,“ sem hann var sífellt að mæta í opnum blæjubíl af svipaðri tegund og bíllinn hans. Svo bar það við einu sinni, að bílarnir þeirra lentu hlið við hlið í umferðarteppu. Liðþjálfinn vinkaði til þeirrar brún- hærðu og kallaði: „Þú átt eftir að hálsbrjóta þig, ef þú hættir ekki að aka svona hratt.“ Um leið og hann sleppti orðinu, rann það upp fyrir honum, að hann var að tala við drottninguna í Grikklandi. Hann kaf- roðnaði og bar hendina í fáti upp að húfunni. „Láttu þér ekki verða svona bylt við, liðþjálfi," sagði Frederica. „Og hættu fyrir alla muni ekki að vinka.“ Frederica var þýsk prinsessa, áður en hún giftist Páli Grikkja- kóngi. Þá var hann raunar ekki enn orðinn kóngur. Hjónavígsl- an fór fram með svo mikilli viðhöfn, að annað eins hafði sjaldan sést í Evrópu. Brúðkaupsveizluna sátu (meðal annars) 55 prinsar og prinsessur, 40 biskupar og tugir aðalsmanna. Prinsinn, sem Frederica giftist, var þó engin höfðingjasleikja. Nokkrum árum áður hafði hann unnið venjulega verkamanna- vinnu í breskri verksmiðju undir dulnefninu ,,Beck.“ Og Frederica hafði verið í tvö ár í skemmtilegum brezkum heimavistarskóla, þar sem öllum stóð hjartanlega á sama um alla titla. Þar lærði hún meðal annars smábrellu, sem hún not- aði mörgum árum seinna. Það var um borð í bresku herskipi, sem Mountbatten lávarður (núverandi yfirflotaforingi Breta) kom á í kurteisisheimsókn til Grikklands. Grísku konungshjónin dvöldust lengi um borð í skipinu, og þegar þau kvöddu, hvíslaði Frederica að lávarðinum: „Þér verður hugsað til mín í kvöld, frændi.“ Mountbatten skildi hvorki upp né niður fyrr en hann háttaði. Þá uppgötvaði hann, að það var búið að sauma sængina hans kyrfilega fasta við lakið. Frederica hafði laumast til þess á meðan hann ræddi við manninn hennar. Páll og Frederica eiga þrjú börn. Þau eru: Constantine krón- prins (15 ára), Sophie prinsessa (17 ára) og Irene prinsessa (13 ára). Fyrir nokkrum árum tniði Constantine móður sinni fyrir DROTTIMIIMGIIM í GRIKKLAIMDI eftir BERT MANSFIELD því, að hann væri orðinn dauðleiður á að leika sér við strákana, sem að dómi siðameistarans voru nógu „góðir og prúðir“ til að vera leikbræður prinsins. Daginn eftir birtust 150 dugnaðarstrákar í hallargarðinum. Frederica hafði boðið heilu munaðarleysingjahæli í heimsókn, og hún bakaði sjálf kökur í veizluna. Páll og Frederica reyna eftir mætti að kynnast þegnum sínum og kjörum þeirra. Þau ferðast mikið um landið. Heim- sóknir þeirra snúast ósjaldan upp í herlegustu veizlur með þjóðdönsum og söng. Og konungshjónin dansa og syngja af kappi. Þau kváðu forðast óhóflegan íburð. Það er haft fyrir satt, að íbúð þeirra í konungshöllinni sé látlausari en margra þegna þeírra í Aþenu. I svefnherberginu þeirra er einungis eitt hjóna- rúm úr dökkri eik, tvö náttborð, tveir stólar og borð. Þau eiga sumarbústað í grennd við Aþenu. En bezt þykir þeim að hvíla sig og skemmta sér á pínulítilli eyju, þar sem húsakostur er svo lítill, að það er ekki pláss fyrir einn einasta hirðmann. Líka hafa konungshjónin gaman af að fara í skemmtisiglingu um helgar. Þau nota til þess lítinn vélbát, sem þau eiga. Það hefur gengið á ýmsu fyrir kóngunum í Grikklandi og drottningum þeirra. Grikkir eru harðir í horn að taka og þegar þeim fellur ekki við þjóðhöfðingjana sína, gera þeir sér gjarnan lítið fyrir og sparka þeim úr landi. Það er í meira lagi ólíklegt, að slík eigi eftir að verða örlög Páls og Fredericu. Myndin: Drottningin (örin) og maður hennar meðal þegna sinna. SAMEINUBU ÞJÖÐIRNAR hafa veitt nokkrum verksmiðjum í Jordaníu lán, til þess að gera þeim kieift að auka starfsemi sína og útvega arabiskum flóttamönnum frá Palestínu vinnu. Myndin er úr einni verksmiðjunni. Hún framleiðir sígarettur. 12

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.