Vikan - 07.02.1956, Síða 6
ÁSTRÍÐUR, ÁST,
ÆVIMTYRI . . . .
IT'RIPOLIBÍÖ býður upp á skemmtilegt myndasafn um
þessar mundir. Hér eru þrjár myndir úr safninu. Tvær
eru franskar og sú þriðja þýzk. Allar hafa þær verið sýndar
á Norðurlöndum við mikla aðsókn, til dæmis gekk Fernandel-
myndin í sex mánuði í Kaupmannahöfn, Sirkusdrottningin
fékk góða aðspkn í tvo mánuði og Byltingarnætumar í fjóra
mánuði.
Tvær myndanna — Sirkusdrottningin og Byltingamætur
— eru rómantízkar ævintýramyndir. Hinir Forboðnu ávextir
Fernandels eru hinsvegar m. a. merkilegir um það, að í
myndinni leikur þessi sprellugosi ósvikið dramatiskt hlutverk
— og fádæma vel! Þetta er mynd um ástríður og ástir og
örlagaflækjur. Hún er byggð á sögu eftir hinn fræga rithöf-
und George Simenone.
Ástin kemur líka mjög við sögu í Sirkusdrottningunni,
en kringum þau átök em fléttaðar stórfelldar lýsingar á
sirkuslífi. I leikskrá segir, að myndin sé byggð á sögu eftir
nóbelsskáldið Gerhart Hauptmann.
Byltingarnætur er spretthörð og glettin ævintýramynd í
litum. Þarna er ást og rómantík, stríð og eltingaleikur, korðar
og fjaðraskúfar, riddarar og fagrar meyjar. Það er ósvikið líf
í tuskunum frá upphafi til enda og hin fagra Martine Carol,
sem Caroline hershöfðingjafrú, ratar í hin ótrúlegustu ævin-
týri.
Byltingarnætur er skrautleg og spennandi mynd. Frakkar
gerðu hana. Hún ver-ður væntanlega sýnd í þessum mánuði,
og Sii’kusdrottningin er alveg á næsta leiti.
Kfst: Maria Kitto í Sirkusdrottnin^unni. Mið: Fernandel og Francoese Arnoul
í Forboðnir ávextir. Neðst: Martine Carol og Jean Claude í Byltingarnætur.
Meö herkjunni hefst það
ÞKÍxAR leikari hlýtur stjörnunafnbótina í kvikmyndaheimin-
um, má nærri undantekning:arlaust reiða sig á þetta: það
er dug-naði lians og seiglu að þalvka, að hann er kominn upp á
tindinn. I>etta á jafnt við um konur sem
karla. Furðu margir leikarar eru ahlir upp í
fátækt. Ýmsir hafa unnið fyrir sér allt frá
barnæsku. 1 stjörnuhópnum eru fyrrverandi
verkamenn, bílstjórar, vinnukonur, afgreiðslu-
stúlkur o. s. frv.
Corinne Calvet, sem við birtum myndina af,
er nú dáð og rílc kvikmyndastjarna. Bn fyr-
ir fáeinum árum, stóð þessi sama stúlka í
dimmum og drungalegum verksmiðjusal, þar
sem dynurinn var svo mikill, að verkafólkið
varð að liröpa eða nota bendingar til þess
að gera sig skiljanlegt. „Vélin, sem ég vann
við, var með einskonar þeytara,“ segir
Corinne. „Hugsið ykkur risastóra uppjívottar-
vél, sem i stað Jiess að J>vo borðbúnað þvær
sótsvört olíuföt. Gusurnar ganga úr lienni þegar minnst varir.
Við svona vél stóð ég S/2 tíma á dag. Kg var í gúmmitreyju og
svuntu yfir samfestingnum. I>ó var ég oftast orðin holdvot að
kvöldi.“
Hvenær datt Corinne fyrst í hug að verða lcikkona. „Kg var
staðráðin í því frá blautu barnsbeini,“ segir hún. „Og jafnvel
í allri ágjöfinni lijá herjans vélinni, efaðist ég eldti um, að einn
góðan veðurdag mundi draumurinn rætast.“ — Ben Yalin.
Corinne Calvet
6