Vikan - 23.02.1956, Page 3
Tíbet er sannarlega skrítið land
ÞAR TÍÐKAST ALLAR
TEGUNDIR HJÚNABANDA
HVERNIG litist þér á að eiga f jóra eða
fimm eiginmenn — og alla samtímis?
Fyndist þér það alveg dásamlegt — eða
liroðalegt ?
Ef þú værir búsett í Tíbet, þætti það að
minnsta kosti hreint ekkert merkilegt.
Því að í landinu því er litið með fullkom-
inni velþóknun á þær konur, sem giftar
eru fleirum en einum manni. Þær eru
meira að segja taldar mjög til fyrir-
myndar.
Jafn sjálfsagt þykir fjölkvæni. Sann-
leikurinn er sá, að í Tíbet virðast við-
gangast allar heimsins tegundir hjóna-
banda — og nokkrar að auki, sem lands-
menn hafa að gamni sínu fundið upp
sjálfir.
Ég hef vitað þess dæmi, að tvær kon-
ur væru giftar þremur karlmönnum, að
maður væri giftur tveimur systrum, að
maður væri giftur mæðgum. Ég hef meira
að segja komið í klaustur, þar sem munk-
arnir eru giftir nunnunum! Þar sem börn-
in þeirra verða líka munkar og nunnur,
er nýliðasöfnun óþörf með öllu.
Vinsælustu hjónaböndin í Tíbet eru hins-
vegar af því tagi, sem nefnt var hér
í upphafi. Það er að segja, það tíðkast
mjög, að konur giftist ekki aðeins einum
manni, heldur öllum bræðrum hans í
þokkabót!
Gangur málsins er á þessa leið:
Þegar elsti sonur fjölskyldunnar verð-
ur fullveðja, útvega foreldrar hans hon-
um konu við hans hæfi. Fyrir kemur, en
oft er það ekki, að hann fær sjálfur að
velja stúlkuna. En jafnvel þá verður hann
að fá samþykki foreldranna, áður en hann
giftist henni.
Ef allt gengur vel, er skiptst á gjöfum,
og síðan verður úr þessu hjónaband. Það
tíðkast alls ekki neitt rómantískt tilhuga-
líf, eins og meðal vestrænna þjóða.
Hinsvegar finnst Tíbetbúum ekkert við
það að athuga, þótt stúlkurnar eigi börn
fyrir giftinguna. Ég hef verið í brúðkaupi,
þar sem brúðurin sat með barn á
hnjánum og gekk augsýnilega með ann-
að. Tíbetbúinn virðist líta á svona hluti
með mestu velþóknun — sem sönnun þess
að stúlkan geti átt sæg af börnum.
Þess má geta í þessu sambandi, að ef
kona eignast ekki börn, virðist það ekki
hvarfla að Tíbetbúum, að hún sé ófrjó.
Þeir kenna karlmanninum alltaf um.
Tengdapabbi líka!
Hugsum okkur nú, að kona sé gift
einkasyni. Ef hún eignast ekki börn
og tengdafaðir hennar er ekkill, getur
allt eins farið svo, að hann giftist henni,
í þeirri von að bjarga málinu.
I augum Tíbetbúans er það mjög mikil-
vægt, að hann eignist erfingja. Líka reyn-
ir hann að kom í veg fyrir, að eignir
fjölskyldunnar splundrist í allar áttir.
Þarna er höfuðorsök þess, hversvegna
kona er gjarnan gift heilum bræðrahóp.
Ef maður á t. d. fimm syni og þeir gift-
ast einni og sömu konunni, er hreint eng-
in hætta á að fjölskyldueignin sundrist,
þegar farið er að skipta arfinum.
Hvað skeður ef hjón eiga eintómar
dætur? Þá hreppir elsta dóttirin eignirnar
og sérstök tegund af eiginmanni er fund-
in handa henni. Hann þarf að gangast
undir þá kvöð að taka upp ættarnafn
hennar, og er tilgangurinn auðvitað sá,
að það varðveitist áfram.
Giftingarsiðir Tíbetbúa eru mjög ein-
faldir. I rauninni gerist ekkert annað en
að aftur er skiptst á gjöfum, munkur flyt-
ur fáeinar bænir — og svo er þetta búið.
Ef brúðguminn á fullveðja bræður,
verða þeir sjálfkrafa eiginmenn brúður-
innar líka. Yngri bræður taka hana sér
fyrir konu jafnóðum og þeir ná lögaldri.
Hvað gerist ef eiginkonunni fellur ekki
við manninn, sem valinn hefur verið handa
henni? Alls ekkert. Hún dúsir með hann
og alla bræður hans.
StÖku sinnum skeður það, ef henni fell-
ur ekki við neinn eiginmanna sinna, að
hún verður sér úti um elskhuga. Þetta
þykir að vísu heldur hneykslanlegt uppá-
tæki, en allt um það — það eru þess
dæmi. Það kemur því fyrir, að kona, sem
á fjóra fimm eiginmenn og börn með öll-
um, á elskhuga í þokkabót!
Hvað um afbrýðisemi í svona hjóna-
böndum? Vill ekki verða togstreita milli
bræðra, sem allir eru giftir sömu konunni ?
Það fer þá mjög leynt. Almenningsálitið
bannfærir slíkar deilur. Það er ekki ein-
asta litið á afbrýðisemi sem smekkleysu,
heldur fær sá afbrýðisami það orð á sig,
að hann sé eigingjarn siðleysingi.
• Samheldni fjölskyldunnar er feikn
mikilvæg í augum Tíbetbúans og það
stappar nærri þjóðfélagsglæp að sundra
einingu hennar. Til dæmis er hjónaskiln-
aður nærri óþekkt fyrirbæri í Tibet. Það
er talið mun heiðarlegra að fá sér aðra
konu eða annan mann heldur en að flæma
upphaflega makann frá sér. Þótt hin tí-
betsku hjónabönd líti harla einkennilega
út í vestrænum augum, hafa þau því að
minnsta kosti þann kost, að þau eru hald-
góð.
Eru þá ekki erfiðleikar í þessum hjóna-
böndum, rétt eins og í hjónaböndum vest-
rænna þjóða? Auðvitað. En fjölskyldan
gerir sér far um að halda þessum erfið-
leikum leyndum fyrir umheiminum, og
tekst það furðanlega. Raunar virðast
vandræðin oft stafa frá erlendum áhrifum.
Ungir Tíbetbúar af efnuðu fólki reyna
nú gjarnan að komast úr landi til náms
og sækja þá einkum ensku skólana í Ind-
landi. Eldri kynslóðinni finnst æskufólk-
ið koma heim fullt af kynlegum hugmynd-
Þessar skrautklæddu stulkur eign-
um, svosem firrum sem þeim að vilja
aðeins eiga eina eiginkonu eða einn eigin-
mann.
Ég þekkti stúlku, sem gengið hafði í
skóla í Darjeeling í Indlandi. Þegar hún
sneri heim til Tíbet, giftist hún einka-
syni manns nokkurs. Skömmu seinna and-
aðist tengdamóðir hennar.
I samræmi við landsvenjur, lýsti tengda-
faðir hennar yfir þeim ásetningi sínum, að
hann hygðist giftast henni. Hún vissi ekki
sitt rjúkandi ráð. En að lokum tókst mann-
inum hennar að telja föður sinn á að hætta
við hugmyndina.
Önnur tíbetsk stúlka, sem líka hafði
gengið í skóla í Darjeeling, giftist ungum
Tíbetbúa, sem átti tíu ára gamlan bróður.
Þegar hann var orðinn 17 ára, minnti
tengdamóðir stúlkunnar hana á þá skyldu
hennar, að hún tæki sér piltinn fyrir
mann.
Hún þverneitaði. Tengdaforeldrar henn-
ar stóðu fast á ,,rétti“ sínum og heimt-
uðu, að hún giftist jmgri bróðurnum líka.
Stúlkan átti ekki um annað að velja
en flýja til Indlands. Skömmu seinna kom
í ljós, að maðurinn hennar elskaði hana
nógu mikið til að gera líka uppreisn gegn
fjölskylduaganum. Hann tók sig upp og
elti hana til Indlands. Þar búa þau nú
í farsælu hjónabandi og eiga fimm börn.
Annars tíðkast það víðar en í Tíbet að
konur eigi fleiri en einn mann. Þennan
sið má finna meðal ættkvísla í Peru,
Ecuador, Vestur-Afríku, Síberíu, Bresku
Guianu, á Borneo, Ceylon og Marquesa
eyjum í Kyrrahafi og jafnvel meðal eski-
móa.
Stúlkur á Marquesa eyjum hafa eina
all undarlega siðvenju. Þær líta á það
sem dónaskap að hylja brjóst sín.
Vegna vestrænna áhrifa, klæðast stúlk-
urnar blússum, þegar þær sækja vinnu
í bæjunum. En þegar þær mæta tignu
fólki eða ganga inn í musteri, fara þær
ávallt úr þessum flíkum.
ast eflaust sæg af eiginmönnum
3