Vikan - 14.06.1956, Blaðsíða 12
F O R S A G A : Það var
óeirð í föngunum. Ég var
fangavörður í fylldsfang-
elsinu í Georgíu. Mér leið
ekld sem bezt sjálfum.
Það var kominn nýr f angi
í fangelsið — Gwen Ben-
son, 21 árs gömul stúlka. Það átti að taka hana af
lífi fyrir morð. Þetta gerðist fyrir fimmtíu árum. Fang-
elsin voru fangelsi í þá daga, engar uppeldisstofnanir.
Fangarnir kipptu sér ekki upp við það, þótt einn og
einn karlmaður væri tekinn af lífi. En kvenmaður —
og kornung stúlka í þokkabót! Það var annað mál.
Það lá I loftinu, að þeir voru reiðubúnir að fórna lífi
sínu tO að bjarga henni. Svo sá ég hana og talaði
við hana nokkur orð. Eftir það fór mér að líða illa.
Ég komst að þeirri niðurstöðu, að hún væri saklaus.
Ég var hárviss um það. Og eftir nokkrar andvökimætur
og kvöldið fyrir aftökuna — fékk ég fanga að nafni
Lynn í lið með mér og við náðtun stúlkunni með brögð-
um úr dauðaklefanum og földum hana uppi á her-
berginu mínu! Ég var staðráðinn að bjarga lífi hennar.
EG sat inni á varðstofunni og drakk kaffi. Ég' var óhreinn og
úfinn. Þetta var annar dagurinn frá hvarfi Gwen Bensons.
Við vorum nýbúnir að gera mikla leit í fangelsinu — og ég
hafði tekið mjög virkan þátt í þeirri leit. Butler hafði allt
á hornum sér, en hann lét mig á sér skilja, að honum félli
vel áhugi minn og skyldurækni. Ég hafði satt að segja verið potturinn
og pannan í leitinni. Það var ég, sem stakk upp á því, að við leituðum
líka í kolageymslunni. Ég veit ekki hve mörgum tonnum af kolum við
mokuðum, áður en við komumst að þeirri niðurstöðu, að Gwen Benson
væri ekki falin undir þeim.
Ég drakk hvern kaffibollann á fætur öðrum og var talsvert ánægð-
ur með sjálfan mig. Rustam garmurinn var kominn til meðvitundar, en
Lynn hlaut að hafa slegið honum alveg einstaklega harkalega við vegg-
inn. Rustam mundi nákvæmlega ekki neitt!
Ég var að vísu við því búinn, að hann bendlaði mér við málið með því
að halda þvi fram, að það hefði verið ég sem barði að dyrum i dauða-
deild nóttina sem stúlkan hvarf úr klefanum. Ég mundi einfaldlega neita
því. Auk þess hafði það óneitanlega verið snjallt tiltæki hjá mér að
hclla yfir hann viskyinu þar sem hann lá rotaður. Rustam sór að vísu
og sárt við lagði að hann hefði ekki bragðað dropa af áfengi þessa nótt,
en hann lyktaði eins og viskýtunna þegar hann fannst, og enginn trúði
honum. Rustam átti ekki sjö dagana sæla, og ég vorkenndi karlskömm-
inni ofurlitið. Butler var fjúkandi vondur og fangelsisstjórinn náði ekki
upp í nefið á sér fyrir reiði. Hann hafði ekki frið fyrir blaðamönnum, sem
vildu fá að vita, hvernig i ósköpunum kornungri stúlku hefði tekist að
strjúka úr fangelsi fáeinum klukkustundum áður en átti að taka hana
af lífi.
Strjúka? Það var einmitt það, sem allt snerist um. Butler stóð enn
á því fastar en fótunum, að stúlkan væri í rauninni alls ekki strokin. Jú,
hann játaði, að hún hefði komist úr klefa sínum og væri horfin. En út
úr fangelsinu. Nei!
Það var þetta, sem olli mér áhyggjum. Gwen Benson sat uppi í her-
berginu minu, eða öllu heldur lengst af inni í klæðaskápnum í herberginu
mínu. Það var ekki blöðum um það að fletta, að hún var enn fangi. Og
ég hafði ekki hugmynd um, hvernig ég gæti komið henni úr herberginu
og út fyrir fangelsismúrinn.
Það var að minnsta kosti fullkomin fásinna að reyna það á meðan
Butler og hinir yfirmennirnir töldu hana enn I byggingunni. Það var
margfaldur vörður um fangelsishúsið sjálft, og við fangelsishliðið stóðu
nú fjórir vopnaðir menn og rýndu framan í hvem þann, aem þurfti að
fai’a út.
16
K
L
eftir William Gaston jr.
Við vorum í fullkomnu umsátursástandi. Þetta tók á taugarnar og mér
veitti ekki af kaffinu. Mér leið satt að segja skárst þegar við vorum að
leita, þvi að enn hafði leitin ekki færst inn i vistarverur fangavarðanna.
Ég var fleytifullur af svörtu kaffi, þegar ég stóð upp frá borðinu og
kveikti í pípunni minni. Butler sat úti í horni með heljarmikla grunn-
teikningu af fangelsinu á hnjánum. Ég gaf honum hornauga. Enginn
virtist gremri en hann yfir hvarfi stúlkunnar. Hann undi sér engrar hvíld-
ar, skipulagði hverja leitina á fætur annarri. Það var engu líkara en
hann teldi sig bera persónulega ábyrgð á því, sem skeð hafði. Eins og
honum fyndist blettur hafa fallið á embættisheiður sinn, og að það
væri því aðeins hægt að þvo þann blett af, að stúlkan fyndist og yrði
hengd upp í gálgann sem beið hennar. ,
Ég gekk að glugganum og horfði út í fangelsisportið. 1 því miðju
stóðu fimm fangavagnar hlið við hlið. Þeir höfðu komið með þá að utan
um morguninn. Þetta voru vagnarnir, sem hýsa áttu fangana, sem send-
ir yrðu til vinnu hjá Continental járnbrautafélaginu. Tom Mugridge var
að snuðra í kringum þá.
Ég horfði á hann og bölvaði i hljóði. Með sama áframhaldi mundi
hann liafa fangaflokkinn tilbúinn til brottferðar eftir tvo til þrjá daga.
Hvað yrði þá um Gwen Benson? Hvað í ósköpunum átti ég að gera, þegar
fangalestin legði af stað og ég yrði að fylgja henni? Ekki gat ég skilið
stúlkuna eftir í bölvuðum klæðaskápnum, svo mikið var víst.
Ég ákvað að gera enn eina tilraun til að losna við að fara. Ég
sneri mér frá glugganum.
„Butler," sagði ég, „þú hlýtur að geta bjargað mér út úr þessu.“
Hann leit upp og hrukkaði ennið. „Hvað áttu við?“
„Ég er margbúinn að segja þér, að okkur Mugi’idge semur ekki og
mér er bölvanlega við að vinna með honum. Geturðu ekki sent einhvern
annan en mig með Continental-flokknum ?“
„Og ég er jafnoft búinn að segja þér, að þetta er skipun.“ Butler
fleygði teikningunni reiðilega frá sér og stóð á fætur. „Hvað gengur eig-
inlega að þér, maður? Þú ert ekki vanur að láta svona. Þú ert búinn
að vera að nuða á þessu dögum saman. Geturðu ekki komið því inn í
hausinn á þér, að þetta er skipun? Þú verður einn af vörðunum með
þessum vögnum hvort sem þér líkar ver eða betur."
Hann var rauðeygur af svefnleysi og nærri því öskraði framan í mig.
Svo dæsti hann þreytulega. „Láttu mig í friði, Gaston, gerðu það! Þú
fylgir Continental-flokknum — og þar með búið. Ég hef alveg nóg á
minni könnu, að þurfa ekki auk þess að vera einskonar barnfóstra fyrir
Þig-“
Ég ypti öxlum. „Jæja, Butler, jæja, nóg um það. En það er jafn
gott að þú vitir, hvernig mér er innanbrjósts."
ÞETTA gerði málið allt flóknara. Sem ég stóð þarna við gluggann og
horfði á Mugridge og vagnana, varð ég að játa fyrir sjálfum mér, að það
þurfti nærri því kraftaverk til að bjarga mér út úr þeim ógöngum, sem
ég var kominn I. Ég varð að hafa hraðann á, ef allt, sem á undan vai-
gengið, átti ekki að vera til einskis. Ég varð að finna einhverja leið til
að smygla Gwen Benson út úr fangelsinu áður en Continental fanga-
hópurinn legði upp. Að öðrum kosti var leikurinn tapaður.
Ég skaust upp á herbergið mitt upp úr hádeginu og lagði spilin á
borðið. Ég læsti og opnaði skápdyrnar. Gwen sat í hnipri undir fataslánni
og svitinn perlaði á andliti hennar. Það hlaut að vera óskaplega heitt
i skápnum.
Ég lét hana hvila sig á rúminu á meðan ég talaði við hana.
„Gwen," sagði ég þreytulega, „Gwen, hvernig í ósköpunum eigum við
að koma þér héðan?"
Hún ansaði hæglátlega: „Ég er hrædd um að ég viti það ekki.“
„Vandinn er þessi, Gwen. Eftir tvo þrjá daga verð ég sendur héðan.
Hafi mér þá ekki tekist að koma þér út, verð ég að skilja þig eftir.
Þú veist hvað það þýðir."
Ég gat ekki annað en dáðst að hugrekki hennar. Þessi unga ógæfu-
sama stúlka var allt í einu orðin ótrúleg hetja. Hún var gædd nærri því
óskiljanlegri einurð og rósemi. Hún var hundelt og vissi eins vel og ég, að
U G G A
M
s
4
i