Vikan


Vikan - 14.06.1956, Blaðsíða 7

Vikan - 14.06.1956, Blaðsíða 7
Einn var berstrípaður úti á víðavangi. Annar — TÝNDI KONUNNI SINNI BRÚÐKAUPSNÖTTINA ARNA stóð hann við kirkjudymar, hár og myndarlegur og í spánýjum svörtum fötum. En það var eitthvað bog- ið við þetta. I fyrsta lagi bólaði ekki á einum einasta gesti. Og í öðru lagi kom brúðurin ekki! Meir að segja prestinn vantaði, og lést þó þessi ungi maður ætla að fara að gifta sig. Derek og svaramaður hans komust að þeirri niðurstöðu, að þeir hefðu komið klukkutíma of snemma. Þeim kom sam- an um að fá sér sæti inni í kirkjunni. Svo byrjaði fólk að þyrpast inn — en ókunn- ugt fólk! Brúðguminn hafði ekki aðeins litið vit- laust á klukkuna. Hann var heilum degi á undan áætlun. Fólk í Marseilles brosti, þegar blöðin sögðu frá þessu. Og raunir Dereks garms- ins voru ekki búnar. Daginn eftir kom brúðurin of seint, svo mikið of seint, satt að segja, að hann var farinn að halda að hún væri hætt við allt saman, þegar hún loks kom gangandi inn kirkjugólfið. Parísarstúlkan Lucille Jackson varð hinsvegar fyrir því óláni að týna mann- inum sínum á brúðkaupsnóttina. Eða það væri kannski réttara að orða þetta svo, að hann hafi týnt henni. Þau óku til hótelsins, sem þau ætluðu að dveljast á, strax að hjónavígslunni lokinni, og brúðguminn, bandarískur mað- ur að nafni Herbert Jackson, bað hana að bíða andartak á meðan hann fyndi bíl sínum geymslustað. Hann fann stað til að leggja bílnum — en týndi hótelinu! Hann mundi ekki hvað gatan hét, sem það stóð við, hann mundi ekki númerið á því, það eina, sem hann mundi, var að það var sjö eða átta hæðir og byggt úr múrsteini. Það er að segja, það var nákvæmlega eins og tugir annarra Parísarhótela. Jackson ráfaði um göturnar alla nótt- ina í leit að hótelinu. Um sólarupprás bað hann lögregluna ásjár. En það var nærri komið hádegi, þegar henni tókst að hafa upp á hótelinu og hin grátbólgna nýgifta Lucille tók á móti manninum sín- um með orðunum: „Það er mikið að þú sést!“ Þá fór ekki betur fyrir brezka bóndan- um, sem skrapp með konu sinni til Lund- úna. Þau þurftu að kveðja dóttur sína, sem var að fara til Nýja Sjálands, og fengu inni hjá kunningjum sínum í Pad- dington hverfi. Bóndinn var á sjötugs- aldri. Upp úr hádegi á þriðjudag ákvað hann að skjótast út og kaupa sér póstkort og kvaddi með orðunum: „Ég verð ekki leng- ur en fimm mínútur.“ En fimm mínútumar urðu að fimm klukkustundum . . . og það rann upp fyr- ir bóndanum, að hann var rammviltur. Hann var búinn að arka marga kílómetra, þegar hann ákvað að taka neðanjarðar- lest og reyna að finna brautarstöð, sem hann kannaðist við. Þá gerði hann þá uppgötvun, að hann var með þvínær enga peninga á sér. Um nóttina svaf hann á bekk í jám- brautastöð, en hinir dauðskelkuðu ættingj- ar hans gerðu að honum dauðaleit í öll- um sjúkrahúsum. Daginn eftir reyndi hann á nýjan leik að finna hús kunningja sinna — en ár- angurslaust. Það var kominn föstudagur, þegar hann reikaði inn á lögreglustöð að fram kominn af hungri. Hann þurfti að liggja í þrjá daga í rúminu til þess að jafna sig. Já, það getur margt kynlegt komið fyrir mann — og skrambi óþægilegt. George nokkur Grahamslaw fékk af því smjör- þefinn, þegar hann brá sér til Preston í fyrra með kunningjum sínum til þess að horfa á knattspyrnukeppni. George missti af rútubílnum heim — og heimilið hans var í Newcastle í 167 mílna fjarlægð. Hann var auralaus; aleiga hans var tíu sígarettur og ein brjóstsykurstöng. Allt um það lagði hann af stað gangandi. Hann vissi það ekki, en kunningjar hans höfðu skilið eftir farpeninga handa honum í vörslu lögreglunnar. Hann át svolítið af brjóstsykurstönginni og svaf undir limgerði, eftir 24 stunda göngu. Hann reyndi árangurslaust að afla sér peninga fyrir mat með því að selja síga- retturnar sínar. Að lokum gaf bóndakona honum nokkr- ar brauðsneiðar og skildi ekki við hann fyrr en hún var búin að koma honum á vörubíl. Eftir fjögra daga ferðalag komst hann heim til sín — og féll í öngvit við forstofudyrnar. Gæti eitthvað svipað þessu komið fyrir þig? Allir geta orðið fyrir mögnuðum óhöppum. Það var til dæmis ungi Bretinn, sem fann upp á því sumarkvöld eitt í fyrra að fá sér bað í ánni Serpentine. Það var komið myrkur, svo að hon- um fannst óþarfi að nota sundskýlu. Hann lagði til sunds allsnakinn. En þegar hann steig upp á fljótsbakkann hinumegin, kom babb á bátinn. Hann varð áttaviltur og treysti sér ekki til að synda til baka. Lögregluþjónn fann hann um morguninn á gægjum bak við vegg. Bíll þaut með hann á lögreglu- stöðina. Og í stað þess að fara til vinnu á mánudagsmorgun, var hann dreginn fyrir dómara. Hann var sakaður um ósiðsamlega fram- komu. Það vildi honum til happs, að dóm- arinn trúði skýringu hans á því, hvers- vegna hann hefði fundist berstrípaður úti á víðavangi. Hann sýknaði hann af ákærunni og sendi hann heim í lánuðum fötmn — já, og ráðlagði honum að fara að öllu með gætni, næst þegar það dytti í hann að fá sér bað. — PAUL BENET. DON DTJBBINS, er ný- búinn að gera samning til langs tíma við Metro- Goldwyn-Mayer. Hann er hér á myndinni. Hann „sló í gegn“ í leikriti par sem hann lék á móti Deboruli Kerr. I*að var svnt víða um Bandarik- in. Nú vœnta kvik- myndakóngamir í HoUy- wood sér mikils af hon- um. Eftir myndinni að dæma ætti hann líka að geta orðið feiknmildð kvennaguU. 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.