Vikan - 14.06.1956, Blaðsíða 6
r jj
HÚN KOM AÐ AUSTAN 1
:
S
NADIA GREY heitir hún þessi stúlka i
og er ungversk. Hún er farin að koma fram |
í brezkum kvikmyndum, og er væntanleg =
í einu Reykjavíkurbíöanna á næstunni |
(Tjamarbíó). Nadia er af aðalsættum og I
lenti f ýmsum ævintýrum í stríðinu. Eftir =
stríð lék hún á ungverskum leiksviðum, i
fór svo til Parísar og þaðan til Eondon. |
Við eigum kannski eftir að sjá hana oft í i
framtíðinni. I
^IIIIIIIIIIMIIIIIlAllMIMIIIMMIMIIIIIMMIMMMIIIMMIIMMIMMMIMMIIMMIIIMMIIIIMl''
skriflið, sem konan hans sagði, að væri að drepa
hana. Hann hugsaði: „Séu þetta demantar, nægir
helmingur þeirra til að kaupa Emmy nýtízku hús,
ósvikna villu.“
„Hvernig líst þér á?“ spurði Creamer hana og
lagði opna öskjuna á borðið.
„Drottinn minn!“ æpti Emmy „Hvar í ósköp-
unum fékkstu þetta?“
„Það er saga að segja frá því,“ ansaði hann.
„Náungi í lestinni gaf mér djásnið."
„Gaf þér það? Þá hefur hann eflaust verið
nýbúinn aö stela þvi — og sennilega myrða ein-
hvern í þokkabót.“
„En hann virtist ekki vera neinn þjófur.“
„Það er ekkert vit í öðru en skila þessu til
lögreglunnar ? “
„Óttalegt barn ertu,“ svaraði hann. „Þeir
mundu strax halda, að ég hefði stolið því. Nei,
veistu hvað mér var að detta í hug? Ef ég sel
þetta hæstbjóðanda, þori ég að hengja mig upp á,
að ég get keypt þér eitt af þessum fínu einbýlis-
húsum — og meir að segja átt eitthvað eftir fyrir
húsgögnum."
„Það liti grunsamlega út.“ En það var kominn
undarlegur glampi í augu hennar. Einbýlishús!
Það yrði einhver munur að lifa!
„ÆJ, drottinn minn,“ sagði Emmy. „Ný hús-
gögn í stofuna, teppi . . . hver veit hvað
Daginn eftir var Creamer með djásnið í vas-
anum, þegar hann fór til vinnu. Hann steig út úr
HAIMINI FEKK GLYJU
I AUGUM
EFTIR JDHN VIGDUR
GEKÐU SVO VEL, SAGÐI MAÐURINN. OG CKEAMER VEKKA-
MAÐUR VAR ALLT I EINU ORÐINN RlKUR!
„GERDU svo vel!" sagði samferðamaður hans
allt í einu, þegar lestin byrjaði að hægja á sér
við Peachington járnbrautastöðina.
„Hvað á ég að gera við þetta?" spurði John
Creamer undrandi og tók við pakkanum.
„Þú mátt eiga hann. Gefðu konunni þinni
hann ef þú átt einhverja," ansaði maðurinn. Lest-
in nam staðar og hann steig út á brautarpall-
inn, beint í fangið á harðneskjulegri • konu, sem
beið hans fyrir framan söluskýli. Hún bar það
með sér, að hana skorti ekki peninga. Konan hans
eflaust — því hún leyfði honum að kyssa sig á
kinnina, án þess þó að hafa sýnilegan áhuga á
verknaðinum, og greip í handlegginn á honum,
eins og hún ætti hann með húð og hári.
„Skrítið að tarna!" hugsaði John Creamer.
Hann átti ekki að fara úr lestinni fyrr en á
næstu stöð. Pakkinn var stærri en svo, að hann
gæti stungið honum í vasann — jafnvel í frakka-
vasann komst hann ekki.
Lestin fór af stað aftur og Creamer skoðaði
pakkann forvitnislega. Varla var þetta vítis-
vél því ekkert tif heyrðist. Hann fiktaði hálf-
velgjulega við hnútana; skömmu seinna var
bandið laust og i ljós kom leðuraskja frá skart-
gripasala.
Hann lyfti lokinu — og var nærri búinn að
fá glýju í augun. Við honum blasti forkunnar-
fagurt höfuðdjásn alsett demöntum!
„Sennilegast bara gerfidemantar," hugsaði
hann. Þó voru steinarnir furðu fallegir. Ef þeir
væru nú ósviknir — hvernig stóð þá á þessu?
Jafnvel vitfirringar gerðu það ekki að gamni sínu
að kasta þúsundum frá sér. Og samferðarmaður
hans hafði vissulega ekki litið út fyrir að vera
vitfirrtur. Hann hafði litið út eins og efnaður
kaupsýslumaður.
„Óskiljanlegt!" tautaði Creamer.
Hann fór heim til sín, heim í gamla hús-
lestinni í Harnford, þar sem hann vann í verk-
smiðju. Að vinnu lokinni lagði hann leið sína í
Simpson skartgripaverslunina, fínustu verslun
sinnar tegundar i öllum bænum. Hann spurði eftir
forstjóranum.
Simpson tók kæruleysislega við öskjunni og
opnaði hana. Hann átti ekk von á neinu merki-
legu. En andartaki síðar var hann búinn að
lyfta djásninu upp úr öskjunni og starði forviða
á það. „Ef þér eigið það í raun og veru,“ sagði
hann loks, „er það minnst tíu þúsund punda
virði." Um leið þrýsti hann á bjöllu undir skrif-
borðsplötunni sinni, sem var merki til afgreiðslu-
mannanna frammi um að hringja á lögregluna.
„Jú, ég hlýt að vera rétti eigandinn," sagði
Creamer. „Mér var gefið þetta.“
„Eg væri kannski tilleiðanlegur að láta þig fá
þúsund fyrir gripinn," sagði Simpson, sem að
vísu lagði það ekki í vana sinn að versla við
þjófa, en sem þó fannst ekki alltaf ástæða til
að vera með óþarfa spurningar.
„Það var þá boð!“ ansaði Creamer reiðilega.
„Tvö þúsund?"
„Eg hef engu að leyna," sagði Creamer stutt-
aralega. „Sé djásnið tíu þúsund punda virði,
þá vil ég fá tíu þúsundir fyrir það!“
„Kannski þrjú þúsund— en hærra fer ég ekki.“
Hann var enn að dást að demöntunum, þegar
afgreiðslumaður vísaði Paul Hemingway inn til
hans.
„Það skyldi aldrei hafa verið lýst eftir þessu,
lögregluþjónn," sagði Simpson, sem alltaf gerði
sér far um að þóknast lögreglunni.
Augun ætluðu út úr höfðinu á lögregluþjónin-
um. „Ja, hver fjárinn!" Han sneri sér að Cream-
er: „Ég er hræddur um, að ég verði að biðja
yður að koma með mér á lögreglustöðina og
upplýsa, hvar þér fenguð þetta.“
Þegar á lögreglustöðina kom, skoðaði varð-
stjórinn djásnið gaumgæfilega og bar það sam-
an við lista lögreglunnar yfir stolna muni.
„Þess er ekki getið á listanum," tautaði hann
að lokum.
„Mér var gefið það!“ sagði Creamer enn einu
sinni.
„Geturðu látið okkur fá nafnið á gefandan-
um?“ spurði varðstjórinn.
„Ef ég' rekst á hann aftur, þá get ég það sjálf-
sagt“
Varðstjórinn hristi höfuðið. „Ég er hræddur
um, að þetta svar nægi ekki. Hitt er annað mál,
að ég skal verða fyrstur til að trúa þéf, ef
þú getur bent mér á náungann."
„Hvernig í ósköpunum á ég að finna hann?“
Og um leið flaug Creamer ráð í hug. „Heyrðu mig
annars, hann var áreiðanlega kaupsýslumaður
— rikur í þokkabót. 1 gær var hann með lestinni,
sem fer héðan tíu mínútur yfir sex. Og hann fór
úr henni í Peachington."
„Hann kynni að fara með sömu lest daglega,"
samsinnti varðstjórinn. „Heyrðu, við skulurn
senda mann með þér á stöðina og sjá, hvort þú
getur fundið þennan burgeis þinn.“
Það var leynilögreglumaður, sem fylgdi Cream-
er á járnbrautastöðina. Þeir gengu meðfram
lestinni endilangri.
„Þarna er hann!“ hrópaði John um leið og
merkið var gefið til brottferðar. Leynilögreglu-
maðurinn kippti upp hurðinni, ýtti honum inn á
undan sér og elti. Hann sýndi lögreglumerki
sitt og sagði: ,Ég er frá lögreglunni." Farþeginn
virtist verða hálf hræddur, en svo kannaðist hann
aftur við Creamer, því að hann heilsaði honum
vandræðalega
„Þessi maður segir, að þér hafið gefið honum
höfuðdjásn, sem er að minnsta kosti tíu þús-
und punda virði," sagði leynilögreglumaðurinn.
„Hvað um það? Er mér það ekki heimilt, ef
mér sýnist?"
„Eigið þér við, að þér hafið gert þetta ótil-
neyddur . . . engin fjárkúgun, á ég við . . .
engar hótanir?"
„Þetta var gjöf. Það ætti að nægja yður.“
„Tíu þúsund punda djásn!“'Það var sýnilegt,
að leynilögreglumaðurinn skildi hvorki upp né
niður.
„Já, tíu þúsund pund — og þó eru tólf þúsund-
ir nær sanni."
„Kannski þér hefðuð ekkert á móti því að koma
upp á lögreglustöðina í Harnford og endurtaka
yfirlýsingu yðar þar?“ spurði leynilögreglumað-
urinn.
„Jú, ég hefði vissulega heilmikið á móti því!
Það er búist við mér heim með þessari lest,
og ef ég kem of seint, verður konan snælduvit-
laus. Skrifið nú eftir mér: „Ég, Michael Corn-
grass, gaf margnefnt djásn þvingunarlaust og
af frjálsum vilja þessum manni — hvað sem
hann nú heitir! Ég skrifa undir þetta og þér getið
skrifað undir sem vitni. Og svo vil ég ekki heyra
meir á þetta minnst."
„Getið þér sýnt mér kvittun fyrir djásnið ?“
spurði leynilögreglumaðurinn.
„Ég fleygði henni. En þér getið hringt á skart-
gripasalann og spurt hann, hvort hann hafi selt
mér — Michael Corngrass — gripinn fyxir tólf
þúsund pund. Það ætti að nægja."
„Stórfurðulegt fyrirbæri," sagði leynilögreglu-
maðurinn. Hann skrifaði í minnisbókina sína og
fékk Corngrass hana síðan sem skrifaði líka und-
ir, og þar með virtist þessu lokið
Corngrass dæsti. „Til þess að koma í veg
fyrir allan misskilning, skal ég segja ykkur,
hvernig í þessu liggur — en þið megið að sjálf-
sögðu ekki láta það fara lengra. Ég keypti
djásnið, þvi ég vonaði, að ef ég gæfi vissri konu
það, kynni ég að geta fengið hana til að fara
með mér af landi burt. Ég fór með það á járn-
brautastöðina, og þar tjáði hún mér, að henni
hefði snúist hugur — fyrir fullt og allt. Og
þarna stóð ég með þetta bölvað glingur, og lestin
mín heim að leggja af stað. Ég gat hvergi látið
pakkann.
Ef konan mín hefði séð hann hefði allt orðið
vitlaust. Ég varð einhvernveginn að losna við
Framhald á bls. 19
6