Vikan


Vikan - 14.06.1956, Blaðsíða 14

Vikan - 14.06.1956, Blaðsíða 14
hennar, en röddin var róleg og nserri því kurteisleg þegar hún spurði: „Er þetta hægt?“ „Já.“ „Hvenær?" „Eftir fáeinar mínútur.“ „Hvernig?" Hún hafði ekki augun af andliti mínu. „Það dó fangi í kvöld; seytján ára rauðhærður piltur. Þú kemur í staðinn fyrir hann.“ „Það kemst ekki upp?“ „Fangarnir kom ekki upp um þig. Auk þess var hann ekki kominn á skrá. Eg tek þig niður og skráset þig sem Robert Flowers og skila þér í klefann hans.“ Hún hrukkaði ennið og horfði í gaupnir sér svolitla stund. Svo sagði hún hæglátlega: „Eg skil. Ég er tilbúin hvenær sem þú vilt.“ Það var ein hættuleg torfæra, og aðeins ein. Ég þurfti að koma henni óséðri niður í móttökuherbergið í kjallaranum •— og líkinu. Ég fór niður í varðstofuna. Ken Mills var á næturvakt. Ég sagði: „Ég þarf að taka Flowers-strákinn niður og koma honum á skrá. Ég læt Lynn hjálpa mér. Strákgarmurinn er svo máttfarinn, að hann stendur varla í lappirnar." Ég opnaði klefa Lynns, hvíslaði: „Engar spurningar," og benti honum að koma. Robert Flowers lá á grúfu. Augun voru lokuð, andlitið bjart og þreytu- laust, eins og hann væri sofandi. Það hvarflaði að mér, að honum liðið loksins vel — látnum. Við tókum hann á milli okkar og bárum hann fram hjá varðstofunni og niður í móttökuherbergið. Það gekk slysalaust. Við lögðum hann á gólfið í einu horni herbergisins og breiddum yfir hapn pokadruslur, sem ég fann undir fatahillu. Svo sagði ég Lynn að bíða og hljóp upp á loft. Gwen stóð á fætur þegar ég opnaði dyrnar, og ég sagði henni að elta mig og hafa dálítið bil á milli okkar. ,,Ef ég stoppa, stoppar þú. Ef ég hleyp, hleypur þú. SkilurðU mig?" „Já.“ Við komumst klakklaust niður. Það var einhver að tala við Ken í varðstofunni, en dyrnar voru lokaðar. Ég benti Gwen að koma, þreif í hendina á henni og hljóp í áttina að kjallatröppunum. Fáeinum sekúnd- um síðar vorrnn við komin inn í móttökuherbergið, ég var búinn að læsa og Gwen Benson, sveitastúlkan sem dæmd hafði verið til hengingar fyrir morð, var byrjuð að búa sig undir að taka við nafni og hlut- verki umkomulausa piltsins, sem lá liðið lík á steingólfinu. Hún hikaði ekki, sagði ekkert, spurði einskis. Hún fór úr fötunum umyrðalaust, uns hún stóð fyrir framan okkur keik og ófeimin. Hún var fullkomlega róleg og allt fas hennar bar þess ljósan vott, að hún vajr sér þess fyllilega meðvitandi, að hér var meira í húfi en svo, að við ættu venjulegar umgengnisreglur. Sakleysi og festa skein úr andliti hennar, og sem hún stóð þarna nakin á gólfinu, var framkoma hennar svo hispurslaus og æðrulaus, að manni fannst eins og þetta gæti skeð á hverjum degi, svona atburðir væru alltaf að ske. Ég sá útundan mér, að úr andliti Lynns skein óvænt viðkvæmni, nærri því blíða. Ég seildist upp í fatahillurnar og byrjaði að fá henni fangafatnaðinn. Hún klæddi sig í fötin jafnóðum og ég fékk henni þau, fljótt og flaust- urslaust. Einu sinni leit hún upp og brosti. Það var þegar hún smeygði sér í buxumar og byrjaði að setja á sig axlaböndin. Þá brá hún þeim upp snöggvast og sagði: „Þetta er nýjung fyrir mig!" Einhver kona hefði kvartað, mótmælt, jafnvel gráUð. Gwen Benson gekk áð þessu eins og það væri sjálfsagður hlutur, eins og hún væri alvön þessum fötum, eins og það væri ekkert eðlilegra en að hún klæddist þess- um búningi. Og stilling hennar og æðruleysi gáfu hlutverki hennar eðll- legan blæ, sem ég tók strax eftir og sem styrkti mig i þeirri trú, að þetta gæti tekist og mundi takast. Hún lifði sig inn 1 hlutverkið sjálfrátt eða ósjálfrátt. Hún bar sig ekki eins og kona sem ekki hefur átt annars úrkostar en klæðast ófrýnilegum einkennisbúningi. Búnmgurinn þvingaði hana ekki, bar hana ekki ofurliði. Hún bar hazm eins og hún væri hon- um vön, væri búin að sætta sig við hann. Hún horfði á á meðan ég stimplaði fanganúmer Roberts Flowers á jakkann, fór svo í hann, hneppti honum að sér og beið. Ég bénti henni að setjast á kollinn fyrir framan myndavélina. „Og nú,“ sagði ég í af- sökunarróm, „kemur að því óhjákvæmilega." „Hárið?" Hún brosti. „Hverju heldurðu ég hafi búlst við?" Hún tók klippurnar, skoðaði þær forvitnislega andartak, rétti þær svo að mér. „Hárið eða lífið? Ég kýs að halda lífinu!" Rauða slétta hárið hennar féll á gólfið í flyksum; klippurnar ristu miskunnarlaust niður að hársverðinum, ruddu hárinu af höfðinu í breiö- um rásum. Hún sat grafkyrr og á henni sáust engin svipbrigði. Þegar ég lagði klippurnar frá mér, lyfti hún annarri hendinni snöggvast og strauk henni yfir snoðklipptan kollinn. Svo stóð hún upp og tók við húfunni, sem ég rétti henni, og setti hana upp. „Jæja," sagði hún rólega, „þá er þessu að verða lokið, er það ekki?" Ég kinkaði kolli. „Það er aðeins myndatakan eftir." Ég benti henni, hvar hún átti að standa við vegginn, tók svart spjald, skrifaði á það með krít fanganúmer og móttökudag Roberts Flowers, fékk henni það og sýndi henni hvernig hún átti að halda því, svo að það kæmi fram á myndinni. Svo sagði ég: „Stattu kyrr," og stillti myndavélina. Hún stóð grafkyrr, þolinmóð og sviphrein. Munnurinn var örlítið op- inn, augun horfðu beint inn í myndavélina. Hún stóð kyrr og beið eftir að ég segði, henpi, að þessu væri lokið. 814. KROSSGÁTA VIKUNNAR. LÁRÉTT SKÝRING: 1 farartæki — 5 bæta mein — 9 meltingarfæri — 10 tónverk — 12 vindur — 14 ástundun — 16 blíða — 18 tunga — 20 nær miðju — 22 smábýli — 23 frumefni — 24 tónn -— 26 tota — 27 saurga — 28 séð — 30 elska — 31 bjartur — 32 tyftir — 34 óttast — 35 hljóð — 37 gagn- sær — 40 tau — 43 refsa -—■ 45 trufluninni — 46 óttast — 48 gefa frá sér hljóð — 50 sk.st. — 51 tveir eins — 52 sæma tign — 53 ætijurta — 55 eyðsla — 57 vergangur — 58 strik — 60 maðr — 61 ungviði — 62 vegur — 63 feldurinn — 64 kvenmannsnafn. LÓÐRÉTT SKÝRING: 2 brennumaður — 3 mæla — 4 keyra — 5 þreyta — 6 hræddi — 7 rannsaka -— 8 ást — 11 stúlkan — 12 þraut — 13 viðurnefni — 15 spyrja — 17 vitni — 18 skordýr — 19 gera við — 21 beitu — 23 viftu — 25 sjóferð — 28 sk.st. — 29 frumefni — 31 duft — 33 blóm — 36 sjór — 38 ull — 39 dans — 40 þykkildi — 41 beygingarending — 42 heims- kunnur vísindamaður — 43 hryggja — 44 einkenni — 46 trylltar ■— 47 hundur — 49 súrsað grænmeti — 52 með tölu — 54 ljúka — 56 mynni •—- 57 ílát — 59 beita — 60 húð. Lausn á krossgátu nr. 813. LÁRÉTT: 1 strý — 4 ásaka — 8 grös — 12 tía — 13 æst ■—- 14 ógn — 15 agn — 16 eður — 18 tinna — 20 unna — 21 lár —- 23 róg — 24 önn — 26 sanngirni — 30 ost — 32 nói — 33 nón ■— 34 kös — 36 spyrnir — 38 naumast — 40 rás — 41 táp — 42 rukkari — 46 skellur — 49 Ari — 50 kæn ■— 51 nót — 52 ina — 53 barngóður — 57 þor — 58 gæt — 59 rör — 62 ómur — 64 lasin ■—■ 66 kali — 68 mór — 69 bón — 70 nám — 71 kol — 72 iðra — 73 Agnar — 74 haka. LÓÐRÉTT: 1 stef — 2 tíð — 3 raul — 4 ást — 5 stirnir — 6 kóng- inn — 7 aga — 9 rann — 10 ögn — 11 snar — 17 rás — 19 nóg — 20 Uni — 22 rannsakar — 24 Önnutetur — 25 ösp — 27 Nói — 28 róa — 29 nös — 30 ostra — 31 Tyrki — 34 kapli — 35 stýra — 37 rák — 39 mál — 43 urt — 44 rær — 45 inngang — 46 snótina — 47 kóð — 48 una — 53 bor — 54 gæs — 55 rök — 56 sómi — 57 þurr — 60 raka — él bila — 63 móð — 64 lóa — 65 nár — 67 lok. 1. Jónas Hallgrímsson. 2. Academy of Motion Picture Arts and Solen- ces (Lista- og tæknisamband kvikmynda- iðnaðarins i Bandaiíkjunum). 3. Satúrnu'!, Jú iter M.arz, Venus og Merkúr. 4. Eysteinn Jónsson, í 10 ár. 5. Napoleon. 6. Sex. Skagafjarðarsýsla, Eyjafjaröarsýsla, Norður-Múlasýsla, Suður-Múlasýsla, Rangár- vallasýsla og Árnessýsla. 7. Karla-Magnús. 8. Jörundur Brynjólfsson, 69 ára gamall. 9. XZrti fyrir strönd Frönsku-Guiönu á norð- austurströnd Suður-Ameríku. 10. Reykur. Ég gaut augunum til Lynns. Hann var sestur á kollinn andspænis henni, hallaði sér áfram og starði á haina með galopinn munn. „Ég hefði svarið fyrir það!" tautaði hann. „Ég hefði aldrei trúað þvi, að þetta væri hægt! Hva, maður, hún er einn af okkur!" Ég hló og sló í bakið á honum. „Þetta er í lagi, Lynn," sagði ég glaðlega, „þetta er í fullkomnu lagi!" Því hann hitti naglann á höfuðið. Breytingin, sem orðin var á Gwen Benson, var ótrúleg. Rauðhærða stúlkan, sem ég hafði geymt uppi á herberginu mínu, var orðin rauðhærður unglingspiltur, sem sat í fangelsi. Það mundi þurfa skarpskygnan mann til þess að uppgötva, að hér fór kona. Hún var orðin „einn af þeim“, eins og Lynn orðaði það. Framhald í næsta blaði. Svör viö „Veiztu — ?“ á bis 4: 18

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.