Vikan - 26.07.1956, Blaðsíða 3
Nei, hún er
ekki flöt!
Þessir menn mega ekki heyra
þaö nefnt, að jörðin sé hnöttótt
eru liðin nítján hundruð ár síðan
U landfræðingurinn Ptolemy sannaði, að
jörðin væri hnöttótt. Vísindamenn nútím-
ans staðfesta kenningu hans fúslega. Þó
eru enn þann dag í dag uppi menn, sem
fullyrða, að jörðin sé flöt. Það hafa satt
að segja verið uppi háværar raddir um
þessa flatneskju allt síðan Ptolemy setti
fram kenningu sína.
Árið 1650 stofnaði skraddari að nafni
Lodowick Muggleton sértrúarflokk, sem
meðal annars barðist fyrir því, að hnatt-
kenningu landfræðingsins yrði opinber-
lega hafnað. Muggleton lýsti sér sem spá-
manni og kraftaverkamanni, sagði hverj-
um, sem heyra vildi, að hann væri um-
boðsmaður guðs á jörðu, og lét raunar
áhangendur sína tilbiðja sig sem hálfguð
að minnsta kosti.
Muggleton var vafalaust með lausa
skrúfu. Hann endaði í Bridewell fangelsi,
garmurinn, sem hættulegur umrenningur.
I Bandaríkjunum er enn við lýði félags-
skapur heimsspekinga, sem kalla sig Forta
og allir meðlimir hans eru eldheitir flat-
neskjxunenn. Þeir gefa út bækur og tíma-
rit, þar sem þeir birta „vísindalegar sann-
anir“ fyrir því, að jörðin sé eins og pönnu-
kaka.
„Horfðu á skip,“ segir undir teikningu
í einu af þessum ritum, „sem stefnir út
að hinum svokallaða sjóndeildarhring.
Samkvæmt hinni skoplegu kenningu hnatt-
trúarmanna, hverfur það bak við bungu
jarðarinnar. En ef þú berð kíki upp að
augunum, muntu uppgötva, að skipið kem-
ur í Ijós á nýjan leik. Það er því fjarlœgð,
en ekki bunga, sem veldur hvarfi þess.“
Það er líka teikning af kringlu, þar sem
Norðurpóllinn skagar upp úr miðjunni og
sem svofelld skýring fylgir: „Svona er
lögun jarðarinnar í aðalatriðum. Sólin
fylgir rönd kringlunnar, en fjöllin á póln-
um (þ. e. jarðmiðjunni) skyggja á hana
ákveðinn tíma á hverjum sólarhring. Þann-
ig stendur á því fyrirbæri, sem við köll-
um dag og nótt.“
Flatneskjutrúarmenn hafa svör á reið-
um höndum, þegar reynt er að hnekkja
kenningum þeirra með óþsegilegum spurn-
ingum.
..Fvcrnig stendur á því, að hægt er
3 "'gla kringum jörðina?“
„Menn sigla oft í kringum eyjar, en
þær eru ekki hnöttóttar.“
Þeir skopast líka gjarnan að mönnun-
um, sem halda, að jörðin snúist.
„Hvernig stendur þá á því,“ spyrja þeir,
„að sprengjaflugvélar geta hæft í mark?
Ef jörðin snerist, hlyti hún að hreyfast
á meðan sprengjurnar væru að falia til
jarðar.“
„En lireyfist ekki andrúmsloftið með
jörðinni9“
„Auðvitað ekki. Ef þú ekur í opnum
bíl og kastar steini upp í loftið, fellur
hann fyrir aftan bílinn, ekki niður í hann.“
Og þar fram eftir götunum. Flatneskju-
mennirnir deyja sannarlega ekki ráðalaus-
ir. Þeir eiga svar við hverri spurningu.
En þeir hafa valdið miklum vandræðum
á stundum, og einu sinni að minnsta kosti
hafði kenning þeirra dauða í för með sér.
Þetta gerðist 1869 og atburðarásin var
óneitanlega skrítin.
Nokkrum árrnn áður hafði verkamaður
hjá brezku járnbrautafélagi farizt í eina
hvirfilvindinum, sem um getur í Englandi.
Elias Clark hét maður, sem var sjónar-
vottur að atburðinum, og hann varð rugl-
aður upp úr þessu.
Clark leit svo á, að hvirfilvindurinn
hefði komið utan af hafi, og enginn hefði
því átt að verða var við hann, ef satt
vœri, að jörðin vœri hnöttótt. Með beinni
stefnu, sagði Clark, hefði hann átt að
fjarlægjast jörðina smám saman og vera
kominn hátt á loft, þegar hann kom yfir
England. En hann fylgdi jörðinni, þ.e.a.s.
stefna hans var lóðrétt. Með öðrum orð-
um: jörðin hlaut að vera lóðrétt, mar-
flöt.
Nokkru seinna frétti Clark af manni
að nafni Joel Betteshaw, sem kynnzt hafði
kenningum „hálfguðsins" Muggleton og
ferðaðist um England til þess að vinna
þeim fylgi. Hann stóð fyrir „vísindaleg-
um tilraunum11, sem ,,sönnuðu“ að jörðin
væri flöt.
Betteshaw og Clark áttu vissulega sam-
leið. Clark varð aðstoðarmaður gamla
mannsins við hinar óvenjulegu tilraunir.
Til einnar sýningar efndu þeir í sam-
komuhúsi í Islington. Betteshaw birtist
á sviðinu í dragsíðum, hvítum kyrtli, teikn-
aði hverja skýringamyndina á fætur ann-
arri og byrjaði að lokum að setja saman
dularfullt ,,líkan“, sem átti að sýna fund-
armönnum í eitt skipti fyrir öll, að jörðin
Þessi mynd er sett saman úr hundmðum ljós-
mynda, sem teknar voru úr eldflaugnm og sanna
villu flatneskjumannanna.
gæti ekki verið hnöttótt. Líkanið var búið
til úr teinum og vírlengjum, sem Qark
rogaðist með inn á sviðið.
Hinir undrandi áheyrendur hlustuðu lengi
vel þegjandi á Betteshaw. Svo byrjuðu
menn að pískra og hlægja. Það var þá sem
tryggðatröllið Clark reiddist fyrir hönd
meistara síns og herra, þreif stækkunar-
gler og varpaði því fram í salinn.
Afleiðingin var voðalegt uppnám. Olíu-
lampi var felldur um koll og kveikti í
kyrtli Betteshaws, en við það snerist reiði
áhorfenda upp í ofboðslega hræðslu. Þeg-
ar þessu var lokið, höfðu tveir menn ver-
ið troðnir til bana og Betteshaw var skað-
brenndur.
Clark og Betteshaw urðu píslarvottar
í augum flatneskjumanna, menn sem höfðu
fórnað öllu fyrir málefnið. Og píslarvætti
tvímenninganna varð að sumu leyti til
þess, að hreyfingunni óx fiskur um hrygg.
Strangtrúaðir flatneskjumenn komast
að sjálfsögðu ekki hjá því að hafna ýms-
um algengum kenningum — þar á meðal
kenningunni um aðdráttarafl jarðar og
segulmagn.
Þetta gera þeir í bókum, sem eru full-
ar af flóknum skýringamyndum og töfl-
um og sem — á sína undarlegu vísu —
,,afsanna“ allt milli himins og jarðar af
fræðum hnatttrúarmanna.
1 einu ritinu er sú staðhæfing til dæmis
tekin undir smásjána, að ef einhver leggi
land undir fót og haldi sífellt sömu
stefnu, þá hljóti hann að enda þar sem
hann byrjaði. Þessi fáránlega villa, segja
flatneskjumennirnir, byggist á því, að
frumkvöðlar hennar taka ekkert tillit til
„Pólstjörnunnar“. Á ferð sinni, segja þeir
enn, hlýtur ferðalangurinn að ganga beint
undir „Pólstjörnuna“, en við það kúvend-
ir áttavitinn og bendir til baka!
Sértrúarflokkurinn, sem Muggleton
stofnaði, virðist hafa dáið út í Englandi
kringum 1921, þegar leiðtogar hans töldu
hann hafa 7,500 meðlimi. Fortarnir banda-
rísku eru hinsvegar við beztu heilsu.
Sem stendur láta þeir lögun jarðarinn-
ar sig litlu skipta, en hafa snúið sér af
alefli að þeirri kenningu, að gestir frá
öðrum hnöttum hafi um allmörg ár dval-
izt meðal okkar. Ástæðan kann að vera
hin fullkomnu flugskeyti, sem gert hafa
mönnum kleift að taka myndir úr feikn-
mikilli hæð. Myndirnar hafa sumsé sýnt
það, sem ýmsir bjuggust við, nefnilega
greinilegan boga.
En þegar flatneskjumennirnir hafa
safnað nægum gögnum til þess að sanna
enn einu sinni, að ekkert sé að marka
það sem augun og myndavélarnar sjá,
munum við eflaust heyra frá þeim aftur.
— ALAN WYKES.
3