Vikan - 26.07.1956, Blaðsíða 7
Það er fátt skrýtnara „ „ „ g T ]V tH
b viðri verold en — Mm. ,f@ f f 11 f Æm
SNILLINGA Mt
eftir BERNHARD GRUN
HLJÓMLISTARMENN geta verið flestum mönnum dutl-
ungafyllri og sérvitrari, en þó kemur það manni á óvart
að rekast á hinn óviðjafnanlega Antonin Dvorák í þessum fé-
lagsskap. Samt var Dvorák haldinn furðulegri ástríðu í sam-
bandi við járnbrautalestir, járnbrautastöðvar og járnbrauta-
ferðalög.
Hann heimsótti járnbrautastöðina í bænum sínum daglega
og tók hana hverju sinni til gaumgæfilegrar rannsóknar. Hann
ræddi við miðasölumenn, burðarmenn, stöðvarverði og eimvagna-
stjóra. Hann spurði áhyggjufullur, hvort þessi eða hin lestin
væri farin, hvort tiltekin lest væri enn ókomin. Hann kunni ferða-
áætlun stöðvarinnar utanbókar, og ef lest seinkaði, lét hann
spurningum rigna yfir starfsmennina og bað jafnvel væntan-
lega farþega afsökunar á töfinni.
Annar merkur hljómlistarmaður var líka all óvenjulegur gest-
ur á járnbrautastöðvum. Það var enski snillingurinn, sem skrif-
aði um hljómlist undir nafninu Philip Heseltine og samdi und-
urfögur sönglög undir nafninu Peter Warlock.
Þegar andinn kom yfir Warlock og hann var í góðu skapi, gaf
hann tilfinningum sínum útrás með því að stíga dans. Það var
alveg sama hvar hann var staddur. Hann dansaði úti á götu, í
strætisvögnum, á borðum í veitingahúsum, í hljómleikasölum.
Hann var fysléttur og hjólliðugur í dansinum, snerist eins og
skopparakringla, sveif um loftið eins og fullkomnasti ballet-
dansari.
Merkustu „danssýningar“ sinnar efndi hann til dag nokkum
1 Charing Cross járnbrautastöðinni í London. Dansinn hófst
ósköp rólega. Warlock tók fáein spor, snerist fáeina hringi. En
dansinn varð flóknari eftir því sem á leið, uns hann var orðinn
að trylltum, bandóðum kósakadans.
Ferðamenn, burðarmenn og eftirlitsmenn horfðu forviða á að-
farirnar.
Allt í einu tók Warlock eftir því, að lestin, sem hann ætlaði
með, var lögð af stað út úr stöðinni. Hann lauk dansinum með
gríðarmiklu stökki, hljóp á eftir lestinni, stökk upp í dyrnar á
aftasta vagninum, brosti til áhorfenda og hvarf inn í klefa sinn.
Þess má geta, að Warlock framdi sjálfsmorð 36 ára gamall.
Hinn víðfrægi Louis Jullien var jafnvel stórkostlegri. Hann
bar 34 skírnarnöfn. Hljómsveitarstjórn hans var makalaus — að
ekki sé meira sagt. Á einum hljómleikum birtist hann með 120
manna hljómsveit — og 100 iúðraþeytara að auki. Þegar brezki
þjóðsöngurinn var leikinn, var eitt ,,hljóðfærið“ fallbyssa.
Hann notaði steðja oftar en einu sinni við flutning tónverka,
stundum tugi steðja, sem barðir voru samtímis. Flugvélahreyfil
notaði hann líka einu sinni að minnsta kosti; það mun hafa
verið við það tækifæri, sem sú saga komst á kreik, að einn
áheyrenda hefði dregið upp hvítan vasaklút og veifað honum
til merkis um að hann gæfist upp!
Julien var með svart hár og skegg og leiftrandi augu. Hann
var þeim, sem sáu hann, ógleymanleg sjón. Pallurinn, sem hann
stóð á, þegar hann stjórnaði hljómsveitum, var logagylltur. Við
hlið hans var feiknstór hægindastóll, sem hinn örmagna hljóm-
sveitarstjóri fleygði sér í á milli atriða.
Fyrir kom, að hann þreif fiðluna af einhverjum fiðluleikar-
anum og spilaði á hana eins og óður maður; við önnur tækifæri
dró hann flautu upp úr rassvasanum og byrjaði að flauta tryll-
ingsleg tilbrigði.
Julien átti urmul af tónsprotum og fór það eftir verkefninu,
hvern hann notaði hverju sinni. Hann notaði venjulegan tré-
sprota fyrir dansmúsík, silfursprota fyrir Mendelssohn, gylltan
sprota fyrir Mozart; cn í hvert skipti sem leikin var Beethoven-
sinfónía, setti hann upp hvíta hanska og borðalagður þjónn
færði honum hátíðlega demantskreyttan sprota, sem virtur var
á 25,000 krónur.
Hann var 48 ára, þegar geðveikisneistinn í honum varð allt í
einu að logandi báli. Hrnn var fluttur á geðveikrahæli, þar sem
hann andaðist blásnauður skömmu síðar.
Það liðu nærri þrjár aldir þangað til Carlo Gesualdo, prins í
Venosa, hlaut viðurkenningu sem mikið tónskáld — þrátt fyrir
þá staðreynd, að hann var líka ótíndur morðingi.
Gesualdo var 26 ára, þegar hann giftist Önnu d’Avalos, feg-
urstu stúlkunni í konungdæminu, sem kennt var við Sikiley.
Fjórum árum síðar kynntist Anna ungum hertoga að nafni
d’Andria. Það var á dansleik. Þótt hann væri að vísu giftur
líka, tókust með þeim miklar ástir, og þau byrjuðu að hittast
á laun.
Á þessu gekk um hríð, en elskhugarnir höfðu hið bezta næði
fyrir Gesualdo, sem öllum stundum fékkst við tónsmíðar sínar.
Svo komst einn af frændum prinsins að leyndarmáli þeirra, og
hann hélt beint á fund Gesualdos og ljóstraði upp um þau.
Gesualdo vildi fá sannanir fyrir ótryggð konu sinnar og
reyndi gamalt og margreynt ráð. Hann tjáði henni að hann
mundi verða að heiman tiltekna nótt, þar sem hann hygðist
fara á veiðar. Hann faldi sig því næst í húsi í grendinni og sá
d’Andria með eigin augum koma til stefnumótsins. Hann ók til
hallarinnar, kom elskendunum að óvörum og drap bæði með
rýting sínum.
Prinsinn gaf út einskonar fréttatilkynningu, þar sem hann
lýsti tildrögum að drápinu, og gaf skipun um að halda opinbera
sýningu á líkunum. Hann bjó árum saman í hinum rammbyggi-
Frarrihald á bls. 15.
Keppast við að hylla hana
AB er nýbyrjað að sýna úti í Bandaríkjunum spánnýja
mynd með Deborah Iterr: Anna og kóngurinn i Síam.
I>etta er litauðug músikmynd frá Metro-Goldwyn-Mayer, sem
fær alveg óvenjulega góða dóma. Gagnrýneiulur keppast bók-
staflega um að klappa henni lof í lófa, og Deborali fær vænan
skerf af lofinu. — Myndina hérna af leikkonunni féltk Vikan
fyrir fáeinum dögiun beint frá skrifstofu Metro í Hollywood.
7