Vikan - 26.07.1956, Blaðsíða 9
GÍSSUR FER I SENDIFERÐ.
Rasmina: Því miður, Gvendólína, ég lánaði
Gicðmundínu hana. En ég skal lát'a Gissur sœlcja
liana
Rasmina: Eg er alveg eyðilögð, Gissur. Eg
féklc lánaða bók hjá Gvendólínu og lánaði Guð-
mundínu liana. Skrepptu til hennar og sæktu
bókina.
Gissur: Eg vildi að þú hœttir að fá bækur að
láni, Rasmína.
Rasmína: Þetta er í síðasta sinn sem ég geri
það . .. ég hef ekki einu sinni opnað þessa.
Gissur: Rasmína bað mig um að sœkja bók-
ina, sem þér fenguð að láni lijá henni.
Guðmundina: Mér þykir það leitt Gissur, en
ég er búin að lána Vigfúsínu hana.
Rasmína: Mikið er ég fegin að þú skulir liafa
haft upp á henni, elskan! Viltu nú fara með hana
til hennar Gvendólínu ? Eg vil ekki að hún fari að
slúðra um þaJð að ég fái bœkur að láni og skili
þeim ekki aftur.
Vigfúsína: Eg man eftir því, Gissur. En Sverrína
fékk hana hjá mér.
Gissur: Þetta hlýtur að vera ferðabók. Hún kann
að minnsta kosti að ferðast.
Gvendólína: Segið frú Rasmínu, að mér þylfi
leitt að liafa rekið á eftir henni, en ég þurfti að
skila Larsínu bókinni. Vilduð þér gjöra svo vel
að skjóta henni þangað um leið og þér gangið.
Sverrína: En ég var búin að lofa Mattínu henni
nœst.
Gissur: Hún verður þá að fá hana seinna.
Larsína: Bað Gvendólína yður um að skila mér
hennif En það er Rasmína sem á bókina. Ég fékk
hana að láni fyrir œvalöngu.
VERSTA EO\ \
VERAEÐAR?
Lestu — og dæmdu sfálfur
GRAZEBROQK dómari horfði á hjónin,
sem stóðu andspænis honum og sem
stóðu að skilnaðarmálinu, sem hann
skyldi dæma í. Svo lýsti hann yfir, að
hann veitti Frank Albert Fleet tafarlaus-
an skilnað frá Elisabeth Rosina vegna
grimmdar hennar og miskunnarleysis. Að
svo mæltu ávarpaði Grazebrook dómari
réttinn á þessa leið:
„Þessi kona er mesta illmennið og ófyr-
irleitnasti lygarinn, sem ég hef enn
kynnst á starfsferli mínum“.
Og hann hélt áfram: Þegar búið var
að gefa hjónin saman og maðurinn hélt
heim með konunni sinni, tjáði hún hon-
um, að hún hefði verið gift áður og væri
tiltölulega nýbúin að fá skilnað. Nú jæja,
annað eins kemur víst fyrir, þótt ekki
geti verið beinlínis skemmtilegt að fá tíð-
indin eftir . hjónavígsluna. En frú Fleet
lýsti yfir, að hún hefði einungis giftst
manninum til þess að gera honum miska
og að hún skyldi sjá um að koma honum
í svaðið. Svona' var brúðkaupsnóttin!
Daginn eftir brúðkaupið var Elisabeth
Fleet ekki fyrr vöknuð en hún sakaði
manninn sinn um að daðra við aðrar kon-
ur. Hann neitaði því afdráttarlaust, af
þeirri einföldu ástæðu, að þetta var upp-
spuni frá rótum.
Fleet átti bifvélaverkstæði í Surrey, og
á skömmum tíma tókst konunni hans að
fæ!a frá honum nærri alla viðskiptavini
með því að fara heim til þeirra, hella yfir
þá svívirðingum og tjá þeim, að hvorki
hún né maðurinn hennar vildu hafa nein
skipti við þá framar. Þegar hið litla en
blómlega fyrirtæki hans var hrunið í rúst,
brenndi hún allt bókhaldið, með þeim af-
leiðingum, að hann lenti í hinum mestu
vandræðum við yfirvöldin.
Þegar hann fékk vinnu sem bifvéla-
smiður, lagði hún leið sína á vinnustað
hans og kom þannig fram við vinnufélaga
hans og yfirmann, að Fleet varð að segja
upp. Vegna hinnar taumlausu frekju
hennar og hins viðbjóðslega munnsafnað-
ar, sagði húsráðandi þeim upp íbúðinni,
og þau gátu hvergi fengið inni aftur. Áð-
ur en þau urðu að flytja, hafði Fleet sett
nýtt veggfóður í svefnherbergið. Á méð-
an hann var að þvo af sér óhreinindin, tók
húsmóðirin allt smjörið, sem til var á
heimilinu, og smurði því á nýja veggfóðr-
ið. Þegar svo maðurinn kom úr baðinu,
heimtaði hún að hann ynni verkið upp
aftur.
Þar sem ókleift var að fá íbúð, urðu
þau að flytja úr hverfinu, þar sem þau
voru þekkt, og um skeið bjuggu þau í
tjaldi niðri á ströndinni. Að lokum treysti
Fleet sér ekki til þess að búa með henni
lengur, tók saman pjönkur sínar og leigði
sér herbergi. Síðustu næturnar áður en
hann lagði á flótta, hafði kvenmaðurinn
vakað yfir honum með hárbeittan veiði-
hníf í höndunum og hótað að reka hann
í hálsinn á honum strax og hann sofnaði.
Eftir að hann yfirgaf hana, hélt hún
ofsóknum sínum áfram. Hún leitaði hann
uppi hvar sem hann vann, öskraði og
hafði í hótunum, formælti yfirmönnum
hans og hellti sér yfir vinnufélaga hans
með svívirðilegum aðdróttunum og hót-
unum. Hann hafði heldur engan frið fyr-
ir símahringingum, og einn daginn
hringdi hún á hann 21 sinni á vinnustað.
Þegar hún braust líka inn í herbergið
hans, var hún fangelsuð í 28 daga fyrir
óspektir á almannafæri.
Frú Fleet hefur haldið því fram, að hún
sé sú eina, sem sagt hafi sannleikann hér
í réttinum, allir aðrir séu hinir mestu
lygalaupar. En það er frú Fleet sjálf, sem
er hinn óforbetranlegi lygari. Hún hefur
haldið því fram í réttinum, að Fleet hafi
eitt sinn barið hana, og það er rétt svo
langt sem það nær. Eftir að hún hafði
rokið á hann og látið höggin dynja á hon-
um, missti hann stjórn á skapsmunum
sínum og sló hana nokkrum sinnum í bak-
ið með flötum lófanum. Hinsvegar áttaði
hann sig nærri samstundis, fór rakleitt á
lögreglustöðina og tilkynnti atburðinn.
Annars skýra vitnin svo frá, að hann hafi
ætíð sýnt einstaka stillingu í viðskiptum
sínum við kvenmanninn, og jafnvel reynt
að fara vel að henni í þau mörgu skipti
sem hún réðist á hann með hnúum og
hnefum.
Nú slít ég þessu hjónabandi, lauk
Grazebrook dómari orðum sínum. Það er
vilji minn, að .Frank Alfred Fleet fái frið
fyrir þessum djöfli í konulíki, og því hef-
ur hann ekki þurft að gefa heimilisfang
sitt hér í réttinum, þótt slíkt sé venjan.
Við hljótum að vona, að forlögin sjái
aumur á okkur og hlífi þjóðfélaginu við
fleiri kvensniptum af þessu tagi á þess-
ari öld að minnsta kosti, sagði dómarinn
að síðustu.
ROBERT ADLER (Þjóðverji) var handtek-
inn 1952 fyrir veiðiþjófnað. Dómari í
Munchen dæmdi hann í þriggja daga tukthús
eða 15 marka sekt. Adler sat einn dag í stein-
inum, flýði þá og hvarf. Hann komst inn á
rússneska hernámssvæðið, þar sem hann var
grunaður um njósnir og sat í þrjú ár í vinnu-
búðum. Þá var honum sleppt og hélt til
Berlinar. Þar var hann á augabragði hand-
tekinn og neyddur til að borga þau tíu mörk,
sem hann enn skuldaði yfirvöldunum.
LÖGREGLAN átti bágt með að trúa sínum
eigin eyrum, þegar frú Ida Findlay, brezk
húsmóðir, hringdi og tilkynnti, að búið væri
að stela garðinum hennar.
En þetta var í rauninni heilagur sannleikur.
Einhver eða einhverjir höfðu laumast inn í
garðinn um nótt og hirt að minnsta kosti f jór-
ar efstu tommurnar ofan af gróðurmoldinni.
BLESSAÐ
BARNiÐ
Pabbinn: Góða nótt, piltar! Sé ykkur á morgun!
Pabbinn: Þetta er hrœðilegt! Hvernig
get ég gefið konunni minni skýringu á
þessu?
Pábbinn: Hún trúir því aldrei, þó ég Lilli: Það var naumast þú rakst á imrðina, nunnma!
segi henni hvernig þetta vildi til. Hún Mamma: Hamingjan góða, hvað skyldi pabbi þinn halda að
heldur að ég liafi lent í slagsmálum. ég hafi verið að gera ?
8
9