Vikan


Vikan - 12.09.1956, Blaðsíða 12

Vikan - 12.09.1956, Blaðsíða 12
_ I G S A F O R S A G A : Þeir atbiirö- ir, sem hér greinir frá, gerö- ust fyrir fimmtíu árum. Ég var fangavörður í fylkis- fangelsinu í Georgíu, ungur, óbanginn og kannski dálítiil glanni. Mitt verk var )>aö aö minnsta kosti, að þegar níutíu manna fangaflokkur var Ieigður út til Con- tinental járnbrautafélagsins, fylgdi honum — ung stúlka. Con- tínental fékk fangana tíl jámbrautarlagningar í fjöllunum fyrir vestan Kenham, og stúlkan, sem orfiðaði við hlið þeirra dul- búin sem venjulegur fangl, var dauðadæmdur morðingi. Fyrir morð hafði hún að minnsta kosti verið dæmd. Þeir höfðu komið með hana til fangelsisins til þess að fullnægja dómnum og ég hafði hrifsað hana úr dauðaklefanum nóttina fyrir af- tökuna og falið hana uppi á herbergi minu. Ég var nefnilega ekki viss um, að hún væri sek. Mér fannst það að sumu leyti harla ótrúlegt, að Gwen Benson hefði byrlað föður sinum elt- ur. Eg vildi að minnsta kosti reyna að komast til botns í mál- inu, og það var að minu undirlagi, sem Gwen klæddist hinum röndótta einkennisbúningi karlfanganna og leyndist þar sem mönnum datt sízt í hug að leita hennar — meðal fanganna sjálfra. Það var ekki um annað að velja. Hún sat föst í gildr- !inm, pótt hún væri komin út úr dauðaklefanum. tJt úr þeim stein og stálliring, sem fangelsið var, treysti ég mér ekki tll að koma henni. Lifsvon hennar byggðist á þvi, að henni tæk- ist að leynast sem venjulegum fanga. Þvf var það, að þegar fangahópurinn, sem Contínental járnbrautafélagið hafði tekið á leigu, hélt upp í fjöllin, var meðal þelrra ungur, lagleg- ur fangi, sem í fangaskránni hét Robert Flowers og sem sam- kvæmt fangelsisskýrslunum var að afplána 18 ára dóm. Aðeins fjórir menn vissu, að undlr hinum grófa fangabúningi bærðist konuhjarta — ég og þrír fangar. Xveir þeirra — Wint og Hale — höfðu augljósa samúð með stúlkunni og hjálpuðu henni eftir beztu getu. Sá þriðji — Carson — reyndist samviskulaus þorp- ari, sem reyndi að notfæra sér vamarleysi hennar til þess að þröngva upp á hana blíðu sinni. Þannig stóðu málin, þegar Patrick Shayne, sem verið hafði verjandi hennar, heimsótti fanganýlenduna og mútaði Mugridge yfirfangaverði til að pína Gwen til hlýðni, ef hún féllist ekki á að selja jörðina, sem orðið hafði liennar eign við fráfall föður hennar. LANGA STUND hreyfði enginn sig þarna inni. Mugridge stóð með opinn munn og starandi augu, orðlaus af bræði. Shayne lögfræðingur starði á bréftætlurnar á gólfinu öskugrár í fram- an. Varir hans skulfu og hann deplaði augunum ákaft bak við gullspangargieraugun. Gwen hafði lympast niður á kofagólfið og húkti í hnipri upp við vegginn, og hinn granni líkami skalf af ekka. Frumkvæðið var mitt, og nú seildist' ég til hennar, tók í handlegginn á henni, og kippti henni á fætur. „Hættu þessu snökti,“ sagði ég harð- neskjulega. „Ef þú lætur hugfallast núna, þá er líf þitt ekki eyris virði." Ég beið á meðan hún tók sér tak, benti svo á bréfsneplana á gólfinu. „Þú héfur einu sinni verið dæmd til dauða,“ sagði ég; „er það ekki nóg?“ Hún horfði á mig skilningslausunv augum. „Um leið og þú hefðir skrifað undir þetta plagg,“ sagði ég stuttaralega, „hefðirðu undirritað þinn eigin dauðadóm. Skilurðu ekki, hvað fyrir þeim vakir ? Þeir þykjust ætla að leyfa þér og David Wint að flýja. Skelfilegt barn ertu! Þetta bragð er margnotað. Þið kæmust svosem hundrað metra frá vögnunum hérna, og þá væri öllu lokið.“ Ég horfði á þá til skiptis, lögfræðinginn með fáguðu ásjónuna og fantinn, sem var handbendi hans. Ég sagði: „Virtu þá vel fyrir þér, Gwen. Þeir vilja þig feiga. En taktu nú vel eftir. Þú ert óhult fyrir þeim á vieö- an þú afsalar þér ekki jöröinni.“ Mugridge sagði: ,Lýgi! Þú veist ekki, hvað þú ert að tala um. Rétt- ast væri að ég . . .“ Ég bandaði til hans hendinni. „Þegiðu! Láttu hann tala, þennan þarna, K U G G A L G A N S eftir William Gasfton jr. sem keypti þig til liðs við sig. Hvað segirðu, Shayne? Hefðir þú skrifað undir plaggið í Gwen sporum?“ Hann svaraði ekki, horfði enn á sneplana á gólfinu. Það var eins og hann ætti bágt með að átta sig á því, sem gerst hafði. Hann var enn eins og í leiðslu, eins og maður, sem hlotið hefur þungt höfuðhögg og er ennþá ringlaður. Ég var í sókn og ég ákvað að láta kné fylgja kviði. „Reyndu að herða þig upp, Shayne,“ sagði ég hæðnislega. „Þú hefur enn öll tromp á þinni hendi. Þú hefur eflaust heilan herskara af þrjótum í þjónustu þinni, og andstæðingur þinn er nú ekki burðarmeiri en þessi stúlka hérna sem er tukthúsfangi í þokkabót. Þú þarft ekki að skjálfa svona, maður, rétt eins og þú værir í bráðum lífsháska!“ Hann virtist ranka við sér við þetta og leit nú loks upp og framan í mig. En það var sami öskugrái blærinn á andlitinu, og hendin, sem hélt um göngustafinn, skalf greinilega. Ég sagði: „Shayne, þetta eru heldur ókarlmannlegar aðfarir." Þögn. „Sem fyrrverandi verjandi stúlkunnar, svíkurðu hana gjörsamlega. Hún var skjólstæðingur þinn. Fyrst reynirðu að þvinga hana með hótunum og ofbeldi til þess að láta það af hendi, sem hún á að lögum. Og svo bæt- irðu gráu ofan á svart með því að búast til að myrða hana.“ Ég sneri mér að Gwen. „Skilurðu þetta ekki?“ sagði ég. „Hann lætur Mugridge heita þér þvi, að ef þú skrifir undir jarðarafsalið, munið þið Wint fá tækifæri til að ,,strjúka“. En hvað heldurðu, að hefði gerst? Heldurðu að þeir liefðu látið ykkui- komast langt, þegar þeir voru búnir að fá vilja sínum framgengt?“ Ég horfði á Mugridge. „Ég skal segja þér, livað hefði gerst. Mugridge hérna hefði beðið eftir ykkur. Hann hefði beðið eftir ykkur vopnaður. Og hann hefði skotið ykkur til bana með köldu blóði, skotið ykkur, Gwen, á flóttanum." Ég sparkaði í sneplana á gólfinú. „Þetta er svo einfalt, Gwen. Eftir að þú varst búin að skrifa undir, þurftu þeir þín ekki með lengur. Þú varst aðeins til óþæginda og trafala. Setjum svo, að það hefði átt eftir að kom- ast upp, að þú leyndist hérna. Hlaut þá ekki saga þín að koma fram í dagsljósið, líka þetta, hvernig þú afsalaðir þér jörðinni? Þá eru þessir heiðursmenn flæktir i málið, þeir eru orðnir brotlegir við lögin, því að þeir hafa þagað yfir því, að þeir vissu, hvar þú, strokufanginn, varst nið- ur komin. Hversvegna í ósköpunum skyldu þeir taka á sig slíka áhættu? Er ekki margfalt einfaldara að losna við þig í eitt skipti fyrir öll, að gefa þér tækifæri til að „strjúka" og láta síðan byssurnar tala?“ Ég leit á Shayne. „Já, Gwen, horfðu á þennan mann, því að hann ætlaði þér ekki langa lífdaga. Hvað hefði verið einfaldara en að láta Mugridge sjá fyrir þér á þessum svokallaða flótta? Hann hefði setið fyr- ir ykkur Wint og þið hefðuð gengið beint i gildruna. Og hinn samvisku- sami og ötuli varðstjóri hefði tilkynnt fangelsisyfirvöldunum að tveir fang- ar hefðu verið felldir á flótta, fangar að nafni David Wint og Robert Flowers." Ég sneri mér að Gwen. „Já, þín hefði hvergi verið getið. Það hefði gert þetta jafnvel einfaldara. Með láti Roberts Flowers varstu horfin fyrir fullt og allt og örlög þín yrðu óráðin gáta upp frá því.“ Gwen horfði á Shayne og augu hennar fylltust tárum. „Guð minn góður," sagði hún. „En hversvegna . . . hversvegna?" „Vegna þess að þú átt það, sem maðurinn þarna andspænis þér ágirn- ist. Jörðin, sem þú fékkst í arf eftir föður þinn, er einhverra hluta vegna svo verðmæt í hans augum, að hann er reiðubúinn til að fórna lífi þínu til þess að komast yfir hana.“ „Hversvegna . . . hversvegna?“ Gwen endurtók orðin og horfði bæn- araugum á lögfræðinginn. „Hvað hef ég gert yður? Hatið þér mig?“ Shayne sneri andlitinu hægt að henni. Hendur hans voru hættar að skjálfa, slétta, hæversklega lögfræðingsandlitið laust við þennan gráa, óhugnanlega lit. Hann var búinn að jafna sig eftir ,,rothöggið“ Nú vætti hann varirnar með tungunni og kinkaði kolli. „Já,“ sagði hann hægt og skírt, „jörðina verð ég að eignast, Gwen. Það skiptir mig öllu máli. Án hennar er ég búinn að vera.“ Hann þagnaði stutta stund áð- ur en hann hélt áfram. Svo leit hann beint framan í stúlkuna. „Og þótt

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.