Vikan


Vikan - 12.09.1956, Blaðsíða 14

Vikan - 12.09.1956, Blaðsíða 14
826. KROSSGATA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1 skora á hólm — 4 snjóbleyta — 7 persónufornafn — 10 beita — 11 spor — 12 blótsyrði — 14 frumefni — 15 kvenmaður — 16 hörundsígerð — 17 tónn — 18 á kerti — 19 eldur — 20 ílát — 21 töframaður —• 23 farvegur — 24 för — 25 hiti ■— 26 kvendýr — 27 lömun — 28 biblíu- nafn — 29 nautur — 30 útungun — 32 fleirtöluending — 33 lögðu eið að - 34 flík — 35 tónn — 36 niskur — 37 drykkur — 38 vambfylli — 39 uppeldisstöð — 41 raup — 42 móti — 43 innyfli —- 44 gá — 45 sjúkdómur — 46 eldsneyti — 47 eyðsla — 48 óbrotin — 50 tveir ein — 51 álitinn — 52 hljóð — 53 hætta — 54 fiskmeti -— 55 ástarguð — 56 veggur —- 57 agnir — 59 vík — 60 óvinur Ása — 61 fleyta -— 62 fallinn þingmaður — 63 matselda — 64 æskulýðsfélagsskapinn. Lóðrétt skýring: 1 lítilsvirðingu — 2 tyfta — 4 frumefni — 5 uppruni — 6 forsetn- ing - 7 skott — 8 = 2 lóðrétt — 9 tveir eins - 11 fljótur — 12 ræfill — 13 bakki — 15 bjart- ur — 16 kuti — 17 byrði — 18 skipshluta —- 19 veiðitæki — 20 bein — 22 verkfæri — 23 skóflu — 24 partur fisksins — 26 hljóð — 27 úr- gangur — 29 úthagar — 30 deilur — 31 ungviði 33 ropvatn — 34 nakið — 35 kyrrð ■ 36 færi — 59 veiðiaðferð — 60 rúmfat — 62 sk.st. — 63 heimili. Lausn á krossgátu nr. 825. LÁRÉTT: 1 ösp - - 4 skratti — 10 bar — 13 glas —- 15 jólin — 16 sápa — 17 nótur •— 19 all — 20 vitar — 21 gaman — 23 meður - 25 rannsakaður — 29 ab — 31 rd. — 32 afl •— 33 ur 34 mi — 35 not — 37 afl — 39 ómr — 41 sal — 42 gribba — 43 óheill — 44 lin -— 45 rof - 47 oa — 48 Rut — 49 an —- 50 aa — 51 áta — 53 rl. — 55 ra — 56 spunarokkur — 60 skaði — 61 lamin - - 63 skíði — 64 vik — 66 nafar — 68 pári — 69 einir — 71 rati -— 72 Áka — 73 efnaður — 74 not. Viltu giftast mér. Framhald af bls. 3. an. En enn þann dag í dag hafa þau ekki hugmynd um, hver sendi bréflappann. Menn bera sig stundum býsna einkenni- lega að, þegar þeir eru á biðilsbuxunum. Nathaniel Peters er bóndi í Suður-Afríku. Hann skrapp til Höfðaborgar og í veizlu sá hann stúlku, sem hann varð ofsalega ástfanginn af. En honum lá á að fara heim og bærinn hans var 500 mílur frá borginni. Það hefði tekið nokkra daga að biðja stúlkunnar bréflega og fá svar hennar, og Peters iðaði í skinninu af óþreyju. Þá datt honum snjallræði í hug. Hann heimsótti höfðingjann í svertingjaþorp- inu í nágrenninu og spurði, hvort hann gæti komið boðum til stúlkunnar með , ,trumbuskeyti“. Höfðinginn var fús til að hjálpa hon- um, og fáeinum mínútum síðar byrjuðu hinir innfæddu að berja trumburnar. Þær báru bónorð hvíta mannsins þorp úr þorpi, yfir fen og gegnum dimma frumskóga. ,,Skeytið“ var sent að morgni dags. Og um kvöldið færðu trumburnar biðlinum hið jákvæða svar. Bill Rixon í Texas bað stúlkunnar sinn- ar með flugvél. Hann var flugmaður og skrifaði með reykskrift yfir sveitabæn- um, sem stúlkan bjó á: „Viitu giftast mér?“ Stúlkan svaraði honum samstundis með aðstoð bræðra sinna. Þau fóru út á ak- ur og mynduðu orðið „já“ á jörðina með bjálkum. George Keenan, slökkviliðsmaður í Mel- bourne í Ástralíu, varð svo hrifinn af stúlkunni, sem hann var að bjarga út úr brennandi húsi um miðja nótt, að hann hvíslaði að henni í brunastiganum: „Viltu giftast mér.“ Stúlkan heyrði til hans, þrátt fyrir snarkið 1 eldinum, og svaraði: „Já, en ekki fyrr en ég þekki þig betur.“ Þau voru gefin saman nákvæmlega ári síðar og fyrsta áfanga brúðkaupsferðar- innar fóru þau í slökkviliðsbíl! Ritstjóri í þorpi einu í Bandaríkjunum gaf út aukablað af blaðinu sínu. Aðeins eitt eintak var prentað, og aðalfyrirsögn- in var: „Viltu giftast mér?“ Að öðru leyti var forsíðan lýsing á lífi og starfi biðilsins og tilvitnanir í um- mæli ýmsra kunnra þorpsbúa, sem _ fús- lega vottuðu, að hann væri hið ákjósan- legasta mannsefni. Ritstjórinn sendi stúlkunni eintakið í pósti. Og hún svaraði með því að tilkynna honum bréflega, að hún óskaði eftir að gerast áskrifandi til æviloka. í skugga gálgans Framh. af bl. 13. ingsins. Og ég vil vekja athygli þína á þvi, að ég á frí eftir þrjá daga og hef hugsað mér að nota tækifærið til að heimsækja Kenhami — og Gwen." „Ágætt. Við notum kannski tækifærið til að rabba betur saman þá." Shayne sneri sér að Mug- ridge. „Jæja, mér skilst að þú ætlir að verða sam- ferða niðureftir með fangann." Hann horfði á Gwen. ,,Þú ert heppin, stúlka mín. Það bíður mín einstaklega þægilegur vagn niðri á veginum." Gwen horfði lengi þegjandi á hann. Hún var búin að hneppa að sér jakkanum og setja upp húf- una. Hún var aftur orðin unglingspilturinn Robert Flowers, hinn kvenlegi yndisþokki hennar horfinn bak við þennan einkennisbúning, sem kæfði per- sónuleika hennar og lét henni ekkert eftir nema veðurbarið fangaandlit. Hún horfði lengi þögul á Shayne, uns hún sagði þurrlega: „Það er því mið- ur ekki á mínu valdi að velja mér ferðafélaga." Framhdld á ncesta blaOi. Hjðnabandið er dásamiegt — þegar rétt er að farið Framhald af bls. 7. undirrót sumra veikinda, sagði læknirinn. Ég er honum hjartanlega sammála. Það er voðalegt, þegar heimilið verður einskonar fangelsi, þegar hjónunum — báðum eða öðru hvoru — sýnist verk- efnin vera svo mörg, að þau megi aldrei slaka á. Þó er sannleikurinn sá, að þau eiga oftast að geta losnáð við þessa ósýni- legu fjötra með dálítilli skipulagningu. Þau eiga að hafa ákveðin kvöld til vinnu og ákveðin kvöld til hvíldar og skemmt- unar. Og þau eiga að vera ákaflega nísk að eyða þessum fríkvöldum til neins ann- ars. Hjónabandið getur orðið að ávana, ef svo mætti orða það — og honum harla leiðinlegum. Það er undir hjónunum sjálf- um komið, hvort svo fer. Aðalatriðið er að láta verkefnin, sem hjónabandinu fylgja, ekki kæfa sig. Það þarf bara dá- lítið hugmyndaflug og dálitla árvekni, til þess að koma í veg fyrir þetta. Hvorugt hjónanna má gleyma því til lengdar, að ekkert hjónaband getur blessast nema báðir aðilar gefi sér tíma til að hlú að því. Hamingjan kemur sumsé ekki af sjálfu sér. Sannleikurinn er sá, að ekkert er dá- samlegra en hamingjusamt hjónaband. Og það er á valdi flestra hjóna að njóta þeirrar hamingju — að því tilskyldu, að bæði vilji af einlægni hreppa hana. — URSULA BLOOM högg — 37 spenna — 38 skarð — 40 fyrir skömmu - 41 vopn — 42 gapti — 44 mikið magn — 45 ilát 47 úrgangur - 48 spurnarfornafn — 49 Ás — 51 óhóf — 52 húsdýr — 53 blað •— 54 ílát — 55 skortur •— 56 dimmviðri — 58 eld- LÓÐRÉTT: 1 ögn — 2 slóg — 3 patar •— 5 kj - 6 róa — 7 alltaf — 8 til — 9 tn. 10 bátur — 11 apar — 12 rar — 14 sumar — 16 siður - 18 randabrauði - 20 veðurharkan 22 nn 23 M.A. — 24 ranglar — 26 sal — 27 kló — 28 villtar — 30 borin — 34 malur — 36 tin - 38 FAO — 40 mót — 41 Sir — 46 fáa — 47 oao — 50 apaði — 52 trena — 54 lumar — 56 skira — 57 ni — 58 kl. — 59 rifan — 60 skák — 62 NATO — 63 spá •— 64 vin — - 65 kið — 67 rit — 69 ef — 70 ru. GRETA GARBO Framhald af bls. 5. hana,“ segir þekkt leikkona. „Greta er guðdóm- leg," segir Fleur Cowles, þekktur tízkuhúseigandi og samkvæmiskona í New York. „Hún horfir á mann á einhvern sérstakan hátt, já, maður gefst bara hreinlega upp.“ Bókaforleggjari nokkur í New York, sem er alræmdur kvennamaður, dEins- aði nýlega við Gretu í veizlu og var alveg hug- fanginn á eftir. „Meðan ég — eigum við að segja — hélt utan um hana í dansinum, var ég mér meðvitandi v.m sveiflukendan kraft. Ef hún bara færist tveimur tommum nær, finnst manni eins bg hún sitji á hnjánum á manni. Hún þarf ekki annað en að rétt snerta á handleggnum á manni, og þá finnst manni eins og maður hafi hætt mann- orði sínu. Ég ýki kannski svolítið, en ekki mikið." YÐAR EINLÆGUR Framháld af bls. 11. 50 dali á því. Ég hafði veðjað við Corinne um að eðli konunnar breyttist aldrei. Ég var sannfærður um að nafn mitt mundi minna yður á svikin, sem þér urðuð fyi'ir af hendi skólafélaga yðai' fyrir tuttugu árum, og að þér munduð bjóða mér til Hollywood til að hefna yðar á mér, með því að láta mig hrífast af frægðarljóma yðar. Konan mín fullvissaði mig um að ég væri fífl. Var ég svo mikið fífl? Nei, hafði ég ekki.... Með mínum beztu óskum. GEORGE F. JOHNSON. P.S. — Hver var það sem sagði, að aldrei skyldi nokkur strákur gera sér annað eins aftur ? 14

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.